Þjóðviljinn - 13.11.1959, Blaðsíða 5
Föstudagur '13. nóvember 1959 — ÞJÓÐVILJINN — (5
Tíu konur, sern lifðu svaðilförina af, eru komnar
til byggða heilar á hiifi
Tíu fjallgöngukonur, sem háö hafa langa baráttu viö
ís og hríöarveður í Himalajafjöllum eru komnar aftur
til byggöa ásamt 60 burðarmönnum. Tvær kunnar fjall-
göngukonur fórust í leiöangrinum.
Kvennaleiðangurinn hugðist
klífa hinn himingnæfandi tind
Cho Oyu, sem er 8153 metrar
á hæð. Leiðangurskonur höfðu
haft langa og harða útiviet, er
þær komu aftur til Katmandu
í Nepal. í októberbyrjun lenti
leiðangurinn í hinum illræmdu
monsún-vindum. Tvær kvenn-
anna fórust í snjó og ís.
Konurnar, sem lifðu svaðil-
förina af, eru frá Frakklandi,
Sviss og Englandi. Hörund
þeirra var dökkbrúnt vegna
hinna sterku sólargeisla, en
andlit þeirra varin bruna með
þykku kremlagi er þær komu
til Katmandu. Svissneska kon-
an Loulou Boulaz studdi sig
við skíðastafi því að hún hafði
brákazt á fæti. Að öðru
leyti voru fjallgöngukonurnar
hraustar eftir ferðina.
Tvær komust haest, en
Fjallgöngukonurnar
reistu
Mitierand svlptur
þinghelginni
Nefnd öldungadeildar franska
þingsins samþykkti í gær að
svipta Francois Mitterand,
fyrrverandi innanríkisráðherra,
þinghelgi. Saksóknari ríkisins
liafð farið fram á það svo að
hann gæti kært Mitterand fyr-
ir að hafa leynt lögregluna
ýmsum málsatvikum í sam-
bandi við banatilræðið sem
honurn var sýnt á dögunum.
Öldungadeildin sjálf mun end-
anlega skera úr um hvort
hann skuli sviptur þinghelgi.
aðalstöðvar sínar í 5700 metra
hæð og hófu þaðan tilraunir
til þess að sigra tindinn. Hinn
1. október komst foringi leið-
angursins, hin fræga fjall-
göngukona Claude Kogan og
belgíska stúlkan Claudine van
der Stratten til áfangabúða
númer 4, sem voru í 6900 m
hæð. Gerðu þær sér vonir um
að komast þaðan á tindinn á
nokkrum dögum.
Þær sendu síðan sérpa, sem
var í fylgd með þeim með þau
boð til aðalhópsins að þær
hefðu lcomið sér örugglega fyr-
ir og allur aðbúnaður væri í
lagi.
Veðrið versnar
Næsta dag tók veður að
versna. Frá aðalstöðvunum
voru þá sérparnir Wangdi og
Tusard sendir með bréf til á-
fanga IV. I bréfinu var áskor-
un til kvennanna tveggja um
að koma sem ekjótast aftur
niður til aðalstöðvanna og bíða
betra veðurs.
Hvorugur sérpanna komst
nokkurntíma til áfanga IV.
Þeir lentu í hættulegu snjó-
flóði. Tusand grófst lifandi í
snjó og ís. Wangdi gat grafið
sig upp úr skaflinum og var
það mikið þrekvirki. Hann
komst við illan leik aftur til
aðalstöðvanna, kalinn á báðum
höndum.
Hinn 3. október skall á iðu-
laus stórhríð og rofaði ekki til,
hvorki dag né nótt. Konurnar
í aðalbúðunum bjuggu sig und-
ir að fara hinum tveimur til
hjálpar þegar er veðrið myndi
lægja. En það liðu margir sól-
arhringar án þess að hríðinni
slotaði. Hinir hættulegu mon-
súnvindar gnauðuðu og fjallið
var hulið skýjum og hríðar-
byljum. Með hverjum deginum
sem leið, óx óttinn um afdrif
hinna tveggja rösku kvenna.
Þær fórust í snjó og ís
Hinn 10. október komust
íoks tvær kvennanna úr aðal-
búðunum ásamt þrem sérpum
til búða IV. lEn þar var ekkert
að sjá. Fárviðrið hafði afmáð
sérhvert spor hinna tveggja ó-
gæfusömu kvenna, sem urðu
snjó og ís að bráð.
Áður en . leitarkonurnar
héldu til byggða, tíndu þær
saman nokkra steina og hlóðu
litla vörðu á Cho Oyu-fjallinu.
Á hana settu þœr blikkdós með
nöfnunum Claude Kogan og
Claudine van der Stratten. Það
er minnismerki þeirra.
Fuitdur æSstu manna
Framhald á 2. síðu.
ráðherra Bretlands, og de Mur-
viile, utanríkisráðherra Frakk-
lands, lauk í París í gær. Engar
formlegar ákvarðanir voru tekn-
ar, en í tilkynningu segir að við-
ræðurnar hafi orðið til þess að
samræma sjónarmið landanna í
ýmsum málum.
Hópur fjallgöngumanna und-
ir japanskri forustu; 32 menn
alls, er kominn heilu og höldnu
af fjallinu Gaurisankar, 7'500
metra tindi nærri Everest,
Fjallgöngumennirnir voru tald-
ir af, vegna þess að ekkert
hafði spurzt til þeirra í þrjár
vikur og byljir höfðu verið
miklir á fjallinu.
Kínverjar skila
aftur 10 föngum
Kínverska fréttastofan segir að
Kínverjar muni innan þriggja
daga skila 10 indverskum landa-
mæravörðum sem teknir voru
höndum í landamæraskærunni í
síðasta mánuði. Líkum níu ann-
arra sem féllu í viðureigninni
verður einnig skilað.
Nehru, forsætisráðherra Ind-
lands, sagðist í gær myndu inn-
an 4 daga svara tillögu Sjú En-
læs, forsætisráðherra Kína, um
viðræður vegna landamæradeil-
unnar.
Þetta er vélfugl, sem smíðaður er af sovézka verkfræðingnum
Dimitri Iljin, o,g á hann að geta orðið hagnýtur til almenn-
ingsnota. Vélfuglinn á að geta náð 100 km. hraða á klukku-
stund. Vélin, sem knýr þessa myndarlegu vængi er 3 hestöfi.
Fyrsta mannaða geimskipið fer
á loft fyrr en búizt var við
Segir sovézkt flugmálatímarit, sem einnig
birti mynd af slíku farartæki
Fyrsti sovézki geimfarinn mun að líkindum fara út í
geiminn í eldflaug „fyrr en búizt hefur verið viS“, segir
sovézka tímaritið „Grazhdanskaya Aviatsiya“ í nýjasta
hefti sínu. Tímaritið birti teikningu af flugvél, knúðri
eldflaug, sem notuð yrði í slíka, ferð. Teikninguna gerði
N. Romanoff, sem segist búast við að þetta verði fyrsta
farartækið, sem flytji menn út í geiminn.
Teikningin af fyrsta mann-
aða geimfarinu sýnir að far-
artækið líkist óhemjustórum
þríhyrndum væng, sem hefur
tvo þríhyrnda lóðrétta jafn-
vægisvængi.
Á miðjum væng þessum er
kúlulaga klefi fyrir flugmann-
inn. Þetta farartæki á að vera
byggt þannig að það geti þol-
að gífurlegan hita, þar sem
hitinn á yfirborði þess mun
geta numið 1000—1100 gráð-
um, að sögn Romanoffs, verk-
fræðings. Hann sagði ennfrem-
ur að sambræðsla úr nikkel og
molybden gæti þolað þennan
hita, en nef geimfarsins og
Þessi laglega
telpa er dóttir
fiskimanns af
Pai-þjóð.
flokknum,
g sem býr á
ströndum
Tierifvatnsíns
í Itína
looo nazísta-dómarar starfa nú
\ réttarkerfi V.-Þýzkalands
Dómarar Hitlers og nazista-()réttvísinnar"
mikilsráðandi í dómsmálum V-Þýzkalands
Ekki að ástæöulausu bera margir lítið traust til Vest-
ur-Þýzkalands sem réttarríkis, Ein ástæðan er t.d, sú, aö
í vesturþýzka dómsmálakerfinu starfa rúmlega eitt þús-
und nazista-dómarar, sem voru í háum stöðum á valda-
tíma Hitlers.
Allmargir hinna gömlu naz-
istadómara hafa núna með
höndum æðstu stöður í núver-
andi réttarkerfi Vestur-Þýzka-
lands.
í ráðuneyti Adenauers.
Þýzka einingarnefndin, hefur
áður birt lista með nöfnum 200
nazistalögfræðinga i viðbót,
sem allir hafa ábyrgðarmiklar
stöður í vesturþýzka réttar-
kerfinu.
13 af þessum 200 dómurum
hafa kveðið upp hina ómann-
úðlegustu dóma gegn gyðingum
á Hitlers-tímanum, 23 þeirra
voru í æðstu stöðum í dóms-
málaráðuneyti Hitlers og 164
voru dómarar við hina ill-
ræmdu sérdómstóla og herrétti
Hitlers, sem dæmdu pólitíska
andstæðinga nazista til óhugn-
anlegustu hegninga, samkvæmt
mannhatursstefnu nazista
Af þessum 200 nazista-dóm-
nrum reru 5 núna stárfandi í
ráðuneytum Bonn-stjórnarinn.
ar, 6 eru í æðri dómarastöðum
og tveir eru ríkissaksóknarar.
enda vængjanna á að klæða
með leirefnum. Skermar og
sérstakt kælikerfi á að vernda
flugmanninn fyrir hitanum.
Lendingarvandamálið
Fyrstu 7—8 sekúndurnar
eftir að geimfarið losnar frá
jörðu fer það með 100 kíló-
metra hraða á klst., en siðan
eykst hraðinn ört og verður 7
sinnum meiri en hraði hljóðs-
ins.
Niður til jarðarinnar mun
geimfarið komast, en um
nokkrar aðferðir er að ræða í
þessum tilgangi, segir verk-
fræðingurinn. T. d. getur geim-
farið farið aftur inn í and-
rúmsloft jarðar með hjálp eld-
flaugamótoranna, en ekki er
enn búið að ganga frá öllum
atriðum í sambandi við jafn-
vægisleysið í geimnum. Talið
er að geimfarið muni lenda á
sjó, og þá helzt á Kyrrahafinu.
Leitað í 12 ár,
gaf sig frara
Þýzkur læknir, prófessor
Werner Heide, sem dæmdur
var til dauða í Niirnberg fyrir
12 árum, en komst undan og
hefur síðan farið huldu höfði
gaf sig fram við lögregluna í
Wiirzberg í gær. Hann var
dæmdur til dauða fyrir að hafa
kvalið geðveikt fólk og fanga
nazista til hana „í tilrauna-
skyni“. Síðustu tólf árin hefur
hann gengið undir mörgum
nöfnum, oft starfað sem lækn-
ir, en síðan 1952 hefur hann
verið starfsmaður trygginga-
félags í Flensborg. Þar hafði
lögreglan haft upp á honum,
en misst af honum aftur.