Þjóðviljinn - 07.11.1959, Side 9
4T — ÓSKASTUNDIN
PETUR SUM ARLIÐASON
les útvarpssögu fyrir börnin
• *
Það munu margir litl-
ir menn hafa sezt við við-
tækið til að hlusta á sög-
una af Siskó á laugar-
daginn var. Sögurnar sem 1
Pétur Sumarliðason las1
í fyrravetur voru svo
skemmtilegar, og nú vona
þeir, að þessi verði ekki
eiðri. Og þeir munu á-
reiðanlega ekki verða fyr-
ir vonbrigðum.
Sagan er eftir danska
konu Estrid Ott og
kannast vafalaust mörg
ykkar við hana, því hún
skrifaði líka söguna um
Kötu Bjarnarbana, en sú
bók hlaut verðlaun 1945,
sem bezta barnabók árs-
ins á Norðurlöndum.
Sagan af Siskó er
ferðasaga 10 ára drengs,
sem leggur af stað gang-
andi frá Lissabon í
Portúgal norður til Portó,
en það er álíka langt og
frá Reykjavík til Húsa-
víkur — en hann kemst
þetta ekki krókalaust,
því einu sinni fer hann
úrleiðis, eins og hann
hefði lent austur í Horna.
fjörð.
Nú, en auðvitað má ég i
ekki segja ykkur söguna. \
Hún heldur áfram í út- !
varpinu miðvikudaga og
laugardaga kl. 6,30.
Þetta eru hamingju-
samir feðgar. Hvað
skyldu þeir vera að
lesa?- Kannski er það
Stolizt í róður, sagan
sem kom í Óskastund-
inni í fyrra. Þá sögu
skrifaði Pétur Sumar-
liðason fyrir strákana
sína, en svo leyfði
• hann ykkur að lesa
• hana. Nú eru synir
• Péturs orðnir svo
• stórir, að hann þarf
• ekki lengur að segja
• þeim sögur, nema
• Pétri Erni, sem þið
• sjáið á myndinni.
• Hann er yngstur.
•B’O'L'T'A -
•LE'I'K’U'R
Athugaðu vel myndina,
við ætlum að kenna þér
nýjan boltaleik. Það er
bezt að kalla hann hring-
blak, því hann minnir
bæði á hringbolta og
blak.
Þátttakendur raða sér
í eins stóran hring og
mögulegt er og velja einn
til að vera hlaupara inni
í hringnum. Boltinn sem
notaður er má vera hvort
sem er stór eða lítill og
gengur hann fram og
aftur í hringnum, en það
má ekki kasta honum
heldur á að slá hann
eins og í blaki.
Það sem keppt er að
er að hitta þann sem
hleypur innan í hringnum
Ef hlauparinn verður fyr-
ir skoti fer hann á stað
þess, sem sló boltann, en
hann aftur á móti verð-
ur hlaupari. Það er um
að gera að vera sem
lengst inni í hringnum.
Inæst síðasta blaði sögð-
um við þér hvernig
hægt er að sá kjörnum
úr aldinum og rækta
blaðríkar suðrænar jurt-
ir í glugganum jafnvel
um hávetur.
Nú ætlum við að segja
þér hvernig þú átt að
fara að því að. hlúa að
jurtinni þinni, þegar hún
fer að vaxa. Þegar hún
hefur fengið tvö blöðð
þarf að umpotta þ.e. færa
jurtina í stærri pott með
nýrri mold.
blandaðu hana með ör-
litlu af sandi og þurrum
mQsa, ef þú getur fengið
hann. Fylltu pottinn næst-
um því af þessari blöndu.
Settu skál undir hann og
vökvaðu vel.
Sand getur þú fengið
hvar sem verið er að
byggja, eða i fjörunni ef
hún er nálægt.
Nú getur þú sett plönt-
una þína í pottinn. Áður
en þú tekur hana úr hin-
um pottinum áttu að
BLÓM Í
GLUGGUM
Þú skalt fá þér jurta-
pott úr leir og einnig dá-
lítið leirbrot. Þú velur
lítinn pott fyrir eina
plöntu en stóran pott,
ef þú ætlar að hafa marg-
ai saman í einum potti.
Leirbrotið setur þú yf-
ir gatið, sem er á pottin-
um og' stráir dálitlum
sandi yfir. Þetta er ágætt
sigti og kemur í veg fyr-
ir að moldin verði blaut.
Fáðu þér mold og
vökva hana. Styddu hend-
inni með útglenntum
fingrum á moldina með-
fram plöntunni og snúðu
pottinum við. Losaðu
hana úr potinum með því
að slá honurn snöggt við.
Moldin kemur úr pott-
inum í heilu lagi því ræt-
urnar halda henni saman.
Ef margar plöntur hafa
verið í pottinum losar þú
þær varlega í sundur og
lætur moldina sem loðir
við ræturnar fylgja.
Settu eina plöntu í
pott og greiddu vel úr
rótunum áður en þú set-
ur hana niður.
Fylltu síðan pottinn
Framhald á 2. síðu.
Laugardagur 7. nóvember 1959 — ÞJÓÐVILJINN — (9
Handknattleiksmótið:
Hver þorér að spá um úrslitin
á sunnudagskvöldið
Handknattleiksmót Reykjavík-
ur heldur áfram um helgina og
í kvöld fara fram 7 leikir í
yngri flokkunum, og eins og
venjulega má búast við skemmti-
legri keppni, en þeir leikir eru:
■2 fl. kvenna A. Valur—Fram.
2. fl. kvenna Ármann—KR.
3. fl. kvenna A. a. Þróttur—Valur
3 fl. kvenna A. a. Fram—KR
3 fl. kvenna A.b. Víkingur—Árm.
2. fl. karla A.a. Víkingur—Valur.
2. fl. karla A.a. Þróttur—KR.
Fyrstu leikirnir annað kvöld
eru í meistaraflokki kvenna og
kepoa fyrst KR og Valur, og
benda allar líkur til þess að
hinar unvu Valsstúlkur geti ekki
staðið hinum reyndu KR-stúlk-
um á sporði. Vafalaust munu
þær þó gera sitt bezta til þess
að slepoa sem bezt út úr þeirri
viðureign. Aftur á móti getur
Þróttur—Víkingur orðið jafnari
leikur. Heldur eru þó Þróttar-
stúlkumar líklerri til sigurs þótt
■allt geti skeð. Þróttur á reyndar
•stúlkur í sínum flokki, hinsveg-
ar eru Víkings-stúlkurnar leik-
andi og það sem sagtí getur orð-
ið jafn leikur.
Vafalaust munu Ármenningar
í meistaraflokki karla hugsa sér
að selja sig eins dýrt í leiknum
við ÍR og hægt er Tap ÍR gegn
Þrótti kom um daginn eins og
reiðarslag, og eins að Ármann
skyldii vinna eftir að vera kom-
inn 6:1 undir í leik við KR. Það
er líka jafnvíst að ÍR-ingar munu
hugsa um að ná báðum stigunum
í leiknum við Ármann. Eftir leik
beggja er mjög tvísýnt um það
hvor hreppir stigin, en áhorf-
endur munu áreiðanlega hreppa
skemmtilegan leik.
Næsti leikur í meistaraflokki
er Þróttur—KR og hefði, ekki
alls fyrir löngu, ekki þurft að
hafa mikla spádómsgáfu til þess
að sjá þann leik fyrir, en svo
hafa málin breytzt á skömmum
tíma að hér getur verið um ó-
vissu að ræða.
Með tilliti til reynslu KR-inga
ættu þeir að hafa meiri sigur-
möguleika en hinir ungu Þrótt-
arar, en KR- hafa ekki sýnt að
þeir séu í góðri þjálfun, og yf-
irleitt farið að halla á þá þegar
á leik hefur liðið. En eins og
bæði liðin hafa leikið ætti ekki
að vera um mikinn mun að
ræða, en þó heldur KR í vil.
Síðasti leikur kvöldsins er á
milli Víkings og Vals. Víkingur
hefur náð í leik síoum við KR
alleóðum leik, en við Fram
náðu þeir sér ekki, og var það
auðveldur leikur fyrir Fram.
Valur ætti því að geta unnið
Víking, ef þeir ná sæmilegum
leik. Valur Ben. mun sennilega
ekki leika með Val að þessu sinni
vegna meiðsla, og gæti það mun-
að nokkru, en eigi að síður ætti
Valur að vinna. Vafalaust verð-
ur þetta vinsælt kvöld fyrir á-
horiendur.
Óþekkt sundkona
syndir 100 metra
á 1.05,4 mínutum
Það er talið til stórviðburða á
sviði sundsins að bandarísk sund-
kona sem hingað til hefur ekki
getið sér neitt orð, enda aðeins
15 ára, tilkynnti þátttöku í sund-
móti í Louisville, og synti 100 m
á 1.05,4. f sjálfu sér er þetta
ekki svo merkilegt, en það merki-
lega var að hún var ekki skráð
i neitt félag, og fékk að taka þátt
i keppninni, sem ,,félagsleysingi“
en það er heimilt í Bandaríkjun-
um. Synti hún í 50 m langri
laug 100 m skriðsund, og það brá
svo við að hún varð þegar fræg
fyrir þetta óvænta afrek, sem
gerir hana líklega til að verða
valin í olýmpíulið Bandaríkj-
anna, semi keppir á Olympiuleik-
unum í Róm næsta sumar. Stúlk-
an heitir Susan Rogers.
28. sýningin
Þjóðleikhúsi^ hefur nú sýnt
gamanleikinn ,,Tengdasonur
óskast“ 27 sinnum, jafnan við
mikla aðsðkn og ágætar við-
tökur. 28. sýning leiksins er
í kvöld.
Hagnaðist um 55 þúsund
Framhald af 12. síðu.
sér 20 þús. krónur. Andrés j
Valberg heldur því fram, að
hann hafi orðað tilboð Jóhann-
esar við Gunnar, áður en hann
samþykkti tilboð Guðvarðar,
en hann kveðst hafa sagt hon-
um að peningarnir, skv. til-
boði Guðvarðar væru til reiðu
þá þegar, en ekki nema 5
þús. krónur, skv. tilboði Jó-
hannesar og ómögulegt væri
að segja um það hvort Jóhann-
es stæði í skilum með eftir-
stöðvarnar. Hinsvegar hafi
hann ekki sagt honum hverja
möguleika Jóhannes hefði í
raun og veru á að afla fjár
til útborgunarinnar, enda hafi
Gunnar ekki virzt sýna tilboði
Jóhannesar neinn áhuga. Gunn-
ar hefur hinsvegar haldið því
fram, að ekkert hafi verið á
þetta tilboð minnzt.
Aðilar kaupamia hittust aldrei!
Fljótlega eftir að kaup
þessi voru ákveðin, gekk
Andrés Valberg siðan frá kaup-
samningi við Jóhannes, skv.
tilboði hans, og fékk síðan
Gunnar Jónsson til þess að af-
sala húseigninni beint til Jó-
hannesar. til þess að losna við
útgjöld í sambandi við þing-
lestur og stimplun skjala af
„sölunni“ til Guðvarðar Skag-
fjörð, en Gunnar Jónsson
kveðst hafa sannfærzt um að
slíkt væri löglegt, enda hafi
Einar Gunnar, sem var við-
staddur er Gunnar undirritaði
afsalsbréfið, ekki gert um það
neinar athugasemdir. Eins og
fvrr segir, kveðst Andrés Val-
berg hafa greitt það fé af
höndum til Gunnars, sem út-
borgunarfjárhæð tilboðsi:is
nam, eða 7Ö þús. krónur, en
á móti kom útborgun skv. til-
boði Jóhannesar, 65 þús. kr.,
þannig að fé það er Andrés
greiddi af höndum nam 5 þús-
krónum, en eftirstöðvar kaup-
verðs, skv. samningunm. viö
Guðvarð. voru greiddar m ð'
skuldabréfi Jóhannesar að
fjárhæð kr. 40 þús. Hagnaður
af sölu þessari nam því 50 þús.
krónum og hefði skuldabréf
Jóhannesar fyrir eftirstöðvum
kaupverðsins því átt að vera
að fjárhæð kr. 55 þús., eins
og ákveðið er í kaupsamningi,.
en einhverra hluta vegna hef-
ur bréfið orðið að fjárhæð kr.
60 þús., en Andrés taldi bréfið
vera sina eign.
Það skal tekið fram, eð
meðan samningar og kaup
þau, sem að framan er greint
frá, fóru fram, hittust aðil?r
kaupanna aldrei. Þannig hitt-
ust þeir aldrei Guðvarður og
Gunnar, Gunnar og Jóhannes:
eða Jóhannes og Guðvarður.
Eftir því, sem fram hefur
komið í málinu, hefur Guð-
laugur Einarsson engin af-
skipti haft af eignaumsýslu
þessari, en Einay Gunnar
hefur hinsvegar annazt gerð
samninga og afsalsbréfa, en
áamkvæmt staðhæfingum hans
sjálfs svo og þeirra Andrésar
Vaibergs og Guðvaröar Skaa-
fjörð hafði hann enga hu"-
mynd um að Guðvarður Skag-
fjörð væri ekki hinn raunveru-
legi kaupandi.
■Rannsókn þessa máls er enn
eigi lokið.“