Þjóðviljinn - 01.02.1959, Side 10

Þjóðviljinn - 01.02.1959, Side 10
10) — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 1. febrúar 1959 „AMagömoI vinnubrögð ...“ Framhald af 7. síðu. ,.eins og loftbóla upp með sleif guðs: ,,Salka Vallca er listrœnt framhald af Alþýðubókinni, en óftast nær gætt hófs. Salka er hetja vélaaldarinnar, umkomu- laus og án þeirrar aðhlynning- ar, sem fullkomið samfélag og sterk heimili geta veitt“? — og saga hennar þannig í og með kennslubók í uppeldisfræðum og meðmælabréf með heimilis- menningunni. Á blaðsíðu 224 segir: „í Sölku Völku skín birta ög fjör aldamótatímans gegnum alla bókina" — og brestur það eítt á, að höfundur tileinkaði hana Ungmennafélági íslands. Kvæðakver er til umræðu á blaðsíðu 216; þar segir: „Hins vegar birtir Halldór oft í skáid- ■,y,erkum sínum vísur og kvæði eftir sögupersónur sínar. Má Ííta svo á þá ijóðagerð, sem þeirra verk fremur en Halldórs Laxness". Um Snæfriði íslands- sól og Árna Magnússon (höf- undur á við Arnas Arnæus) í íslandsklukkunni segir á blað- síðu 237, að þau séu yfirstéttar- fólk, „stælt við þroskandi áhrif íslenzkrar náttúru“. Þrjátíu siðum fyrr lýstur þejrri hug- mynd niður í Jónas að Halldór ýrafi á unga aldri „ef til vill“ „þekkt aðaldrætti í sögu Frið- þjófs Nansens og tekið hana til fyrirmyndar" sjálfum sér. Nansen hafði nefnilega orðið „ritfær .... og snjall heims- maður, sem kunni yel að túlka áhugamál sín með framandi þjóðum“. Eg læt þessar tilvitn- anir nægja til dæmis um þær forkostulegu hugmyndir, sem ,yaða uppi í ritgerðinni. En það má ljúka málsgreininni með sýnishorni þess, hve fagurlega Jónas gerir grein fyrir efninu í skáldsögum Kiljans — það er saga Ólafs Ljósvíkings og Beru sem er á dagskrá, einhver fegursti kaflinn í öllum ísienzk- um bókmenntum: „Eftir að fangavistinni er lokið, fer Ólaf- ur stutta ferð með strandferða- skipi og verður þar betur til kvenna, heldur en við mátti búast eítir efnum og ástæðum“. Greindur lesandi finnur óðar, hvernig túlkanir Jónasar á skáldskap Kiljans ber einhvern- veginn skakkt að — það er hver afturfótafæðingin af ann- arri. Honum kynni að reynast torvelt að átta sig á staðreynda- rugli ritgerðarinnar, og vil ég taka mönnum alveg sérstakan vara á því. Jónas Jónsson hefur að sönnu veður af mörgum efn- um, sem varða Laxness og rit- verk hans; en hann veit harla fátt upp á sína tíu fingur, hann fer alrangt með fjölmörg at- riði. Hann veit til dæmis að Kiljan hefur ritað um kaþólska trú; hann veit líka að það rit var svar við ádeilu Þórbergs Þórðarsonar á kaþólsku kirkj- una, en hann segir frá mála- vöxtum á þessa leið: „Einn af samvistarmönnum hans (þ. e. Kiljans) í Unuhúsi, Þórbergur Þórðarson, ritaði harða ádeilu- grein um kaþólsku kirkjuna og áleit hana mikið spillingarbæli .... Halldór tók nú upp hanzk- ann fyrir þá stofnun, sem hafði sýnt honum gestrisni. Grein Halldórs, Kaþólsk viðhorf, er ekki aðeins vörn, heldur sókn frá hálfu íslendings um gildi kaþólsku kirkjunnar“. Jónas hyggur bersýnilega að deila þeirra Þórbergs og Kiljans hafi verið háð í blöðum; hann kall- ar framlög þeirra „greinar". En ádeila Þórbergs var hluti eins kaflans í Bréfi til Láru, og svar Kiljans var bæklingur upp á 75 blaðsíður. Á blaðsíðu 208 segir Jónas: „Halldór lagði brátt af stað í fyrstu utanlands- förina..... Hann var þá svo misserum skipti 5 ferðalagi um Danmörku, Svíþjóð, Þýzkaland og Austurríki". Fyrsta utan- landsferð hans varaði þó að- eins eitt ár, og í þeirri ferð fór hann hvorki til Þýzkalands né Austurríkis. Af þessari missögn sprettur síðan sá misskilningur (bls. 209) að Kiljan hafi byrj- að aðra utanlandsferðina „full- ráðinn að taka kaþólska trú'* — þótt hann kæmist ekki í færi við hana fyrr en einmitt í þeirri ferð. Þá hefur Jónas bersýni- lega ekki hugmynd um, að Kilj- an gekk undir stúdentspróf í menntaskólanum haustið 1924 og las fast undir það um sum- arið. Hann fer rangt með nafn- ið á konu hans; hann gerir Bjart í sumarhúsum að verka- manni á mölinni; hann veit ekki hvað bók Kiljans í austurvegi heitir; ■ hann kveður Gerplu „viðamestu" skáldsögu Lax- ness, þótt Ljósvíkingurinn sé um það bil 200 síðum lengri; hann kveður Kiljan hafa „full- lokið við skáldsöguna Sjálf- stætt fólk“ árið 1934 — og þannig utan enda. Jónasi Jónssyni hefur vissu- lega mistekjzt að móta frum- drætti að nýju viðhorfi við Halldóri Laxness; tilraun hans til að heiðra aldagömul vinnu- brögð við sagnaritun hefur runnið út í sandinn. Það er raunar ekki nýmæli, að sínum augum líti hver á silfur skáld- skaparins; og jafnvel fræknustu fræðimönnum reynist allajafna ofraun að sneiða hjá nokkrum staðreyndavillum í verkum sínum. En hugmyndir Jónasar lýsa hreinum barnaskap, og hann lætur sér staðreyndir í léttu rúmi liggja. Þessi ritgerð afhjúpar umkomuleysi hans gagnvart stórum skáldskap; hann trúir hvorki á forna né nýja söguritun, heldur á kákið og hundavaðsháttinn. B. B. Vv* ■ - ÚTSALA I fyrramálið sSérfdld verðlæklmn Seljum meðal annars: Kvenkjóla Drengjanærföt Drengjaskyrtur Vinnubuxur á börn og unglinga Karlmannaskyrtur Regnfatnaður á börn og unglinga Auk þess margskonar fatnaður annar. Samfímis hefst BÚTASALA VEFNAÐARVÖRUBÚÐ Skólavörðustíg 12 Skáldaþóttur Framhald af 6. síðu. ull. Efnið hefur gefið ástæðu til ýmiskonar nýunga í máli og stíl, en rímnaeniðið ræður ferðinni. I mansöng 1. rímu er þessi vísa sem margir kunna: Minn þó kæmist hugurinn • heim að hreyfa mærðarformi, fer mér líkast fugli þeim sem flýgur á móti stormi. Það er nokkuð rómantísk- ur blær á sumum vísunum í Ambalesrimum. Unga fékk hann auðarná, afbragð var sú fljóða, Kóngaættum fornum frá af Frakklandinu góða. Ari síðar yndishrein, ástum kóngs ei sleppti, lífs ávaxtár gæfugrein gullhlaðs eikin hreppti. Þar í landi þengils var, þó ei komin taf fiögðum, yölvan ein sém visdóm bar, vond í mörgum brögðum. Hitti drottning heiftum skipt hún með þungu bragði hvílubúin var hringanift, við liana nornin sagði: Þú skalt vita, völvan kvað, veraldar makt og sóma muntu hljóta og missa það mætan heiður og blóma. Völvan formælti drottningu og syni hennar og yrkir skáld- ið vel um þá atburði. Síðan í burtu völvan veik vikin úr styggðar skugga; þá sat eftir brúðurin bleik barninu sínu að rugga. Eg tek hér upp nokkrar vísur úr rímunum hér og þar: 6. r. 1G. v. Spjót og stengur spilltu hlíf, spruttu upp unda lækir; dauðans strengur lýða líf litaður dreyra flækir. G. r. 64. v; Þá Ijómi sólar löndum á lét sinn fögnuð byggja, heiðnir sjólar höfðu þá í hlífunum gjört að liggja. 10. r 88.-89. v. Lækir skrikuðu lútir fjalls af hæðum fossanna hvössu hljóði með; hafa menn þetta löngum séð. Greinir að einum gengi hringa br jótur; hlustir reisti hann hljóðið við, þá heyrði hann stríðan vatns- ins nið. Skáldið hefur fundið skemmtilega kenningu á Hél- víti: Dauðans þrá mun kóngunum klá og keyra báða ríkjum frá í neyð án náða. So neðri fái þeir Skytía ráða. Sérkennileg er þessi vísa 22. r. 72. v. Skyldi hún vera í ætt við vísuna: Austankald- inn á oss blés o. s. frv. ? Við eyna Kýpur haukur hlés hafði nokkra daga vés, þar til hægum byr á blés, bar hann þá fyrir eitt siglu- 25. r. 15. v.: Sj’ndir bjóða honum heim að • hreysi sínu, sem holdið er fullt af illu einu og ei hefur lyst á góðu neinu. Ambalesrímur eru fullar af einkennilegum orðum og orð- tökum, sumt er þetta úr al- þýðumáli, annað gripið í bragnauð dýrra hátta. Það voru fleiri en Páll Bjarna- son sem sneru útlendum sögum í r.’mur: Pontusrimur eru ortar út af þýzkri sögu, sama er að segja um Jóhönnu- raunir Snorra á Húsafelli; Sigurður Breiðfjörð orti Númarímur eftir franskri skáldsögu, sem hann hefur átt í danskri þýðingu. Þannig mætti lengi telja. Ýmsir ortu síðar rámur af Ambalessögu og síðastur Magnús Hj. Magnússon, „Skáldið á Þröm“. Eg vil svo enda þáttinn með vísu úr Ambalesrúmum Páls: Hússins ákart er skemmtun góð, skikkun mæt og vizkan ifróð; fyrir þá sök hin forna þjóð færði margt í sögur og Ijóð. Piímnafélagið gaf Ambales- rimur út 1952. Hermann Pálsson sá um útgáfuna. Lögreglustjóri Framhald af 4. síðu. ist vita að slíkt væri á móti vilja lögreglustjóra. Kæri les- andi, að þessu athuguðu, hef ég ekki ráðizt á réttan aðila? Að lokum vil ég minna á grein „Iðnaðarmanns“, sem gleymzt hefur að tala um, en hún er þess eðlis að gaumur sé gefinn. í henni er sagt frá því þegar lögreglustjóri braut iðnlöggjöfina og bolaði manni úr starfi. — Hvað segir Morg- unblaðið um þá grein? Með fyrirfram þökk fyrir birtinguna. — Borgari. i.s. Arkansas fer frá Reykjarvik til New York cá. 5. febrúar • RLs. Florida fer frá Kaupmannahöfn ca. 12. febrúar til Reykjavíkur. Skipaafgreiðsla JES ZIMSEN Til Trúlofunarhringir, Steinhringir, Hálsmen, 14 og 18 kt. gull. nes.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.