Þjóðviljinn - 23.04.1959, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 23.04.1959, Blaðsíða 1
 Velkominn — ef hann er alkominn Fimmtudagui: 23. aprjl 1959 — 24. árgan.gur — 91. tölublað. 97.778 íslendingar eiga kosningarétt í sumar Kosningabœrum mönnum um land allf hefur fjölgaÖ um 8.172 siSan 1956 f kosningum þeim. sem fara fram í sumar og haust verða 97.778 manns á kjörskrá, samkvæmt kjörskrár- stofnum þeim sem Hagstofan hefur gengið frá miðað við manntal 1. desember s.l. í kosningunum 1956 voru hins vegar á kjörskrá 91.606 manns, og nemur aukn- ingin því 8.172. Hinar nýju tölur kunna að breytast eftir kærur og endurskoðun, en ekki nema smávægilega. Mest fjöhnenni verður að sjálfsögðu í Reykjavík, 42.080 manns, en 1956 voru á kjörskrá í höfuöborginni 37.603 manns. Verða í Reykjavík kosnir 8 þingmenn í fyrri kosningunum en 12 í þeim síðari. Utan Reykjavikur verður tala manna á kjörskrá þessi; Reybjaneskjördæmi 11.706 kjósendur Þeir skiptast þannig: Hafnarfjörður 3.745 kjósend- ur. Gullbringu.. og Kjósarsýsla 7.961 kjósandi (þar af í Kópa- vogi 2.570 kjósendur og í Kefla- vík 1.294 kjósendur). (í seinni kosningunum á þingmönnum Reykjaneskjör- dæmÍG að fjöiga úr 2 í 5). MiðvesturKnid 6.711 kjós- endur Þeir skiptast þannig: Borgarfjarðarsýsla 2.866 kjósendur (þar af 1.980 á Akranesi). Mýrasýsla 1.131 kjósandi. Snæfells- og Hnappadals- sýsla 1.990 kjósendur. Dalasýsla 724 kjósendur. (í seinni kosningum á þing- mönnum Miðvesturlands að fjölga úr 4 í 5). Vestfirðir 5.912 kjósendur Þeir skiptast þannig: Barðastranclarsýsla 1.428 kjósendur. Vestur-ísafjarðarsýsla 1.023 kjóeendur. Norður-ísafjarðarsýsla 1.035 kjósendur. Strandasýsla 908 kjósendur. Isafjörður 1.518 kjósendur. (Kosnir verða 5 þingmenn á Vestf jörðum í báðum kosning- unum). Norðurland vestra 6.012 kjósendur Þeir skiptast þannig:* V estur-Húnavatnssýsla 822 kjósendur. Austur-Húnavatnssýsla 1.367 kjósendur. Skagaf jarðarsýsla 2.315 kjós- endur (þar af 67'2 á Sauðár- krðk). Siglufjörður 1.508 kjósendur. (Kosnir verða 5 þingmenn í báðum kosningunum). Norðurland eystra 11.287 kjósendur Þeir skiptast þannig: Eyjafjarðarsýsla 2.749 kjós- endur (þar af 508 á Ólafsfirði). Suðurþingeyjarsýsla 2.531 kjósandi (þar af 789 á Húsa- vík). Norðurþingeyjarsýsla 1.112 kjósendur. Akureyri 4.895 kjósendur. (í Norðurlandi eystra fjölg- ar úr 5 þingmönnum í 6 í síðari kosningunum). Austurland 5.947 kjósendur Þeir skiptast þannig: Norður-Múlasýsla 1.506 kjós- endur. Suður-Múlasýsla 3.200 kjós- endur( þar af 793 á Neskaup- stað). AustuiMSkaftafellssýsla 794 kjósendur. Seyðisfjöfður 447 kjósendur. (Kosnir verða 5 þingmenn í síðari kosningunum en 6 1 þeim fyrri). Suðurland 9.123 kjósendur Þeir skiptast þannig: Vestur-Skaftafellssýsla 870 kjósendur. Rangárvallasýsla 1.913 kjós- endur. Ámessýsla 3.861 kjósandi. Vestmannaeyjar 2.479 kjós- endur. (Kosnir verða 6 þingmenn í báðum kosningunum). 2. umræða stjórn- arskrármálsins á föstudag Stjómarskrárfrumvarpið var á dagskrá neðri deildar Al- þingis í gær. Forseti, Einar Olgeirsson, skýrði frá að for maður Framsóknarflokksins hefði óskað þess að málið yrði Dr. Kristinn Guðmundssott tekið af dagskrá, vegna þess! ambassador hesfur nú verið að framsögumaður minnihluta ] kvaddur heim frá London til stjómarskrámefndar, Gísli viðræðna við ríkisstjói-nina. Guðmundsson, væri veikur. Kvaðst forseti ve*5& við þeirri ósk. Bjami Benediktsson taldi sjálfsagt að verða við þessari •beiðni, en mæltist til þess að málið yrði tekið á dagskrá á föstudag. Lýsti forseti jdir, um leið og hann tók málið af dag- skrá, að það yrði til umræðu á föstudaginn. Myndina tók Sveinn Sæmunds- son við komu ambassadorsins til Reykjavíkurflugvallar. Þjóðviljinn er 24 síður í dag j I. ‘ Rannsóknarboranir hafnar í Kópavogi Rannsóknarboranir voru hafnar $ Kópavogi í gær og framkvæmir jarðliitadeild Raforkumálaskrifstofunnar Jæsr fyrir Kópavogsbæ. Boranir þessar eru gerðar í því augnamiði að kanna jarðveginn til þess að byggja á áæitlanir uin frekari tooranir, en tilgangurinn er vitanlega sá að leita að heítu • vatni. Ástæða er til að ætfa, að Kópavogur liggi ■k sömu jarðhitasprungu og Reykjavík, en það á reynsl- am eftir að Ieiða I ljós. Fyrst verður borað úti á Kársnesí, ,en síðar í ausf- aniverðu landi Kópavogs. Loftleiðir kauoa 2 Cloud- m master-flugvélar af P.A.A. Skymaster-flugvélar félagsins vercSa enn um skeiS í nofkun; sumaráœtlunin óbreyit Síödegis í gær voru undirritaðir samningar hér í | sagði Kristján ennfremur, að Reykjavík um kaup Loftleiöa á tveim flugvélum af geröinni DC-6B (Cloudmaster). Seljandi flugvélanna er Pan American-flugfélagiö bandaríska og eru báöar í hópi nýjustu véla félagsins af þessari gerö, þriggja ára gamlar. Kristján Guðlaugsson hrl, formaður stjómar Loftleiða, skýrði blaðamönum frá því í gær, eftir að samningar höfðu verið undirritaðir laust fyrir kl. 7 síðdegis, að önnur flug- vélin væri keypt með fyrirvara og endanlega ihefði ekki enn verið gengið frá ýmsum atrið- um kaupsamningsins. Ekki væii tímabært að skýra frá kaupverði flugvélanna né af- hendingartíma, en stjórn Loft- leiða teldi að tekizt hefði að ná mjög hagkvæmum og góð- um samningum. Við vonum, flugvélakaup þessi hafi mikla þýðingu fyrir þróun flugmála hér á landi. Norman Blake, fulltrúi Paa American-flugfél. við samnings. gerðina, lýsti m.a. því áliti sínu að Cloudmastervélin væri bezta flugvélin, knúin bulluhreyfli, sem nú væri í notkun í heim- inum. Félag sitt hefði hagnazt Framh. á 3. síðu ÞJÖÐVIUINN óskar öllurn les- endum sínum gleðilegs sumars

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.