Þjóðviljinn - 03.04.1959, Blaðsíða 11
Föstudagur 3. apríl 1959 — ÞJÓÐVILJINN — (3SL
(
Ernest K- Ganna
87. dagur.
urnar voru grófgerðar og grómteknar.
„Mér datt í hug að ég þyldi kannski ekki hitann í Galv-
eston. Það þýddi ekkert að fara til læknanna. Þeir hirtu
bara peningana mín og lögðu mér ótal lífsreglur og gáfu
mér pillur sem gögnuðu ekki vitund. Svo fór ég norður á
bóginn. Eg vann mig áfram upp í gegnum Memphis og
var um tíma hjá Terry Muldoon í St. Louis. Hann var að
undirbúa þolflug og vildi fá mig til að fljúga vélinni, sem
átti að færa honum eldsneyti. En þegar þeir sem stóðu
á bak við hann komust að því hvernig ástatt var um
flugleyfið mitt, tóku þeir annan.“
,,Þú virðist hafa átt í talsverðum erfiðleikum, Johnny.“
„Um tíma átti ég það. En i nœstn vilcu rœttist úr þessu
öllu. Mér líður miklu betur núna. . . Það er tvennt sem
kemur til greina hjá mér strax eftir áramótin. Eg get
annaðhvort flogið með reykauglýsingar fynr þessa bann-
setia kóka-kóla náunga eða farið til Canada og flogið þar.“
„Þessar reykauglýsingar gætu verið ágætar.“ Ef Johnny
vildi heyra álit hans, skyldi ekki standa á því. Allt í einu
kom gamli Gafferty upp í honum. ,,Er ekki neitt sem ég'
get gert fyrir þig, Johnny?“
Þáð varð löng þögn. Johnny reis þunglega upp úr stóln-
um og gekk að glugganum. Hann stakk höndum í vasana
og horfði á vatnsdropana renna niður rúðurnar. Hann
sneri baki við Gafferty. Þegar hann tók aftur til máls
sneri hann sér ekki við.
„Jú, iMike. . . það er það reyndar. Eitt hef ég alltaf
kunnað vel við hja þér, — þú hefur kunnað að halda
kjafti. Eg þarf á hjálp að halda þangað til ég næ mér
aftur á strik. Mig vantar stað til að sofa á í nótt. . . kann-
ski nokkrar nætur. Eg veit að þú segir engum það ....“
Gafferty langaði mest til að fara og leggja handlegginn
utan um manninn, en hann vissi að það var það versta
sem hann gat gert.
„Auðvitað. Nóg pláss heima hjá mér. Vertu eins lengi
og þú getur. Þú léttir mér einveruna!"
„Þakka þér fyrir.“
„Eg vona líka að þú sért ekki búinn að borða? Eg ætl-
aði að fara að fara.“
Gafferty vissi að Johnny sagði ósatt, því að hann sneri
ekki andlitinu frá glugganum. Hann flýtti sér í frakkann
og hattinn og honum tókst að reka gamla Gafferty á flótta
með því að spjalla um aðra hluti. „Ertu búinn að frétta
að Colin og Lucille Mac Donald eru búin að eignast
barn?“
Nú sneri Johnny sér við og brosti. „Jæja? Dreng eða
teipu?“
„Ðreng. Það er sagt að hann sé líkur Keith.“
,,Er það mögulegt! Mér þœtti gaman að sjá hann — ein-
hvern tíma.“
Gaffei'ty var í þann veginn að segja Johnny fleiri frétt-
ir sem hann hafði grun um að honum þætti gaman að
heyra, þegar hann fékk hugmynd. Það var dálítil áhætta,
en ef það tækist — hann hafði heyrt þau gera áætlanir
og tala við Sydney.... Kannski. Hann gekk aftur að skrif-
borðinu og rótaði í efstu skúffunni. Hann fann vasa-
bókina sem hann leitaði að, renndi fingrinum niður síð-
una og bað símastúlkúna. um númerið sem hann hafði
fundið.
„Ef þú ert upptekinn, Mike, gæti ég kannski hitt þig —“
Jqhuny var byrjaður að segja eitthvað, en Gafferty var
farinn að tala í símann.
„Lucille? Það er Gafferty." Hann var feginn að hún
svaraði; það hefði verið erfiðara að tala við hina. „Heyrðu,
ég.... Hvað þá?.... Takk sömuleiðis.... Hvaða hávaði er
þetta? Eg heyri varla til þín.... Jæja. En heyrðu mér datt
í hug.... Já.... Jó, ég held nú það.... og mætti ég ekki taka
mann með mér? Koma strákunum dálítið óvart.... Fínt
er.... eftir hálftíma".
Gafferty lagði tólið á og fleygði vindlinum í bréfakörf-
uhá. Honum datt sem snöggvast í hug að það væri bara
skémmtilegt ef það kviknaði í húsinu og það brynni til
kaldra kola. Hann var áhyggjulaus, glaður og hamingju-
samur.
„Komdu þá, Johnny! Við þurfum að flýta okkur. Gæs-
in bíður.“
„Gæsin?“
„Já. Víð komum við heima hjá mér, fáum okkur drykk
og förum í þægilegri föt. Og svo eigum við ánægjulegt
jólakvöld í vændum.“
. ' ■* •£ J 4é > á
Litla húsið enauromáoi af nropum, fótasparki á berum
gólfunum, glasaglamri og marri í kössum sem brotnir
voru upp. Fleski Scqtt var í jólasveinsbúningi og hann
sagði hvað eftir annað að það væri aðeins vegna vætunn-
ar sem hann hefði ekki komið niður reykháfinn, þótt aug-
Ijóst væri að holdafar hans gerði það óhugsandi.
Allir voru í miklum önnum. Stubbur hafði tekið með
sér nýfellt tré frá Albany og bundið það við Pitcairnvél-
ina. Hann hafði villzt í ótal kertum sem ekki vildi loga á
og fékk mörg heilræði.
Roland hafði keypt nýjan gramrrófón í húsið með nýj-
ustu plötunum af „My Blue Ho5'™n" na „Sometimes I’m
Happy.“ Hann skipti athygli sio’-'i milli grammófónsins,
barsins í eldhúsinu og tilbúnin^q í gt^ris-u púnsi. Hann
fékk mörg heilræði frá áfengissm'^Gra Fleska, sem hafði
litið inn af áhuga fyrir varningi sínum.
Víkurmenn og
Hvolsvellingar
unnu
Selfossi. Frá frétta-
ritar.a Þjóðviljans.
Miðvikudaginn í síðustu viku
var háð hér skákkeppni mjlli
Taflfélags jSelfoss nnnárítvegar
og taflfélaganna í Vík í Mýrdal
og á Ilvolsvelli hiusvegar.
Keppnin var háð í félagsheim-
ilinu á Gunnarshólma. Tef’t
var á 20 borðum.
Úrslit urðu þau að Hvols-
vellingar og Víkurmenn unnu
með IOV2 vinningi en Selfyss-
ingar höfðu 9V2.
Tad sat við eldavélina í hjólastól sínum. Hann hafði
tekið að sér bað hlutverk að hella "a og gerði
það með stærðfræðilegri nákvæmni. TT""" góðar á-!
bendingar frá öllum hinum, einnig p.,+úJkunni
sem hann hafði tekið með sér af skr:r'“ Enginn
þeirra hafði svo mikið sem brúnað brauð"""''T á ævinni,
en eins og allt annað fólk vissu þau upp á hár urn jóla-
leytið hvernig meðhöndla átti gæs.
Colin var í sífellu að færa til nýja stólinn í dagstofunni,
litla borðið, spegilinn, litla teppið, lampana tvo og litla
skrifborðið sem hann hafði keypt siálfur. Lucille eigraði
á milli salarins og iólatrésins, gæsarinnar og símans —
púnsins — grammófónsins — litla snáðans sem kallaði
fullum hálsi á lífsnæringu.
Á leiðinni til herbergis Keiths með pelann fór hún fram-
hjá nvja speelinum og nam staðar til að virða sjálfa
sig fyrir sér. Hárlokkur hékk niður á ennið og hún strauk
hann til baka, en það sem vakti athygli hennar var
þreytusvipurjnn á andliti hennar. Það var svipur sem
hún hafði ekki séð áður — að minnsta kosti ekki á sjálfri
sér; en í stað þess að fá áhyggiur af honum, hló hún beint
inn í snegilinn og sagði við sjálfa sig að hún gizkaði á að
þetta tilheyrði hiónabandinu — og hún var ánægð með
bað. Eins og til áréttingar því kom Colin í ljós í speglinum
bakvið hana. Hann lagði handleggina um mitti hennar og
sneri henni við.
„Heyrðu mig, þetta eru fyrstu jólin sem ég hef verið
heima síðan við giftum okkur. Þau eru mjög mikilvæg
fyrir mig.“
„Og mig líka.“
„Dokaðu þá við öðru hverju og líttu á mig, annars gef
ég einhverri annarri blómarós gjöfina þína.“
„Gjöf? Colin, ég var búin að segja að þú mættir það
ekki. Hvað er bað?“
Hann tók fram lítinn pakka sem hann hafði haldið
fyrir aftan bak og hélt á pelanum meðan hún tók utan
af honum.
„Ef bú hefur farið að eyða peningum í mig eftir öll
þessi útgiöld okkar... en samt finnst mér yndislegt að
opna pakka.. “
Þýzkur guðfzæSikennari
á vegum Fxjálsrai menn-
infiar
Hingað er kominn á vegum
„Frjálsrar menningar" dr. H.
Köhler, íyrrverandi prófessor í
guðfræði í Leipzig. Hann fór
til Vestúr-Þýzkalands árið 1951
og hefur síðan starfað í Vest-
ur-Berlín.
Hér á hann að flytja fyrir-
lestur i kvöld, föstudag, 5
fyrstu kennslustofu hóskólans
og neínist erindi þetta: Berlín-
arvandamálið og örlög Austuiv
Þjóðverja. Auk þýzkarans eiga
að tala þar þeir Jón Auðuns
dómprófastur oa Kristián Al-
bertsson.
Hafnfirðmgar
miiio
H
Selfossi. Frá frétta-
ritara Þjóðviljans.
Hinni árlegu briddskeppiði
milli Hafnfirðinga og Self.ysingf?
er nýlokið.
Keppnin fór fram í Hafnar-
firði og urðu úrslit þau að Hafiv-
firðingar unnu á 3 borðum ea
Selfyssingar á 2.
I þróttir
Framhaid af 9. síðu.
IS:KFR 49:43.
ÍS náði strax forystunni en
þó ekki ne’num yfirburðuni. —
Bæði liðin léku mjög stífa vörn
og' var því fremur lítið skorað
Ííalskt vor
Sórkennileg ítölsk vorsam-
stæða úr stórköflóttu efni. Háa
beltið sem einkennlr svo mjög
vor og sumartízkuna er hér
hneppt saman með einum stór-
um lniappi. Ermarnar á jakk-
anum eru mjög stuttar og
víðar og með stóru uppbroti.
Kúiupcnna-blek í lötin
Það er býsna erfitt að ná
kúlupennable'ki úr fötum. Helzt
er að nota tetraklórkolefni eða
benzín og til þess að koma í
veg fyrir að liturinn fari niður
’í efnio, þegar bletturinn leysist
I upp, verður að væta bút af
þerripappír í völcvanum og
þrýsta pappímum þétt að blett-
inum. Þannig er haldið áfram
þar til enginn litur kemur.
Mnnið líka að flytja undirlag-
ið til í hvert dkipti sem blek-
ið litar það. Ef bletturinn er
mjög erfiðnr verður stundum
að lokum að núa hann með
Idút.
framanaf meðan menn voru ó-
þre.yttir. Ól. Thorlacius og Guð-
mundur Árnason skoruðu mikið
af löngu færi og tókst að jafna
rétt fyrr hálfléik (19:19). En
.stúdentar náðii aftur að leiða
og revndust mjög jafngóðir og
samstilltir. Þórir Arinbjamar-
son lék á miðjunni og skoraði
14 strg. ÍS sigraði 49:43,
STAÐAN í MFL.
ÍR 2 2 0 0 86:75 4
ÍS 0 1 1 0 101:95 3
ÍKF 2 0 1 0 85:94 1
KFR 2 0 0 2 85:93 0
LÖGFRÆÐI-
STÖRF
endurskoðun og
fasteignasala
Rasjnar Ölafsson
hæstaréttarlögmaður og
löggiltur endurskoðandi.
Sími 2-22-93.