Þjóðviljinn - 02.10.1959, Blaðsíða 11
Föstudagur 2. október 1959 — ÞJÓÐVILJINN — (11
VICKI BATJM:
II.
hana fyrir blaðamönnum, ljósmyndurum og umboðsmönn-
um. Aðeins nánustu vinir fengju að sjá hana og þeir
myndu segja hrifnir, alltof hrifnir, að það væri alls
ekki hægt >að sjá örin. Pokey fyndi handa henni nýja
hárgreiðslu, sém hyldi örið á vinstra gagnauga — það
var lengi að gróa — og hún segði að kvöldkjóll vneð
löngum ermum en mjög fleginn í bakið og að framan,
væri langtum glæsilegri og eggjandi gn allar þessar beru
axlir. Bara bíða eitt ár og þá ertu alveg búinn að ná
þér, já eftir hálft ár, þrjá mánuði. Marylynn leit í speg-
ilinn og kjarkur hennar óx. Pokey myndi ekki sleppa af
henni hendinni þennan langa biðtíma. Hún léti hana
fara í söngtíma, þjálfa sig í framsögn, æfa ný lög, læra
spænska söngva. Smátt og smátt hóf Sid auglýsingaher-
ferðina sem átti að undirbúa endurkomu hennar. Pokey
var alltof skynsöm til að álíta að áheyrendur kærðu sig
um að hlusta á söngstjörnu sem gengið hefði í gegnum
vítiseld. Áheyrendur vildu fá óskaddaða Marylynn, jafn
glaða og hressilega og hún var áður. Fyrst áttu minning-
arnar um eldsvoðann að dofna og hverfa loks alveg úr
klausunum sem Sid smeygði inn í blöðin.
Marylynn hresstist dag frá degi með ómetanlegri hjálp
Pokey. Loks fannst henni hún vera búin að ná sér og
hún ljómaði aftur af hreysti og heilbrigði.
— Þú getur reitt þig á að litla salamandran okkar fær
fljótlegá nýjan hala, sagði Luke. En einmitt þegar hún var
gagntekin öryg,gi og reiðubúin til að hefja inngöngu
sína og mæta áheyrendum sínum sigrihrósandi, komu
sorglegir afturkippir. Lítill drengur í Central |Park
klifraði upp í kjöltu hennar, snerti kinnina á hénni og
spurði með hárri, skærri röddu: — Hvað er þetta skrýtna
þarna á þér? Gamall leigubílstjóri sagði áhygjufullur:
— Hefur frúin orðið fyrir slysi? Pereira ungi — sem
fyrir einu ári hafði reynt að fremja sjálfsmorð hennar
vegria — skrifaði ástríðuþrungin bréf, kæmi í flugvél
frá Ríó til að bjóða henni hönd sína og hjarta, en ná-
fölnaði þegar hann sæi framan í hana og hypjaði sig
hurtu eftir klukkutíma skrykkjótt samtal án þess að
bera fram bónorð.
Meðan Marylynn lá hreyfingarlaus í sjúkrahúsinu og
þokaði sér með erfiðismunum upp úr dimmu djúpi með-
vitundarleysisins, barðist hún samtímis við þessa liðnu
erfiðleika, unz hún stóð loks á litla nýtízkulega sviðinu
í Glerturninum.
Pokey hafði undirbúið endurkomu hennar með mikilli
umhyggju og alúð. Glerturninn var staður sem hafði
„niveau“, eins og Marylynn komst að orði þegar franski
gállinn var á henni. Salurinn var hvorki of lítill né of
stór og gestirnir voru vandlátir San Francisco búar. Og
ef illá færi — Pokey hafði þó barið inn í Marylynn að
það gæti ekki farið illa — þá þyrfti fólk á Broadway og
East Fifties ekki endilega að komast að því. En ef það
færi eins vel og Pokey bjóst við, þá var Sid Carp reiðu-
búinn að blása svo hraustlega auglýsingalúðurinn að
múrar Jeríkóborgar hryndu. Vikurnar fjórar í Glérturn-
inum áttu aðeins að vera undanfari ráðningarinnar í
Star Rood. Luke hafði skrifað handa henni ný lög og
haldið henni vikum saman í sælli vímu eftirvæntingar og
starfs, og Pokey, elsku hugrakka og trausta Pokey, hafði
hvað eftir annað sagt að hún syngi betur og væri fallegri
en nokkru sinni fyrr. Nýtt umhverfi, ný efnisskrá, ný
hárgreiðsla, nýr og dásamlegur kjóll og hugrekki. Eng-
inn taugaóstyrkur, engir móðursýkishnerrar, magapína eða
þurrar kverkar. Eftir hið langa aðgerðarleysi gat liún
varla beðið eftir þeirri stund er hún stæði frammi fyrir
áheyrendum sínum. Hún togaði í tjóðurbandið sem þau
höfðu hana í og hún var hamingjusöm eins og kona, sem
ætlar á fund við elskhuga sinn, sem hún hefur ekki
séð langalengi.
Glerturninn var efst uppi í skýjakljúf og gerður úr
eintómu gleri, málmi og glampandi ljósum. Á uppleiðinni
fór Marylynn að hugsa um, hvernig þessi litla lyfta ætti
að rúma allt þetta fólk ef eitthvert slys kæmi fyrir, og
hún fékk sting í hjartað, en hann hvarf þegar hún
setti Emily fyrir framan spegilinn í glæsilega búnings-
herberginu. Blóm, skeyti, sægur af dýrum gjöfum, sem
hún hafði vanizt á velgengnisárunum. Pokey sem hélt
kampavínskokkteil að vörum hennar. stjanaði við hana
og spýtti þrisvar um öxl til að allt færi að óskum. Og
Luke „kom henni á sporið“ eins og hann kallaði það. Það
var mjög mikilvæg athöfn, sem var fólgin í því, að
hann ýtti henni inn í dimmt skot og kyssti hana þar
til allar taugar hennar voru þanöar. Ef til vill var það
þetta ástríðuþrungna faðmlag sem gerði það að verkum
að hún kom inn á sviðið sveiouð einhverjum eggjandi
ástarljóma, sem stafaði frá henni aftur á f jarlægasta borð-
ið í salnum.
Glerturninn státaði af því að vera frábrugðinn öllum
öðrum stöðum, en bakvið tjöldin var allt með sama svip.
er í Tjarnargötu 20. — Opin alla virka daga frá
klukkan 9 árdegis til 10 síðdegis. — Símar 17511
og 16587.
Skrifstofan gefur UPPLÝSINGAR UM KJÖR-
SKRÁ hvar sem er á landinu. ATHUGIÐ í
TÍMA HVORT ÞIÐ ERUÐ Á KJÖRSKRÁ.
Utankiörfundarathvæðagreiðsla
er hafin. — Kosið er í húsi Rannsóknar-
stofnunar sjávarútvegsins, Skúlagötu 4, fjórðu
hæð (Fiskifélagshúsinu nýja) alla virka daga
kl. 10—12 árdegis, 2—6 og 8—10 síðdegis; á
sunnudögum kl. 2—6 síðdegis.
Gefið sem fyrst upplýsingar um fólk, sem kann
að verða fjarverandi á kjördegi, þannig að hægt
verði að hafa samband við það, sími 15004.
Ellið kosningasfóðiim
Tekið á móti peningum og afhent söfnunargögn.
Hafið samband við kosningaskrifstofuna.
Alþýðubanðalacsið.
HEIHUISÞATTUrIS!
ísréftir í barna
afmœli
Ekkert er eins vinsælt í af-
mælisveizlum barnanna og ís-1 ;
inn. Hægt er að framleiða is á
marga mismunandi vegu og ný-;
stárlegir réttir eiga alltaf vin-
sældum að fagna.
Banana-sp.it: Banani klofinn
eftir endilöngu og vanilluís
settur í milli. Skreytt með kirsu
berjum eða kokkteilberjum.
Skip á liafinu: Hálfar perur
fylltur með vanilluís, lítill fáni
eða hvítt segl sett í toppinn
og skúturnar settar á „haf“ úr
litaðri perusaft, sem hleypt er
með matarlími. (Það þarf sjö!
blöð af matarlími í hálfan lítra \
af safa).
Látlaus frúarkjóll
Á tízkusýningu sem nýlega
var haldin í Prag, var mikið
sýnt af svonefruium frúarkjól-1
um. Þeir voru velflestir í ljós-
um pastellitum og áttu það
sameiginlegt að vera látlausir
í sniðinu og þœgilegir að vera í.
' 'i' ?
Iþrótlir
Framh. af 9. síðu
leikina, og er það heldur að fara
aftan að siðunum í íþróttum.
Handknattleiksráð Reykjavíkur
mun afsaka sig með því að þetta
séu allt afmælismót sem ekki
sé hægt að neita um en aðilar
sæki fast að halda þau.
Fyrsta afmælismótið er í til-
efni af 30 óra afmæli Fimleika-
félags Hafnarfjarðar og fer það
fram eins og fyrr segir föstu-
daginn 9 og sunnudaginn 11.
október.
Helgina þar á eftir eða 16. og
18. október verður svo afmæiis-
mót KR í tilefni af 60 ára afmæli
þess á sl. vetri og að lokum fer
fram afmæhsmót Þróttar helgma
bar á eftir, en Þróttur á í ár 10
ára afmæli.
Ekki er íþróttasíðunni kunnugt
um fyrirkomulag móta þesara.
Reykjavíkurmótið hefst 28.
október
Og það verður ekki mikið hlé,
því í vikunni á eftir eða 28.
október á Reykjavíkurmótið að
byrja.
Fr það mót fyrir alla -flokka
í karla. og kvennaflokkum. (A
og B sveitir). Er þetta að venju
mjög fjölmennt mót og mun
æt.lunin að ljuka því fyrir 10.
desember.
Eiga þátttökutilkynningar að
vera komnar til HKRR fyrir 15.
októþer. Mun ráðið hafa tekið
þá ákvörðun að taka aðeins þær
tilkynningar til greina sem þátt-
tökugjaldið, 35 kr., fylgir. .
Handknattleiksþingið um
hetgina
Um bessa helgi fer fram þing
Handknattleikssambands ís-
lands, og mun þar rætt ýmislegt
sem varðar hándknattleikinn á
komandi mánuðum. Má vænta
þess að þingið taki afstöðu til
fyrirkomulags landsmóta og eins
um utanfarir og heimsóknir í
vetur.
Svnrliii” bjú-
skapar-
irulaður
A níunda hundrað ógiftar
konur af Ekpeye-ættbálkn-
um í N'geríu fóru á dögun-
um í kröfugöngu til að mót-
mæla ólöglegum aðförum á
hjúskaparmarkaðinum.
I
Stúlkurnar hé’du fylktu
1 liði til sýsluskrifstofunnar
í Ahoeda og kærðu fyrir
sýslumanni að foreldrar
þeirra krefðust oft yf'r 80
sterplingspunda í brúðar-
i gjald af biðlum, enda þótt
yfirvöldin hafi sett hámarks-
verð á brúði 30 pund. Þetta
hefur orðið til þess að ýmsir
e:gulegustu karlmenn ætt-
bálksins hafa ekki getað
gengið í hjónaband, vegna
þess að þeim hefur ekki tek-
izt að nurla sér saman fyrir
kvenmanni. Sýslumaður bað
stúlkurnar að stilla skap sitt.
meðan hann væri að rann-
t saka málið.