Þjóðviljinn - 23.04.1959, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 23.04.1959, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 23. apiíl 1959 —' ÞJÓÐVILJINN — (9 ilngar efna fil Yioavangshlaups i dag Þátftakendur eru 60—70 I>að er kunnara en frá þurfi að segja að í Hafnarfirði hef- ur um langt skeið verið mikill íþróttaáhugi og að þaðan hafa komið úrvalsíþróttamenn bæði í einstaklingsíþróttum og eins flokksíþróttum. í dag brydída Hafnfirðingar upp á nýjum þætti í íþrótta- lífi sinu þar í Firðinum sem líklegur er til þess að verða vinsæll, en það er Víðavangs- hlaup. Eru það FH-menn sem standa fyrir því og er það fyrsti þátturinn í því að halda upp á 30 ára afmæli félagsins, en þeim aldri nær félagið á komandi hausti. Það er langt síðan víðavangshlaup hefur verið haldið í Hafnarfirði, og ætla FH-menn að hrista af sér þessa lognmollu, eins og einn þeirra komst að orði. Ekki var búizt við mikilli þátttöku i hlaupi þessu, en það hefur orðið eitthvað annað, því á milli 60 og 70 piltar hafa gefið sig fram í hlaupið. Hlaripið verður í þremur ald- ursflokkum: 17 ára og eldri, 14—16 ára og 13 ára og yngri og er sá flokkur langfjölmenn- astur. Er mikill áhugi meðal piltanna. Hlaupið á að hefjast kl. 4 í idag (sumardaginn fyrsta). Þrenn verðlaun verða veitt í hverjum flokki, auk bikara sem sigurvegarinn í hverjum flokki hlýtur. Hafa bikaramir verið gefnir af íþróttaáhugamönnum í Hafnarfirði: Stefáni J ónssyni forstjóra (17 ára og eldri), Hafsteini Sveinssyni (maraþon- hlaupara) 14—16 ára, og stytta gefin af Ragnari, Berg- þóri og Ingvari (allt þekktir í- þróttamenn). Til að gera atburð þennan hátíðlegri ætlar Lúðrasveit Hafnarfjarðar að leika á lúðra sína áður en hlaupið hefst, en það er eins og fyrr segir kl. 4. StraMar kröfur 1 fréttum frá Moskva segir að nú þegar eða 1. apríl hafi mót í frjálsum íþróttum hafizt þar sem farið sé að velja þá menn eem fara eiga til Rómar næsta ár. Mót þeesi eiga að halda áfram fram í júlí í sum- ar. Frjálsiþróttasamband Sovét- ríkjanna hefur sett lágmarks- kröfur sínar, sem verður að ná til þess að menn verði sendir til leikjanna. Á það er bent að sumar kröfurnar em strangari en gildandi sovézk met í dag. Karlar: 100 m hlaup: 10.3 sek. — 200 m 20.9 sek., hástökk 2.08, langstökk 7.07, kringlukast 55 m og spjótkast 80 m. Konur: 100 m lilaup 11.5 sek., 200 m 23.5 sek., hástökk 1.75 m., langstökk 6.20 m, kringlukast 55 m, spjótkast 55 m. Knattspyraan Reykjavíkurmótið hefst í dag kl. 4.30 á Melavellinum og leika þá KR og Þróttur. Dómari verður Einar Hjartarson. Flest félaganna hafa æft vel undanfarnar vikur og leikið nokkra æfingaleiki í meistára- flokki. Hefur Valur náð beztum árangri, sigrað Fram með 1—0 og KR með 2—0, KR hefur sigrað Víking með 5—1 og Fram hefur sigrað Þrótt með 10—0. Tveir kunnir knattspyrnu- menn hafa skipt um félag, Halldór Halldórsson, úr Val, hefur ákveðið að keppa með Þrótti í sumar og mun hann jafnframt þjálfa hjá Þrótti. Þá hefur Albert Guðmundsson til- kynnt, að hann muni keppa með Val í sumar. Þó mun hann ekki háfa réttindi til þess að leika fyrir sitt gamla félag fyrr en eftir 20. maí. Hólmbert Friðjónsson sigur- vegari í Drengjahlaupi UMFK Hið árlega drengjahlaup Ungmennafélags Keflavíkur fór fram sunnudaginn 19. april. Þátttaka í hlaupinu var góð eins og ávallt áður, eða 20 keppendur. Hlaupaleiðin var sú sama og undanfarin ár en hún er kringum 2000 metra löng. 1 hlaupinu var keppt um tvo bikara. Hlýtur sigurvegari hlaupsins amian en hinn það félag sem sigrar í þriggja manna sveitakeppni. Sigurvegari hlaupsins að þessu sinni var Hólmbert Frið- jónsson UMFK. Tók hann þeg- ar í upphafi hlaupsins forust- una og liélt henni út allt hlaup- ið. Tími Hólmberts var 5.52.0 mín. 1 fyrra sigraði Hólmbert einnig í þessu hlaupi og þá á 5.59.8 mín. Fyrstu 10 menn í hlaupinu urðu þessir: Hólmbert Friðjónsson UMFK 5.52.0 mín. Margeir Sigurbjörnsson UMFK 6.02.0 mín. Ólafur Gunnarsson UMFK 6.16.0 mín. Kjartan Sigtryggsson UMFK 6.22.5 mín. Agnar Sigurvinsson UMFK 6.30.0 mín. Hörður Karlsson KFK 6.31.0 Ragnar Guðlaugsson KFK 6.31.5 mín. Magni Sigurhansson KFK 6.38.0 mín. Einar Magnússon UMFK 6.38.5 mín. Guðmundur Guðmundsson KFK 6.39.0 mín. í þriggja manna syeitakeppni sigraði UMFK með 6 stig. Önn- ur varð B-sveit UMFK með 18 stig og þriðja sveit KFK með 21 stig. íþróttabandalag Kefla- vikur mun senda átta keppend- ur í Drengjahlaup Ármanns, sem fer fram fyrsta sunnudag 1 sumri. Nú, þegar vetur hefur kvatt, munu Vafalaust margir tougsa hlýtt til væntanlegra sól- og sjóbaða í snmar og Eaánna.st jafnframt liðinna hvíldar- og ánægjustunda á baðstrSndlnni. íþróttasíðan óskar öllum lesendum sínum gleðilegs siamars. HANDKNATTLEIKUR; Orsiit í 2« flokki, hvor sigrar Volur eðo Árran? Sennilegt er að síðasti leikur kvöldsins verði aðalleikurinn, og sá leikur sem mestur spenn- ingur verður um, en það er úr- slitaleikur annars flokks karla. Þar leika FH, sem vann A-rið- ilinn og Frarn sem vann B-riðil- inn. il § 'lf FH vann alla keppinauta sína, en eftir að allir leikir höfðu farið fram í B-riðli voru jöfn: Fram, Valur og Þróttur með 4 stig, en Fram hafði hag- kvæmasta markatölu. Verður vaíalaust um jafnan leik að ræða og skemmtilegan. j Virðist sem þeir Hafnfiroing- ar séu allákveðnir í að komast í úrslit í móti þessu því að á laugardaginn verða þeir í úr- slitum í þrem leikjum af fimm og á sunnudaginn í tveím af þrem! Nánar um það síðar. Þá getur leikurinn á milli Ár- manns og alls í meistaraflokki karla orðið skemmtilegur. Að vísu er þar aðeins barizt um það, hver verður neðar eða of- ar á listanum, og vissulega niiia þeim vérða það nokkuð kapps- mál. Bæði liðin hafa sótt sig er á veturinn leið og þá Ár- mann alveg sérstaklega núna í síðustu Ieikjunum. í meistaraflokki kveima fara fram tveir leikir, sá fyrri milli Ármanns og Vals, og mun Á;- mann ekki i vanda að tryggja sér bæði stigin, enda. vantar hin- ar ungu stúlkur í Val, reynslu á við Ármann. Ármann heíur ekki tapað le’k hingað til, og hefur vissulega fullan huga á að mæta KR í úrslitaleiknum á. sunnudaginn. Hinn leikurinn er á milli Þróttar og Fram, og eru miklar líkur til þess að sá leikur verði jafn og skemmtilegur, og næst- um er ómögulegt að spá hvort liðið vinnur. LOKSINS kveður þessi vetur, og við fögnum sumrinu vel að vanda. Það væri víst ekki rétt að segja að veturinn hafi verið harður, en stórviðrasamt var þó oft, umhleypingar miklir, leiðindatíð, eða svo fannst mér að minnsta kosti. Og stórviðri þessa vetrar hjuggu stór og tilfinnanleg skörð í mannafla okkar, meira en ..fjórir tugir vaskra ejó- manpa hurfu í djúpið með skipum sínum í ofviðrum þessa vetrar, og við minn- umst þeirra með þökk og virðingu. — Nei, það er víst ekld rétt að kalla þetta harð- an vetur, en kalt hefur nú verið síðan á páskum, norð- an eða norðáustan stormar BÆJARPÖSTURINN Gleðilegt sumar — Sumardagurinn íyrsti Merki dagsins og „Sólskin" og oft talsvert frost. En nú ætlar líklega að fara að hlýna fyrir alvöru, enda ekki van- þörf á. Sumardagurinn fyrsti er fyrst og fremst hátíðisdag- ur bamanna, þann dag eru haldnar sérstakar skemmtan- ir fyrir þau í mörgum sam- komuhúsum, og sjálf fará bömin i skrúðgöngu um bæ- inn, veifandi litlum fánum, en merki dagsins eru seld á götunum. Ágóðinn af sölu þeirra merkja rennur til að efla starf Barnavinafélagsins Sumargjafar, sömuleiðis ágóð- inn af sölu barnabókarinnar ,,Sólskin“, sem einnig er seld á götunum þennan dag. Ég skal játa að merkjasölur fara yfirieitt idálítið í taugarnar á mér; það má líka heita að manni séu boðin einhver merki til kaupa alla sunnu- daga ársins. En til þessa hef ég alltaf keypt merki á sum- ardaginn fyrsta með a.m.k. þolanlegu geði, og oftast hef- ur einhverjum krakkanum tekizt að pranga inn á mig einu „Sólskini" líka. Ég veit ekki af hverju þetta er, og þó . . . skapið er yfirleitt í betra lagi. á sumardaginn fyrsta, og svona undir niðri er mér jú fremur vel við krakkana. Broshýr börn, klædd í sumar- sparifötin sín, veifandi litlum íslenzkum fánum, eru líka dá- samlegar verur og erfitt að reka slíkt sölufólk á dyr án þess að kaupa neitt af því. SUMARKOMAN hefur löngum orðið íslenzkum skáldum yrk- isefni og mörg sumarijóð eru á hvers manns vörtnn, eða voru það a.m.k. til skamms tíma. (Annars virðist mér ljóðakunnátta fólks fara mjög þverandi). Kvæði eins og Nú er sumar, gleðjíst gumar, Vorið er komið og grundirn- ar gróa, Þegar flýgur fram á sjá, Þú vorgyðjan evífur, ogr mörg, mörg fleiri erq. enn sungin um hver sumarmál, cg maður kemst í sumarska p við að heyra þau suhgin. En sumir hagyrðingar eru svo alvönúausir, að þeír geta ekki einu sinni unnt jafn há- tíðlegum viðburði Og stunar- komunni alvarlegs kveðskap- • ar. Ilér er upphaf sumarkvæð- Framhald á 11. eiðu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.