Þjóðviljinn - 03.04.1959, Blaðsíða 1
Hernaðarbandalag vesturveld-
Reykjavíkurbær Itrekar beíðnl um 2ja
mlllj. kr. lán til verkamannahúss
Hefur fengiS hálfa mill]on er ihaldið
hefur ekki hirf um oð sœkja!
anna minnist 10 ára afmælis
Miklar hersýningar og ræðuhöld
Atlanzhafsbandalagið, hernaðarbandalag Bandaríkj-
anna og fylgiríkja þeirra, á 10 ára afmæli um þessar
mundir. í tilefni þess var haldinn hátíðafundur banda-
lagsins í Washington og miklar hersýningar voru í Nap-
olí.
1 gær upplýsti Gunnar Thoroddsen borgarstjóri að
Reykjavíkurbæ stæðu til boða hálfrar millj. kr. lán til
verkamannahúss, til 5 ára, flutti hann tillögu um að
ítreka beiöni til atvinnuleysistryggingarsjóðs um 2ja
mlííj. kr. lán til 15 ára og var hún einróma samþykkt.
Mál þetta hefur áður komið
til umræðu í bæjarstjórn. Á
fundi í febrúar þegar Guð-
mundur J. Guðmundsson ræddi
nauðsyn þess að hraða byggingu
verkamannahússins svaraði
borgarstjóri því til að engir
peningar væru til og umbeðið
lán hjá atvininuleysistrygging-
arsjóði hefði ekkí ^engizt. Guð-
mundur J. fræddi borgarstjór-
ann á því iað stjórn s.ióðsins
hef'ðí í desetnber samþykkt að
veita, bænum hálfrar millj. kr.
Iárt.
• Af umræðum þessum þá
var ijóst að
íhaldið hafði ekki liaff mein
áliuga fyrir byggingu verka-
nsannahúss en svo, að það!
haf'ði ekki sinnu á að sækja
þessa peninga!
í gær rifjaði borgarstjóri
upp að lánbeiðnin hefði verjð
skrifuð 2. september, og þá beð-
ið Um 2 milljónir kr., sjóðs-
stjómin hefði sambykkt 3. des.
að veita hálfa milljón, — en
sér (borgarstjóra) hefði verið
ókunnugt um Það, þar sem
sjóðstjómin hefði ekki til-
kynnt sér það. Lánið hefði líka
verið veitt með því skilyrði
að ríkið ábyrgðist það, en 4.
marz befði sjóðssfjómin svo
fallizt á. að veita lánið á á-
■byrgð bæ.iariris eins, með 7,5%
vöxium til 5 ára.
Atvinnuleysistryggingasjóð-
urinii ®un nú vera um 90 mjllj.
kr. og kvað borgárstjóri Rvík-
urbæ hafa greitt um 14 millj.
kr. til sjóðsins og atvinnurek-
endur í bænum álíka upphæð.
Borgarstjóri lagði til að í-
treka beiðni bæjarins til sjóðs-
ins um tveggja millj. kr. lán —
til 15 ára.
Nokkur orðaskipti spunnust
milli Guðmundar J. og borgar-
stjóra út af þessu, minnti Guð-
mundur J. borgarstjóra á að
hann hefði í vetur véfengt að
nokkurt lán hefði verið veitt
og afsakað með því seinagang
á framkvæmdum. Borgarstjóri
svaraði Guðmundi með útúr-
snúningum, og var helzt ó
borgarstjóra að heyra að Guð-
mundur J. ætti að sjá um að
Tryggingarstofnun rikisins til-
kynnti lánveitingar! Guðmund-
ur sýndi fram á hverjar blekk-
ingar þetta værj. en. einmitt
þetta væri táknrænt dæmi um
málflutning borgarstjóra, fyrst
neitaði hann að hafa fengið
lán sem veitt hefði verið fyrfr:
tveim mánuðum og þegar að
sannleikurinn yrði öllum opin-
ber reyndi hann að afsaka sinn
eigin slóðaskap með útúrsnún-
ingum og að koma sökinni af
sér á allt aðra aðila, og væri
slíkt óskemmtilegur „mórall“
valdamanna.
Kvað Guðmundur það vera
venju Ti-yggingarstofnunarinn-
ar að tilkynna ekki lánbeiðend-
um um veitingar — en bæjar-
stjórn Reykjavikur1 liefði verið
ejnj lánbeiðandinn sem ekki
hafði þá mannrænu að spyrj-
ast fyrir um hvort lánjð hefði
verið veitt! Guðmundur kvaðst
samþykkur því að ítreka
beiðnina um 2ja millj. kr. lán.
TiUaga fccjrgaríitjóra um það
var síðan samþykkt með sam-
hljóða atkvæðum.
Eisenhower Bandaríkjaforseti
flutti ræðu á hátíðafundinum
og sagði að NATO-ríkin myndu
halda áfram að reyna að ná
hagstæðu samkomulagi um á-
greiningsmálin við Sovétríkin,
t.d. á fundi æðstu manna, ef
vesturveldunum þætti ástæða
til að slíkur fundur yrði hald-
inn.
1 Napolí, aðalherstöðvum
Atlanzhafsbandalagsins í Suð-
ur-Evrópu, voru haldnar fyrir-
ferðarmiklar hersýningar í til-
efni afmælisins. Tóku þátt í
þeim hersveitir frá Bandaríkj-
unum, Bretlandi, Frakklandi, 1-
talíu og Tyrklandi. Mikill fjöldi
þrýstiloftsflugvéla sveimaði yf-
ir borginni og urmull af her-
skipum sigldi ekrautsiglingu á
flóanum fyrir utan.
Fundur utan ríkisráðherra
Atlanzhafsbanjdalagsrikjanna
hófst í Washington í gær, og
stendur hann í tvo daga. Mun
þar verða rætt um skýrslu frá
fundi utanríkisráðherra vestur-
veldanna þriggja og Vestur-
Framhald á 5. síðu
Afmennur
borgarafundur
Æsknlýðsfylkingin í
Keykjavík, Sósíalistafélag
Reykjavíkur og Félag rót-
taikra stódenta cfna til
ahnenns borgarafundar
n. k. suumidag, 5. apríl
í tilefni þess að 10 ár eru
liðin síðan Island vtar
fjötrað Atlanzlvafsbanda-
laginu.
Dalai Lama komirni til Indlands
Hann var fluttur nauðuguj frá Lhasa, að
sögn kínversku fréttastofunnar
Kínverska frétbastofan skýrði frá því í gasr, að Dalai
Lama sé kominn til Indlands og hafi hann fariö yfir
landamærin til Indlands á mánudaginn var.
’Fréttastofan segir, að full-í
trúar indversku stjórínarinnar
hafi verið til staðar þegar
Dalai Lama kom yfir landa-
mærin í fylkinu Assan og boð-
ið hann velkominn.
Indverska stjórnin hefur ekki
staðfest þesisa frétt og ekki
mótmælt henni heldur, en
Reuters-fréttastofan skýrði frá
því í gærkvöldi að hún hefði
fengið staðfestingu á fréttinni
umkomu Dalai Lama til Ind-
lands.
Hermenn úr hinum herskáa
Khamba-ættflokki höfðu Dalai
Lama með sér nauðugan á brott
frá Lhasa, að sögn fréttastof-
unnar.
Nheru, forsætisráðherra Ind-
lands sagði í ræðu í þinginu í
gær, að sú fullyrðing Kínverja
væri rétt, að landamærabærinn
Kalinpon væri hið mesta njósn-
arabæli. Þar ægði saman njósn-
urum frá Asíu og Evrópu, bagði
andkommúnistum og kommún-
istum. Þar væri hinsvegar ekki
rétt að þar væri miðstöð upp-
reisnarinnar í Tibet.
Friðrik Ólafsson
Friðrik floginn á
laflmot í Moskvu
Fríðrik Ólafsson fór í niorgim
áleiðis til Sovétríkjanna í boði
skáksamtaka þar til að keppa á
móti er liefst í Moskva- á mánu-
daginn og á að ljúka 21. þ.m. Á-
samt Friðrik fór Arinþjöm Guð-
mundsson.
Þátttakendur í móti þessu
verða 12 og eru 6 frá Sovétríkj-
unum, þeir smisloff, Bronstein,
Spasskí, Lútikoff, Vasokoff og
Simagin, Larsen frá Danmörku,
Portish frá Ungverjalandi, Filip
frá Tékkóslóvakíu, Friðrik frá
fslandi og loks Búlgari sem enn
er ekki vitað hver verður.
Föstudagur 3. apríl 1959 — 24. árgangur — 74. tölublað.
Spiiakvöld
Spilakvöld Sósíalistafé-
lags Reykjavíkur verðnr n.
k. siumudagskvöld í T.jam-
argötu 20 og hefst kl. 8.30.
Félagsvist.
Kvikmynd.
Veitingar.
SÓL OG SUMAR var hér á páskadag og bæjarbúar notnðu sér það
óspart. Var margt manna í Hljómskálagarðimim, en þpr var þó
nobkur kaldi að vanda. Sunnan við steinhæðina í garðinum var logn
og Mti en grasvöllurinn blautur. — En bömin dóu ekki ráðalaus og
þótti ekki síður ævintýralegt nppi í liæðinni.
1
ylkir farínn I
flskileit vii Grænland
Togarinn Fylkir fór í gær til að leita aö þorskmiðum
við Austur-Grænland. Skipstjórinn, Sæmundur Auðuns-
son og Jakob Magnússon fiskifræðingur em leiöang-
ursstjórar.
Togarinn fer þessa för á veg-
um fiskileitar- og veiðitilrauna-
nefndar. Komið hefur í ljós að
þorskur hrygnir við Austur-
Grænland og er tilgangur far-
arinnar að reyna að ganga úr
skugga um live mikið þorsk-
magn er á þessum slóðum og
hvort þama muni vera um
þorskmið að ræða er geti
komið að gagni íframtíðinni.
Sæmundur Auðunsson skip-
stjóri og dr. Jakob Magnússon
hafa áður farið í fiskileit og þá
með ágætum árangri, en þá voru
þeir að leita að karfa, en nú er
fyrst og fremst verið að hugsa
um þorskinn.