Þjóðviljinn - 02.10.1959, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 02.10.1959, Blaðsíða 9
Föstudagur 2. oFtóBer 1959 — ÞJÓÐVILJINN (9 Þjóödansafélag Reykjavíkur að hef ja vetrarstarfsesni sína I>jóðdansalélag Reykjavikur er um þessar niundir að hefja vetrarstarfsemi sína, og þó fé- lagið sé tæpra 10 ára er starf- semin orðin mikil og víðtæk. Þó eru það húsnæðisvandræði sem standa í vegi fyrir enn meiri starfsemi. Þjóðdansafélagið hefur þegar unnið mjög gott og þjóðlegt starf og hefur orðið til þess að draga íram úr fylgsnum gamada skjala ýrnsa dansa, sem hafa varð- veitzt betur hér en annarsstaðar, og hefur Sigriður 'Valgeirsdóttir samið marga dansa byggða á þeim upplýsingum sem til voru í gömlum gögnum. Félagið hefur náð furðu góð- um árangri á ekki lengri tima en það hefur starfað, og má geta þess að það fór utan, til Noregs 3055, og vöktu sýningar flokk- anna mikla athygli. Litlu' síðar var félaginu boðið að senda flokk til sýningar í Albert Hall í Lond- on, sem er mikill heiður, en þar er gengizt fyrir slíkum sýningum einu sinni á ári. Félagið gat ekki þegið boðið þá. Aftur fékk félag- ið boð um að koma í vetur í janúar og sýna, en það varð ennþá að neita þessu glæsilega boði vegna féleysis. Félagið hefur þó von um að fara til Finnlands næsta vor og taka þáít í alþjóðlegu dansmóti. Margir leggja hönd á plóginn Félagið gengst fyrir námskeið- um i gömlu dönsunum f.yrir byrj- endur, cn síðar verða verkefnin fjölbreyttari. Einnig eru æfð- ir barnadansar og eru þeir mjög vinsælir, og sl. vetur æíðu tim 150 börn og varð þó að takmarka tn.iög þátttöku vegna húsnæðis- leysis. Auk þessa er svo sýning- arflokkur sem sýnir ýmsa dansa innlenda og erlenda. Auk þess er við og við gengizt fyrir al- mennum skemmtikvöldum sem jafnframt eru kynningarkvöld. Aðaikennarar félagsins'eru þau Árni Gunnarsson er annast að- allega kenrislu í barnaflokkum, gömlu dönsunum og hjá byrjend- um og Mínerva Jónsdóttir er sér aftur á móti um sýningaflokk- ana. Margir fieiri taka einnig þátt í leiðbeinendastarfinu. Á undan- förnum árum hefur Sigríður Val- geirsdottir verið aðalkennari fé- lagsins og driffjöður. Fyrir dans- inum leikur Guðný Richter og Unnur Fyfells og_er það þýðing- armikill þáttur æíinganna. Á i'undi sem fréttamenn áttu með stjórn félagsins, kom það fram að mikill áhugi væri fyrir þjóðdönsum, og' gerði félagið sitt til þess að hafa starfsemina eins skemmtilega og hægt væri, enda ríkti þai ánægja og kátína í hverjum tíma. í þetta þyrfti raunar að leggja mikla vinnu og alúð. Það þyrfti að safna döns- um, og leggja mikla vinnu í að laga sporin til, en hún var bjart- sýn á pa'ð að síðar mundi það bera félpginu fagurt vitni, um gott starf. Það má segia að þak við okkur standi um 200 styrktarfélagar, sem greiða árgjald af ást og áhuga' á þjóðdönsum og hafa þeir ókeypis aðgang að vorsýning- um félagsins sem er íastur liður í starfseminni. Vetrarstarfsemin byrjar æi'in- lega nieð sameiginlegum dans- leik í Skátaheimilinu en þar höfum við húsnæði i vetur. Að þessu sinni verður þetta ,,Kynn- ingarkvöld“ 4. okt, og í vikunni þar á eftir hefst svo starfsem- in fyrir alvöru og íara innrit- anir íram í Skátaheimilinu. Stjórn Þjóðdansafélagsins skipa nú: Guðjón Jónsson for- maður, Svava Guðmundsdóttir varaformaður, Sverrir Sverris- son gjaldkeri, Helga Þórarins- dóttir ritari og Ingveldur Mark- úsdóttir. sfcS; 3 denceSisffléí i ri Það er kunnara en frá þuri'i að segia að handknattleikurinn er sú vetraríþrótt hér sem mest er iðkuð í Reykjavík, og einmitt nú er nún að vakna af sumar- dvalanum. Þótt haldin séu hér mót á sumrum, er eiginlega ekki of mikið sagt að handknattleik- urinn liggi í dvala, þvi flestir sem taka þátt í sumarmótun- um æfa litið sem ekkert, en keppa aðeins, en með betra skipulagi væri sjálfsagt hægt að blása meira lífi í handknattleik úti en verið hefur a. m. k. í sumum flokkum. Það, er venjan að um þessi mánaðamót fer handknattleik- urinn að ..rumska“ og það er eins og manni finnist að hann geri það með hálfgerðum andí'ad- um að þessu sinni, og má vera að þeir sem hafa með þetta að gera í'ái ekki við það ráðið. Það hefur sem sagt verið á- kveðið að byrja með þrem mót- um sem faia fram sitt um hver.ia helgina í þessum mánuði, og fer það fyrsta fram 9. og 11. okt. Hjá flestum verður varla um að ræða nokkra æfingu fyrir Framhald á 11. síðu. Fluttir með valdi Yfirvöldjn í Japan hafa í ^yggju að flytja með valdi fólk, sem dvelur á húsaþökum umflotinna húsa sinna, til þess að gæta eignanna. Flóðin sem felliþylurinn mikli olli á dög- unum eru enn ekki sjötnuð og fólk þetta á þaði á hættu að deyja úr hungri og vosbúð, en það ihefur svo mikla ást á bú- slóð sinni að það vill ekki fara af húsþökunum. Nýja Sparr er mildara, freyðir betur, þvær betur og er ódýrara. Sparr gerir þvottinn bragglegri, bjartari, ilmandi, og hvítan eins og hrím á haustmorgni. Sparr inniheldur C M C, sem ver þvottinn óhreinindum og sliti. Sparr inniheldur Ilrímhvítu, s'em hefur þann eiginleika að breyta hinum ósýnilegu útfjólubláu geislum sólarinnar i sýnilega bláhvíta geisla. sem gera hvitan þvott hv'ítari og mislitan litsterkari. Sparr er ódýrt. Kynnið yður verð- n uninn á Sparr og erlendum þvottaefnum og yður mun ekki koma til hugar að nota annað en Sparr upp frá því. Sparíð og notið Sparr

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.