Þjóðviljinn - 05.07.1959, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 05.07.1959, Blaðsíða 7
París Manneskja sem vön er í sinu heimalandi að heyra sagt þegar borga á eitthvað, mat á veitingahúsi, viðgerð á raf- tæki, leigubifreið, ,,má ég v borga“ eins og hamingja fólks sé i veði að fá að standa i ekilum og vera ekki talið ölm- ' usufólk, verður hissust á því að koma í búðir þar sem verzl- unarmaðurinn eða konan er ölmusumaðurinn og þykir ekki dónalegt. Ég kom inn í búð og ætlaði að skoða barnaglingur. Það veröur ekki mikið úr mér í búð, danskurinn myndi segja ég gerði ekki mikla fígúru í búð. Sumir eigla inn í búðir með svip og það er bukkað sig og beygt fyrir svipnum og ekki þreytzt á að sýna hon- um, þótt sýnt sé hann ætli bara að kaupa til dæmis ör- yggisnælu. Ég segi ég ætla að fá bamagull. Konan í búðinni sýnir mér eitthvað. Ég segi það ekki mega kosta meira en 1000 franka. Hún reyndi að sýna sér lélegra og lé- legra og laug að það kostaði 1000 franka. Mér leizt ekki á og snuðraði. Þá kom maður inn í búðina og beið góða ‘ stund meðan búðarkonan var að tæta fram handa mér. Svo fór maðurinn. Búðarkonan hljóp á eftir honum út á götu og hrópaði: „Missju, missju“. En maðurinn var horfinn í fólksstrauminn. ,,Farinn“, sagði konan, „far- inn vegna þessara skitnu 1000 franka“. Ég ætlaði að móðgast en Svo fannst mér þetta of skemmtilegt og vildi sjá hverju fram yndi. Loks fann ég dótið sem ég var ánægð með og kostaði það þá 1100 franka. Ég lagði þá á borð- ið. Mún taldi þá. Það var hæg- ur vandi, bara tveir seðlar 1000 og 100 franka seðill. Þetta er rétt sagði hún 1100 frankar. Svo lagði hún 1000 franka seðilinn á borðið og 100 franka seðilinn undir og náði í blýant og blað og reiknaði saman það sem við vissum báðar að voru 1100 frankar. „Þetta er ekki rétt“,. sagði hún. „Það vantar. Það vant- ar 100 franka“. Þegar ég að- gætti voru engir 100 frankar undir 1000 franka seðlinum. „Hvað er þetta maddama“, sagði ég, „þér ætlið þó ekki ... Ég fékk yður tvo seðla“. v „Nei“, sagði hún, „bara 1000 franka. Það er ekki nóg fyrir þessu“. „Þér hafið látið þá niður í skú.ffu þegar þér náðuð í blý- antinn“, sagði ég. Hún gægðJ ist í skúffuna. „Nei, þeir eru ekki hér“, sagði hún. Ég var nú að hugsa með mér að taka mína 1000 franka og fara en þá varð mér litið á gólfið hennar meg- in og þar lá 100 franka seð- illinn sem hún hafði ýtt með litla putta á gólfið. „Þarna eru þeir“, sögðum við báðar í einu. „Ég sá þá ekki“, sagði hún, „þeir hafa dottið. Ég hélt þér hefðuð bara borgað 1000 franka en svo fór ég að reikna og þá var ekki nóg fyrir dótinu“. Ég þagði. Ég Sunnudagur 5. júlí 1959 — ÞJÖÐVILJINN — (7 SæmsMmm8 Frá Lonilon — Tower. höndunum, þegar þeir töluðu frönsku eins og kennt var í Menntaskóla. En nú hitti ég „alvöru" franska rithöfunda. Öðrum þeirra varð ég sam- ferða í lyftu og var hann svo stór, að ég þorði ekki inn í lyftuna. í það skipti og lcaus að ganga upp ótal þrep og einmitt forfaðir minn og hefst ættartalan mín á hon- um“. Þetta hefði ég ekki átt að segja. Maðurinn hugði sig eflaust vera kominn í mikla heimild af því að hann krafð- ist þess ég kæmi heim til þeirra hjóna að borða, hnippti Þegar ég var að alast upp á mölinni í Reykjavík heyrði ég svo oft allskonar nöfn norðan úr Fljótum, Almenn- ingur, Stífla, Skarðið, Ósinn, dularfull nöfn og seiðandi. Samt kom mér þetta allt á ó- vart þegar ég kom í Fljótin. Þegar ég kem til Lundúna finnst mér sem ég heilsi stöðugt upp á gamla kunn- ingja og er alveg hissa þeg- ar borgin er mér svo ókunn- ug að ég þarf að spyrjast til vegar. Andrúmsloftið í þess- ari borg er ekki eins og í öðr- um stórborgum sem ég hef kynnzt og eru svo leiðinlegar vegna eilífs flýtis. í þessari borg flýtir sér enginn. Jafn- vel ég hugsa að mér liggi ekkert á. Fólk raðar sér upp og kallar það að kjúa, Fólkið hér er svona rólynt af því að það á sér stóra græna bletti útum alla borgina og Nú ætla ég að segja frá því þcgar ég hitti ritliöfundana. Mér finnst nefnilega allt í frásögur færandi. Oft hafa menn hitt rithöfunda og ekki þurft að segja frá. Til dæmis liittum við eiginmaður minn eitt sinn ákaflega skrítinn rit- höfund inn á bar í París þeg- ar við vorum þar á ferð og spáði ég strax í lófa hans að vera mundi rithöfundur og reyndist rétt vera og spáði ég honum þá heimsfrægð. Ef ekki meiru. Og við hittum ennþá skrítnari rithöfund í lestinni frá París til Hafn- ar með alskegg og talaði ís- lenzku og þekktust þessir tveir landar á því hvernig þeir hvor um sig böðuðu út Frá lierstöð Anieríkumanna í Hvalfirði. ið hinu neitt. En svo tók hann upp á því þegar inn kom að kynna mig fyrir ákaflega sterklegum manni, ófrönsku- legum. „Þetta er brjálaður Norðmanni“, sagði þessi langi franzmaður. „Og er að semja bók um Göngu-Hrólf“. „Það er gott til þess að vita að einhver semur bók um Göngu- Hrólf“, sagði ég. „Hann er Drífa Viðar: París Lnndúnir Hvalfjörður Svipmyndir úr f erðalogi. II. setti upp ægilegan svip. Að ég hélt. „Þeir liafa bara dottið“, sagði hún aftur. „En gott að þér funduð þá. Svona getur þetta verið. Ég sá alls ekki þegar þeir duttu. Ég gáði í skúffuna og þeir voru ekki þar. Ég reiknaði saman og það var ekki nóg. Mikið var heppilegt að þér funduð þá“. Þetta var barnaglingursbúð. Það gerir ekkert til þótt hún hafi ætlað að leika á mig. En hún hefur áreiðanlega oft verið búin að leika þennan leik við börn sem heillazt hafa inn til hennar, nornarinnar í sykurbrauðshúsinu. þegar ég kom að dyrunum þar sem boðið stóð, þá stóð þessi stóri maður þar og brosti undirfurðulega. Mig minnir að við höfum kynnt okkur og sagði hvorugt nafn- í konu sína og sagðist vera búinn að bjóða mér heim. Konan fór þá að kynna sig og vildi ekki láta sinn hlut eftir liggja í ættgöfgi, sagðist vera komin af þrem hers- höfðingjum og væru götur skírðar eftir þeim öllum og lægju göturnar í kross. Ég var ákaflega skelkuð en hræddust þó við að þurfa að -þýða á frönsku kvæði Hildar móður Göngu-Hrólfs: Muna við hilmishjarðir hægr, ef rennr til skógar. Eða hét hún ekki Hildur og var hún ekki móðir hans? Ég vil helzt gleyma þeim málum. Nú bjargaði stóri maður- inn úr lyftunni mér aftur. Hann bar ábyrgð á mér fannst honum. Hann tók að segja mér sögu síns lands og var heima í henni eins og við í berjamónum okkar. Og hefði ég skilið hann til fulls þá vissi ég nú um hvað hann var að tala. Eg spurði haun nátt- úrlega um ástandið í Túnis, Marokkó og Alsír. „Þeir voru ánægðir áður“, sagði hann og brá fyrir reiði, alltað því ofstæki í svipnum. „Áður en þeir fóru að gera uppreisn“. „Við höfum sjálf verið kúguð“, sagði ég. „Við vilj- um ekki hafa erlenda yfir- stjórn“. „Þeir voru ánægðir áður“, sagði hann. „Þeir höfðu sina siði og venjur og sinn soldán. Þeir eru óhamingjusöm þjóð að vera að gera uppreisn“. þar safnast það sama«) og nýtur rólyndisins, Getur §ókk- ur maður lært að þekkja þessa borg til hlítar? Blaða- maður eem hefur endasenzt um hana frá því hann man eftir eér uppgötvar þegar hann er kominn til ára sinna að hann þekkir ekki þessa borg. Á hótelinu sem ég bý borð- ar margt fólk sem virðist vera fastagestir þarna, sumt af því fólki sem komið er til ára sinna, á sér kannski hús uppi í sveit en er of myrkfælið til þess að þora að búa í sjálfs- mennsku, kann auk þess ekki að sjóða kartöflur og nú er ekki þjónustufólkið á hverju strái. Það hefur búið árum saman á þessu hóteli og þekk- ist lítilsháttar, a.m.k. í sjón og kinkar kolli hvert til ann- ars með mikilsverðri hneigingu við morgunteið, beikonið og 10 brúnuðu brauðsneiðarnar sínar. Það veit þegar einhver hinna hótelgestanna er að fara í ferðalag og segir góða ferð og veit svo þegar sá sami er kominn heim á hótelið aftur úr ferða’aginu og segir: „Var ferðalagið þægilegt eður ei?“ Flest þeirri rödd sem hljómbotninn hefur sprungið í. Ég sit á næsta borði við eldri konu sem ávalt snýr sér að mér og spyr tíðinda og mig furðar á því að þessi kona talar alltaf um veðrið eins og við gerum heima í barbar- íinu en hún er hérna í kon- ungsdæminu, þá kemur upp úr kafinu að þessi kona er frá Skotlandi. „Það fylgir mér hvar sem ég er“, segir hún. „Skotland og heiðin þar, fólk- ið og árstíðirnar hver með sínu lagi, maður tekur það eftir vindi og veðri; málið þar!“ segir hún. „Ég get aldr- ei gleymt því hvernig er heima“. Þessi kona lifir svo margt daglega sem hún segir mér frá, einn dag upplifir hún fugl, annan daginn er það afar fyndinn hundur, svo blóm og menn. Hún er í þann veginn að ljúka við æsandi glæpareyfara og spyr hvort ég viiji ekki sjá sjónvarpið niðri, það sé svo gaman. Þessi kona er svo langt á undan sinum tíma að hún nennir að horfa á sjónvarp en ég er fegin liverri stundu sem ég þarf ekki að horfa uppá það, hún er ekkert hrædd við að lesa glæpareyfara eins og ég, sem verð að standa með bakið upp við steinvegg eftir hvern lestur þó ekki sé nema smáJ glæpasaga í tímariti. „Eruð þér ekki frá Noregi “ sp'yr þessi kona mig. Ég seg'st vera frá íslandi. Hún segir sig hafa grunað það, ég sé þannig yfirlitum. Spyr svo hvenær ég ætli heim til Nor- egs aftur. Ég segi henni það. Svo kveð ég og segi það var gaman að hitta yður. Og það segi ég satt. Mér finnst nærri því eins og ég sé að horfa á leikrit þegar ég sé alvörudátana standa vörð með hjáima niðr- að augum og mega hvorki lita til hægri né vinstri hvað þá hlæja (ég væri orðin við- þolslaus úr kláða fyrir löngu- ef ég viss; að ég mætti ekki taka hjálminn ofan hverju sem tautaði og raulaði í steikjandi sólarhitanum með Framh. á 10. síðu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.