Þjóðviljinn - 21.06.1959, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 21.06.1959, Blaðsíða 7
Sunnudagur 21. júní 1959 — ÞJÓÐVILJINN — (7 Slysaskot Fyrir þremur árum var Hermann Jónasson hér á fundi og haL* mikinn boðskap að flytja. Það var boðskapurinn um bandalag umbótaflokkanna, sem hann nefndi svo, og átti að standa til langrar fram- búðaj*. Það hafði verið reikn- að út, að hægt myndi að ná meirihluta á Alþingi, ef þessir tveir ágætu flokkar rugluðu saman reitum sínum, enda þótt þeir hefðu ekki nema þriðjung kjósenda í landinu á bak við sig. Jafnframt lýsti Hermann því yíir að stjómarmyndun með stuðningi kommúnista, eins og hann orðaði það, kæmi aldrei til greina. Ég eagði honum þá, að það yrði aldrei hægt að mynda vinstri stjórn á Islandi án Al- þýðubandalagsins, og að lýsa því yfir að ætla að mynda stjóm án þess, væri sama og að lýsa því yfir, að hér skyldi aldrei mynduð vinstri stjórn. Kosningarnar 1956 færðu ,,umbótabandalaginu“, eins og það var nefnt, ekki hinh eftir- sótta meirihluta og Hermann sýnidi þann manndóm að ganga á bak hinna vanhugs- uðu orða sinna og fara að mínum ráðum; hann tók Al- þýðubandalagið með í stjórn þá, er hann myndaði að kosn- ingum loknum. Í3g gerði mér að vísu aldrei miklar vonir um þessa stjórn, eins og allt var í pottinn búið. Og ef satt skal segja, held ég að þessi tilraun hafi ekki heppnazt miklu lakar en efni stóðu til. Stjórnin fór vel af stað og hefur komið mörgu nytsamlegu til leiðar, en þegar frá leið var einsog eitthvað bilaði innan í henni, svo hún tók að ganga seint og óreglulega, líkt og klukka, þar sem eitthvert hjólanna er úr iagi gengið. Þótt heilsufar stjórnarinnar væri ekki -sem ákjósanlegast á ofanverðum ævidögum hennar varð hinn sviplegi og dularfulli dauði hennar mér mikil harmafregn og ráðgáta. Ég hefi að vísu heyrt ýmsar orsakir og næsta ósamhljóða tilfærðar, en allar finnst mér þær vera með nokkrum ólík- indablæ. I rauninni hefði ekki mátt ætlast til minna en að þessi stjórn gæfi út sitt eigið dánarvottorð, undirritað af öll- um ráðherrum. til tryggingar því að þjóðin fengi að vita hið sanna um dánarorsökina. Sjálfur er ég þeirrar skoð- unar, að hér hafi að vísu ekki verið um vísvitandi sjálfsmorð að ræða, heldur nokkurskonar slysaskot, að forsætisráðherr- ann hafi í rauninni ekki ætlað að stytta stjórninni aldur, heldur hafi hann gjört það í cgáti, farið óvarlega með liættulegt vopn, þannig að slys hlauzt af. Síðar skulum við svo víkja að því, hvert hið hættulega vopn hafi verið. Grundvallaratriði Vikjum þá frá hinu svip- lega fráfalli vinstri stjórnar- innar að aðaldeilumáli dagsins kjördæmamálinu svonefnda. Ég skal fúslega játa,' þótt það verði reiknað mér tjl. dómsáféllis, að ég er svo ein- faldur í minni þjónustu, að ég tel það grundvallaratriði og ófrávíkjanlegt skilyrði fyrir fylkja sér undir merki Fram- því að þingræði og lýðræði sóknar að þessu sinni til þess fái þróazt með eðlilegum hætti í landinu, að fólkinu sem í landinu býr sé gert -nokkurnveginn jafn hátt und- ir höfði, þannig að hver kjós- andi geti með atkvæði sínu haft nokkurn veginn jafnmik- að koma hinni nýju skipan fyrir kattamef, segja þeir. Jú mikið rétt. Menn sem sagðir hafa verið í öðrum flokkum eru látnir koma fram og vitna. En til þess að þeir þurfi ekki að flekka sitt póli- il áhrif á gang þjóðmála, og tíska mannorð með því að það án tillits til þess, hvar vitna í Tímanum hefur verið hann er búsettur og hvaða búið til handa þeim sérstakt stjórnmálaflokk hann aðhyll- blað. Kjördæmablaðið. ist. Þetta minnir á aðferð, sem Við hvern þann, sem vill notuð var til að veiða fugla Skúli Guðjónsson, Ljótunnarstöðum: Þetta er ekkiannað en vindur Kaflar úr ræðu, fluttri á framboðsfundi í kjördæmi Hermanns, 12. júní 1959. viðurkenna þetta sem grund- vallaratriði, gæti ég verið til viðræðu um leiðir til að ná því, en við hina, sem ekki geta fallizt á að þetta sjón- armið sé hornsteinn lýðræðis í landinu, er ekki hægt að ræða. Bandingjar Ég er ekki að lá Framsókn- armönnum, þótt þeir risi önd- verðir gegn fyrirhuguðum kjördæmabreytingum. Hitt lái ég þeim, að þeir skuli ekki hafa þor og manndóm til þess að játa í fullri hreinskilni, að þeir séu á móti þeim vegna þess, að þær reynist þeim ó- hagstæðari en gildandi skipan. Þeir segja: Með þessum breyt- ingum er verið að þröngva kosti fólksins, sem í dreifbýl- inu býr og það eru höfð stór og hroðaleg orð til að urdir- strika þetta álit. Við, sem fyrirhuguðum breytingum fylgjum, segjum hinsvegar: Þetta verður til að skapa félagslegar heildir úti á lands- byggðinni, sem munu reynast hinum smáu einmenningskjör- dæmum sterkari, og leiðum meðal annars fram þau rök, að samkeppnin milli flokk- anna, sem keppa um fylgi kjósendanna verði svo hörð, að það eitt útaf fyrir sig sé nægileg trygging fyrir því, að hlutur dreifbýlisins verði að minnsta kosti ekki minni en nú. Þarna stendur' staðhæfing gegn staðhæfingu og reynslan verður svo úr því að skera, hver hefur lög að mæla. Framsóknarmenn sverja og sárt við léggja, að þeir séu'" ekki að berjast fyrir sínum flokkshagsmunum, með and- ,stöðu sinni gegn hinni nýju skipan. Þetta er ekki hags- munamál þeirra flokks, öðru nær. Menn úr öllum flokkum við Drangey áður fyrr. Hún var í því fólgin, að lagt var út fleka með snörum. En til þess að hæna fuglana að flekanum og fá þá til að festa sig í snörunum, var hafður á honum lifandi fugl, festur með bandi við flekann, þann- ig, að hann gat lyft sér ofur- lítið til flugs. Hætt er þó við, að veiði- mennska þessi gefi grátlega lítið í aðra hönd, og það því fremur, sem veiðimennirnir hafa gert þá reginskyssu að fanga bandingja, sem þeir ekki réðu við og hafa slitið sig lausa, t.d. eins og prófess- or Sigurður Nondal. Skráður á skökku gengi Það orð hefur legið á um Framsóknarflokkinn, áð hann væri nokkuð laus í rásinni og óstöðugur í samstarfi við aðra flokka. Það hefur verið kom- izt svo að orði um þetta fyr* irbæri, að flokkurinn hafi breytt almanakinu og haft hlaupár þriðja hvert ár. Rök þau sem fiokkurinn færir fram þessu hviklyndi sínu til afsökunar eru yfir- leitt ekki tekin alvarlega af öðrum en gallhörðum flokks- mönnum og stundum tæplega það. Ég fyrir mitt leyti held, að ástæðurnar fyrir þessu veiklyndi flokksins séu yfir- leitt ekki af pólitískum sök- um sprottnar, miklu fremur ber að líta á þetta fyrirbæri sem sálrænar veilur sprottnar af því, að þessi flokkur hef-’ ur allt frá 1927 verið skráður á skökku gengi. Hlutfallið milli þdngmannaf jölda og kjós- endafjölda hefur verið með allt öðrum hætti en hjá öðr- um flokkum, allt umrætt tíma- bil. Hér hefur því verið um eins konar andlega verðbólgu- þróun að ræða. Flokkurinn hefur lifað um andleg efni fram og ætlað sér stærri hlut í samskiptum við aðra flokka en honum raunverulega bar. Þetta ofmat á eigin verð- leikum hefur torveldað hon- um samstarf við aðra flokka og leitt hann í þá freistni, að breyta almanakinu og hafa hlaupár þriðja hvert ár. Og þetta hygg ég að verið hafi orsök þess, að slysaslcotið hljóp af, það er felldi vinstri stjórnina á síðastliðnum vetri. Ef til vill verður stærsti \inningurinn af hinni fyrir- huguðu kjördæmabreytingu sá, að gengi Framsóknar* flokksins fæst leiðrétt að ein- hverju leyti, og sú hin eál- ræna verðbólguþróun innan flokksins verður stöðvuð. Séra Árelíus segir, að mót- lætið sé þroskandi fyrir mannssálina. Ég er ekki í nokkrum vafa um það, að mótlætið sem nú hrjáir Fram- sóknarmenn í sambandi við fyrirhugaðar kjördæmabreyt- ingar, verður þeim góður og heilsusamlegur reynsluskóli. Úr þeim skóla munu þeir koma viðsýnni, umburðarlynd- ari og þroskaðri en þeir voru áður og girnilegri til sam- starfs fyrir okkur Alþýðu- bandalagsmenn. Og stærsti vinningurinn af hinni nýju skipan að mínum dómi, svo að ég taki mér í munn orð Hermanns er ein- mitt sá, að með henni skapast heilbrigður grundvöllur fyrir samstarf vinstri manna i landinu og traustari en áður var þekktur. Þetta er ekki annað en vindur Ég hefi enga tilhneigingu að taka þau hin mörgu ó- nytjuorð, sem falla af vörum Framsóknarmanna um þessar mundir, alvarlega. Ég held að þetta sé ekki annað en golu- þytur, sem fljótlega muni líða þeim úr nösum. Ég held líka, að undir niðri skilji þeir, að það sem hér er verið að gera, sé óhjákyæmileg nauðsjm, þótt þá skorti þrek til að við- urkenna það í heyranda hljóði. Þeir hefðu að vísu getað gert sér þetta allt léttara og skaplegra, en raun hefur á orðið, en fyrst þeir kusu þann kostinn sem erfiðari mun reynast, verða þeir að drekka sinn kaleik og bera sinn kross, svo sem þeir hafa tii stofnað. Svo vil ég að endingu rifja hér upp gamla skrítlu: Það var einu sinni kona, sem lagðist á sæng og hugð- ist ala barn. Hún sendir eftir Ijósmóður og ljcsmóð^rin kemur, athugar ástand kon- unnar, en segir síðan: — Ég held að það verði ekkert úr þessu hjá þér góða mín, þetta er ekki annað en ólukkans vi,'dur, sem þú þarft að losna við. Svipað mætti segja um Framsókn þessa dagana. Það verður ekkert úr þessu hjá henni, kjördæmajcðsóttin er nefniiega ekkert annað en ólukkans vindur, sem hún þarf að losna við. Og þvi fyrr, því betra. <s>- Leikfélag Reykjavíltur sýnir þá tannhvössu í Vestmannaeyjum í kvöld, er það 102. sýning félagsii^s á leikritinu. Þegar frá Eyjum kemur fara leikararnir til Norður-> og Austurlnnds og sýna leikinn þar á næstu vikum. Leikarar eru allir þeir sömu og voru liér í Rcykjavík nema Jón Sigurbjömsson liefur nú tekið við hlurierki prestsins. — Leikfélagið liafði 40 sýnin.gar á Deleríum búbónis, og mun taka aftur upp sýningjac á leiknum í liaust.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.