Þjóðviljinn - 15.05.1959, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 15.05.1959, Blaðsíða 10
10) — ÞJQÐVILJINN -— Föstudagur 15. maí 1959 'v. -• 't wm Á Spáni er lögreglan eitt af tækjiun fasistanna til þess að halda völdum í landinu og fyrir henni getur enginn verið óhultur. T I V 0 LI OPNAR í KVÖLD KL. 8. TIVOLI skemmtigarður Reykvíkinga opnar í kvöltl klukkan 8 ef veður leyfir. FJÖLBREYTT SKEMMTITÆKI. --------------------- Bílabraut — Rakettubraut — Parísarhjól Skotbakkasalur — Speglasalur — Bogar —• Automatar — Rólubátar — Bátar Tivolibíó sýnir teikni- og gamanmyndir, sem ekki hafa verið sýndar hér á landi áður. Fjölbrejtt dýf'asýning — Hið vinsæla Litla goif. Fjölbreyttar veitingar. Opið á Iaugardag frá kl. 2—6. Á annan dag hvítasimnu verður opnað kl. 2, þá verða fjölbreytt skemmtiatriði. T I V O L I-----------------------------—------- SPANN Framhald af 7. síðu. # ■— Nu kan heltene vende tilbake til teltene. Leiemorderne kan berette ’stolte om dette, og vi skal huske det temmelig lenge, at de for daglönn, for en be- skejden penge skjöt paa Guernieas kvinner og barn. Nu er den tyske „ære“ gjen- oprettet eftir nederlaget ved Marne. 3) 1 Hlutleyeisnefndin í Lundún- um svelti spánska lýðveldið að vopnum, um stund einnig að meðölum og sáraumbúðum. Efnaliagsvöld lýðræðisins sveltu það að mat. Spánn átti mikinn gjaldeyri geymd- an í Frakklandsbanka. Árið 1938 ætlaði lýðveldisstjórnin að kaupa matvæli í Frakk- landi fyrir þessar inneignir, korn og kjöt. Miklar hjarðir nautgripa höfðu verið reknar að landamærum Frakklands og Spánar, en þá lagði Frakk- landsbanki hald á inneignimar og þóttist ekki lengur vita, hver væri ríkisstjórn Spánar. Og spænsk alþýða hélt áfram að svelta, en bankainnstæð- urnar voru síðar greiddar í sjóð Francós. í júnímánuði 1937 gengu ítalía og Þýzkaland úr Lund- únanefndinni og um líkt leyti tók að bera á „óþekktum kaf- bátum“, er skutu í kaf þau skip, er fluttu vistir til hér- aða lýðveldisins. Þegar gerðar voru gagnráðstafanir gegn þessum ófögnuði hurfu þessir kafbátar þegar í etað af sjó- leiðunum — örlítið dæmi um það, að Þýzkaland og’ ítalía létu undan um leið og þeim var sýnd nokkur festa. En það var líka allt og sumt sem gert var til þess að hefta ofsa þeirra. Öll máttarvöld vestræns lýðræðis og einræðis nazista lögðust á eitt um að slökkva ljós þess lýðræðis, sem enn blakti í 'héruðum lýð- veldisstjómarinnar spænsku. Vorið 1938 hóf Francó sókn til Miðjarðarhafe og tókst með ógrynni flugvéla og stór- skotaliðs að ná borginni Vin- aroz á sitt vald. Með því var rofið sambandið milli Kata- loníu og annarra umráða-1 svæða spánska lýðveldisins. desember eótti Francó inn í Kataloníu með 300 þúsund manna her, en til varnar vom rúmlega 100 þúsundir lýðveldissinna og hafði aðeins þriðji hver hermaður byssu, og annan vopnabúnað að sama skapi. Hinn 26. janúar féll Barcelona í hendur Francó. Þegar svo var komið fór að eíga á ógæfuhlið fyrir lýð- veldinu. Svikarar í liði lýð- veldismanna tóku að láta bera á sér. Madrid var fram- seld 28. marz eftir hálfs þriðja árs hetjulega vöm, flotastöðin í Cartagena féll í hendur Francóliðum hinn 31. marz, nokkru áður hafði brezka 'herskipið Devonshire flutt fulltrúa Francós til Min- orkueyjar til þess að taka völd þar í flotastöðinni. Þá viðurkenndu Bretar og Frakk- ar Francóstjómina hina einu löglegu stjórn landsins. Hinn 19. maí 1939 fór Fran- có sigurgöngu inn í Madrid þessa óþjálu borg, sem varð ekki sigmð nema með svikum. I fararbroddi gengu 12000 ítalskir hermenn undir stjórn ítalsks hershöfðingja, en 3.500 þýzkir hermenn Kondorsveit- arinnar ráku lestina. Og síð- an hófust hétíðahöld hinna epánsku fasista: fangelsanir, pyndingar, múgmorð. Heima á Italíu flutti Mússó- lini hermönnum sínum þakkir fyrir vel unnið starf í „30 mánaða styrjöld við lýðræðis- ríkin og bolsivismann“ — Bretland og Frakkland máttu taka þessu sparki með kristi- legu jafnaðargeði. Og heima í Þýzkalandi þakkaði Hitler hermönnum eínum afreksverk- in í Guernica og víðar og ját-1 aði hreinskilningslega, að hann hefði stutt Francó með herafla frá upphafi borgara- styrjaldarinnar. Vestræn lýð- ræðisríki, nazistar og fasistar dönsuðu kringum svívirt lík hins spánska lýðveldis, og það var mikil gleði bæði á himni og jörð. Geimfar Framhaid af 5. síðu. mælitækja fyrir gervihnetti, heldur en Rússar. Prófessor Sedoff, einn af 40 helztu frömuðum í geimferða- málum í Sovétríkjunum er nú staddur í Ástralíu á fyrirlestra- ferð. Hann sagði blaðamönnum frá því að næsta gervitungl, sem sovézkir vísindamenn myndu senda á loft, myndi hafa mann innanborðs. Það yrði þó ekki sent á loft í náinni framtíð. íþróttir Framhald af 9. síðu. ið þátt í tveim mótum og er árangurinn þessi: 100 m. 10,8 og 10,5. — 100 yardar 9,6 — 200 m. 21,2 tvisvar og 200 yardar 20,8 eek. Hann hefur einnig reynt við 400 m. og hljóp hann þá á 49,9 og varð jafn Salomon frá brezku Guyana. Sérfræð- ingar velta þvi fyrir sér hvort það verður hinn ungi Wilton Jackson frá Trinidaid sem verð- ur fyrstur til þess að hlaupa 100 m. á 10 sek. sléttum. BÍLASALAN Klapparstig 37 tilkynnir: Nýir verðlistar koma fram :í dag. Höfum nú til sölu: 110 bifreiðar 6 manna. 105 bifreij^r 4ra og 5 manna. 30 jeppabifreiðar. 20 sendiferðabifreiðar 25 vörubifreiðar. Leitið ávallt fyrst til okkar, ef þið þurfíð að kaupa eða selja bifreið. — Öruggasta þjonustan. BÍLASALAN Klapparstíg 37. Sími 19032. Sumarkápur Sumardragtir Fallegt úrval □ □ MARKAÐURINN Laugaveg 89

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.