Þjóðviljinn - 26.04.1959, Qupperneq 9

Þjóðviljinn - 26.04.1959, Qupperneq 9
Sunnudagur 26. april 1959 — ÞJÓÐVILJINN (9 í Þ R Ó T T I R ' mtstmri * Haukur Engilbertsson sigur- vegari í 44. Víðavangshlaupi ÍR Víðavangshlaup ÍR. hið 44. í röðtnmi fór fram að venju á sumardaginn fyrsta og var hlaupið á sömu slóðum og vant er, byrjað í Hljómskálagarðinum og endað þar lika. Er leiðin innan við 3 km. Nítján kepp- endur voru skráðir til keppn- innar en fjórir mættu ekki til leiks. Voru flestir frá UMF- Reykdæla eða sex talsins og varð sigur\ægarinn þaðan líka, Haukur Fngilbertsson, sem kunnur er sem hlaupavi og kom mjög við sögu á sl. sumri. Var hann langfyrstur og virtist alls óþreyttur, þegar hann kom að marki. UMS-Eyjafjarðar, UMS- Skarphéðinn og ÍR sendu 3 menn hvert til hlaupsins. Var ekki að undra þótt mönnum yrði tíðspurult um hversvegna eng- Inn af hinum góðu lilaupurum KR værl með og eins hvers- vegna Armann ætti engan full- trúa í htaupi þessu. Því fékkst ekki svarað svona á förnum vegi, en óneitanlega er það til- efni til hugrenninga og umhugs- unar fyrir alla aðila sem að hiaupi bessu standa, sem eru frjálsiþróttafélögin yfirleitt, Allir sem lögðu af stað í hlaupið komu að marki, en sér- stakur spennfngur var aldrei í hlaupinu, til þess voru yfirburð- ir Hauks of miklir. Hafði liann forustu í hlaupinu alla leið. en næstur kom okkar ágæti og vin- sæii Kristján Jóhannsson, sem áð þessu sinni tók þátt i hlaup- inu í 10. sinn. Flokkakeppnina í fimm manna sveit vann Umf-Reykdæla, enda eini aðiiinn sem átti menn í fulla sveit, en þriggja manna sveitina vann UMS-Skarpliéðinn með 16 st., önnur varð sveit UMSE með 18 st., þriðja sveil, ÍR með 21 st., fjórða A-sveit Reykdæla með 23 st. og fimmta B-sveit Reykdæla með 42 st. ÍR vann báðar sveitirnar í fyrra. TJistít og' tími einstakra tiiiHa. Haukur Engilbertsson Umf. Reykdæ’a 8,08,6 Kristján Jóhannsson ÍR 8,30,3 Hafsteinn Sveinsson Skai’phéðni 8,39,8 Jón Gíslason UMSE 8,40,0 Birgir Marinósson UMSE 9,08,0 Jón Guðlaugsson Skarphéðni 9,12,0 Einar Jónssdn Skarpliéðni 9,17,0 Helgi Hólm ÍR 9,19,0 Ófeigur Jóhannesson UMSE 9,36,0 Vigfús Pétursson Umf-Reyk- dæla 9,36,2 Helgi V. Ólafsson ÍR 9,41,0 Magnús Jakobsson Umf-Reyk- dæla 10,00,2 Hinrik Guðmundsson Umf- Reykdæla 10,13,0 Guðlaugur Guðmundsson Umf- Reykdæla 10,22,0 Sigvaldi Eggertsson Umf-Reyk- dæla 10,30,0. „Allt versnandi”. í þrönginni eftir hlaupið 1-akst fréttamaður fþróttasíðunnar á roskirm mann sem virtist mikið niðri fyrir og opnaði fyrir það í fullri einlægni og einurð. Það sem hann sagði var eitthvað á þessa leið: ,,Allt er þetta versn- andi, ég hef séð öll hlaupin 44 eða frá byrjun, og þetta er það lakasta. Aldrej hafa menn kom- ið jafnilla æfðir tii þessa hlaups. AJltaf er þátttakan að minnka. Alltaf er leiðin að styttast, og leiðin sem hlaupið er nú orðið er enginn víðavangur lengur. Hvar eru svo stóru félögin með alla sína menn, eins og KR og Ármann, þau áttu engan mann í hlaupinu. Já þetta er alltaf að verða lakara og lakar. Og svo bætir hnn við með glotti: ,.Já þeir komast ekki áfram fyrir styrkjum og öllu því sem lagt. er uppí fangið á þeim!“ Svo hrissti hann höfuðið, pikkaði siafnum sínum fast í gangstétt- ina og hvarf í mannhafið. Svo geta menn velt fyrir sér, hvort fullorðni maðurinn hefur eitt- hvað til síns máls. Krisíján Jóhannsson hylltur eftir hlaupið. Á eftir hlaupið ofhenti Öm Eiðsson keppendum verðlaun í hófi sem hlaupurunum var haldið. Við það tsekifæri var Kristjáni sérstaklega þakkað fyrir þátttöku hans í Víðavangs- hiaupinu í 10 ár. Hefur Krjstján unnið hlaupið í 4 skipti, verið 5 sinnum í öðru eða briðja sæti og einu sinni sá sjöundi. Örn þakkaði utanbæjai-mönn- unu_m sérstaklega fyrir þátttök- una og áhugann og kvaðst vona að áhuginn fyrir hlaupi þessu færi vaxandi með hverju árinu sem liði. Örn Eiðsson lét þess getið að til mála hefði komið að flytja KR sigraði Þrótt 3:0 í fyrsta leik sumarsins HAUKUR ENGILBERTSSON Víðavangshlaupið inn í Laugar- dal, láta það hefjast og enda á leikvanginum þar en leggja hlaupaleiðina að öðru leyti um víðavanginn í dalnum. Jón Guðlaugsson frá UMS- Skarphéðni tók undir orð Arnar í stuttri ræðu sem hann flutti, þegar hann tók á móti verðlaunum fyrir 3 manna sveitakeppnina.. Kvaðst hann fastlega gera ráð fyrir að allir beir sem komið hefðu núna mundu koma næsta ár og senni- lega margir fleiri. Með leik Þróttar og KR hófst knattspyma sumarsins og að þessu sinni vildi svo skemmti- lega til að þessi byrjun lenti á sumardeginum fyrsta. Þar með hefur knötturinn tekið að velta og velta og draga að sér iðkendur og áhorfendur. Enginn leikur er svo aðalaðandi og eng- inn leikur dregur eins marga til sín sem einmitt knattspyman. Það er því alltaf hlakkað til leikjanna, og eftirvænting um það hvort við fáum að sjá betri leiki en síðast, betri knatt- spyrnu. Hvað svo með þennan leik? í fáum orðum sagt var leikur Þróttar úti á veliinum betri en ’ maður hafðí búizt við, en leikur KR ekki eíns góður og ef til vill hefði mátt vænta. Sérstaklega voru KRingar klaufskir upp við mark, og áttu mörg tækifæri sem þeir hefðu átt að nota betur. Aftur á móti vju- framlína Þróttar veikari-: hluti liðsins. Vöilurinn var ekki þægilegur Wolverhampton dæmt í sekt Það skeði fyrir stuttu að enska knattpsyrnuliðið Wolver- hampton, sem er efst í deilda- keppninni, var dæmt af Knatt- spymusambandi Englanids í 250 sterlingspunda sekt. Ástæðan er sú að félagið hefur snúið sér til 15 ára skólapilts og beðið hann að ganga í Wolver- hampton. Samkvæmt enskum knattspymureglum er það bannað að viðlögðum sektum. staklega voru það þeir Sveinn og Ellert sem voru slyppifengir og enda Gunnar Guðmannsson. Óskar Sigurðsson átti beztu skotin, og Reynir átti betri leik en hann hefur sýnt í langan tíma. Garðar Árnason var bezii maður KR-liðsJns og sá sem mest reyndj að skipuleggja sam- leik, en samleikurinn var ekki eins góður hjá KR og í fyrra haust og ekki eins skemmtilega leikandi, en það er etv. ekki að marka svo snemma að vori. Hörður Felixson var sterkasti maður varnarinnar, enda ekki - sérlega flókið að gæta miðherja Þróttar. Hreiðar Ársælsson er betri; en hann hefur oft verið að vori til. Það reyndi ekki mikið á Heimi í markinu, en hann virðist öruggur. Gangiu* leiksins í fáum orðum. Leikurinn var aðeins 4 mín. gamall, þegar Garðar átti hörku til að leika á lionum, laus og því skot á mark Þróttar en Þórður Sundmeisaramót íslands verður liáð í Sundköll Reykja- víkur n.k. mánudag og miðviku- dag. Keppendur emi alls skráð- ir 54. Fyrri dag mótsins verður keppt í 100 m skriðsundi karla, 400 m bringusundi karla, 50 m bringusundi telpna, 100 m skriðsundi drengja, 100 m bak- suudi kvenna, 200 m baksundi karla, 100 m bringusundi drengja, 200 m bringusundi kvenna og 4x100 m fjórsundi karla. Seinni mótsdaginn eru keppnisgreinar þessar: 400 m skriðsund toarla, 50 m skriðsund telnna, 100 m baksund karla, 100 m baksund drengja, 100 m skriðsund kvenna, 200 m bringu sund karla, 3x50 m þrísund kvenna og 4x200 m skriðsund karla. Þátttakendur eru sem fyrr segir 54. frá 4 Reykjavíkurfé- lögum: Á. ÍR, KR og Ægi, í- þróttabandalagi Akraness, f- þróttabandalagi Keflavíkui’, Sundfélagi Hafnarfjarðar og Sundráði Akureyrar. Á mótinu verður nú keppt um forsetabik- arinn í annað sinn. í fyrra hlaut Ágústa Þorsteinsdóttir bikarinn fyrir bezta afrek móts- ins. ósléttur þegar farið var að hlaupa á honum, og nokkuð bungur. Gerði það samleik erf- iðari. Veður var aftur á móti sérlega gott til keppni. Fyrri hálfleikur var yfirleitt nokkuð jafn og á miðju vallar- ins náðu Þróttarar oft góðum samleik sem þó oftast rann utí sandinn þegar upp að rnarki kom. Jón Magnússon, miðherji Þróttar, var ekki nógu hreyfan- legur og kunni ekki á því lagið að losna við miðframvörðinn Hörð Hinír ungu og efnilegu innheriar Þróttar, Axel og Órn- ar, höfðu ekki nógu gott sam- band við hann heldur. Jens og Bill (eða Baldur Ólafsson eins og hann nú heitir) unnu mikið og gott starf á miðju vallarins, og rnðu þar meiru en framverð- ir KR í fyrri hálfleik. Halldór Halldórsson lék ekki með að hessu sinni vegna lasleika, og hefði hann verjð með, má gera váð fyrjr að Hð Þróttar hefði verið sterkara. Helgi Árnason iék miðframvörð og gerði hví undragóð skil, þar sem það er ekki hans staður". Marteinn lék isem bakvörðui’, en hann er vaniir að vera framvörðui’, og gerði s+öðunni allgóð skil og var friskasti maður öfjustu varnai’- innar. Ff til vill var bað mark- maðurinn Þói’ður Ásgeii’sson, sem mesta athygli vakti með leik sínum í marki. Hann er kornungur. var i þrið.ia flokki í fyrra en átti í þessum fyi’sta leik í meistaraflokki leik sem l.ofar mjög góðu. i S-Iök sko( KR-inga. KR-ingar náðu betri tökum á síðari hálfleik, án þess þó að geta notað sér það með því að skora mörk. Sumpart voru þeir óheppnir með skotin, þar sem 3 þeirra fóru í stengur marksins, og a.m.k. 3 svokölluð opin teeki- færi sem öll misnotuðust. Sér- varði meistaralega, og 4 mín. síðar á Óskar höi’kuskot yfir slá. Á 18. mín. á Jón Magnús- son skot rétt framhjá marki KR. Fyi'sta mai’k skorar Reyn- ir eftir góð samskipti Ellerts og hans. Gerðist það á 20. min. Rétt á eftir átti Axel -Axelsson, hörkuskot rétt yfir blá horn KR- marksins. Nokkru áður er E!l- ert í opnu faeri en sparkið er misheppnað og knötturinn velt- ur í hendur Þórðar. Annað mark KR kom á 40. mín. og skoraði Óskar Sigurðs- son það með góðu skoti, og rétt áður átti hann hörkuskot rétt yfir þverslá. Síðari hálfleikur var ekki oins viðburðarikur og sá fyrri. I-á yfii’leitt meira á Þrótturum og var oft þi’öng við mark þeirra. Skall þá hurð oft nærri hælum. Á 10. mín. á Gunnar Guðmanhs- son fast skot, en markmaður ver, og á 22. mín. á Gunnar íkot í þverslá. Litlu síðar or Sveinn fyrir opnu marki on spyrnir laust framhjá. Þriðja mai’k KR kom á 32. min. og skoraði Reynir eftir sendingu frá Garðari. Síðasta stundarfjórðunginn gerðist lítið sem sögulegt má kalla. Eftir tækifærum heföi KR getað skorað 3 mörkum fleira, og gefur markatalan því ekki rétta mynd af leiknum. Þjá’fup msmia vix-ðist betri en maður á að venjast að vori. Dómari var Einar Hjartarson og slapp nokkuð vel frá því. Á- horfendur voru um 1500. Til liggui leiðia

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.