Þjóðviljinn - 21.06.1959, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 21.06.1959, Blaðsíða 5
Simnudagur 21. júní 1959 ÞJÓÐVILJINN (5 Upprifj jun sögulegra atburða var g;erð að æsifrétt Fréttaflutningur Albýðublaðsins og UPI frá Tékkóslóvakíu er 27 ár á eftir tímanum Grein í slóvösku blaSi um verkfallsátök fyrir 27 árum varð fyrir milligöngu bandarísks fréttaritara í Vínarborg að æsifrétt í Alþýðublaðinu á sunnudaginn um fólsku og mannvonzku kommúnista í Tékkóslóvakíu. Vínarborg er sem kunnugt er framleiðslumiðstöð fyrir hvers- konar , óstaðfestar fréttir“ frá Austur-Evrópu, sem fréttaritar- ar vestrænna fréttastofnana básúna síðan út um heiminn. Áttunda júní sendi Vinarborgar- fréttaritari bandarisku frétta- stofunnar United Press Inter- national frá sér „frétt“ um skot- hríð lögreglu á verkamenn í borginni Brezne og verkfall i Banská Bystrica. Alþýðublaðið flutti svo lesendum sínum þessi tíðindi 14. júní og spann út af þeim larigt mál um m'annvonzku kommúnista. Urðu hlessa Menn í Brezne og Banská Bvstrica vissu ekki hvaðan á sig stóð veðrið, þegar frétta- menn frá Prag komu 9. júní til að grennslast eftir, hvernig stæði á fregnum hinnar banda- í’isku fréttastofu. í báðum borg- Um hafði lífið gengið sinn vana gang og ekki komið til neinna vinnustöðvana, hvað þá heldur blóðugs bardaga. Loks áttaðj einhver sig á því, að slóvaska blaðið Praca hafði 7 júni birt grein um verkfalls- átök sem urðu einmitt i Brezne og Banská Bystrica, en ekki á því herrans ári 1959, heldur 1932, eða íyrir 27 árum. Þá skaut vopnuð ögregla á verka- menn og mannfall varð. Fréttaritari UPI í Vínarborg hefur líklega verið i efnisvand- ræðum og grjpið til þess ráðs að senda húsbændum sínum heimatilbúna „frétt“ soðna upp úr grein sem rifjaði upp löngu liðna atburði. Alþýðublaðið og önnur blöð sem eru áþka vönd- uð að heimildum breiddu svo samsetninginn út um heiminn. unir i!!a i neðveikrahæli Earl Long sakar konu sína og bróðurson um eiturbyrlun og mannrán Earl Long, fylkisstjóri í Lousiana í Bandaríkjunum, hefur höföaö' mál til aö reyna aö losna úr geöveikrahæli í nágrannafylkinu Texas. Geislaverjun í regnvafni 60 sinnra meiri en óhœft Vesturþýzk stjórnarvöld hafa ákveðið að láta fara fram athugun á því hvort hreinsa megi rigningarvatn sem cuothæft er til drykkjar sökum geislaverkunar. Kjarnorkumálaráðuneyti V <Þýzkalands hefur tilkynnt að regnvatn sem víða er niotað til drýkkjar í landinu sé 60 sinnum geisiavirkara ea óhætt er talið. Long, sem er 63 óra gamall, hefur verið fylkisstjóri í Lousi- ana tvö síðustu kjörtímabil. Hann ætlaði að fara í kringum lagaákvæði sem meina mönnum að sitja lengur í því embætti með því að segja af sér síðar á þessu ári og láta varamann sinn taka við. Ærðjst á þingfundi í síðasta mánuði kom í ljós að mikil andstaða var gegn fyr- irætlun Longs 1 fylkisþinginu í Baton Rouge. Frumvörp hans voru feljd og honum gert ýmis- legt til miska. Þá kom Long á þingfund og hélt yfii hausamótunum á þing- mönnum þá mergjuðustu ræðu sem haldin hefur verið a banda- rísku þingi í seinni tíð. Ýmist jós hann yfir þingmenn skömm- um og svívirðingum eða hann óð elginn samhengislaust. Tveir þingmenn fengu slíkar skamma- dembur að þeir gengu út grát- andi. ,Eg uppfylli allar kröfur sem gera verður til fylkissftjóra", sagði Long. „Eg kann að kasta teningum. Eg kann að spila póker Eg kann að ríða á hest- baki. Eg þekki olíubisnissinn og gasbisnissinn. Eg kann að bera kápuna á báðum öxlum". Þessi ummæli þóttu sanna að Long væri genginn af göflunum, þvi að alkunna er að olíu- og gaskóngar kaupa stjórnmála- menn í Lousiana í kippum og hjálpa þeim til að halda völd- um, en enginn stjórnmá'lamaður með réttu ráði myndi hafa orð á því opinberlega. Ættin föst í sessj Long-ættin hefur stjórnað Lousiana ; nær óslitið í þrjá áratugi, eða síðan Huey Long, bróðir Earls, varð fylkisstjóri. Hann var lýðskrumari af guðs náð og margir telja að hann hefði orðið foringi fasista- hreyfingar í Bandaríkjunum, ef hann hefði ekki verið myrtur eftir að hann var orðinn öld- ungadeildarmaður í Washington. Earl var í fyrstu aðstoðarmað- ur bróður síns og ekki síður ó- prúttinn Á fyrstu þingmennsku- árum sínum í Baton Rouge gerði hann eitt sinn rækilega tilraun til að bíta annan þing- NÝ KJÖRBÚÐ Ý KJÖRBÚÐ GjjöriS svo vel og reynið viðskiptin Dunhaga 20 Sími 1-48-61 • L-' l"i * TAíTIKT ■ ’h EARL LONG mann á barkann. Eftir dauða Huey tók Earl við forustunni fyrir stjórnmálavél hans og var bvað eftir annað fylkisstjóri. Bróðursonuriim Þegar Earl ærðist kom Russ- ell Long. sonur Hueys, gagngert frá Washington, þar sem hann er öldungadeildarmaður. Hann fékk konu frænda síns til að skrifa undir beiðni um að mað- ur hennar yrði tekinn til vistar á geðveikrahæli og aðstoð henn- ar við að koma honum frá Lousiana til Galveston í Texas. Þar úrskurðaði dómari að Earl skyldi vistaður á geðveikrahæli og sviptur sjálfræði. Russell Long kvaðst hafa í hvggju að gefa kost á sér í embætri fylkisstjóra í Lousiana til að halda uppi merki þeirra ættmanna. Fyíkisstjóri í útlegð Nú hefur vinum Ear] í Lousi- ana tekizt að ná sambandi við hann, og með þeirra tilstilli hefur hann höfffað mál og krefst þess að sér verði sleppt úr geð- vejkrahælinu. Styður hann kröfu sína þeim rökum, að sér hafi verið rænt frá Lousiana og flutur nauðugur U1 Texas. Earl kallar sig „fyjkisstjóra í útlegð“ og segir að kona sín og frær.di hafi byrlað sér eitur svo hann hafi fallið í dá. í þvi ástandi. hafj hann verið lagður í bönd og fluttur fjötraffur til Galveston. Hér hafj verið fram- ið mannrán, til þess að koma sér undan lögsögu dómstóla Lousjana, sem aðstandur sínjr hafi vitað að aldrei myndu fást til að úrskurða sig geðveikan. SetiS lengi ylir essgu Sex menn, hvítir og svert- ingjar, sitja nú dag hvem í veitingahúsi W. T. Grant I Miami í Flórída í Bandaríkj- unura, en fá éri^a^ af^reiðslú. Þeir segjialt mVirir'halcfá' þhssu' áfram, þangað til eigendurnii" afnemi bann við að svertingjar fái afgreiðslu í veitingahúsinu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.