Þjóðviljinn - 01.02.1959, Blaðsíða 1
1
ifiökkunnn-
Fundir í öllum deildum
annað kvöld.
Sósíalistafélag Reykjavíku r.
Sumiudagur 1. febrúar 1959 — 24. árgangur — 26. tölublað.
011 von talin úti au nokkrum
verði bjargað aíHans Hedtoít
1 sélarhring fiiafði eltkert til þess spurzt?
leitarskip og flugvélar uréit eiuskis vör
Öll von var talin úti í gærkvöld að nokkrum yrði bjargað af danska
Grænlandsfarinu Hans Hedtoft sem rakst á ísjaka í fyrradag um 20 sjó-
mílur suðaustur ,af Hvarfi. Enginn vaíi var talinn á að skipið væri sokk-
ið, en haldið var áfram leitinni í þeirri von að einhverjir farþega og
skipverja kynnu að hafa komizt í björgunarbáta, sem enn væru á floti.
Sú von dvínaði þó mjög þegar á daginn leið.
Slysið varð kl. 16.30 eftir
grærilenzkum tíma i fyrradag,
en síðasta skeytið sem barst frá
skipinu var sent um kl. 21 eft-
ir íslenzkum tíma í fyrrakvöld
og var það þá tekið að sökkva.
Þá var ofsarok og kafaldsbylur
á slysstaðnum.
Langt frá alfaraleið
Strax þegar fyrstu neyðar-
skeytin bárust frá skipinu
skömmu eftir slysið voru gerðar
ráðstafanir til að koma þvi til
hjálpar. ÖIl skip sem stödd voru
á nálægum slóðum og til náðist
voru beðin að halda á vettvang.
En þar var -ekki um mörg skip
að ræða, því að slysstaðurinn
var langt frá venjulegum sigl-
ingaleiðum. Tveir þýzkir togar-
ar voru þar næstir og í fyrra-
dag var haldið að annar þeirra
a. m. k. Justus Haslinger, myndi
vera það nálægt að hann kæm-
ist til hins nauðstadda skips i
tæka tíð. Sú von brást þó.
Óljósar íréttir
Fréttir af björgunarstarfinu
hafa allar verið óijósar af skilj-
anlegum ástæðum. Þannig mun
það hafa verið ranghermi, sem
sagt var í fréttum í gær, að
kanadísk flugvél hefði fundið
hið sökkvandi skip og sveim-
aði yfir því Hún mun i hæsta
lagi hafa komizt í námunda
við slysstaðinn, en ekki fundið
skipið sjálft.
Margar flugvélar
Margar flugvélar voru sendar
af stað frá flugstöðvum Banda-
ríkjamanna. Þannig var send
flugvél frá Keflavíkurflugvelli,
Átti ofurlrú á tæknina einnig
nú sökina á því hvernig fór?
Það er eðlilegt að mönnum
detti í hug mesta sjóslys allra
tíma, Titanicslysið, í sambandi
við fyrstu og síðustu ferð Hans
Hedtofts. Bandaríska skipið
Titanic, sem þá var stærsta
skip veraldar, rakst á ísjaka
skammt frá Nýfundnalandi i
jómfrúferð sinni í apríl 1912 og
sökk á skammri stundu, en
1500 manns týndu lífinu.
Eins og Hans Hedtoft var
Titanic á sínum tíma talið að
heita má ósökkvandi. Græn-
landsfarið var óneitanlega full-
komið skip og vel búið til
siglinga á hættuslóðum. En sú
spurning vaknar hvort ofurtrú
á tæknina hafi ekki nú eins
og 1912 átt sinn þátt í að svo
fór eem fór.
Gera má a.m.k. ráð fyrir
að hefði Rasmussen skipstjóri
sem var manna þaulkunnugast-
ur siglingaleiðum við Græn-
land eftir. að hafa siglt á þeim
í þrjá áratugi, haft annað,
veikbyggðara og verr búið, skip
til umráða, þá.hefði hann tæp-
lega valið þá leið sem hann
fór nú, he’dur siglt mun sunn-
ár, þar sem íshættan er minni.
Svæðið undan Hvarfi er eitt
það allrahættulegasta á Norð-
ur-Atlanzhafi. Rekís er þar svo
mikill og þéttur að heita má
Framhald á 12. síðu.
og aðrar frá bækistöðvum á
Grænlandi sjálfu og frá Arg-
entia á Nýfundnalandi. Flugvél-
arnar urðu einskis varar, og
ekki heyrðust heldur nein neyð-
armerki frá sendistöðvum sem
voru í björgunarbátum og flek-
um skipsins.
Dönsk Catalinaflugvél sem bú-
in var sérstökum tækjum til að
taka á mótj neyðarmerkjum úr
sendistöðvum björgunarbátanna
lagði af stað frá Kaupmanna-
höfn í gæl\ Hún ætlaði að koma
við á Solaflugvelli við Staí'ang-
ur, lenda á íslandi, en halda síð-
an til Grænands. Ferðin tekur
hana 15 klukkustundir.
Framhald á 12. síðu.
Myndin er tckin í desembcr þegar Hans Hedtoft fór í reynslu-
för sína. Eftir þá för var skipinu Jíkt við úsbrjót sem væru
allar leiðir færar.
Grænlandsfarið var umdeilt,
af sumum talið of veikbyggt
Hið hörmulega slys hefur
orðið til þess að í Danmörku
rifja menn nú upp að allt
frá því að smíði Hans Hedtofts
var ákv^ðin hafa verið skiptar
skoðanir um skipið meðal sér-
fræðinga. Enda þótt fullyrt
hafi verið að skipið væri miklu
fulíkomnara og betur búið til
siglinga í ís en nokkurt annað
kaupskip, heyrðust þó frá upp-
hafi raddir sem sögðu að enn
betur hefði mátt gera.
Framhald á 12. síðu.
Kaupránslögin taka gildi í dag
Kaup allra launþega lœkkar um
rúman átiunda hluta
í dag' taka kaupránslög' afturhaldsflokkanna gildi.
Frá og meö deginum í dag er hver einasti launþegi
landsins sviptur 13,4% af löglegu, samningsbundnu kaupi
sínu. Skeröingin nemur rúmlega áttunda hluta, og jafn-
'gildir því þannig aö mönnum sé gert aö vinna kauplaust
rúmlega klukkutíma á dag.
Með iagasetningu þessari eru
kjör verkafólks ekki aðeins skert
stórlega, heldur eru rofnir allir
samningar verklýðsfélaga við at-
lð|a máfmælir
iip samn
un oi skerð-
Krefst með 188 atkv. gegn 105 að jbátf-
taka I lifeyrlssjóði sé frjáls og óbundin
Iðja, félag verksmiðju-
fólks, hélt fund í gær til
að ræða MfeyrissjóðsmáJið.
Stjórn Iðju hafði samið um
við atvinnurckendur að þátt-
taka í lífeyrissjóði skj’Idi vera
skylda allra félagsmanna.
Geysileg óánægja er mcð
þetta í félaginu, einkum hjá
eldra fólki, er átti að vera
í B-deild, en í heniii skyldi
vera fólk sem komið er yíir
ákveðinn aldur og átti það
að greiða tillög til sjóðsins
— en la ekkert úr sjóðnum.
Samninga þessa um lífeyr-
issjóðinn hafði 1'élags‘stjórnin
gert við atvi n n u r eke nd u r,
en ekki Iagt þetta fyrir fé-
lagsfund — fyrr en í gær.
Björn Bjarnason flutti
tillögu uni að þátttaka í líf-
cyrissjóðnum skyldi vcra al-
gerlcga frjáls.
Tillaga Björns var sam-
þykkt með 188 atkvæðuin
gegn 105, en 7 seðlar voru
auðir.
Að lokinni afgreiðslu þessa
máls samþylíkti fundurinn
mótmæli gegn kauplækkun-
arfrumvarjn ríkisstjórnarinn-
ar og sérstaklega gegn af-
skiptum ríkisvaldsins af
sanmingsrétti verkalýðsfé-
iaganna.
vinnurekendur og sett lagaboð í
staðinn. Helztu breytingarnar á
gildandi samningum eru þessar:
1) Samkvæmt gildandi samn-
ingum átti kaupgjaldsvísitala
nóvembermánaðar að gilda fyrir
desember, janúar og febrúar. Hún
er nú afnumin fyrir febrúarmún-
uð og kaupgjaldsvísitalan lækk-
uð með lögum um 27 stig í þeim
mánuði.
2) Ákvæði allra gildandi
samninga um kaupgreiðslur sam-
kvæmt réttri kaupgjaldsvísitölu
eru numin úr gildi, og mælt fyr-
ir um að vísitalan skuli skert.
Nú i febrúarbyrjun nemur skerð-
ingjn 20 stigum, miðað við verð-
lag 1. janúar — en ríkisstjórn-
in lofar að skerðingin skuli
ekki verða „nema“ 10 stig eftir
næstu múnaðamót.
3) Sjálft vísitöíukerfið sem
verkalýðsfélögin sörndu um við
atvinnurekendur er numið úr
gildí og í staðinn sett ný vísi-
tala án nokkurs samráðs við al-
þýðusamtökin Þessari breytingu
er þannig fyrir komið að öruggt
er að engar breytingar verði á
vísitöluuppbótum fyrir 1. sept-
ember n.k. — eða í sjö mánuði
— hvernig svo sem verðlag
breytist, en samkvæmt giidandi
samningum bcr að reikna út
verðlagsbætur á þriggja mán-
aða ficsti.