Þjóðviljinn - 19.09.1959, Qupperneq 3

Þjóðviljinn - 19.09.1959, Qupperneq 3
—— Laugardagur 19. september 1959 — ÞJÓÐVILJINN -— (3 Þið greiðið útsvörin fyrir þá ' Alþýðublaðið birtir í gær á þriðju síðu bréf frá ungri móður undir fyrirsögninni „Þetta er ljót saga“. Unga konan skýrir þar frá því að þau hjónin, sem eiga þrjú börn, hafi ráðizt í að byggja hús vegna þess að þau gátu hvergi fengið leigt. I því skyni stritaði maðurinn myrkranna á milli, vann öll kvöld, alla eunnudaga, öll sumarfrí og komst með þessum þrældómi upp í 125 þús. kr. tekjur á s.l. ári. Afleiðingin er sú að í ár er honum gert að greiða 21.200 kr. í útsvar og 14.996 kr. í skatta. Hann á sem eé að greiða kr. 5.500 á mánuði í opinber gjöld, en eðlilegar mánaðartekjur hans eru kr. 7.800. Og nú spyr konan: „Eru engin takmörk fyrir því hvað má ganga langt í að taka af kaupifólks? Þarf ekki að skilja nóg eftir svo börn- in þurfi ekki að svelta, á með- an fjölmargir borgarar þessa bæjar lifa í vellystingum praktuglega ?“ Ástæðan til.þess að þessari fjölskyldu er gert að greiða svona hátt útsvar er m.a., að hún er látin borga úsvör fyrir ýmsa helztu leiðtoga Sjálf- stæðisflokksins og Alþýðu- flokksins í Reykjavík. Há- tekjumenn eins og Gunnar Thoroddsen borgarstjóri, Gunn- ar Pétursson borgarritari, Guðmundur Benediktsson bæj- argjaldkeri, Ólafur Thors for- maður Sjálfstæðisflokksins, Bjarni Benediktsson ritstjóri Morgunbíaðsins, Gylfi Þ. Gíslason menntamálaráðherra og Jón Axel Pétursson for- stjóri Bæjarútgerðar Reykja- vikur hafa allir fengið eftir- gefið í útsvari svo skiptir þús- undum og tugum þúsunda á mann. Þá upphæð verða aðr- - ir að greiða fyrir gæðingana. Þessar eftirgjafir bætast við skipulögð skattsvik hjá öllum sem aðetöðu hafa til og nema milljónum; þá upphæð verða launþegar einnig að greiða fyrir skattsvikarana. Alþýðublaðið svaraði ekki bréfi ungu konunnar, en full- trúi Alþýðuflokksins í bæjar- stjórn, Magnús Ásmarsson, svaraði í staðinn á bæjar- stjórnarfundi í fyrradag. Þar báru fulltrúar Alþýðubanda- lagsins fram tillögu, sem jafn- gilti vítum á þessi endemis- legu vinnubrögð í útsvars- álagningu. Tillagan var auð- vitað felld af bæjarfulltrúum ihaldsins. Og bæjariulltrúi AI- þýðuflokksins, Magnús Ást- marsson, sat lijá. Hann telur auðsjáanlega sjálfsagt að ýmsum helztu gæðingum Sjálfstæðisflokksins og Al- þýðuflokksins sé ívilnað í út- svörum svo skiptir stórfelldum upphæðum. Hann telur auð- sjáanlega sjálfsagt að unga konan, sein skrifaði Alþýðu- blaðinu, og aðrir launþegar greiði útsvörin fyrir gæðing- ana. Benzínafgreiðslustöð I sfað nýs útvarpsfiúss Málið til umræðu á bæjarstjórnarfundi í fyrradag Allmiklar deilur uröu um það á síðasta bæjarstjórnar- fundi, hvort leyfa skyldi Olíufélaginu Skeljungi h.f. aö reisa benzínsölu á lóö fyrirhugaös útvarpshúss viö Haga- torg. Fulltrúar íhaldsmeirihlutans í bæjarstjórninni sam- þykktu aö veita leyfið. Tímaritið Samvmtian er ktimið út í nýjum og bættum búningi Guðmundur Sveinsson skólastjóri Samvinnu- skólans hefur nú tekið við ritstjórninni í viðtali viö fréttamenn í gær skýröi ritstjórinn, Guð- mundur Sveinsson, frá þeim breytingum, sem geröar hafa verið á tímaritinu og í ráði eru, en fyrsta hefti Sam- vinnunnar í nýja búningnum er komiö út. í viðtalinu við frétlamenn rakti ! laugur Rósinkrans 1935—1945, Guðmundur Sveinsson íyrst sögu Jón Eyþórsson 1945—1947 og Bæjarráð hafði samþykkt fyrir sitt leyti á fundi sínum sl. þriðjudag að gefa Olíufé- laginu Skeljungi hf. kost á lóð til benzínsölu "við Bihkimel, andspænis Birkimel 10. Greiddi Guðmundur Vigfússon atkvæði gegn því að leyfið yrði veitt. Leigusamningur þessi gildir til ársloka 1964, en eftir þann tíma getur bæjarráð sagt hon- Kosið í stjórn Inn- kaupastofnunar Reykjavíkur Á síðasta bæjarstjórnar- fundi var kosið í stjórn Inn- kaupastofnunar Reykjavíkur. Kosnir voru úr hópi bæjar- fulltrúa og varabæjarfulltrúa sem aðalmenn í stjórninni þeir Guðmundur J. Guð- mundsson, Höskuldur Ólafs- son, Óskar Hallgrímsson cg Þorbjörn Jóhannesson,, en til vara Ingi R. Helgason, Guðjón Sigurðsson, Magnús Ástmars- son og Páll S. Pálsson. um upp með eins árs fyrirvara og er þá leigutaka skylt að taka á brott af lóðinni öll mannvirki bæjarsjóði að kostn- aðarlausu. > Flutti Guðmundur Vigfússon tillögu um það á bæjarstjórn- arfundinuin í fyrradag, að um- ar ræddri lóð við Hagatorg sem ætluð er fyrirhuguðu útvarps- húsi sem fyrr segir yrði ekki ráðstafað, en þarfir Skeljungs leystar til frambúðar á annan hátt. Felldu íhaldsfulltrúarnir í hæjarstjórn ásamt Magnúsi Ástmarssyni þessa tillögu Guð- mundar með 11 atkvæðum gegn 4 atkvæðum fulltrúa Alþýðu- bandalagsins og Framsóknar- flokksins. Samvinnunnar, en hún er nú orð- in 53 ára gömul. Árin i896 og 1897 stóð Pétur Jónsson á Gautlöndum fyrir út- komu nts er nefndist Tímarit kaupíélaganna en síðan féll út- gáíu þess niður um ára bil. Árið 1907 var það hins vegar endurvasið og varð Sigurður Jónsson frá Yztafelli þá ritstjóri þess. Ritstýrði hann því til árs- ins 1917, er hann varð ráðherra, en þá tók við af honum Jónas i Jónsson frá Hriflu. Breytti Jón- as nafni ritsins árið 1925 í Sam- vinnan. Jónas hefur lengst alfra verið ritstjóri Samvinnunnar eða allt til ársins 1947, en á meðan hann var ráðherra árin 1927 til 1931 sá Þorkell Jóhannesson, nú háskólarektor, um ritstjórnina. .Árið 1947 fluttist Samvinnnn til Akureyrar og tók Haukur Snorrason þá við ritstjórn henn- Breytti ritið þá mikið bæði um efni og búning. Áður hafði það verið barátturit fyrir sam- vinnuhreyfinguna en varð nú meira heimilisrit. Haukur var ritstjóri Samvinnunnar til 1951 er Benedikt Gröndal tók við. en hann hætti störfum um síðustu áramót og hefur Erlendur Ein- arsson forstjóri gegnt ritstjóra- störfum síðan þar til nú. Að- stoðarntstjórar og blaðamenn við Samvinnuna hafa verið Guð- Gísli Sigurðsson 1955—1959. Hin nýja Samvinna Samvinnan breytir nú bæði um efni og búning. Hér eftir verður hún ekki samvinnurit heldur fræðslu- og skemmtirit. OommmaiA Athugasemd írá Framleiðslnráði Iandbúnaðarías Kikjudagur Óháða safnaðar- ins hér í bœ er á morgun Hinn. árlegi kirkjudagur Óháða safnaöarins hér í Reykjavík er á morgun, sunnudag. Er dagur þessi hald- inn til aö vekja eftirtekt og áhuga á kirkjulegu starfi og afla fjár til þess. Guðsþjónusta hefst kl. 2 e.h. Formaður Bræðrafélags Óháða safnaðarins, Jón Arason, préd- ikar, en prestur safnaðarins, sérá Émil' Björnsson, þjónar fyrir altari og flytur ávarp í messulok. Jón Arason hefur starfað mikið og um langan aldur að kirkjumálum og verið formaður Bræðrafélags safn- aðarins frá stofnun þess. Að lokinni messu gefst fólki kost- ur á að láta eitthvað af hendi rakna í byggingarsjóð kirkj- unnar eins og venja hefur ver- ið á þessum degi. Þá verður Ikaffisala í félagsheimili kirkj- unnar, Kirkjubæ. Konur úr kvenfélagi safnaðarins hafa þar á boðstólum kaffi og iheimabakaðar kökur og smurt brauð, eins og hver vill, og hafa þessar kaffiveitingar jafn- an verið konunum til hins mesta sóma vegna þess hve allt hefur verið stórmyndar- lega fram borið. Á sunnudagskvöldið kj. 9 verður samkoma í kirkjunni með einsöng og kvikmynda- sýningu. Sýnd verður í fyrsta sinn kvi'kmynd frá vígslu kirkju Óháða safnaðarins í vor. Óskar Gíslason tók mynd þessa. Starfsemi Óháða safnaðar- ins hefur vakið athygli víða um land og þótt til fyrirmynd- ar. Kirkju'klukkur miklar voru teknar í notkun nýlega en fjár- skortur kom í veg fyrir að ■hægt væri að múrhúða og mála kirkjuna utan í sumar. (Frá Óháða söfnuðinum). Þjóðviljanum harst í gær svo- hljóðandi athugasemd: „1 tilefni af bréfi því og tilkynningu sem etjórnir Al- þýðusambands Islands, Sjó- mannafélags Reykjavíkur og Landssambands iðnaðarmanna fengu birt í dagblöðunum í dag um verðlagningu landbún- aðarvara, þykir Framleiðsluráði landbúnaðarins rétt að skýra mál þetta í stuttu máli út frá sjónarmiði Framleiðsluráðs. Verkefni sexmannanefndar- innar eru samkvæmt lögum, að finna grundvöll, sem feli í sér, að bændiy; hafi sambærilegar tekjur við aðrar vinnandi stéttir og eem verðlagning í heildsölu og smásölu geti hvílt á. Þessi grundvöllur er í rauninni reikningur yfir gjöld og tekjur bús af ákveðinni stærð. Er þetta undirstaðan að verðlagningunni. Hins vegar ber Framleiðslu- ráði landbúnaðarins að ákveða heildsölu- og smásöluverð á landbúnaðarvörum í samræmi við þennan grundvöll. Þessi lagafyrirmæli hafa ver- ið í gildi frá árinu 1947 og all- an tíma, sem liðinn er síðan hefur sexmannanefndin starfað samkvæmt þeim. Fulltrúar neytenda í nefndinni hafa öll þessi ár unnið að þessum mál- um í anda laganna, ]:ar til haustið 1958, að þeir vildu einnig hafa afskipti af störfum Framleiðsluráðs, hvað verðlagn- inguna snerti. Það virðist vera, að fulltrúar neytenda í nefnd- inni hafi haustið 1958 lagt ann- an skilning í hlutverk sitt í sexmannanefndinni en áður, þannig að þeim bæri einnig að hafa áhrif á ákvörðun Fram- leiðsluráðs um heildsölu -og smásölukostnað. í áðurnefndri tilkynningu frá stjórnum nefndra samtaka kemur fram, að þau láti full- trúa sína í sexmannanefndinni hætta störfum, m.a. vegna þess, að Framleiðsluráð hafi á s.l. hausti bætt 85 aurum ofan á hvert kg dilkakjöts, sem selt var á innlendum markaði, til þess að standa straum af út- flutningi á dilkakjöti. Fram- leiðsluráð hefur þó verið sýkn- að í undirrétti í máli út af þessu. Ot af þessu vill Framleiðslu- ráð taka fram að vegna til- færslu vlrðs milli búvara leiddi þetta ekki til neinnar lækkunar á útsöluverði kjötsins og var í fullu samræmi við grundvöll- inn. Framfærsluráðið getur því ekki fundið réttmætt tilefni hjá samtökunum til þess að láta Framhald á 11. síðu. Forsíða Samvinnunnar nýju. Hefur verið lagt í mikinn kostn- að við útgáfuna og sagði rit- stjórinn, að aldrei hefði verið kostað jafnmiklu fé til útgáfu nokkurs tímarits á íslandi, sem þessa nýja heftis Samvinnunnar. í heftinu eru m.a. fjórar síður prentaðar í litum en ætlunin er, að í íramtíðinni verði 16 iit- prentaðar síður í hverju hefti. Auk ritstjórans Guðmundar Sveinssonar, eru tveir nýir blaða- menn við ritið, Dagur Þorleifs- son og Sigurður Heiðar. Teikn- ari verður Hörður Haraldsson, teiknikennari við Samvinnuskól- ann. Helgi Sæmundsson og Ind- riði G Þorsteinsson verða bók- menntalegir ráðunautar ritsins. Auglýsingastjóri er Þorvaldur Ágústsson og framkvæmdastjóri Gunnar Steindórsson. Þá mun Hörður Ágústsson listmálari teikna auglýsingar fyrir ritið og verða til ráðuneytis um uppsetn- ingu og umbrot. í ritinu verða fyrst um sinn 5 fastir greinaflokkar. Björn Th. Björnsson sér um flokkinn Tíð- arandi og tízka, dr. Hermann Einarsson og dr. Sigurður Þórar- insson um þáttinn Höf og lönd, Hjörleiíur Sigurðsson listmálari um þáttinn listir, Lupus mun skrifa Palladóma um skálda- þingið og fjallar fyrsti þátturinn um meistara Þórþerg og loks sér Skúii Norðdahl arkitekt um þátt- inn Hús og húsbúnaður. Annað fast efni í ritinu verður Konan, kvennasiða, Við eigum heiminn, síða fyrir unglinga á gelgiu- skeiðinu og Börnin okkar, barna- síða. Einnig verður í ritinu fram- haldssaga og í hverju hefti verð- ur íslenzkt kvæði og saga, ýmist íslenzk eða erlend. Guðmundur Sveinsson sagði að lokum, að á það yrði lögð á- herzla að auglýsingar í ritinu yrðu fremur tii þess að prýða það en spilla útliti þess, eins og tíðkazt hefði í íslenzkum blöð- um, blaðið mundi einnig á næst- unni taka meiri breytingum, þetta væri aðeins tilraun. 1 að væri í sköpun.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.