Þjóðviljinn - 15.05.1959, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 15.05.1959, Blaðsíða 12
Þingið sat 217 daga, ræddi 171. mál, samþykkti 49 lög 78. löggjafarþingi var slitiS i gœr Ásgeir Ásgeirsson, forseti fslands, sleit Alþingi í gær. Haföi þaö þá staöið frá 10. október sl., alls 217 daga, og afgreitt m.a. 49 lög og samþykkt frumvarp til stjórnskip- unarlaga og 24 ályktanir. Þing'Iausnir voru þriðja og síð- asta málið á dagskrá Alþingis í gær. Er tvö fyrri, málin höfðu verið afgreidd (frá þeim er skýrt á öðrum stað í blaðinu í dag) flutti Jón Pálmason, forseti sam- einaðs þings, yfirlit um störf Al- Þings. i 171 þingmál — 548 þingskjöl. Haldnir voru alls 303 þingfund- ir, 128 í neðri deild, 123 í efri deild og 52 í sameinuðu þing. Fyrir þingið voru lögð alls 115 frumvörp, þar af 47 stjómar- frumvörp, 19 í neðri deild, 26 í efri deild og 2 í sameinuðu Þingi. Þingmannafrumvörpin in voru 68 talsins, 45 borin fram í deild og 23 í efri deild. í flokki þingmannafrumvarpa eru talin 22, sem nefndir fluttu, þar af 17 að beiðni einstakra ráðherra. AIls voru 49 frumvarpanna samþykkt sem lög, 25 stjómar- frumvörp og 24 þingmanna- frumvörp. Eift frumvarp til stjórnskipunarlaga var sam- þykkt. Tvö þingmannafrum- vörp voru felld, 4 afgreidd með rökstuddri dagskrá, 3, þar af 1 stjórnarfrumvarpi, vísað til rik- isstjómarinnar, en 56 urðu ekki útrædd, þar af 21 stjórnarfrum- varp. í sameinuðu þingi voru born- ar fram 49 þingsályktunartillög- ur, 24 þeirra voru samþykktar sem ályktanir Alþingis, einni vísað til ríkisstjórnarinnar en 24 urðu ekki útræddar. Ellefu fyrirspumir voru bornar fram í sameinuðu þingi og allar rædd- ar. Mál til meðferðar í þinginu voru 171 og tala prentaðra þingskjala 548. Leggja fil orusíu. Er þingforseti hafði flutt yf- irlit um störf þingsins flutti hann ræðu, þar sem hann m.a. þakkaði þingmönnum góða og vinsamlega samvinnu, svo og starfsfólki Alþingis. Síðan mælti Jón Pálmason: „Við alþingismenn stöndum nú á vegamótum. Við erum eins og það lið, sem til þess er dæmt að leggja út í orustu. KOSNINGflSKRIFSTOFA ALÞYOUBANDAIAGSINS Kosningaskrifstofa Alþýðu- bandalagsins vill minna alla þá sem hafa könnunarblokkir á að skila þeim í skrifstofuna eigi síðar en 20. maí n.k. Skrifstofan veitir allar upp- lýsingar um kjörskrár og að- stoðar við kærur o.fl. — Gef- ið upplýsingar um kjósendur sem kunna að verða fjarver- andi á kjördag. — Skrifstofan er í Tjamargöu 20. Opin alla virka daga frá kl. 9 árdegis til 6 síðdegis. Hverjir þaðan koma heilir og hverjir hverfa er álíka óvíst eins og það, hvemig veðrið verður á morgun eða hinn dag- inn. Nú þegar er þó vitað, að nokkrir af eldri og reyndari alþingismönnum ætla að draga sig í hlé og halla sér að frið- samlegri og kyrrlátari störfum. Eg vil alveg sérstaklega þakka þessum mönnum langa og góða samvinnu og heilladrjúga starf- semi og ég óska þeim allrar hamingju á komandi tíð. Urn okkur hina, sem í óvissuna leggjum, er sú bót í máli, að orustan er annars eðlis en vopnaviðskipti fyrri alda. Hún varðar ekki líf og dauða í bók- staflegum, líkamlegum skilningi heldur hitt, hverjir eigi aftur- kvæmt í fylkingu ialþingis- manna og hverjir ekki, og hvort sem við hittumst fleiri eða færri sem alþingismenn að loknum kosningum, þá vil ég nú óska öllum háttvirtum al- þingismönnum og þeirra fjöl- skyldum góðrar heilsu og per- sónulegrar hamingju. Hinar sömu óskir flyt ég öllu starfs- fólki Alþingis." Eysteinn Jónsson þakkaði þingforseta skörulega og rétt- láta fundarstjóri og óskaði honum og fjölskyldu hans allra heilla. Tóku þingmenn undir þau orð með því að rísa úr sætum. Forseti ísands, herra Ásgeir Ásgeirsson, tók síðan til máls og las upp forsetabréf um slit Alþingis, 78. löggjafarþings. Lýsti hann siðan yfir að þingi væri slitð, óskaði þingmönnum velfamaðar, þjóðinni allra heilla og bað þingmenn að minnast fósturjarðarinnar með því að rísa úr sætum. Emil Jónsson forsætisráðherra bað þingheim hylla forseta og fóst- urjörð með húrrahrópi. Lauk svo þingfundi. Rigolefto í kvöldísfö- asta skipti Á tónleikum Sinfóníuhljóm- sveitar íslands, sem hefjast í Ausíurbæjarbíói kl. 9,15 í kvöld, verður1 óperan Rigoletto eftir Verdi flutt í fjórða og síðasfa skipti. Stjórnandi er sem kunnugt er ítalinn Rino Castagnino, en einsöngvarar Guðmundur Jóns- son, Þuríður PálsdóttÍL Krist- inn Hallsson, Jón Sigurbjöms- son, Sigurveig Hj-altested, Ein- ar Sturlusor}, Gunnar Kristins- son og Sigurður Ólafsson. Christiano Bischini, ítalski tenórsöngvarinn, var enn síð- degis í gær veikur. Gat hann ekki sungið hlutverk sitt á tón- leikunum sl. -miðvikudagskvöld, en landi h-ans Vincenzo ,Dem- etz hljóp þá í skarðið fyrir- varalaust og leysti verkefni sitt af höndum með mikilli prýði. Flutningur Rigoletto á tón- leikum Sinfóníuhljómsveitarinn- ar hefur hlotið almennt lof gagnrýnenda,' ékki hvað sizt framúrskarandi; góður sörigur Guðmuridar Jónssonar. Ættu því tónlistarunnendur ekki að láta siðasta tækifærið, í kvöld, úr greipum sér ganga ónotað. Kvennasendinefnd frá fslandi er nú á ferð um Sovétríkin í boði sovézkra kvennasamtaka. í nefndinni eru þær Ása og Hulda Ottesen, Val- borg Bents og Guðrún Gíslad. og sjást 3 þeirra á myndini.' þJÓDVILJINN Föstudagur 15. maí 1959 — 24. árgangur — 107. tölublað. ' V - , , Frá f j áröflunarnefnd Alþýðubandalagsins Kosningaundirbúningur er nú iiafinn af fullum krafti. Margt kallar að og mörgu verður að sinna ef starfið á að vera í lagi. Flest verkefnin eru þess eðlis, að því aðeins verða þau leyst að FÍI SÉ FYRIR HENDI. Það má ekki verða að fjárskortur dragi úr starfi okkar og minnki þar með sigunnöguleika okkar x kosningunum. Okkur hefur ætíð tekizt að sigrast á þeint vanda, þegar mik- ið hefur le.gið við, og svo mun einnig verða nú. En til þess að svo verði þurfum við stuðning allrþ, velumiara Alþýðubandalagsins. Alþýðubaudalagið heitir á alla fylgjendur sína að bregð- ast nú fljótt við og styrkja kosningasjóðinn. Öll framlög eru okkur jafn dýrmæt. Aðalatriðið er jað allir leggi eitt- hvað af mörkum, bver eftir sinni getu; þá verður vandinn leystur. Sérstaklega eru þau framlög dýrmæt sem koma fljótt. -^- Söfnunargögn eru tilbúin og verða afgreidd á skrifstofu Alþýðubandalagsins. — Alþýðubanda^agsfólk, takið söun- unargögn — styrkið kosningasjóðinn. Gott starf gefur sigur. FJÁRÖFLUNARNEFNDIN. Sátu að sumbli með hermönnum - fundust meðvitundarlausar fiti á götu SögSust fyrst hafa neytt eiturlyfja hjá her- mönnunum, en neita þvi nú aS svo hafi veriS Lokið er nú rannsókn í máli stúlknanna tveggja, er fundust liggjandi meðvitundarlausar úti á götu sl. laug- ardagskvöld og sögðust í fyrstu hafa neytt eiturlyfja hjá bandarískum hermönnum, sem þær höföu setiö að sumbli með um kvöldiö. Stúlkurnar neita nú, aö þær hafi tekiö eiturlyf og dátana er ekki hægt aö yfirheyra, því að þær þekkja þá ekki og vissu engin deili á þeim. Samkvæmt upplýsingum rann- sóknarlögreglunnar er frásögn stúlknanna af þessum atburði á þessa leið: Stúlkurnar tvær segjast á laugardagskvöldið hafa ætlað á bíó klukkan 7 en orðið of sein- ar. Hittu þær þá á götunni þrjá bandaríska hermenn og tóku þau tal saman. Hermenn- irnir vor-u með eina flösku af brennivini og fóru stúlkurnar með þá til kunningjakonu sinn,- ar er býr ein með tveim börn- um í bragga í Kamp Knox. Var hún að gera hreint, er þau 'komu. Stúlkurnar tvær og hermenn- irnir settust nú að drykkju, en skömmu síðar leið yfir aðra þeirra, þá er síðar fannst á Ásvallagötunni. Segist hún eiga vanda fyrir slíkum yfirliðum. Þegar húsráðandi hafði lok- ið hreingerningunum var brennivinið búið og fór hún ásamt einum hermanninum út og keyptu eina whiskýflösku og settust þau nú öll að drykkjunni. Leið þá aftur yfir sömu stúlkuna og var hún lögð á dívan, en raknaðj skjótt við aftur og hélt áfram að drekka. Nú bar það næst við, að vinkonu hennar og húsráðanda sinnaðist og fóru að slást, ætl- aði hún að ganga í milli þeirra, en var þá tvisvar slegin niður. Þegar hér var komið sögu mun bandarísku stríðsmönnuii- Framhald á 11. síðu Alþýðubandalagsmenn! Efliðkosningasjóðinn!

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.