Þjóðviljinn - 29.01.1959, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 29.01.1959, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 29. janúar 1959 — ÞJÓÐVILJINN — (7 íhaldio vUdi svipta pá pingsetu fyrir hálfu priöja ári, — nú gerir pað pá að ráðherruni sínum! Sjálí'stæðisflokkurinn virðist nú leggja mesta áherzlu á að vísa öllum vandamálum efna- hagslifsins óleystum til þjóðar- innar í nýjum kosningum. Sjálfur sýnist flokkuiúnn þó furðu varfærinn í því að láta uppi hvað hann vill gera til lausnar vandamálum er að steðja. Væntanlega rætist úr þessari varfærni og tillögufá- tækt flokksins fyrir kosningar, því að ella yrði vandséð hverra erinda hann gengi til dóm- þings kjósendanna. Þessi hlé- clrægni hins stóra og fyrrver- andi stjómarandstöðuflokks, nú þeg'ar til nokkurs var af hon- um ætlazt, verður trauðla með öðru fremur skýrt,- en því að foringja Sjáifstæðisflokksins gruni, að bjargráðatillögur þeirra muni ekki jafn líklegar til lýðhylli og áróðursmál þeirra voru meðan þeir lifði í bardagavímu stjórnarandstöð- unnar laust tengdir ábyrgðar- tilfinningu og þjóðhollustu. Mun þeim það því ríkast í huga nú að láta ljóma hina róman- tísku vináttu sína í garð allra stétta frá stjórnarandstöðu- árunum leika um sig í vænt- anlegri kosningabaráttu. Enn kann hér til að koma langdvöl Sjáifstaíðisflokksins í veröld óskhyggju og drauma ailfjarri farvegum raunverulegs lífs. Éðlilega tekur slíkan draum- fara það nokkurn tíma að öðl- 'ást veruleikaskynjun í kald- rifjaðri vgröld íslenzkra stjórn- mála.. En hvað um kjósendur Sjálfstæðisflokksins, sem fyigdu flokknum í stjórnarand- stöðunni um sóiarlönd ósk- hyggjunnar? Sjálfsagt hafa margir kjósendur Sjálfstæðis- * flokksins trúað því að hin fögru sólarlönd væru veruleiki; og gang.an inn á þau byði þess eins að vinstri stjórnin félli og Sjálfstæðisflokkurinn tæki við völdum og lét draumana ræt- ast. Það vakti því mikla undr- un almennings og þó helzt þeirra sem trúðu á sólarlönd Sjálfstæðisflokksins, að hinn stóri flokkur sem í meira en tvö og hálft ár var síhrópandi um það að þjóðin ætti þá ósk heitasta að vinstri stjórnin félli svo að Sjálfstæðisflokkur- inn kæmi að sínum bjargráð- um, skyldi ekki hagnýta sér tækifærið nú fyrir áramótin og mynda rikisstjóm. En sú varð ekki raunin. Hið mikla tækifæri virtist helzt koma íiokknum á óvart, viðbrögð hans Hktust svefnrofum manns, sem vaknar frá draumförum tim fjarlægar stjörnur. Hann gat engu orði upp komið í sam- bandi við aðsteðjandi vandamál þjóðarinnar, fyrr en fráfarandi stjóm Hermanns Jónassonar hafði sýnt honum forðabúr sitt og veitt langt að komnum leið- togum Sjálfstæðisflokksins nokkra innsýn í veruleika hinna íslenzku stjórnmála und- ir ieiðsögn sérfræðinga í efna- hagsmáhim Þá hvarf Sjálfstæðisflokkn- um skyndilega hin .búsáeldar- lega áróðursveröld stjórnarand- stöðunnar, þar sem fögrum íyr- i rheitum og loforðúm var ríf- lega miðlað í samræmi Við óskhyggju allra stétta. Nú fann hann til síns gamla eðlis að nýju og lagði það fyrst til mála, að grunnkaup verka- fólks þyrfti að lækka a. m. k. um 5%, auk þess sem niður- greiðslúr vísitölunnar úr rík- issjóði yrðu stórauknar. Þó myndi þetta ekki duga til fullr- ar björgunar. en hvað meira þyi-fti til að koma var ekki lát- ið uppi. Varfærni flokksins í þeim efnum var talin hyggi- legri með tilliti til komandi kosninga. Blóðbíldur gengis- lækkunar og allsherjar kjara- skerðing eru ekki góðir föru- nautar í kosningabaráttu. Því -munu aðaltillögur Sjálfstæðis- flokksins geymdar undir hul- iðshjálmi um sinn í þeirri trú, að þeim verði betur við komið að kosningum afstöðnum. Og til þess að ábyrg stjórn- arstörf hrukkuðu ekki hið HLÁLEG ÖHLÖG brosmilda andlit stjórnarand- stöðuiiokksins, sem gefið hafði öllum stéttum þjóðfélagsins fögur fyrirheit um nýjan himin og nýja jörð ef hann fengi völdin, þá skaut hann sér fimlega að baki minnsta þingflokksins og ýtti honum að stjórnfærum þjóðar- skútunnar svo að hún mætti fijóta unz kosnipgar færu fram í vor. Svo lágt reyndist nú risið á stærsta flokknum þegar á hólminn kom, ,að hann skaut sér þannig á mjög lágkúruleg- an hátt á bak við, ekki aðeins minnsta flokkinn heldur líka þann flokk, sem Sjálfstæðis- menn hafa með miklum orða- forða og tilburðum talið, að hafi komið a. m. k. helmingi þingmanna sinna ef ekki öll- um ólöglega inn á Alþingi í síðustu kosningum. Dýpra gat stærsti flokkur þjóðarinnar naumast sokkið eftir öll hreystiyrðin um for- ustuhæfni sína í íslenzkum stjórnmálum. Alþýðúflokkinn mátti að mörgú leyti telja litla fingur- inn á hendi vinstri stjómarinn- ar, og urh leið þann fingurjnn sem Sjálfstæðismenn viidu helzt sneiða af og varna þing- setu í byrjun kjörtímabilsins. Þennan litla fingur fráfarandi ríkisstjórnar greip nú Sjálf- stæðisflokkurinn dauðahaldi í og gerði ,að ríkisstjórn á ís- landj! Getum má að því leiða hvað sterk öll hönd fyrrverandi ríkisstjórnar hefur verið og hve vantraust Sjálfstæðis- manna á stjórn Hermanns Jónassonar hefur verið óheilt, þegar þeir nú treysta veikasta hlekk þeirrar stjórnar einum að haldá um stjómvöl þjóð- arskútunnar í þúngum sjó og næsta tvísýnu útliti svo að ekki sé meira sagt. í þessú sam- bandi má nú segja með ljós- Sjálfstæðismenn byggja sér hræðslu- virki úr minnihluta Hræðslubandalagsins og fá ..ólölega“ þingmenn til að mynda ríkisstjórn fyrir sig um rökum að það bafi ekki orðið sízt til heilla Sjálfstæðis- flokknum sjálfum að vilji hans í byrjun kjörtímabilsins um að varna þingmönnum Alþýðu- flokksins þingsetu náði ekki fram að ganga. Þetta minnir raunar á það, sem margir vita, að það komi jafnan bezt Sjálf- stæðisfólki eins og þjóðinni allri, að vilji foringja Sjálf- stæðisflokksins nái sem sjaldn- ast fram ,að ganga, svo oft stefnir hann til ógiftusamlegra leiða. Meðan Sjálfstæðisflokkurinn var í stjórnarandstöðu gerði hann ýtrustu sérkröfur allra stétta að sínum óskamálum. Út- sendarar flokksins innan verka- lýðsfélaganna gerðu kröfur um hærri laun. Útgerðarmenn og bændur voru hvattir til að krefjast hærri opinberra styrkja; samtímis reyndi flokk- urinn að spilla áliti landsins erlendis, iað því er virðist til þess m.a. að gera ríkisstjórn- inni örðugra fyrir um erlendar lántökur til mikilvægustu framkvæmda svo sem sements- verksmiðjunnar og raforkuvcra er stöðvazt höfðu þegar vinstri stjórnin tók við. vegna lánleys- is pg ódugnaðar fyrri ríkis- sjórnar, sem Sjálfsæðismenn veittu forstöðu. Svo mætti lengi telja. Til allrar hamingju eru áhrif Sjálfstæðisflokksins næsta veik í verkalýðsfélögunum og eru fyrir því eðlilegar forsendur. En þó voru til launþegasamtök, sem Sjálfstæðismenn ráða miklu í. Það voru samtök þeirra, sem höfðu mikið á annað hundrað þúsund krónur í árslaun. Meðal þeirra voru flugmenn. Sjálfstæðismenn fengu þá til þess að gera verk- fall til framgangs kröfum um hækkað kaup og stórauknar greiðslur af því í erlendum gjaldeyri. Yfirmenn á siglinga- flótanum gerðu einnig: verkfall. Slík verkfö’l höfðu áður ekki þekkzt á íslandi. Samtímis gerðist það í fyrsta sinn, að Morgunblaðið léði verkföllum ful’an stuðning. Þessi verkföll, sem leiddu af sér launahækkan- ir og gjaldeyrisfríðindi til vel- stæðr,a starfshópa verkuðu ögi’- andi á lág’aunastéttirnar og til þess var leikurinn gerður. í fyrsta sinn í sögu sinni stóð Sjálfstéeðisflokkurinn nú með öllum kröfum sem gerðar voru til þjóðfé’agsins af hálfu stétta og einstaklinga og örfaði þær eftir rnegni. Nú vissi Sjálfstæðisflokkurinn, að allar þessar launahækkanir til stétta, er sátu við sæmilegan kost voru ekki gerðar til almenn- ingsheil’a heldUr þvert á móti. Sök Sjálfstæðisflokksins í þessu efni er stærst fyrir það, að hann vissi vel hvað hann var að gera.. Hann skaut sér undan ö’Ium þjóðlegum skyld- jm vegna þess eina verkefhis er hann hafði valið sér, að korna vinstri stjórninni frá völdum. Þjóðarhag'smunir voru látnir víkja fyrir sjúkri og ó- fyrirleitinni valdabaráttu flokksforingjanna. Stjórnaranclstaða Sjálfsíæðis- flokksins mótaðist af nejkvæðu lýðskrumi, sem hlakkaði yfir því, þegar verk hennar gá.tu leitt til ófarnaðar eða valdið stjórn ríkisins erfiðleikum. . Enga nýtilega tillögu er haegt að finna írá Sjálfstæðisflokkn- um á þessu tímabili. Loks nú eftir stjórnarskiptin kemur hann frarn með þá aðaltillögu sína til úrbóta í svip að lækka grunnkaup verkafólks um 5— 6% eða sem svarar þeim kaup- hækkunum er náðust í haust og Morgunblaðið taldi þá að verkamenn hefðu bæði rétt á og þörf fyrir. Raunar vissu allir að barátta Sjálfstæðisflokksins fyrir kauphækkunum var fölsk, háð í blekkingaskyni af- blindu ofstæki og hatri á fyrrver- andi ríkisstjórn. Getur það verið, að .Sjálf- stæðisflokkurinn haldi að al- menningur sé svo grunnfær \ skjlningi á félagsmálum, að f’okkurinn bil'st við auknu kjörfylgi fyrir frammistöðu sína í stjórnmálunum? Sé svo vil ég vona að flokkurinn hafi blekkt sjálfan sig meira í þeim efnum en kjósendur a’metint; Og svo þegar tækifæri stóra flokksins kemur, scm gerði í stjórnarandstöðunni óskir allra að óskum sínum, bregzt hann á lyddulegri hátt við því en flesta hefði mátt gruna. Nú hvorki þorir hann né getur vegna lýðskrums síns úr stjórn- arandstöðunni myndað ríkis- stjórn, heldur felur hann and- lit 19 þingmanna sinna að baki 8 Alþýðuflokksþingmönnum sem hann í upphafi kjör’íma- bitsjns taldi ólöglega ti’ þings kjörn.a og lætur þá mynda rík- isstjórn fyrir sig fram að kosningum, er fram skuli fara á komandi vori Og um leið réttir hann ríkisstjórn litla flokksins þá tillögu sína að hún skuli lækka grúnnkaup verkafólks um 5% og hagræða vísitölunni svo með auknum niðurgreiðslum úr ríkissjóði að til enn verulegrar kauplækkun- ar komi. F.vrir slíkar aðgerðir kveðst Sjálfstæðisflokkurinn fús að verja stjórnina fyrir vantrausti. . . Var það þetta ssm kjósendur Sjálfstæðisflokksins ætluðust til af flokki sínum eftir alla kokhreysti foringjanna í stjórn- arandstöðunni? Sé svo hafa þeir ekki teng'í háar ný glæsi- legar vonir við Sjá’fstæðis- flokkinn, þótt honum .banrist tækifæri til forustu Við þetta bætist það, að þótt flestum þyki nú ærin verkefni, sem krefjast samstilltrá átaka í efnahagsmálunum, þá; er boð- að af Sjálfstæðisflokknúm, að nú sé heppilegasti tími til að gjörbreyta kjördæmaskipan landsins með tvennum póli- tískum kosningum á þessú ári. Þótt rétt sé að breyta þurfi skipan kjördæma á þann veg að meira jafnréttis kjósenda gæti á skipan Alþingis, er þó ckki auðvelt að sjá að bað flýti fyrir öruggri og giftusamlegri lausn höfuðvandamáls líðandl stundar að hrinda þjóðinni út í tvennar pólitískar kosningar á þessu ári, þar sem aðaláíök- in hlyíu að verða um viðkvæm mál og stjórnarskrárbreytingu en efnahagsmálin færast í skugga þeirra átaka. En vera má að Sjálfstæðis- flokkurinn ætli kjördæmamál- inu líka annan hlut en þann að fu’lnægja réttlætinu. Hafa mun hann þær gjafir eihar til- tækar handa alþýðu manna i sambandi við lausn efnahags- málanna, ,sem honum væri þæg- ast að lægju í umbúðum sinum Framhald á 11. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.