Þjóðviljinn - 07.11.1959, Side 7
Laugardagur 7. nóvember 1959 •— ÞJÖÐVILJINN — (7
' ,.í þessu skipulagða þjóðfé-
lagi“, segja hinir bandarisku
. nefndarmenn í skýrslu sinni,
,.er uppfræðslan talin vera meg-
inskilyrði þess að hægt sé að
ná þeim félagslegu, efnahags-
legu. menningarlegu og vís-
indalegu markmiðum sem að
er keppt. . . Hvert sem við
komum heyrðum við þetta kjör-
orð: að ná Bandaríkjunum og
komast fram úr þeim. Og hvar-
vetna virtust menn sannfærð-
ir um að uppíræðslan, ásamt
þrotlausu starfi og afneitun
margra lífsgæða um stundar-
sakir. sé bezta leiðin til að
tryggja Sovétríkjimum yfirburði
yíir ÖIl • önnur ríki heims“.
Þessi sannfæring leiðir ekki
einungis af sér „fróðleiksfýsn'1
alls almennings í Sovétríkjun-
um. heldur hefur hún einnig í
för með sér að hvergi á vestur-
Iöndum er gert jafn mikið fyr-
ir skóla og kennara þeirra og
þar. Sovétríkin verja 10 til
15% af þjóðartekjunum til
skólamála. í Bandaríkjunum er
hlutfallstalan undir 5%.
„Við landamæri Kína þar
sem heita mátti að hver maður
væri ólæs fyrir fimmtíu árum,
komum við í marga skóla, stór-
athyglisverða vísindaakademíu
og aðrar stofnanir sem hafa
útrýmt ólæsinu. Frá ströndum
Svarta hafs langtí inn í Síberíu
,iSvo virðist sem algert jafnrétti ríki milli pilta og stúlkna, og samband kynjanna virðist ein-
kennast af gagnkvæmri virðiiigu Yfirleitt sitja piltur og stúlka saman við borð.“ Myndin
tekin í kennslustofu í Moskvaháskóla.
heldur. Þá fá þeir fullt kaup
auk eftirlaunanna.
Kennarastarfið er því mjög
eftirsótt og fimm sinnum fleiri
vilja gerast kennarar en kbm-
ast að. Kennarar og prófessor-
ar una sér vel í starfi sínu.
„Prófessorarnir sem við kynnt-
Skólakerfi og
nómstilhögun í
Sovétrikjunum
Bandarískir skólamenn
segja trá
urðum við varir við þetta sama
og þessu viðhorfi verður bezt
lýst með orðum sovézks skóla-
manns; „Börn kunna að fæðast
heil heilsu, en þau fæðast ekki
uppfrædd".
KENNURUM EU VEL
LAUNAÐ
í Sovétrikjunum eru um
1,800,000 kennarar og próiessor-
ar. „Þeir eru hafðir í miklum
metum og þeim er vel launað'*.
Háskólakennari fær í upphafi
starfstíma síns hærra kaup en
læknir (670 rúblur á móti 600).
Mpnntaskólastjóri í Sverdlovsk
sem Bandaríkjamennirnir hittu
hafði 3.000 rúblur í laun á mán-
uði, eða jafn mikið og for-
stjóri meiriháttar verksmiðju.
Kennarar vinna 24 stundir á
viku. prófessorar 18 klukku-
stundir og geta aukið tekjur
sínar með því að kenna fleiri
stundir. Þeir fá tveggja mán-
aða sumarfrí, en verða að verja
hálfum mánuði í ágúst til að
búa sig undir næsta skólaár.
Þeir eiga rétt á eftirlaunum eft-
ir 25 ára starfstíma, en þeir
geta :hins vegar haldið áfram
að vinna ef þeir kjósa- það
Eitt megineinkenni fræðslu-
kerfisins í Sovétríkjunum er
sú mikla áherzla sem lögð er á
að gera hvern nemanda að nýt-
um þjóðfélagsboigara og því
er reynt eftir mætti að sam-
hæfa kennslu og starf. Frá því
veita nemendum sérhæfða þekk-
ingu, heldur þvert á móti al-
hliða undirstöðurnenntun, sem
er hin sama hver sem á i hlut,
og hverjir sem hæfileikar hvers
og eins eru.
Annað einkenni sovézka
í dag er þess minnzt um gervallan heim
að liðin eru 42 ár írá októberbyltingunni.
Um þessar mundir beinist athygli manna
einkum að hinum miklu vísindaafrekum Sov-
étríkjanna, en þau hafa vakið sérstakan áhuga
manna á Vesturlöndum á skólakerfi Sovétrikj-
anna og námstilhögun. Þannig sendi Banda-
ríkjastjórn 12 manna nefnd skólamanna til
Sovétríkjanna á síðasta ári til þess að kynna.
sér fyrirkomulag menntamála þar, og hefur
hún nýlega skilað skýrslu um athuganir sín-
ar. Skýrslan er kennd við formann nefndar-
innar, Derthick fræðslumálastjóra Bandaríkj-
anna. Hér er sagt frá helztu niðurstöðum hinna
bandarísku skólamanna og er stuðzt við frá-
sögn franska vikublaðsins L'EXPRESS af
henni.
umst voru þýðir í viðmóti, gest-
risnir og þeir svöruðu fúslega
öllum spurningum okkar . .
Okkur þótti mikið til hæfileika
þeirra koma, áhuga þeirra og
löngunar til að ruka við þekk-
ingu sína, og þá ekki síður
greinilegrar umhyggju þeirra
fyrir nemendum sinúm og þeiir-
ar virðingar sem nemendur
bera fyrir þeim“
SKÓLAKERFIÐ
ENDURBÆTT
Hinir bandarísku skólamenn
fóru til Sovétríkjanna í fyrra-
sumar. Eftir að þeir komu
heim, 24. desember 1958, var
samþykktur hinn merki laga-
bálkur sem ætlað er að endur-
bæta allt skólakerfið, en hann
bar nafnið „lög um að treysta
tengslin milli skóla og lífs og
um framþróun hins almenna
skólakerfis í Sovétríkjunum“.
Þessi lög munu ekki hafa kom-
izt til framkvæmda að fullu
fyrr en árið 1963: Þeim er ætl-
að að auka enn „hina miklu
fróðleiksfýsn“.
I Derthiekskýrslunni er ekki
gerður samanburður á hinum
mjög ólíku skólakerfum Sovét-
ríkjanna og Bandaríkjanna.
sjónarmiði mætti segja að
skólakerfi Sovétrikjanna miði
að því að láta sem flesta verða
aðnjótandi sem mestrar mennt-
unar, segir í skýrslunni. Dæmi
þessu til stuðnings er hvernig
prófum er háttað þar, en fátt
vakti undrun hinna bandarísku
gesta meira en það.
ALHLIÐA UNDIRSTÖÐU-
MENNTUN
„Prófin í sovézkum skólum
vöktu furðu okkai Bandaríkja-
manna, jáfnvel þeirra sem
þekktu vel kennslutilhögun í
Frakklandi og Bretlandi. Próf
í sovézkum skólum eru yfir-
leitt munnleg, og enda þótt
þar sé einnig nokkuð stuðzt við
skrifleg próf, eru þau með mjög
öðrum hætti en „stiiar" eða lit-
gerðir sem tíðkast í Banda-
ríkjunum. . . . Almenn gófna-
próf þekkjast ekki.
Prófin eru nær emgöngu mið-
uð við' það að sannreyna hver
árangur hafi orðið af kennsl-
unni. . Þau gefa til kynna
hvort nemandinn hafi aflað sér
lágmarksþekkingar í helztu
námsgreinum. Markmið kennsl-
, unnar í barnaskólum og fram-
haldsskólum er ekki það að
skólakeifisins sem Bandaríkja-
mönnum kemur spánskt fyrir
sjónir er að svo til allir nem-
endur sem gangast undir próf
standast þau. í skólum þeim
sem við komum í hittum við
fáa sem setið höfðu eftir“.
Þess er getið í skýrslunni að
í Sovétríkjunum hneigist menn
til þess að kenna skólunum
og kennurunum um slæman
árangur, en ekki nemandanum,
og kennararnir leggja sig því
í líma til að koma nemendum
sínum upp, t.d. með því að taka
þá í aukatíma. Það sé meira
að segja mjog aigengt að þeim
sem reynist erfitt að fylgjast
með sé hjálpað af skólasyst-
kinum ,sem betur gengur.
HÁSKÓLAR ÖLLUM
OPNIR
Þessi viðleitni að opna sem
allra flestum dyr menntastofn-
ana kemur einnig fram í há-
skólunum. Þeir eru opnir öll-
um sem standast inntökupróf
í þá. Hver háskóli hefur sitti
inntökupróf, en þau eru öll í
sömu námsgreinuir, og eru mjög
áþekk. Það er sérstaklega at-
hyglisvert hve margir þeirra
sem þreyta prófin standast þau,
85% af 800.000 árið 1958. Vara-
menntamálaráðherra Sovétríkj-
anna sagði um þessa tölu í við-
tali við Bandaríkjamennina:
„Allt ungt fólk á að reyna að
afla sér æðri menntunar. Sá
sem ekki hefur reynt að þroská
bæfileika sína til hins ýtrasta
verður aldrei ánægður“. Hóð-
herrann nefndi scm dæmi um
betta að margii verkamenrt
legðu stund á háskólanám, t.d.
í lögfræði, til þess að geta orð-<
ið dómcrar þegai þeir komast á
eftirlaun.
AD LÆRA ALLT LÍFIÐ
Þarna kemur enn fram . sú
fróðleiksfýsn sem er svo ein-
kennandi fyrir fólk í Sovét-
ríkjunum, og hún dofnar ekki
þegar það er komið af skóla-
skyldualdri.
„Uppfræðslan heldur áfram
Iöngu eftir að skólaskyldu lýk-
ur. Hundruð þúsunda verka-
manna sem vinna fullan vinnu-
tíma stunda jafnframt fullkom-
ið skólanám. Hundruð þúsunda
annarra stunda nám í bréfa-
skólum. Mikill fjöldi nemenda
í bréfaskólum gerir sér vonir
um að geta síðar meir tekið
inntökupróf í háskóla“.
í Sovétríkjunum kemsti barri-
ið i umsjá þjóðfélagsins þegar
það er tveggja og hálfs árs.
Þegar börnin ná þeim aldri geta
foreldrarnir komið þeim fyrir
í vöggustofum. Þá þegar koma
tvö höfuðeinkenni uppfræðsl-
unnar í Sovétríkjunum til
greina; stúlkur og piltar njóta
sömu menntunar og eru saman
á skólabekk og rkólagangan er
algerlega ókeypis. í hinni
bandarísku skýrslu er komizt
svo að orði:
JAFNRÉTTI
KYNJANNA
„Svo virðist sem algert jafn-
Framhald á 10. siðu
Þjóðir sem voru ólæsar fyrir mannsaldri státa nú af mennta-
stofnunum sem þessari, læknaskólanum í Alma Ata.