Þjóðviljinn - 21.06.1959, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 21.06.1959, Blaðsíða 10
10) — ÞJÓHVILJINN Sunnudagur 21. júní 1959 Vildu semja við Breta Framhald af 1. Síðu lega áður en þeir ganga að ''kjörborðinu á sunnudaginn kemur. Stækkun landhelginnar er langmikilvægasti atburðurinn sem gerðist á siðasta kjörtima- bili, og öll þjóðin þarf að sam- einast um að tryggja fullnaðar- sigur í baráttu okkar. Kosn- ingarnar á sunnudag munu ráða miklum úrslitum um það má]. Brezk blöð fara ékkert dult við það að þau binda enn miklar vonir við ráðamenn Sjálfstæðisflokksins og Alþýðu- flokksins. Þannig sagði brezka stórblaðið Financial Times 27. febrúar s.l. Bietar gera sér vonir um undanhald — eítir kosningar „Það liindrar einkum samningaviðræður NÚ SEM . STENDUR að bfáðabirgða- i Stjórnin á Islandi er AF EÐEILEGUM ÁSTÆÐUM cfús að gefa nein loforð, og i tvennar kosningar verða að / fara fram áður en ný ríkis- i stjórn getur setzt að völd- l um. Það verður varla fyrr ■ en á september. Næsta al- / þjóðaráðstefna um fiskveið- . ar á að koma staman í Genf 1 í marz eða apríl 1960, en brezkir útgerðarmenn vona að áður en til þess kemur verði búið að komast að . bráðabirgðasamkomulagi við nýju ríkisstjórnina á Is- landi.“ Þetta er ’í samræmi við það sem brezka stórblaðið Daily Mail sagði 29. ágúst í fyrra: „Sumir þeir sem málum eru kunnugastir eru nú sannfærðari en nokkru sinni áður um það að eiiia leiðin til samkomulags í deilunni sé að íslenzka ríkisstjórnin klofni og andstæðingar kommúnista taki við völd- um.“ Þannig eru þær vonir sem Bretar binda við kosningarnar á sunriudaginn kemur. Þeim vonum þurfa Islendingar að svara á eftirminnilegasta hátt. Það sem litla krataflónið á Hafnarf jarðarfundinum þrástagaðist einna mest á í tveim ræðum á fundinum, var að Alþýðubandalagið hefði átt að láta herinn fara þrátt fyrir andstöðu Alþýðuflokksins og Fram- sóknar, eða 4ra ráðherra iaf sex í stjórninhi! Bergmundur Guðlaugs- son ráðlagði þessum unga manni að reyna að kynna sér upphaflega stefnuskrá Alþýðuflokksins og bera Viðsjár í Arsentínu Sögusagnir ganga í Buenos Aires um yi'irvofandi valdarán hersins. Sagt er að herforingj- arnir sem steyptu Peron af stóli hafi sett Frondizi forseta úrslitakosti. Eiga þeir að vera á þá leið, að stjórninni Verði steypt af stóli með hervaldi, ef Frondizi gerbreyti ekki um stefnu og skipti um menn í helztu ráðherraembættum. Her- foringjarnir eru taldir saka Frondizi um makk við fyigis- menn Perons. Talsmaður ríkisstjórnarinnar lýsti yfir í gær, að þessar sög- ur væru tilhæfulausar. saman við framkvæmdir hang síðustu árin. Kvað hann það hafa orðið sér dýrmæt reynsla. í kosn- ingunum 1946 var strengd- ur borði á Alþýðuhúsið í Reykjavík með áletruninni. Aldrei herstöðvar á Islandi á friðartímum. Það leið ekki lengur en til haustsins að Alþýðu- flokkurinn sviki þetta kosn- ingalofobð sitt og sam- þykkti herstöðvar, sagði hann, og síðan hefur fer- ill flokksins verið óslitinn svikaferill. Eg hef hlustað á margar ræður í Alþýðuflokknum um að það hlyti að vera hægt að bæta hann. Eg trúði því sjálfur lengi vel. Nú veit ég að það er ekki hægt, héðan af verður Al- þýðuflokknum ekki bjarg- að, sagði Bergmundur. Björgvin Sigurðsson s^gði einnig frá sinni reynslu í Alþýðuflokknum og afstöðu hans í hernáms- málinu: „Fyrr fyrirfæri Guð- mundur I. sér en hann léti herinn fara“, sagði Björg- vin. Rannsókn óhjókvœmileg Framhald af 1. síðu. saklr að ræða heldur óve- fengjanlegar sannanir. Og því verður ekki mótmælt með neinum rökum að eftir slíltar sannanir er opinber réttar- pannsókn ólijákvæmileg; það verður að yfirheyra samverka- menn Ingimars í fjáröflunar- stofnunum Alþýðuflokksins, draga þá til ábyrgðar sem sekir reynast og gera ráð- stafanir til að endurlieimta hið rangfengna fé. Undir þá kröfu tlaka allir landsmenn, einnig þeir Alþýðuflokksmenn sem annt er um lieiður og sóma flokks síns. Og það munu ekki sízt verða fyrr- verandi kjósendur Alþýðu- flokksins sem taka eftir því hvernig snúizt verður við þessari kröfu. K.S.Í. Í.B.K. íslandsmót. — 1. deild. í dag klukkan 4 leika á grasvellinum í Njarðvík K.R. — Keflavík Dómari: Magnús Pétursson. Línuverðir: Valur Benediktsson og Dahíel Benjamínsson. K.R.K. Karlmaður óskast til starfa 'í verksmiðjunni. Upplýsingar á staðnum. Ora, Kjöt og Rengi hf. Kársnesbraut 86. — Sími 22633. Tilkynning izá Mennfaskólanum í Reykjavík Umsóknir um skó'avist næsta vetur skulu hafa bor- izt skrifstofu rektors helzt fyrir 1. júlí og eigi síðar en 15. ágúst. Lahdsprófsskírteini og skírnarvottorð skulu fylgja. REKTOR. „Fyrr fyrirfæri Guðmundur I. sér en að hann léti herinn fara!“ Grótbroslegur grínleikur þrí- flokkanna í Húnaveri Framsókn dansar stríðsdans lengi nætur! Fyrsta framboðsfundinum í Austur-Húnavatnssýslu, sem haldinn var í Húnaveri, snéru þríflokkarnir í hláleg- asta grínleik sem nokkru sinni hefur veriö settur á svið í kosningum. Framsóknarmenn höfðu smal- j að á fundinn og voru í yfir- gnæfandi meirihluta, líklega % fundarmanna. Likaði þeim stór-, illa frammistaða frambjóðanda síns svo þegar framboðsfundi hafðj verið slitið heimtuðu þeir að fá að tala sjálfir til að betrumbæta ræður frambjóð- andans. Settu þeir því fund að nýju, gegn mótmælum Jóns Pálmasonar á Akri, sem taldi sig geta bannað Framsóknar- mönnum að halda flokksfund í húsinu. i Jón ver pontuna Jón var bíllaus og komst ekki af sta.ðpum og þótti hart að þurfa að hírast á flokksfundi Framsóknarmanna. Varð Jón þungur fyrir og varði ræðustól- inn fyrir Framsóknarmönnum. Stóð svo nokkra hríð, en þegar Framsóknarmenn voru orðnir 8 á mælendaskrá og sóttu að Jóni með ópum og óhljóðum fór sem oftar að enginn má við margnum og varð Jón að láta lausa pontuna og hörfa af ræðupalli. Jón var móður nokk- uð, en ósár að kallá. Framsóknarmenn tóku því- næst að vitna sem óðast, og lutu allir Birni kaupfélags- stjóra. Náði þó dyrum Þegar Jón á Akri hörfaði af ræðupalli hélt hann fram sal- inn og hugsaði ráð sitt hvern- ig hann slyppi úr húsinu. Mannþröng var og háreysti mik- il og öllum skeytum beint að Jóni, en er Jón hugði að Fram- sóknarmenn ætluðu að varna sér útgöngu og hann næði eigi dyrunum birtust í þeim ásýnd- ir Guðmundar I. Guðmundsson- ar og Helga Sæmundssonar og ekils þeirra, sem komnir voru norðan yfir Vatnsskarð og hugðust líta inn á framboðs- fund í Húnaveri. Við það slakn- aði athygli Framsóknarmanna á Jóni -rétt í bili, og slapp hann úr húsinu. Þeir Guðmund- ur og Helgi hrökluðust liið bráðasta úr húsinu aftur og tókst Framsóknarmönnum ekki að hefta för þeirra. Slapp Jón á Akri síðan af staðnum í bíl þeirra Guðmundar I. Stríðsdansinn stóð lengi nætur Það heyrðu þeir stjórnarlið- ar siðast og sáu í Húnaveri, að húsið nötraði undan hrópum þeirra Framsóknarmanna er æptu í kór með sparki. og klappi: Björn skal á þing. Þeir Guðmundur I. og Jón á Akri óku til Blönduóss allt hvað af tok, en í Húnaveri æsti' liver Framsóknarmaðurinn annan með ópi og óhljóðum og etóð svo lengi nætur. Nokkuð neyttu þeir stríðsöls við skemmtun þessa, enda héraðslögregla ekki til kvödd. Krafðir stólatolls Daginn eftir grínþátt þenna birtist Jón á Akri í Reykja- vík. Gekk hann rakleitt á fund „frelsara“ síns Guðmundar I. Þegar þeir höfðu rætt saman alllengi voru Emil og Gylfi til kvaddir og var ráðherrafund- ur alllangur. Þarf ekki að efa að Jón hafi þar verið að krefja kratana endurgjalds fj.*rir að fá að sitja í ráðherrastólun- um í krafti íhaldsins, og skuli þeir nú afhenda Jóni á Akri hina fáu fylgjendur eína í Austur-Húnavatnssýslu í bar- áttunni við æpandi og stappJ andi Framsóknarmenn. ÚTBREIÐIÐ ÞJÓÐVIUANN Kr. Kristjánsson h.f. opnar í nýju húsnœði Fyrir skömmu opnaöi fynrtækið Kr. Kristjánsson h.f. — Fordumboðið, ný húsakynni við Suðurlandsbraut, en undanfarin ár hefur fyrirtækið búið við ónóg húsakynni að Laugavegi 168. I tilefni opnunarinnar bauð Friðrik Kristjánsson blaðamönnum að skoða hin nýju húsakynni, en aðaleigandinn Kristján Krist- jánsson Iýsti stuttlega byggingunni, og sagði m. a.: Lóðir oog f járfestingaleyfi Árið 1951 var fyrirtækið Kr. Kristjánsson stofnað og tóku þá á leigu húsnæðið við Laugaveg undir starfsemi sína sem umboð fyrir Ford Motor Company. Reyndist húsnæðið ekki nógu stórt þó leigupláss væri stækkað svo að árið 1953 var hafizt handa um lóðar- og f járfestingarleyfi til byggingar eigin húsnæðis. Árið 1958 var byrjað að byggja á lóð þeirri við Suðurlandsbraut, sem fyrirtækið fékk og er nú lokið 2 hæðum þar, en þó er enn aðeins litlum hluta byggingarinn ar lokið. Bifreiðaverkstæði, sem unnið getur við 20—30 bifreiðir í einu er í eystri væng bygging- arinnar, en varahlutasala í þeim vestari, ákaflega rúmgóð og þægileg. Skrifstofur eru á efri hæð, bjartar og rúmgóðar, en þar eru einnig kaffistofur og snyrti- herbergi starfsfólks. /V‘ oiHa

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.