Þjóðviljinn - 24.10.1959, Side 5
Frumútgáfur margra íslenzkra
fomrita á uppboði í London
Glœsileg eintök af frumútgáfum fjölda íslenzkra forn-
rita koma undir hamarinn í uppboössölum Sotheby’s í
London 9. nóvember.
Á uppboðinu verða alls 1871
númer bóka sem varða Norður-
lönd og Grænland. Mikill hluti
eafne þessa, sem að líkindum
er úr eins manns eigu, er ís-
lenzk fomrit í gömlum útgáf-
um.
Eddurnar báðar
Þarna verða boðnar upp
frumútgáfur Eddanna beggja,
útgáfa P. J. Resens á Snorra
Eddu, prentuð í Kaupmanna-
höfn 1665, og þriggja binda
útgáfa Sæmundar Eddu, sem
B. Thorlacius og G. Magnús-
son fjölluðu um og kom út í
Kaupmannahöfn árin 1787,
1818 og 1828.
E’nnig er á uppboðinu Völu-
spá, prentuð í Stokkhólmi 1750,
en Johan Göransson gaf hana
út.
Elzta prentun íslenzks
fornrjts
Mönnum gafst líka kostur á
að bjóða í elztu prentun ís-
lenzks fomrits, Gautreks sögu
og Hrólfs sögu Gautrekssonar,
1 ekki selja
Barúdaríski hafnarverka-
maðurinn Dave Adrian í
San Francisco hefur ekki
haft neinn frið síðan
Krústjoff, forsætisráð-
herra Sovétríkjanna, var
þar á ferð. Þegar Krústj-
off heimsótti vinnumiðlun-
arskrifstofu hafnarverka-
mannafélagsins, gaf Adr-
ian honum derhúfuna
sína, og fékk að launum
hattinn sem forsætisráð-
herrann bar á höfðinu.
Fjöldi mannsi hefur boð-
ið Adrian allt að 500 doll-
ara 1 hatt Krústjoffs, en
hann vill ekki losa hann
við sig. ,,Ég get ekki lit-
ið á hattinn eins og verzl-
unarvöm, því að Krústjoff
sagðist ætla að geyma
húfuna mína til minja“,
segir hann.
Ekki er þó með öllu
litilokað að Adrian sjái eig
tilneyddan til að selja
hattinn af hendi. Hann á
blindan kunningja er þrá-
ir að stunda háskólanám,
en hefur ekki efni á því.
Adrian hefur komið til
hugar að láta bjóða hatt-
inn upp til að afla vini
sínum fjár fyrir skóla-
gjaldinu. Það mun hann
þó ekki gera fyrr en í eíð-
ustu lög.
„Hvaða álit fá erlendar
þjóðir á Bandaríkjunum,
ef blinidur stúdent á þess
engan kost að fá að
stunda nám, nema ég selji
hatt Krúst joffs ?“ spyr
hafnarverkamaðurinn.
sem Olaus Verelius gaf út og
prentuð var í Uppsölum 1664.
Sami maður gaf út Bósa sögu
1666 og Hervarar sögu 1672,
og þær fmmútgáfur em báðar
á uppboðinu. Sömuleiðis er þar
að finna Þorsteins sögu Vík-
ingssonar í frumútgáfunni frá
1680.
Fyrsta safnið af fornaldar-
%ögum sem gefið var út er
einnig á uppboðinu hjá Sothe-
by’s. Það gaf út- E. J. Björner
í Stokkhólmi 1737 og kallaði
Nordiska Kámpadater.
„Fallegasta rit sem prentað
hefur verið eftir íslending“.
Þormóður Torfason gaf út
Hrólfs sögu kraka í fyrsta
skipti, og kom hún út i Kaup-
mannahöfn 1715. Hún er á
uppboðinu ásamt öðrum ritum
cem Þormóður samdi á latínu
eftir íslenzkum fornritum. Þau
eru: Historia Vinlandiae Ant-
iquae (Kaupmannahöfn 1705),
en þar er í fynsta skipti talið
að Vínland sé í Ameríku,
Gronlandia Antiqua (Kaup-
mannahöfn 1706) og Ilistoria
Kerum Norveglcarum (Kaup-
mannahöfn 1711). Þar er saga
Noregs sögð eftir fornaldareög-
um Norðurlanda og konunga-
sögum. „Þetta er hið fallegasta
rit, sem prentað hefur verið
eftir ls!ending“, saigði Halldór
heitinn Hermannsson prófessor
í grein um Þormóð.
Heiinskringluþýðing
Rúgmanns
Meðal uppboðsbókanna eru
tvö eintök af frumútgáfu
Heimskringlu, sem Pering'-
skiöld gaf út í Stokkhólmi
1697. Þar er einnig þýðingjóns
Rúgmanns á sama riti, sem
prentuð var undir heitinu Nor-
landz Chrönika í mjög litlu
upplagi í einkaprentemiðju Per
Brahe greifa í Vordingsborg-
arkastala.
Laugardagur 24 október 1959 — ÞJÖÐVILJINN — (5
' -VV
/ II • +
in nj
werBSaun
Fyrsta útgáfa Konungs-
skuggsjár, sem Hálfdán Ein-
arsson sá um og kom út í Sór-
ey 1768, er á uppboðinu.
Rit Arngríms lærða
Einnig eru þar rit Arngrims
lærða. Tvö eintök eru af Speci-
men Islandiae historicum, eem
kom út í Amsteridam 1643.
Chrymomgæa og Anatome
Blefkeniana, sem prentaðar
voru í Hamborg 1610 og 1613,
eru bundnar saman.
Á uppboðinu kennir margra
annarra grasa. Þar eru I. til
IX. deild af Árbókum Espólíns,
Orðabók Björns Halldórcsonar,
Landnáma í útgáfu Hannesar
Finnssonar, frumútgáfa Orkn-
eyingasögu (Kaupmannahöfn
1780), Rymbegia og Islensk-
Urtagards Bok Olaviusar, svo
að nokkuð sé nefnt.
Worm, Olaus Magnus
og Linné
Margt er hinna elztu latinu-
rita um Norðurlönd. Þar á
meðal eru Gothorum Sveon-
umque historia eftir Johannes
Magnus (Róm 1554), Historia
de Gentibus Septentrionalibus
eftir Olaus Magnus (Róm
1555) og rnörg rit eftir Ole
Worm (Runir, Regum Daiae
series, Fasti Danici o.fl.) frá
fyrri hluta 17. aldar.
Höfuðrit Linné, Systema
Naturae, prentað í Leyden
1735, er á uppboðinu, og
sömuleiðis guðcpjöllin á græn-
lenzku frá 1744.
Mikil aðsólcn
Forstöðumenn Sotheby’s,
sem er annað helzta uppboðs-
fyrirtæki Bretlands, búast við
mikilli aðsókn að uppboðinu á
þe.-su safni norrænna rita.
Segja þeir að einstakir safnar-
ar og stofnanir á Norðurlönd-
um og í Norður-Ameríku hafi
augastað á mörgum bókanna.
Þessar gömlu bækur eru
margar í dýrimdisbandi og
hafa lítt látið á sjá.
Nóbelsverðlaunin gefa ranga mynd af sam-
tímabókmenntum, segir franskur rithöfund.
Kunnur franskur bókmenntagagnrýnandi, Alain Bos-
quet, hefur lagt til að stofnað verði til nýrra alþjóölegra
verðlauna fyrir bókmenntaafrek. Hann telur að ekki sé
hægt að una viö það mat sem sænska. akademían legg-
ur á samtímabókmenntir við úthlutun nóbelsverðlaun-
anna.
1 grein sem Bosquet hefur
ritað í franska blaðið Combat
segir diann að nóbelsverðlaun- j
in þjóni ekki lengur tilgangi
sínum. Sænska akademían sé
ekki fær um að veita slík verð-
laun. Hinir átján veiti aðeins
þeim höfur.dum verðlaun sem
þeir geti skilið, og Bosquet fer
ekki dult með að hann telur að
skilningi þeirra sé skorinn all-
þröngur stakkur.
Andlega og líkamlega
utangátta
Engin einstök þjóðarakademía
getur þótzt fær um að leggja
réttlátan dóm á allar heims-
bókmemitimar, segir Bosr.uet,
og honum hryllir við þeirri til-
hugsun að frönskú akademíunni
yrði falið það hlutverk að hafa
. upp á þeim höfundum sem fram
' úr skara. Og hvað skal þá
segja um þá embættismenn
bókmenntanna sem koma sam-
an í Stokkhólmi, spyr hann.
Það er ekki ástæða til að
,efast um góðan vilja þeirra,
heldur hann áfram, en þeim
' hefur ekki enn auðnazt að
fylgjast með samtíðinni. Þeir
eru andlega utangátta afdala-
menn.
Niðurstaðan verður sú að
þeir leggja blessun sína yfir
dóm sem almenningur hefur
þegar fellt og eina gagnið eem
þeir gera er að kynna almenn-
ingi í öðrum löndum það sem
almenningur eins lands þekkir
þegar. Það er því meira en
tímabært að taka upp önnur
verðlaun í stað nóbelsverðlaun-
anna.
Alþjóðleg úthlutunarnefnd
Bosquet leggur til að ýms-
ar fjársterkar stofnanir leggi
fé til verðlaunanna og nefnir
m.a. Ford- og Rockefellerstofn-
anirnar bandarísku en telur
einnig æskilegt að sovézk stofn-
un t.d. eigi aðild að verðlaun-
unum. Þau ættu að nema sem
svarar hálfri milljón sænskra
króna og jafnmiklu fé skyldi
varið til auglýsingastarfsemi til
að verðlaunin verði jafnfræg og
nóbelcverðlaunin eru orðin.
Alþjóðleg nefnd ætti að veita
verðlaunin og Bosquet stingur
upp á ýrhsum kunnum rithöf-
undum í nefndina. Nefnir m.a.
þessa höfunda: Sartre, Malr-
aux, Hemingway, Ehrenburg,
Sjolokoff, Piovene, Jiinger, Ald-
ous Huxley, Illyes, Octavio Paz,
Borges, Caillois og sænska
skáldið Erik Lindegren.
Ef slík alþjóðleg nefr'i veitti
verðlaunin, segir Bosquet, j'rði
hægt að koma í veg fyrir ann-
] að eins og það að tíu norrænir
höfundar hafa fengið nóbels-
verðlaun síðan byrjáð var að
iveita þau fyrir 60 árum.
• .
Bandaríkjameim
Framhald af 1. síðu.
Kúpu vekja mikla athygli, ekki
sízt vegna þess, að Banda-
ríkjastjórn hefur mótmælt því
við brezku stjórnina að húii
seldi Kúbustjórn orustuþotur,
sem hún hefur pantað i Bret-
landi. Einnig hafa borizt 6-
staðfestar fregnir um að
Bandaríkjastjórn hóti Norð-
mönnum að hætta allri hern-
aðaraðstoð við þá, ef Norð-
menn afgreiði vopnapantanir
Kúbustjórnar í Noregi.
Benda allar þessar aðfarir
Bandaríkjamanna eindregið til
þess, að þeir vilji stjórn
Castros feiga, en þess má
minnast, að Bandaríkjamenn
seldu mikið af vopnum til
Batista, fyrrverandi einræðis-
herra á Kúbu
BSanda-
itianna-
saga
íslendinurinn: Nú verð-
ur þú að verja mig,
þessi náungi er að stela
fiskinum mínum.
Sam frændi: Þú verður
að láta þér það lynda,
hann er bandamaður
okkar.
((BIDSTRUP teiknaði.)