Þjóðviljinn - 21.06.1959, Blaðsíða 9
Sunnudagur 21. júní 1959
ÞJÓÐVILJINN
(9
Síðari dagur 17. júní motsins
Síðari hluti 17. júní móts-
ins fór fram á fimmtudaginn og
voru veðurskilyrði betri en
fyrri daginn, þótt nokkuð væri
kalt í veðri. Árangur í sumum
greinum var sæmilegur. Þó
vantaði til keppninnar ýmsa af
beztu mönnum okkar, eins og
og Hilmar og Jón Pétursson,
lögreglumennina, sem ekki
fengu frí, Björgvin Hólm sem
var lasinn og svo Vilhjálm
Einarsson sem ekki er á land-
inu.
Ungir menn eru að koma
fram og má þar nefna Ingvar
Þorvaldsson, sem stökk nær 14
m í þrístökki og Jón Ólafs-
son sem stökk fyrri daginn
l. 80, með ,,sax-stíl“ í hástökki,
og er að kalla nýliði. Það var
líka gaman að sjá einn af
þeim ,,eldri“ koma aftur, ef
svo mætti segja, en það var
Hörður Haraldsson sem tók
þátt í 400 m hlaupinu og sigr-
aði, og það meira að segja
okkar ágæta Þóri Þorsteinsson
í einvígi, því að þeir tóku að-
eins tveir þátt í því hlaupi.
Hörður hefur oft undanfarin ár
verið veill í fæti, en nú virðist
hann hafa náð sér og átti
ágætt hlaup. Það sama endur-
tók sig í 1000 m boðhlaupinu
þar sem hann hljóp 400 m.
Ingvar Hallsteinsson vann
spjótkastið og kastaði rúma 57'
m, er ekki ósennilegt að hann
fari yfir 60 m í sumar. Næst-
ur honum kom Keflvíkingur
voru á ferðinni, en þeir Krist-
leifur, Kristján og Svavar
fylgdust að þar til einn hringur
var eftir, þá tók Svavar sprett-
inn og hélt honum í mark.
Úrslit í einstökum greinum
urðu þessi:
200 m hlaup
Valbjörn Þorláksson ÍR 22,9
Guðjón Guðmundsson KR 23.1
Grétar Þorsteinsson Á 23,6
400 m lilaup
Höi'ður Haraldsson Á 50,2
Þórir Þorsteinsson Á 50,6
1500 m hlaup
Svavar Markússon KR 3.57.4
Kristleifur Guðbj'ornsson KR
4.01.0
Kristján Jóhannsson IR 4.04.5
400 m grind
Sigurður Björnsson KR 58.4
Hjörleifur Bergsteinsson Á 60.0
Þorkell St. Ellertsson Á 60.8
Þrístökk
Ingvar Þorvaldseon KR 13.98
Helgi Björnsson iR 13.46
Þorvaldur Jónsson KR 13.30
Spjótkast
Ingvar Hallsteinsson FH 57.01
Halldór Halldórsson ÍBK 56.84
Valbjörn Þorláksson ÍR 54.27
Sleggjukast
Þórður B. Sigurðsson KR 49.36
Friðrik Guðmundsson KR 47.48
Birgir Guðjónsson ÍR 37.23
1000 m boðlilaup
Sveit Ármanns 2.02.6
Sveit KR 2.05.2
Sveit ÍR 2.12.1
Lið Aftureldingar: Aftari röð: Skúli Skúlason, Skúli Skarp-
héðinsson, Halldór Lárusson, Anton Sigurðsson, Friðrik Pét-
urson, Halldór Sigurðsson. Fremri röð; Tómas Lárusson fyrir-
liði, Daníel Benjamínsson, Niels Hauksson, Ósl'ar Sigurbergsson
og Sigurður Skarphéðinsson.
Nýr knattspyrnuvöllur
vígður í Mosfellssveit
Þess er skammt að minnast,
að Ungmennafélagið Áftureld-
ing í Moefellssveit minntist
með miklum myndarbrag 50
ára afmælis síns í hinu glæsi-
lega félagsheimili eínu að Hlé-
garði.
I kjölfar þess, og sem þáttur
í afmælishaldinu, kom svo
vígsla íþróttavallar sem um
nokkurt skeið hefur verið í
byggingu. Þessi merkisatburður
fór svo fram 12. þ.m., með
leik milli knattspyrnuliðs frá
Áftureldingu og Breiðabliks úr
Kópavogi.
Áður en sjálfur vígsluleikur-
inn hófst afhenti fyrirliði
' Breiðablike, Ármann J. Lárus-
Svavar Markússon
Hann vann bezta afrek 17.
júní mótsins með því að hlaupa
1500 metra á 3.57.4 mín. Ann-
að kvöld keppir hann við fé-
laga sinn Kristleif Guðbjörns-
son, Svíann Kálleyágh, og Dan-
ann Thögersen í 3000 metra
hlaupi KR-mótsins.
sem vírðist vera efniviður og
munaði aðeins 17 sm á þeim.
Heitir hann Halldór Halldóre-
son, og fyrri daginn varpaði
hann kúlu nokkuð á 14. metra.
Tími Svavars Markússonar í
1500 m hlaupinu mun vera
bezti árangur mótsins og því
líkur til að liann hljóti for-
setabikarinn. Skýrslur munu þó
ekki hafa borizt utan af landi
um beztu afrek þar. Þessi ár-
angur Svavars var þá nær 10
sek. lakari en met hans er.
Fyrri hluti hlaups þessa var
alltof hægt hlaupinn miðað við
svo góða hlaupara sem þar
ivermyrSOOOmet™
R-móKnu annað kvöld?
1 móti þessu taka þátt allir
beztu íþróttamenn landsins að
Vilhjálmi Einarssyni unídan-
skildum sem dvelur erlendis.
Að sjálfsögðu beinist athyglin
mest að greinum þeim sem gest-
irnir taka þátt í og þar reynir
mest á þá Kristleif í hlaup-
unum, og Svavar sem tekur
þátt í 3000 m, sem er þó ekki
hans grein.
Þórð í sleggjukastinu, en
hann hefur einu sinni sigrað
Cederquist í sleggjukasti. Jón
Pétursson fær líka að taka á
sínu bezta, en hann hefur
náð góðum árangri inni í ár.
Greinarnar sem keppt verður
í annað kvöld eru:
100 m, 400 m, 3000 m, 110
m grindarhlaup, 1500 m hlaup
unglinga, langstökk, hástökk,
kringlukast og sleggjukast.
Þriðjudagur:
200 m, 800 m, 5000 m, 400
m grind, 1000 m boðhlaup, 400
m hlaup drengja, kúluvarp,
stangarstökk, þrístökk, eleggju-
kast.
Eins og frá var sagt í gær
keppa tveir Svíar og tveir Dan-
ir á frjálsíþróttamóti KR ann-
að kvöld og á þriðjudagskvöld.
Til viðbótar má geta beztu
árangra þeirra sem fyrir
liggja: Bertil Kállevágh hlaup-
ari: á 3 km. 8.09.8 og 14.15.0.
Bezti árangur hans i sumar
er 8.19.8 og 14.22.0. Hinn Sví-
inn er hástökkvari Stig Ander-
son að nafni og á bezta ár-
angur 2.05 en bezt í ár er 2
m sléttir.
Danski metliafinn í sleggju-
kasti Poul Cederquist hefur
kastað lengst í sumar 52.50 en
met hans er 56.72.
Um bezta árangur Thögersen
var ekki vitað en hann er sem
kunnugt er einn snjallasti
hlaupári Norðurlanda, og það
var í samhlaupi við hann þeg-
ar Kristleifur setti Islandsmetið
á 3000 í fyrra og munaði litlu,
og er því spennandi að vita
hvernig til tekst nú á „heima-
velli“.
Þess má ennfremur geta að
mót þetta er nokkurs konar
úrtökumót fyrir keppnina:
landið — Reykjavík eftir háif-
an mánuð.
son, fyrirliða Aftureldingar
fagran blómvönd.
Mótið fer fram á Melavell-
inum.
Leikurinn hófst með því að
Sigurjón Ásbjörnsson, 4 ára
snáði, sonarsonur Sigurjóns
Péturssonar glímukappa, ,,opn-
aði“ leikinn með því að spyrna
upphafsspyrnunni, og fór vel á
því, bæði vegna þess að þessi
ídagur, 12. júní, var árum sam-
an haldinn hátíðlegur með í-
þrótta- og leiksýningum af Sig-
urjóni á Álafossi, og svo er
Sigurjón litli sonur Ásbjarnar
Sigurjónssonar sem hefur ver-
ið í íþróttavallarnefnd frá byrj-
un ásamt þeim Guðjóni Hjart-
arsyni formanni félagsins og
Gunnari Sigurðssyni sem hefur
verið formaður íþróttavallar-
nefndar. Án nokkrar hlutdrægni
er óhætt að segja það að þessir
þrír menn hafa hrint þessari
framkvæmd þann áfanga sem
nú var vígður, með elju dugn-
aðar og ósérhlífni í sjálfboða-
vinnu og hafa nú hlotið laun
erfiðis síns með vígslu vallar-
ins.
Leiknum lauk með því að
,,afmæ1isbarnið“ vann með 6
mörkum gegn 1. Virðist sem
þessi árangur verði hvetjandi
fyrir liðsmenn er til þátttök-
unnar kemur í annarri deild-
inni. Áhorfendur voru margir,
veður var sæmilegt, og ’dómari
var Hannes Sigurðsson.
Aðalræðuna við þetta tæki-
færi flutti formaður vallar-
nefndar, Gunnar G. Sigurðsson.
Völlur þessi er malarvöllur,
105x65 m að stærð Við hliðina
á aðalvellinum er handknatt-
leiksvöllur á grasbala. Aðstaða
til frjálsíþrótta. verður þarna
einnig mjög góð. Er þetta hluti
af mikilli áætlun um Vallabygg-
ingar i Varmárlandi, og sem
verða á íþróttamiðstöð sveitar-
innar. Er með honum stigið
etórt spor, sem opnar æsku
sveitarinnar möguleika til enn
meiri átaka og samstilltra af-
reka. Þegar er byrjað á gras-
velli og unnið þar að þurrkun
og framræstingu, hlaupabraut-
ir eiga að koma þama og fl.
Búið er að reisa búningsklefa
við völlinn.
Eftir leikinn var efnt til
samsætis i félagsheimilinu fyrir
félaga og gesti, og flutti þar
ávarpsorð formaður félagsins
Guðjón Hjartarson, og stjórn-
aði hann hófinu. Við það tæki-
færi voru félaginu færðar
margar árnaðaróskir í tilefni
af þessum merka áfanga í sögu'
þess. Þeir sem fluttu kveðjur
voru m.a. Guðjón Einarsson
fyrir hönd ÍSÍ, Páll Ólafsson
formaður UMS-Kjalarnes, Þor-
steinn Einarsson íþróttafulltrúi
ríkisins, Einar Björnsson frá
Val, Jón M. Guðmundsson frá
Reykjum, sem hefur um langan
tíma verið helzti forustumaðnr
héraðsins um knattspyrnumál,
Ólafur Ó. Þórðarson hrepn-
stjóri og Ólafur Jóhannsson frá
Svínhóli.
Það var upplýst að þegar eru
komnar í völlinn um 400 þús.
krónur, og er þar með talin
sjálfboðavinna sem er mikil.
Hafa margir lagt þar hönd á
plóginn, bæði menn sem hafa
aðeins sínar vinnandi tvær
hendur og eins hinir sem hafa
stærri tæki og efni sem til
þurfti, og hefur þéssi sam-
hjálp gert verkið ef til vill
mögulegt og gert forustumenn-
ina bjartsýnni og framsækhari
að ná markinu.
Er Aftureldingu hér með árn-
að heilla með áfangann sem
náðst hefur, og því er spáð að
ekki líði á löngu áður en fleiri
góð tíðindi berist frá þeim og
að þar eigi eftir að koma fram
knattspyrnuflokkur er skemmti-
legt verður að fá með í sam-
starfið.
Til
J
liggur leiftm
Trúlof un arhringir, Stein-
hringir, Hálsmen, 14 og 18
kt gull.
Verzlunin G N 0 Ð
Hörpusilki, Spred, Slipp-
málning, fernisolía, terpen-
tína, þynnir, glær pólitúr,
gólfdúkalím, trélím, alum-
iníum bronz, vélalakk ,reið-
hjólalakk, penslar og kúst-
ar.
Ver/.lunin hefur málara-
meistara, sem lagar liti i'yr.
ir fólk og leiðbeinir því um
litaýal, ef þess er óskað.
Verzlunin GN0Ð
Gnoðavagi 78, —• Sími
35 - 382.