Þjóðviljinn - 03.04.1959, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 03.04.1959, Blaðsíða 7
--- -- ■ ■ ----- Föstudagnr 3. apríl 1959 — ÞJÓÐVILJINN — (7 Reykjavík — Kaupinhaín — Vín — Búdapesf — Moskva — Tasjkent — Delhi — Bcmbay — Colombo — Bombay — Kairó — Prag — Kanpinhafn — Reykjavík. TIL CEyLON -O0 heim nftur í desember sl. sótti Árni Björnsson, shid. mag. fram- kvœmdanefndarfund Alþjóðasambands lýðræðisslnn- aðrar œsku, er haldinn í Colombo á Ceylon. Sat hann fundinn fyrir hönd Alpjóðasamvinnunefndar ís- lenzkrar œsku. í þessari grein segir Árni frá nokkru því er fyrir augu hans bar á því langa ferðalagi. 0 Kaupinliafn Það yrði víst hlegið að hveiTum íslendingi, sem ætl- aði að segja löndum sínum frá ferð til Kaupmannahafnar eins og einhverju ævintýri, svo vel telja menn sig þekkja þann stað ýmist af afspum eða eigin raun. Það verð ég og að játa, að öllu minna þykir mér til koma borgarinnar við sundið eftir því sém ég ái þar oft- ar, glansinn minnkar því meir sem maður hættir sér út fyrir Strikið í hvert sinn. Hins veg- ar skal viðurkennt, að sjaldn- ast hefur gefizt tími né kost- ur til að njóta nema lítilla mola af því rnenningarsmur- brauði, sem fáanlegt er í þeirri borg og er jafn ljúf- fengt og næringargott fyrir þarviðeigandi parta mann- eskjunnar og hitt er fyrir munn og maga. En nú var líkt og jafnvel glæsileiki verzlunargatnanna væri öllu minni en t.d. í janúar og nóv- ember 1957. Samdráttur í efnahagslífi Vestur-Evrópu, kreppuboðar, hugsaði ég og var marxískur í þankanum. Ein smekklegasta útstillingin var án efa hjá Flugfélagi Is- lánds með íslenzku jólasvein- ana sem efnivið, enda var jafnan mikil krakkaþröng fyr- ir framan og þetta sjálfsagt mun betri Islandskynning en sú, sem dönsk böm fá í sögu- bókunum sínum. Annars er ævinlega ánægju- legt að hitta laruia sína í Höfn. Islenzkir stúdentar í Kaupinhafn eru stór, sam- heldinn og harðsnúinn hópur, og fá ýmsu framgengt, sem öðrum er fyrirmunað. Hlotn- ist t.d. einhverjum veitinga- stað velþóknun þeirra, leggja þeir hann undir sig og fá þá inngöngu hvenær sem er, þótt öðrum sé meinaður aðgangur sakir offylli. Þeir fá bjór á næturklúbbum, ef þeir heimta, þótt hann sé ella ekki á boð- stólum. Þegar ég fór um í fyrra, lá einn þekktur íslend- ingastaður í banni, eakir ó- sæmilegrar framkomu dyra- varðar við íslending, sem að- eins hafði fylgt einu skað- minnsta fordæmi áa síns Eg- ils Skallagrímssonar. Síðar fregnaðist, að banninu hefði ekld verið aflýst, fyrr en danskurinn baðst opinberlega afsökunar í anddyrinu. Ein- hvemveginn finnst mér þeir að jafnaði tala betri íslenzku en aðrir. Hér veLdur án efa nokkru um hin glæsilega saga Félags íslenzkra stúdenta í Kaupmannahöfn, sem frá önd- verðu .og fram á síðustu ár hefur verið einkar skeleggt og vakandi í sjálfstæðismálum íslenzku bjóðarinnar. Merkir íslenzkir fræðimenn hafa og löngum dvalið í Höfn og ó- sjaldan blandað geði við stúdenta. Elcki er laust við að jaðri við nokkum Islend- ingshroka í þessum hópi, og er það skemmtileg tilbreyting. Ég hafði vonazt til að lenda í fullveldisfagnaði, þar sem ég kom á laugardagskvöldi 29. nóvember og hélt ekki á- fram fyrr en á mánudags- morgun. En formfesta íslend- ingafélagsins leit ekki stómm augum á drottinsdaga og fagnaðurinn fór fram á mánu- dagskvöldið að mér burtreist- um. Þetta lengdi líka helgina fyrir stúdenta og aðra um 1— 2 daga. 0 Vínarborg Þangað var flogið með við- komu í Frankfurt í Þýzka- landi. Á slíkum þveitingi milli flugstöðva em salemin þeir staðir, sem hvað tíðast em heimsóttir og verða oft einna minnisstæðastir, enda bera þau einatt nokkurt vitni um ljósaskiptum: Stefánsdómur, Óperan, Borgarleikhúsið, Ráð- húsið, Hofburg, Schönbrann, þarna á að halda 7. heimsmót æsku og stúdenta í~ sumar. Þetta var 1. desember, en eng- an fékk ég fullveldisfagnaðinn að heldur, enda virðist tals- vert ólíkur andi ríkja meðal stúdenta í Höfn og Vin, og kýs ég hinn fyrrnefnda. Mikil dýrð var í Vín að venju, en ekki þarf langa stund að ganga til að sjá hryggðar- myndirnar, betlara og aug- lýsingabera. Eg leitaði uppi undirbún- ingsnefnd heimsmótsins, en þeir, sem þaðan ætluðu til Colombó, vom þegar á brott hlaupnir og aðeins síðskips- menn eins og ég biðu austur- farar, Brasilíumaður og Súd- an-negri. Þama var líka Am- eríkani, sem átti í stökustu Þinghúsið í Búdapest. viðkomandi þjóðfélag. Á flug- stöðinni í Frankfurt vora fá- dæma mikilfengleg salemi, svo að hægt er að ímynda sér, að Einar Ben. hefði fund- ið hjá sér hvöt til að yrkja um þau stórkvæði, en ó sú dýrtíð. Það var sama hversu lítið maður vildi aðhafast á þessum hreinlega og nánast lokkandi stað, óðara mátti láta út drjúgan skildin í bein- harðasta gjaldeyri í heimi. Ályktun: Brýnustu iífsnauð- synjar í Sambandslýðveldinu Þýzkalandi geta verið glæsi- legar útlite, en kosta þá of fjár. Að jöfnu báðu nóns og mið- aftaiis birtist Vínarborg í vandræðum. ViÖ hindr þrír ætluðum til Búdapest og það- an til Moskvu og áfram aust- ur, en það gat hann ekki. I vegabréfinu hans stendur, að það gildi ekki til landa, sem Banidaríkin hafa ekki stjórnmálasamband við, svo sem Albanía, Kína, N-Vietnam o.s.frv. Auk þess er í passan- um sérstakur stimpill svo- hljóðandi: Þessi passi gildir ekki til Ungverjaiands. Hann sagði, að byrjað hefði verið að setja þennan stimpil í vegabréf bandarískra ferða- manna 3 mánuðum áður en uppreismn í Búdapest hófst í október 1956, og er það ekki laust við að vera dálítdð at- Séð j-fir Vínarbor.g. hyglisvert. Nú er auðvitað hægt að fá vegabréfsáritun til Ungverjalands á lausu blaði, svo að ekkert sjáist á passanum, en hann sagði það ekki skipta máli, því að aust- urrísku vegabréfaskoðararnir myndu gefa upplýsingar til bandaríska sendiráðsins. Hann ætlaði. því að komast gegninn Tékkóslóvakíu til Moskvu, en rakst þá á skrifstofubáknið: Tékkar sögðu hann fengi enga gegnumreisuáritun, fyrr en hann gæti sýnt sovézka á- ritun, en hún beið víst í Búda- pest. Svona getur lífið verið erfitt. 0 Búdapest Við þremenningamir héld- um svo síðla 2. desem- ber í lest til þjóðarmorð- staðarins, og ég fylltist heit- um Morgunblaðstilfinningum og vandlætingu, þegar ég sá, hvernig tunguskorinn þræla- lýðurinn gat blaðrað og hleg- ið á brautarstöðunum og í lestinni, rétt eins og ekkert þjóðarmorð hefði verið fram- ið. Svo eru menn að segja, að þetta fólk sé tilfinninga- ríkt og langminnugt, en láta einhverja Bjarna Benedikts- syni upp á köldu Islandi skjóta sér ref fyrir rass. En sjálfsagt hefur það verið svo með fréttaflutning af þessu eins og öðru í þvísa landi, að aumingja fólkið hefur aldrei fengið að vita, hversu þjóðar- morðið var hryllilegt og al- gert. Annars hefur mér stund- um dottið í hug tölfræði í sambandi við þessa uppreisn, einkum eftir að ég dvaldi eina viku í sumarleyfi í Búdapest aðeins 8 mánuðum eftir þjóðarmorðið. Hæsta tala sem nefnd hefur verið í sam- bandi við atburðina era 200 þúsundir á útifundinum fyrsta daginn. Það eru um 10% í- búanna í Búdapest og svarar til þess, að 6000 Reykvíking- ar kæmu saman á útifund. Tálið er, að um 50 þúsur.d manns hafi farið til útvarps- stöðvarinnar, þar scm átökin hófust. Það svarar til 1500 Reykvíkinga. Eftir þetta er ekki getið um annað en til- tölulega fámenna hópa, sem svara til nokkurra tuga í Reykjavík. Öllum, sem ég tal- aði við, bar saman um, að a. m. k. 95% íbúanna hefðu set- ið inni og látið átökin af- skiptalaus. Þetta afskiptaleysi er auðvitað nógu hörmulegt og sýnir öðra betur þá krata- spillingu, sem grafið hafði um sig meðal valdhafanna og af- ekræmt sósíalismann, en því verður hinsvegar ekki varizt að álykta, að orðið þ'jóð í þjóðarmorði þýði eitthvað svipað og í þjóðarhagsmunum íhaldsins á Islandi. Laust fyrir miðnætti kom- um við til Búdapestar og fór- um kl. 9 morguninn eftir. Mér tókst í morgunsárið að ná í Hjalta Kristgeirsson í síma og fylgdi hann mér á flug- völlinn. Ég vildi fræðast um eitthvað nýlegt í pólitíkinni, en hann mundi ekkert mark- vert, nema í sambandi við ný- útkomna bók með ræðum Kadars. I hagfræðiskólanum hans er stöðugt rifrildi milli þeirra, sem hann kallar þröng- sýna og iOa gefna og hinna, sem hann kallar víðsýna og vel gefna komma. Með útkomu þessarar bókar hafði heldur betur hlaupið á snærið hjá hinum víðsýnu og velgefnu og gátu þeir óspart vitnað í hana. Sovézku vegabréfsáritunina fékk ég þarna — á lausu blaði. Þetta gera þeir af til- litssemi við fólk, halda víst það langi þessi ósköp til Bandaríkjanna og vilja ekki baka því örðugleika við að hafa þenr.an ósóma í passan- um. Ég or maður hégóma- gjarn og vil hafa sem flesta stimpla í vegabréfinu og pípi á Ameríku, ef hún setur fyrir sig sjálfsagða hluti. 1 bæði skiptin, sem ég hef komið til Sovétríkjanna, hef ég ámálg- að að fá áritunma á sinn stað, en jafnoft orðið fyrir barð- inu á þessari bannsettri til- litssemi, þeirra. Þama bættust í hóp okkar tveir náungar frá Ecuador og Senegal. Ég hafði vonazt til að fljúga með TU- 104 til Moskva, en varð að láta nægja venjulegan ryð- kláf. O Moskva . Komið var við í Lvov og Kænugarði á leiðinni til stað- arins, þaðan sem stjóraað er, Framhald á 10. siðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.