Þjóðviljinn - 19.09.1959, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 19.09.1959, Blaðsíða 4
4) — ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 19. september 1959 74. Jiáttur 19* september 1959. ISLF.NZK TUNGA Ritstjóri: Árni Böðvarsson Ibúaheiti Fyrir skömmu (11. sept.) sagði Þjóðviljinn frá því að sýslumaður Rangárvallasýslu hefði af miklum- skörungsskap rekið brott úr héraðinu banda- ríska hermenn sem höfðu ver- ið farnir að stunda veiðiþjófn- að í sýslunni. En í margra dálka fyrirsögn blaðsins var orðalagsvilla. Þar stóð: — „Rangvellingar ráku banda- riska hernámsliðið af höndum sér“. Hér er ruglað saman tveim orðum, Rangvellingum og Rangæingum. Rangvelling- ar eru þeir einir sem eiga heima á Rangárvöllum, það er eftir nútímamálvenju: í Rang- árvallahreppi aðeins en íbúar Rangárvallasýslu allrar nefn- ast Rangæingar. Þetta er málvenja staðkunnugra, en hún er það eina sem getur skorið úr um það hvað rangt er og hvað rétt í svona tilvik- um. • Hliðstæður ruglingur mun vera alltíður í sambandi við ýmis önnur héraðaheiti, og mun t.d. oft vera notað orðið Barðaströnd um Barðastrand- arsýslu alla, þótt staðkunnug- ir kalli aðeins svo eina sveit sýslunnar, eftir því sem mér hefur skilizt. En úr því að ég var að minnast á íbúaheiti héraða eða annarra staða, er rétt að benda enn einu sinni á (það hefur sem sé verið gert marg- sinnis áður) að slík íbúaheiti eru dregin af stofni orðsins einum saman, eða stofnum, 'ef um samsett orð er að ræða, og verður þetta bezt skilið með dæmum. íbúar Reykja- víkur nefnast Reykvíkingar, þannig að sameiginlegt heiti þeirra er dregið af báðum stofnum heitisins á höfuð- staðnum, reyk og vík, en eng- um dettur í hug orðmynd eins og Reykjavíkingur. 1 Rorgar- nesi búa Borgnesingar, Hafn- arfirði Hafnfirðingar, á Seyð- isfirði Seyðfirðingar, Akranesi Akurnesingar (ætti eiginlega að vera Akrnesingar, en þeg- ar á 14. öld hafa íslendingar skotið u-i inn milli samhljóðs og endingarinnar -r, svo að úr varð -ur, sbr. akur, eem áður hét akr, en þágufallið hefur alltaf heitið akri), einn- ig Austurbæingur og Vestur- bæingur (þar er -ur- milli orðhlutanna af sömu ástæðum og í Akurnesingur). Þannig mætti lengi telja, en ekki skal það gert að sinni. Áður en horfið er frá þessu efni, er þó rétt að minna á að þeir sem búa í einhverjum -dal, nefnast frá fornu fari i íslenzku máli -dælir (kk. ft.), td. Laxdælir (af Laxárdalur), Haukdælir (af Haukadalur), Reykdælir (af Reykjadalur) og þar fram eftir götunum. Orð eins og Sauðkræklingar og Se'fyssingar (um íbúa Sauðárkróks og Selfoss) eru að öllu leyti rétt mynduð. \ • Vælugerði, Ballará og Tittlingastaðir. \ ímis ömefni vefjast fyrir mönnum, hvernig skilja beri þau, og er bezt að eegja það strax eins og er, að á ís- lenzkum örnefnum hefur ekki farið fram nein allsherjar- rannsókn. Þekking málfræð inga á þeim er mjög í molum, af þeirri einföldu ástæðu að þau hafa ekki verið rannsök- uð að gagni. Hvergi er til dæmis til skrá um íslenzk ör- nefni, en samantekning slíkrar skrár yrði þó að vera undir- búningsvinna undir það að unnt sé að kanna þann efni- við sem í þeim felst. Á landa- bréfum sem gerð hafa verið og leiðrétt á síðari árum, er mikil mergð slíkra örnefna, svo og í örnefnaskrám ýms- um sem gerðar hafa verið víðs vegar um landið. Þessar skrár eru aðeins til í Þjóð- minjasafni, að því er ég bezt veit. Aðrar þjóðir sem eitt- hvað hirða um sögu sína og tungu, verja árlega stórfé til rannsókna og útgáfu á örnefn- um, en við höfum hingað -til látið okkur nægja að safna þeim saman og bjarga þar með drjúgum hluta þeirra frá algerri gleymsku. En það er ekki nægilegt. Næsta skrefið verður að vera söfnun slíkra örnefnasafna á einum stað og útgáfa þeirra ásamt tilvísun um það hvar á landinu hvert örnefni er. Þá þarf að rekja þau ef þau koma fyrir í eldri ritum, svo sem sóknalýsingum Bókmenntafélagsins frá um og eftir 1840, fornbréfasafni, fornritum og þess háttar. Þetta er mikið verk, en fyrr en það hefur verið unnið eru Framhald á 11. síðu Sergei Eisenstenn: Notes of a Film Director. LaAvrance & VVishart. 18 s. Á byggðu bóli mun vand- fundinn bær án kvikmynda- húss. Daglega soga þau til sín áhorfendur hópum saman. Allflestir þeir, sem í bæjum búa, sækja kvikmyndahúsin meira eða minna á einhverju æviskeiði. Kirkjur og aðrar félagslegar stofnanir geta öf- undað kvikmyndahúsin af að- sókn þessari. Þótt þessi hlut- ur kvikmyndarinnar í daglegu lífi, og það, sem honum fylgir, þyki nú sjálfsagður hlutur, sáu fáir hann fyrir þegar kvikmyndin var fundin upp. Edison, Friese-Greene og Lumiere-bræðumir fundu kvikí- myndirnar upp hver í sínu lagi og um svipað leyti. í fyrstu var einungis litið á kvikmyndirnar sem leikfang. Brátt renndi þó ýmsa grun í, að nota mætti þær til að framleiða arðbærar skemmtan- ix. Upp úr þeirri viðleitni spratt kvikmyndaiðnaðurinn. Sem annar iðnaður reynir hann að selja sem* mest af. vöru sinni og býr hana út sem eftirsóknarverðasta. Það sem flestir sækjast eftir, eru peningar, þægindi, tilbreyting frá vanabundnum dögum, æs- ing margs konar, og það hef- ur mótað kvikmyndirnar. Skákir frá kandidatamótinu 40. Kg2 Ka7 41. De3 Hvítt: Fischer. Svart: Pétrosjan. Caro—Kam. 1. e4 c6 (Caro-Kam vörn er alltaf heldur sjaldséð, en hefur þó nokkuð lifnað við eftir ein- vígi þeirra Botvinniks og Smieloffs 1958, en þá náði Botvinnik góðum árangri með vörninni.) 2. Rc3 d5 Petrosjan 3. Rf3 Bg4 4. h3 Bxf3 5. Dxf3 Rf6 6. (13 e6 7. g3 (Algengara er 7. a3 til hindra Bb4.) Bb4 8. Bd2 (14 9. Rbl Bxd2f 10. Rxd2 e5 11. Bg2 e5 12. 0—0 Rc6 13. De2 g5 (Mikilvæg og djörf strategísk ákvörðun, sem á meðal annars að hindra leikinn f4.) 14. Rf3 li6 15. h4 Hg8 16. a3 (Sýnt er að Petrosjan hyggst hróka á langveginn. Fischer undirbýr því aðgerðir þeim megin.) 16. ------------De7 17. lixgð lixg5 18. Dd2 Rd7 19. c3 0—0—0 20. cxd4 exd4 21. b4 Kb8 22. Hf-cl Rc-e5 23. Rxe5 Dxe5 24. Hc4 Hc8 25. Ha-cl (Fischer sækir á sem ólmur væri, en Petrosjan verst af mikilli rósemi.) 25. ------------g'4 26. Db2 Hg-d8 27. a4 De7 (Hótar-------Re5. Ef nú 28. bxc5, Re5. 29. Hxd4, Rxd3 og skiptamunur fellur, þótt hvít- ur fengi nokkurt spil fyrir hann eftir 30. Hxd3, Hxd3 31. c6 o. s. frv.) 28. Hbl Re5 29. Hxc5 Hxc5 30. bxc5 Rxd3 31. Dd2 Rxc5 32. Df4f Dc7 33. Dxg4 RXa4 (Petrosjan hefur nú náð strategískt unnu tafli, þótt langan tíma taki að innbyrða vinninginn.) 34. e5 Rc5 35. Df3 (13 36. De3 d2 37. Bf3 Ra4 38. De4 Rc5 39. De2 a6 (Hér fór skákin í bið og veit- ir Fischer harðvítugt viðnám enn um hríð) 41. —-------Hd3 42. Df4 Dd7 43. Dc4 b6 44. Hdl a5 (Svartur fær ekki unnið nema koma hlífðarpeðinu kóngsins áleiðis í borðið. I því' eru höf- uðerfiðleikar hans fólgnir.) 45. Df4 Hd4 46. Dh6 b5 47. De3 Kb6 48. Dh6t Re6 49. De3 Ka6 50. Be2 a4 51. Dc3 Kb6 52. Dc3 Kc5 53. Bf3 b4 (Hægt og varfærnislega nálg- ast peðin fyrirheitna landið.) 54. Dh6t Re6 55. Dh8 (Hyggst komast aftan að svarta kónginum, en Petro- sjan hindrar það þegar.) 55. Dd8 56. Dh7 Dd7 l 57. Dh8 b3 (Opnar kónginum smugu til að flýja undan drottningunni.) 58. Db8t Ka5 59. Da8t Kb5 60. Db8t Kc4 61. Dg8 Kc3 62. Bh5 Rd8 63. Bf3 a3 64. Df8 Kb2 (Kóngurinn fylgir peðunum á- leiðis eins og natinn fjárbóndi sauðahjörð.) 65. Dh8 Re6 66. Da8 a2 67. Da5 Da4! 68. Hxd2t Ka3! Þar með eru drottninga- kaup þvinguð og björninn unn- inn. Fischer gafst upp. Fréttir aí enskum bókamarkaði' hvífa téalds Meistari hins Nokkrir sáu þó, að semja mátti kvikmyndir sem stæðu jafnfætis beztu bókum, skáld- sögum, leikritum, þjóðlífslýs- ingum. Og slíkar kvikmyndir hafa verið settar saman. Kunnastir þessara fágætu kvikmyndagerðarmanna, sem þó mynda nokkurn hóp, munu vera Griffiths, Eisenstein og Chaplin. Sergei Eisenstein var fædd- ur í Riga á dögum rússneska keisaradæmisins. (Vönduð ævi- saga hans, Sergei Eisenstein, eftir Marie Seton kom út á ensku fyrir nokkrum árum.) Eisenstein hafði unnið um stund að leikhúsmálum, þegar hann sá mynd Griffiths, In- tolerance, sem honum þótti binda enda á allan vafa um, að kvikmyndin gæti ekki eíð- ur skírskotað til greindar en tilfinninga. Eisenstein afréð þá að snúa sér að kvikmynda- gerð. I Ráðstjórnarríkjunum var fyrsta áratuginn eftir byltinguna margs konar nýj- ungum gert hátt undir höfði. Eisenstein var fljótlega gefinn kostur að taka kvikmyndir. Beitiskipið Potemkin var önn- ur mynd hans. Kvikmynd sú hlaut viðurkenningu um allan heim sem bezta mynd er þá hefði verið gerð, og enn á mynd þessi fáa jafnoka. Næstu myndir Eisensteins, Október, Meginstefnan, Gam- alt og nýtt, .báru handbrögð- um meistara vitni, en sættu harðri gagnrýni öðrum þræði. Um 1930 fór Eisenstein til vesturlanda. Eftir nokkra dvöl í Frakklandi hélt hann til Mexikó og hugðist taka þar kvikmynd, QueVivaMexi- co! sem kostuð yrði af nokkr- um velunnurum hans í Banda- ríkjunum, meðal þeirra rithöf- undinum Upton Sinclair. Til missættis kom þó, áður en myndin yrði fullgerð. Þegar Eisenstein tók aftur til starfa í Ráðstjórnarríkjunum, voru viðhórf breytt. Nazistar höfðu brotizt til valda í Þýzkalandi, alþjóðleg átök fóru harðnandi. Ráðstjórnin tók þá fastar um stjórnartaumana og frávik frá stefnu hennar voru litin illu auga. Fyrstu mynd hans eftir heimkomuna var illa tek- ið og hvarf hún fljótlega úr umferð. Mynd hans, um Alex- ander Nevsky, náði hins vegar mikilli hylli. Að henni lokinni tók hann að vinna að kvik- mynd um Ivan grimma og naut til þess alls fulltingis stjórnarvaldanna. Fyrri hluti myndar þessarar um Ivan grimma þykir ein bezta mynd hans og óx vegur lians enn við sýningu hennar. Síðari hluti myndarinnar, sem hann lauk við 1946, fékkst aftur á móti ekki sýndur. Sagt er, að í mynd þessari komi skýrt í Ijós áhugi hans á trúmálum, sem þó var ekki áhugi trúmannsins og að seilzt sé til sálfræði Freuds til skýringar sumum persón- um myndarinnar. Eisenstein Já&y^48. Þótt á ýmsu gengi í sam- skiptum Eisensteins við stjórnarvöldin, er nafni hans á loft haldið í Ráðstjórnar- ríkjunum og greinar hans og ritgerðir um kvikmyndir út gefnar í nýjum útgáfum. Fyr- ir nokkru kom út ensk þýð- ing nokkurra ritgerða hans undir nafninu Notes af a Film Director. Áður höfðu komið út í enskri þýðingu tvær bóka hans, The Film Sense 1943 og Film Form 1949. 1 ritgerðum heldur 'Eisenstein því fram, að kvikmyndin eigi að sameina allar eldri listgreinar. —• alter ego. ]

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.