Þjóðviljinn - 16.05.1959, Síða 4

Þjóðviljinn - 16.05.1959, Síða 4
•i) — ÞJÓÐVILJINN — LaugT.rdagnr 16. maí 1959 58. Jíáttur 16. maí 1959. ISLENZK TUNGA Ritstjóri: Árni Böðvarsson Um nýyrðasmíð Eitt hið nauðsynlegasta tungu eins og íslenzku, þar sem mikil áherzla er lögð á nýyrðasmíð úr innlendum efniviði, er að allt sé gert sem unnt er til að slík orða- smíð komi að fullum notum. Þá ber margsinnis við að leita verður út fyrir þann ramma sem hefðbundin orð- myndun hefur sett, og leita inn á nýjar brautir. Hingað til hefur nýyrðamyndun í ís- lenzku mest verið með sam- setningum; menn hafa búið til fjölda samsettra orða lengri og skemmri, og stund- um gleymt því að aðrir mögu- leikar væru til um orðmynd- un. Þó er samsetning nýrra orða úr innlendum orðstofn- um ekki nema ein aðferð sem tíðkast við sjálfráða orðmynd- rm málsins. — Ég sagði hér sjálfráða, en það er ekki nema að nokkru leyti >rétt- nefni, því að ekkert mál vex og þroskast af sjálfu sér, heldur af því að það er mót- að eftir hlutverki sínu, að túlka hugarstarfsemi talend- anna. Stöðugt eru að mynd- ast ný orð, einfaldlega af því að fólk finnur þörf á því að nota orð um þetta eða hitt og hefur ekkert eldra orð á tak- teinum, svo að það notar eitt- hvert nýyrði eða gamalt orð í nýrri merkingu, þegar um einhverja nýjung er að ræða. Kostir og gallar nýja orðsins fara þá eftir smekk og kunn- ' áttu talandans. Með þessum hætti er allur þorri orðaforð- ans orðinn til: hann er mynil- aður af fólki sem hefur ekki verið sér þess meðvitandi að það væri að skapa ný orð um ný hugtök og að þau orð yrðu að fara eftir hefðbundum reglum málsins. Það hafði reglur málsins á tilfinning- unni, en kunni þær ekki, og^ því var eðlilegt að þær breytt- ust. Af þessu leiðir að hefðir málsins breytast frá kynslóð til kjmslóðar. En hér hefur áður verið rakið í þessum ' þætti að nauðsynlegt er hverri menningarþjóð að vera íheldin ‘ um - tungu sína og varðveita hahá sem bezt, sökum þess hve hún er nátengd sérstöku þjóðerni og órofnum mennirig- ararfi.’ Fyrir það verður þó aldréi girt að það sem er rangt mál með einni kýnslóð (af því að hefðin iiefur enn . ekki veitt því fulla virðingu), getur verið orðið rétt mál með hinni næstu. Málið er sem sé stöðugt að breytast. Eða eins og einhver málfræðingur sagði — og danski málfræðingurinn Otto Jéspersen tók það eftir hanum: Þegar nógu margir hafa sagt sömu málvilluna nógu lengi, þá er hún orðin rétt mál, — Ekki er auðvelt aðJmótmfela þessari kenningu,, þótt liún sé: nokkuð harkaleg, en hitt mætti vera okkur riókkur huggun að í íslenzku þarf hefð að vera orðín býsria löng og rík til að gera „mál- villu“ að ,,réttu“ máli, ef ekki er nein sérstök þörf sem knýr á um breytinguna. Þær aðferðir sem koma til greina við nýyrðasmíð aðrar en samsetning, eru þessar helztar: 1) Nota gömul orð í nýrri merkingu, 2) nýta til fulls þá möguleika sem hljóð- skipti veita tungunni (eftir þeirri aðferð var til dæmis orðið „þota“ myndað í hljóð- skiptum við sögnina að þjóta), og 3) taka upp er- lenda orðstofna og íslenzka þá (samhæfa hljóðsamböníd- þeirra og beygingu íslenzkri tungu; meðal slíkra orða eru t.d. bíll og filma). Þar sem hér er talað um „orð“ er áð sjálfsögðu einnig átt við orð- hluta eins og forskeyti eða viðskeyti, ef um slíkt er að ræða og íslenzka hefur ekki samsvarandi forskeyti eða við- skeyti sem idugir. Meðal elíkra viðskeyta sem á seinni tímum hefur verið tekið að nota miklu víðar en áður tíðkaðist, er -ni. Upphaf- lega er það mikið notað til að mynda nafnorð af lýsingar- orðum (lýsingarháttum sagna) sem enda á -inn, og þannig komu fram orð eins og heppni (heppinn), stirfni (stirfinn), lagni (laginn), keppni (keppinn), hlýðni (hlýðinn) o.s.frv., en einnig eru til frá fornu fari nafn- orð með þessu viðskeyti, skeyti sem ekki verður séð að séu runnin af lýsingarorðum sem enda á -inn (freistni, blindni). Þá er væntanlega um að -ræða sérstakt nafnorðavið- skeyti. — Þetta viðskeyti, -ni, varð svo síðar ýrjórra til orðmyndunar, ög nú er svo komið að það verður einna fyrst fyrir mönnum þegar mynda skal ný orð um ýmsa huglæga hluti, alveg án tillits til þess hvort -inn er þar í námunda eða ekki. Eitt hið nýjasta slíkra dæma er geisla- virkni, sem er að sjálfsögðu ekki dregið af lýsingarorði geislavirkinn, heldur -virkur. Margir hafa fett fingur út í þetta orð, einmitt vegna þess að ekki eru nein tengsl nafn- orðsviðskeytieins -ni við lýs- ingarorð á -iim. Þessi notkun nafnorðsviðskeytisins er þó alls ekki ný. Án nokkurrar leitar dett ég t.d. ofan á orð- in vandvirkni og Iagvirkni frá því um 1800. Þeim sem vilja orðið „geislavirkni“ feigt, kemur að sjálfeögðu ekki til hugar að ráðast á þessi orð, en eftir „reglunni" um við- skeytið ætti hið sama yfir öll slík orð að ganga. Af lýsingarorðinu fær (t.d. fær í einhverju) hefur verið myndað nafnorðið fæmi, einnig hæfni af hæfur. Mörgum hef- ur verið illa við þessi nafn- orð, af því að þar hefur við- skeytið -ni verið orðið frjótt og lifandi, en nafnorðið ekki dregið af lýsingarorðinu. I þeirra smekk fellur ekki held- ur orðið gleypni, dregið af lýsingarorðinu gleypur, um það sem á útlendum málum er nefnt „porös“, en eiginleik- ur slíkra efna erm.a. að sjúga í sig t.d. vökva, eins og svampur eða þess háttar. Öll þessi nafnorð sem hér hafa verið rakin eru frá mínu sjónarmiði góð og fullgild til þess sem þau eru ætluð, því að ég sé ekkert á móti því að slíta tengslin milli lýsingar- orðsendingarinnar -inn og nafnorðsendingarinnar -ni, ekki sízt þar sem þau tengsl hafa í mörgum til- vikum aldrei verið til, svo sögur fari af. — Ann- ars eðlis er nafnorðið fækni sem er tökuorð, en vitanlega islenzkað með hliðsjón af þessu viðskeyti. I þessu orði veit ég íslenzkun hafa tekizt einna bezt. Mönnum koma ó- ejálfrátt í hug einhver tengsl við sögnina að taka. En þetta orð er upphaflega komið úr grísku teluie-(list, iðnaður eða því líkt). O. J. Olsen talar um HVlTASUNNU- U N D R I Ð í ljósi spádómanna í Aðventkirkjunni annað kvöld (sunnudaginn 17/5. 1959) kl. 20:30. Jón Hj. Jónsson og Anna. Johansen syngja, AIHr velkomnir. SIGLFIRÐINGflMÓT verður Iialdið í Sjálfstæðishúsinu, miðvikudaginn 20. maí, kl. 9 e.h. Einar Kristjánsson flytur ávarp. Góð skemmtiatriði. DANS. Aðgöngumiðar í Sjálfstæðishúsinu milli kl. 4,30 til 7 þann 19. og 20. maí. Trévömr írá PragŒxporf HERMTRÉ ; KÚSTSKÖFT i BURSTASKÖFT ' VERKFÆRASKÖFT allskonar SKÖLEISTAR SKÖHÆLAR. Sýnishorn fyrirliggjandi. RÓSIR — RUNNAR Eftirtaldir runnar, rósir og trjátegundir verða seld- ar í Gróðrarstöðinni Víðihiíð, Fossvogsbletti 2 A., í dag. RUNNAR; Díssrunnar, Snjóber, Elri, Snækróna, 1 Roðaber, Dvergmispill,. Reyniblaðka, Hjallarkvistur, Skollaber, Beinviður, Krossviður. RÖSIR: Minna Koides, Eva Teschendorf, Ena Hark* ness, Frau KarJ Druscki. TRJÁTEGUNDIR: Síberskt baunatré, Gullregp, Hegg- uy, Hestakastania, Almur, Reyniviður. BARRTRÉ: Hvitagreni, Sitkagreni, Abies noWlfe-alba, BLÓMPLÖNTUR: Fjölær blóm, Stjúpur, Siunarfclóm. Gróðrarstöðin Víðihlíð, Fossvogsbletti 2 A. — (Geymið auglýsingun*,). S I W A þvottavélarnar N Ý K O M N A R . Þær sjóða, þvo og þurr- vinda þvottihn á skömm- um tíma. ÓLAFSSON & LORANGE Heildverzlun. Klapparstíg 10 — Stmar 17223 & 17398. til alþiegiskosninga í Hafnarfírði er gildir írá 1. maí 1959 til 30. apríl 1960 liggur írammi almenningi til sýnis í skrif- stofu bæjarstjóra, Strandgötu 6 — frá 16. maí til 6. júní að báðum dögum meðtöldum. Alla virka daga kl. 10 f.h. til kl. 4 e.h., nema laugardaga kl. 10 f.h. til kl. 12 f.h. Kærur yfir kjörskránni skulu komnar til bæjarstjóra eigi síðar en 6. júní næst komandi. Bæjarstjóxinn I Hafnarfirði, ,v ; í, l4.> iittsx 'Aoá, ■:■■■■■ •■•■■'fiO'á mirésá'^íö ■ -j STEFÁN GUNNLAUGSS0N.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.