Þjóðviljinn - 30.10.1959, Page 12
Fjársöfnun fyrir arabiska flóttamenn
Þaö eru taldar vera 48 milljónir heimilislausra manna
í 'heiminum og' á sunnudaginn kemur gangast prestar
hér í Reykjavík, fyrir forgöngu biskups, fyrir fjársöfn-
un, og mun henni verða varið til arabiskra flóttamanna
i Palestínu.
Sigurbjörn Einarsson biskup
skýrði fréttamönnum frá þessu
í gær, en íslenzka kirkjan hef-
ur á undanförnum árum, fyrir
forgöngu þáverandi biskups,
Ásmundar Guðmundssonar,
iagt nokkurn skerf til hjálpar-
starfs meðal flóttamanna, og
hefur það verið gert á vegum
Lútherska heimssambandsins,
en það starfrækir m.a. stærsta
spítala í Litlu-Asíu, þar sem
11 þús. manns fá aðhlynningu
að meðaltali á ári. Einnig hef-
ur það 6 heilsuhæli í Jórdan-
íu og 5 í Sýrlandi.
í Palestínu eru 900.000 Arabar
táldir á vonarveli. f flótta-
mannabúðunum þar fæðast ár-
lega um 25 þús. börn heimilis-
lauss fólks.
Héðan voru í fyrra sendir
11 ballar af skreið og nokkuð
af ‘ lýsi og kom hvorttveggja
sér vel, því eggjahvítuekortur
í fæðu þessa fólks hefur verið
sérstakt vanidamál lengi.
Nú þurfum við að halda vel
í horfi með þetta framlag,
sagði Sigurbjörn Einarsson
biskup. Allir sem eru aflögu-
færir eru ótvírætt skyldir til
að létta undir með þessu ó-
gæfusama fólki, sem af ýmsum
ástæðum hefur misst heimili
sín og hefur hvergi aðstöðu
til að afla sér lífsviðurværis af
sjálfsdáðum •— það er hvergi
rúm fyrir það í okkar stóra
heimi, sagði biskup.
Biskup kvað samtök kirkj-
unnar manna m.a. reka 48
vinnuhæli fyrir flóttafólk. Sem
fyrr segir eru taldar vera 45
milljónir heimilislausra manna
í heiminum, þar af 18 millj. í
Evrópu.
Framhald á 11. síðu.
Föstudagur 30. október 1959 — 24. árgangur — 237. tölublað
Þeir eru þingmenii Þjóðvarnar
Telpa fyrir bíl
Sex ára gömul telpa, Sigríð-
ur Guðlaugsdóttir Auðarstræti
15 varð fyrir bifreið um hálf
sex leytið í gærdag á Snorra-
braut, móts við húsið nr. 73,
Meiddist telpan á höfði og var
flutt í slysavarðstofuna
Nýr póstmeistari
Matthías Guðmundsson, Ideild-
arstjóri tollpóststofunnar, hef-
ur verið skipaður póstmeistari
frá næstu áramótum að telja,
en þá lætur Magnús Jochums-
son af störfum fyrir áluurs
sakir. Matthías er ú fimmtugs-
aldri o" h>efur starfað hjá
•póslinurú síðan 1938.
, Áðrir umsækjendur voru
Helgi B. Björnsson, deildar-
stjóri bögglapóststofunnar,
Sveinn Björnsson, deildarstjóri
bréfapóststofunnar og Þórður
Halldórsson póstmaður á
Keflavíkurflugvelli.
Birgir Kjaran
Sjaldan hefur komið skýrar í
ljós en nú hverjum leiðtogar
Þjóðvarnarflokksins þjóna með
framboðum sínum. Framboð
þeirra hér í Reykjavík olli því
að Sjálfstaeðisflokkurinn fékk 7
þingmenn af 12, enda þótt hann
fengi mikinn minnihluta kjós-
enda. Leiðtogar Þjóðvarnar hafa
þannig fengið því áorkað að
tryggja það að Heimdellingurinn
Pétur Sigurðsson næði kosningu
sem þingmaður Reykvíkinga, og
að hinn harðvítugi hernámssinni
Birgir Kjaran yrði fyrsti uppbót-
artnaður Reykvíkinga. Á annað
þúsund af kjósendum Sjálfstæð-
isflokksins flýðu listann af and-
Innbrot í
Seglne h.f.
Á fimmtudagsnótt var brot-
izt inn í Sögina h.f. við Höfða-
tíin og stolið þ&ðan allmiklu
af tóbaksvörum.
Brotin var rúða í húsinu og
síðan farið inn um hana. Hafði
þjófurinn á brott með sér 12
pakkalengjur af vindlingum og
50 dósir af píputóbaki. Engu
öðru var stolið.
Pétur Sigurðsson
úð á þessum tveimur fulltrúum
hins ofstækisfyllsta afturhalds
en framboð Þjóðvarnarflokksins
tryggði þeim engu að síður þing-
setu. Pétur Sigurðsson og Birgir
Kjaran mega því með sanni nefn-
ast þingmenn Þjóðvarnar. En
As.geir Ásgeirsson, forseti Islands, ræddi í gær við
formenn {lingflokkanna um viðhorfin að kosningum
loknum. Forsetinn skýrði Einari Olgeirssyni, formanni
þingflokks Alþýðubandalagsins, svo frá að Iiann myndi
ekki hlutast til um stjórnarmyndunartilraunir, fyrr
en núverandi ríkisstjórn hefur sagt af sér.
Eins og getið er á öðrum stað lýsir Alþýðublaðið
hins vegar yfir þvj í gær að núverandi stjórn muni ekki
segja af sér fyrr en búið sé að mynda meirihlutastjórn.
Viðræður um myndun slíkrar stjórnar munu þegar
hafnar milli forustumanna Sjálfstæðisflokksins og Al-
þýðuflokksins.
Veturliði opnar sýningu
Veturliði Gunnarsson opnar í dag málverkasýningu í
Listamannaskálanum.
Þrjú ár eru liðin síðan Vet-
urliði hafði sýningu hér og
eru myndirnar á sýhingu hans
ÆFR
Farið verður í vinnuferð í
ekki hefur það verið tilgangur skálann um helgina. Lagt af
þeirra hernámsandstæðinga sem stað á laugardag kl 2 og 8
e.h. — Stundvíslega. Stjórnin.
greiddu Þjóðvörn atkvæði.
Vel heppnuð leikför á vegum
Bandalags íslenzkra leikfélaga
Sýndi leikritið „Brúðkáup Baldvins" á 25
stöðum á Austur, Norður- og Vesturlandi
Leikflokkur Bandalags íslenzkra leikfélaga er fyrir
nokkru kominn úr sýningarferð um Austfirði, Norður-
og Vesturland. Á næstunni mun flokkurinn sýna á
ýmsum stöðum hér sunnan lands.
I leikförinni um Austur-, Norð-
ur- og Vesturland var lagt 5.
sept. sl. og fyrsta sýningin í
Hornafirði. Síðan var á næstu
fjórum vikum haldið norður og
vestur og alls haldnar 28 leik-
sýningar á 25 stöðum. sýndur
var alþýðlegur, norskur leikur
„Brúðkaup Baldvins“, en leik-
stjóri og fararstjóri var Þóra
Borg leikkona. Leikendur voru
Emilía Borg, Kristín Jónsdóttir,
Valdimar Lárusson, Harry Ein-
•arsson og Erlendur Blandon; en
auk þess fór leikstjóri með lítið
hlutverk. Ljósameistari í förinni
var Guðlaugur Magnús-
son frá Hafnarfirði.
Vel heppnuð för
Þóra Borg ræddi stutt-
lega við fréttamenn í
gær og kvað förina hafa
verið hina ánægjuleg-
ustu og hafa tekizt
ágætlega.' Léiksýningun-
um hefði hvarvetna ver-
ið vel tekið og leikflokk-
Framhald á 11. síðu
Leikflokkurinn, sem
sýndi ,;Brúðka.up Balrl-
vins“ á 25. stöðum á
Austur-, Norður- og'
Vesturlandi í haust. Frá
vinstri; Erlendur Bland-
on, Kristín Jóhannes-
dóttir, Harry Einarsson,
Emilía Borg, Valdimar
Lárusson og leikstjór-
inn Þóra Borg.
flestar gerðar á þrem síðustu
árunum, en það eru allt vatns-
litamyndir.
Málverk Veturliða Gunnars-
sonar vekja allijif athygli og
umtal og svo mun enn verða.
Mæðiveiki á
Vestfjörðum?
^ Grunur leikur á að mæði*
i veiki sé komin upp í sauðfé
j á Múla í Nauteyrarhreppi, en
. hvergi annarrstaðar hefur orcj-
J ið vart mæðive’ki á þessu
| hausti.
öl'.u sauðfé á Múla verður
slátrað og er Guðmundur
Gíslason læknir nú þar vestur
frá, ásamt aðstoðarmanni, til
að rannsaka lungu fjárins.
Vestfirðir hafa fram að
þessu sloppið við mæðiveikina,
enda var fé fengið þaðan í
hin sauðfjárlausu héruð þegar
fjárskiptin fóru fram.
Átján fórust í
ffngslysi
18 manns fórust í gær í flug-
slysi í Grikklandi. Flugvél með
þriggja manna áhöfn og 15
farþegum rakst á fjallstind í
mikilli rigningu um það bil 60
km fyrir norðan Aþenu og fór-
ust allir sem með vélinni voru.
Flugvé'in var frá gríska
flugfélaginu „Olympic Air-
ways“ og flaug á flugleiðinni
Aþena — Saloniki.
inanna
fórnst í Mexíkó
Nokkur hundruð manna munu
hafa farizt af völdum fellibyls
og flóða í Mexikó. Á þriðju-
dagsnótt gerði fellibyl á Kyrra-
hofsströnd landsins og fylgdu
honum mikil flóð.
Auk hinna dánu, eru -500
manns í sjúkrahúsum vegnæ
afleiðinga náttúruhamfaranna
og mörg hundruð manna er
t aknað. •
Alvarlegt ástand ríkir.í.þeim
héruðum, sem verst urðu úti
í flóðunum. Miklar skemmdir
urðu á mannvirkjum.