Þjóðviljinn - 26.03.1959, Side 5
Fimmtudagur 26. marz 1959 — ÞJÓÐJVILJINN :— (5
I unnskiptingastofunni
f kompanii víð allífið. —
Matthías Johannessen tal-
ar við Þórberg Þórðarson.
— 254 blaffsíður. — Helga-
fell, Keykjavík. 12. marz
1959.
Mattihías Johannessen. er
fyrir ýmsa hluti vel búinn til
að tala við Þórberg Þórðar-
son. í fyrsta lagi kann hann
hraðritun og getur þannig
bókfært orðræður meistarans
nákvæmlega orðrétt. Hann er
í öðru lagi svo andvígur
mörgum hugmyndum Þór-
bergs, að það hlaut að verða
viðta'aranum ærin hvöt til að
tala sem skýrast, túlka hug-
myndir sínar sem nákvæmleg-
ast, leggja fram hugsunar-
orku sína. 'Ef Maó hefði far-
ið að diskútera sósíalisma við
Þórberg eða Jónas útvarps-
stjóri eilífðarmálin, þá hefði
meistarinn ekki þurft að
kosta sér nema hálfum til —
af því hann ræddi við ekoð-
anabræður. En af þvi Matt-
hías er lítiltrúaður á sósíal-
ismann og fávís í eilífðarmál-
unum, þá veit Þórbergur ekki
fyrri til en hann er tekinn
að kenna honum; árangurinn
er mælska og fyndni og and-
riki þessarar bókar.
Matthías er af langri
reynslu orðinn býsna klókur
að spyrja menn — toga, þeim
tungu úr höfði, ef á þarf að
halda. Þéirrar kunnáttu gætir
þó ekki svo mjög í Kompaní-
inu; spurningar hans koma
stundum dálítið spánskt fyrir
sjónir. En það er kannski
einmitt þetta sem Þórbergur
hefur i huga í bókarlok, er
hann hrósar Matthíási fyrir
það að hann sé alltaf nýr;
hann er ekki alltaf að þumb-
ast við sömu umræðuefni né
stritast við að byggja sam-
tölin upp á listrænan hátt,
heldur hleypur hann úr einu
í annað, sendist aftur og fram
milli umræðuefna. Líklega
hefur hann verið kría í ein-
hverju fyrra lífi. En hvað
sem þvi líður, verður niður-
staðan líf og fjör og mikil
skemmtan á margan handa
máta.
Það skiptir vitaskuld allra
mestu máli í svona bók, að
viðtalarinn hafi eitthvað að
segja — ráði fyrir hugsun og
andagift, hafi gáfu til að
segja frá. Það þýðir ekki að
kunna hraðritun á fundi mál-
lauss manns; það þýðir ekki
að brýna skoðanaleysingja til
að lýsa viðhorfum sínum;
allur ferskleiki í samræðu-
kúnst er gagnslaus í húsi
manns, sem seg'r aðeins já
og nei. En Þórbergur hefur
andann og sögugáfuna; og
honum er að auki léð hrein-
skilni og þor til- að segja ná-
kvæmlega það sem honum býr
í brjósti. Ég vil í engu rýra
hlut spyrilsins, eins og Matt-
hias heitir á máli Þórbergs;
en ég vil þó leyfa mér að
segja að þessi „óundirbúnu"
viðtöl séu einhver fjörugasta,
fyndnasta og mælskufyllsta
bók Þórbergs sjálfs. (Reynd-
ar hefur það kvisazt, að Þór-
bergur liafi vasazt í próförk-
um bókarinnar, eins og hon-
um er títt, og framið drjúg-
ar endurbætur á ýmsum til-
svörum sínum. Þessu trúi ég
giska vel; en þá verður að
draga pínulítið frá þeim um-
mælum hans í bókarlok, að
viðtölin séu gjörsamlega ó-
undirbúin). Hugsa sér, ef
Snorri í Reykho'ti hefði rak-
ið svona úr sér garnirnar vet-
urinn 1239.
Nú hirði ég ekki að orð-
lengja maryvís'ega skemmtan
þessarar bókar. Rökkuróper-
an, sem kom út á liðnu
hausti, sýndi að Þórbergur er
enn í fullu fjöri; honum hef-
ur litt eða ekki förlað, síðan
hann ritaði Ofvitann fyrir
tveimur áratugum. Þessi bók
er ný staðfesting á yfirburð-
um hans. Vissulega er hún
þó ekki öll jafnfróðleg; sum
fvndni hennar rennur út í
sardinn; undirritaður hlýtur
að gefa lítið fvrir ýmsa v'zku
hennar. Hugmvndir Þórbergs
um annað líf og áróður hans
fvrir ei'ífðarverum er til
dæmis fremur óhugtækt efni.
Satt að segja er túlkun hans
á eilífðarhugmyndunum næsta
fábreytileg og einhæf — það
er mestan nart einhverskonar
draugatrú í gömlum stil. Og
það eru lika mótsagnir í bók-
inni. Á bls. 110 stendur skrif-
að: „. . . her er stofnun
Djöfulsins. Her er stofnaður
til manndrápa og verndunar
á kúgun, ránskap og þjófn-
aði“ — og þetta skal ég skrifa
undir fyrirvaralaust. En á
bls. 112 er skyndilega fund-
inn góður her: „Rússneski
herinn er varnarher í fullum
skilningi þess orðs“. Þetta
gefur náttúrlega valdsstefnu-
fíflunum í Atlanzhafsbanda-
laginu kærkomið tilefni til að
öskra á móti: Herir frjálsra
þjóða eru* varnarherir — og
er þarflaust af Þórbergi Þórð-
arsyni að kynda undir lygra.-
sögum íha'dsins hérna. Enda
er her hvorki stofnaður til
varnar né sóknar, heldur ein-
faldlega til þess að berjast
þegar stjórnendum hans þyk-
ir nauðsyn bera til.
Svo skulum við hætta þessu
árans nöldri og gleðja okkur
heldur við lítinn kafla Komp-
anísins. Viðtalarinn leggur
spvrlinum lífsreglur: „. . . Ef
þú vilt verða hraustur á taug-
um og hraustur í maga,
skaltu aldrei lesa kvæði, aldr-
ei ská’dsögu, aldrei leikrit.
Ef þú vilt verða sterkur á
taugum, ska'tu ganga mikið
úti, sitja uppi í fjallshlíð og
hlusta á þögn'na og láta ljós
hins eilífa stre.yma inn í þig,
Varastu óperur, balletta,
píanóspiliri og glamur í krön-
um. Og farðu ekki upp á
kvenmann oftar en fjórum
sinnum á ári, á vetrarsólstöð-
um og jafndægrum vor og
haust og sumarsólstöðum.
Láttu augu þín aldrei hvarfla
að því, sem æsir. Talaðu aldr-
ei annað en það, sem satt er,
skrifaðu aldrei annað en það,
sem rétt er. Vendu ekki kom-
r J
ur þina á skntlumot, en kost-
aðu kapps um að skilja lífið.
Skáldsltapur er koníak Sat-
ans . . . Þegar aðrir fara á
skemmtanir, skaltu einbeita
huga þínum að Sjöstjörnunni.
Þegar þú sérð fallega
konu, skaltu beina huga
þínum tii meistarans. Vendu
ekki komur þínar að litl-
um vötnum, ekki að lágum
hálsum, ekki að grunnum döl-
um. Og reyndu að skilja
skuggana á Kili“. Ekki vænti
ég, að þessum kafla hafi verið
hagrætt lítillega í þriðju próf-
örk?
Enn er ótalinn einn kostur
þessarar bókar: myndin af
Þórbergi aftan á kápusiðu.
Hugsa sér, ef við ættum
svona mynd af Snorra í Reyk-
holti þar sem hann situr og
eegir fyrir um ritun Heims-
kringlu . . . B.B.
GUNNAB M. MAGNCSS;
STUFUR
um skonrok og kringlur
í íslenzkri ifóðíist
n.
Þar var frá horfið í lok
fyrsta þáttar, er kringlur
höfðu svifið niður á borðið
í Unuhúsi, að því er virðist
eftir fingrabendingu húsföð-
urins. Þetta er hið eina nær-
ingarefni mannlegs líkama,
sem um getur í hinni löngu
Birtingsgroin, og veitt er í
gestaboðinu. Þessu er Jóni úr
Vör hyglað. Jafnframt gefur
húsfaðirinn, Einar Bragi, í
s'kyn, að hér séu menn á
kringluplaninu, andlega og
efnalega.
Jón segir ekki takk, eins
og börnin, heldur espast af
kúmeninu og tekur að viður-
kenna sjálfan sig opinberlega
af mikilli hreinskilni. Hann,
sem fyrir stimdu hafði slegið
til hinna dauðu, sækir nú
fast til fylgdar við nýlátið
skáld, dregur það varnarlaust
til sin, og segir: „. . . Við
Steinn erum lötrandi spor-
göngumenn Jóhanns Jónsson-
ar, Jóhanns Sigurjónssonar
og Jóns Thoroddsen yngri
H
Það virðist óneitanlega
vera snefill af lævísi í þessu
orðalagi, og skai ósagt látið,
hvors hlutur verður betri,
hins látna eða þess, sem sit-
ur á kringluplani Einars
Braga. Það mætti segja, að
þessi orð væru sögð af hóg-
værð skálds í lítillæti and-
ans, og víst er það satt, að
slæðu hefur verið brugðið
yfir. En sú slæða er svo þunn,
svo þunn, að allsstaðar „grisj-
ar í guðræknina okkar“. Og
við tökum að hugsa um önn-
ur orð en hógværð og lítillæti
andans. Lesandanum virðist
jafnvel svo sem Jón úr Vör
láti liggja að því, að Einar
Bragi hefði átt að gefa sér
tvíböku, þó að það sé reynd-
ar nokkuð borgaralegt hug-
tak að borða tvibökur í slíku
gestaboði.
Og meðan verkanir kúmens-
ins eru hvað örastar ræðir
Jón úr Vör um höfuðeinkenni
þeirra skálda, sem gestaboðið
sækja, og segir að lokum um
einn gestinn; Hann „er
kannski o'kkar allra mestur
völundur að listrænni túlkun.“
„Asskoti var gaman, þegar
maður fór að skilja“, sagði
karlinn.
Og hver er sá lesandi, sem
ekki skilur Jón úr Vör.
Orðið völundur er ekki
neitt upnskafningsorð í mál-
inu. Kynslóðimar á undan-
gengnum öldum liafa gefið
þvi ríka hefð. Þegar það er
skrifað með litlum staf, tákn-
ar það ómótmæ'anlega snilli
anda og handar, fegurð og
fullkomnun, starfsást og þol-
gæði og hverja þá dyggð, er
manninn mega prýða, — völ-
undarsmíð er göfug smíð.
Og Jón úr Vör er ekki
myrkur í máli: Þú ert völ-
undur, Einar minn Bragi, ég
er 'íka sagður völundur, en
„hann“ er
kannski okkar allra mestur
völundur
okkar allra mestur völundur
allra mestur völundur
mestur völundur
völundur.
Svona tala menn í ljóðum
nú til dags.
En hverfum nú frá Jóni
úr Vör meðan hann maular
síha kringlu.
Og hugurinn reikar að hinu
harða brauði, sem ein'kennt
hefur menningar- og efna-
hagstig undangenginna kyn-
slóða. Við hugsum til Sigurð-
ar Breiðfiörðs, þegar hann
kom röltandi utan af Seltjarn-
amesi á þær slóðir, sem
gestaboðið stendur nú, yrkj-
andi ferskeytlur og rímur,
guðsfeginn að fá skonrok að
bleyta í bollann sinn.
Og sagan endurtekur sig á
þessari nóttu, og Sigurður
kemur röltandi í bæinn, svo
sem forðum, og kveður dyra
I Unuhúsi. Húsfaðirinn fer í
jakkann, til þess að sér verði
ekki kalt eins og Sigurði, og
afgreiðir hann utan dyra, —
hér eru nefnilega eintórn
formbyltingarskáld, Sigurður
minn.
— Jæja.
— Já, við höfum hreiní:
ekkert handa þér, við hcfnm
ekkert nema kringlur, — ég
held þú hafi ekkert gott af
þeim, Sigurður minn, — þaó
er í þeim kúmen.
— Jæja.
— Ja, formbyltingarskáld
af okkar tegund eru þannig.
að maður reynir að reyna
að hugsa, en af því að það
er búið að hugsa svo lygi-
lega margt á jörðinni, þá er-
um við alloft í vafa um.
hvort það erum við sjálfir,
sem erum að hugsa þetta eða
einihver annar að hugsa það,
og þá verðum við aftur að
reyna að reyna að hugsa, og
svona gengur þetta koll af
kolli, svo að þú sérð, að það
er enginn leikur að vera form-
byltingarskáld. Það var a.nn*
Framhald á 10. síðu.