Þjóðviljinn - 13.11.1959, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 13.11.1959, Blaðsíða 6
6) — ÞJGÐVILJINN--------Föstudagur-13. -nóvember 1959 þlÓÐVILJINN ataotandl SameininaHrtioKKur alÞýðu - flOaialistatlokKurlnn. — RltstjOrar. Líagnúa KJartanason <4b.). SlgurSur OuSmundsson. - Fréttarltstjórl: Jód fljarnason. — Blaöamenn: Ásmundur Slgurjónsson. Eystelnn Þorvaldsson OuSmundur Vlgfúsaon,. ívar H. Jónsson, Magnús Torfl Ólafsson. Slgurður r FrlSbJófsson Auglýslngastjórl: OuSgeír Magnússon. - RltstJóm af- cralSsla auglýslnear DrentsmlSja* 8kólavftr5ustip lfl - Síml 17-500 íi linur). — ÁskrlftarverS kr. 30 á mánuSl. — LausasöluverS kr 9 PrentsmlðJa WóSvlijHna Léleg ráðsmeimska A lþýðublaðið skýrði írá því ■‘•■fyrir nokkrum dögum að mikið magn af freðfiski lægi nú óselt í Bandaríkjunum og myndu hundruð tonna þegar hafa skemmzt eða liggja undir skemmdum. Sölumiðstöð hrað- frystihúsanna sendi Alþýðu- blaðinu svo athugasemd, þar sem m.a. var komizt svo að orði: „Til þess að forða stöðv- un á framleiðslu margra frysti- húsa á s.l. vertíð vegna geymsluskorts var sent meira magn af fiski til Bandaríkjanna en selt er jöfnum höndum. Eru ennþá nokkuð meiri birgðir af íiski fyrir vestan en eðlilegt magn, þar sem stöðugt hefur orðið að senda fisk vestur af fyrrnefndum ástæðum“. Sölu- miðstöðin játar þannig efnis- iega að frásagnir Alþýðublaðs- ins séu réttar, þótt síðan sé reynt með ýmiskonar orðheng- ilshætti að dylja hneykslið. V^etta er enn eitt dæmi um * skammsýni og hættulega ráðsmennsku þeirra sem stjórna Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna. Á s.í. ári tóku þeir þá ókvörð- un að draga úr viðskiptum við Sovétríkin. Þeir áttu þá kost á að semja við innkaupastofnun Sovétríkjanna um sölu á 32.000 tonnum af freðfiski á þessu ári. en gert var ráð fyrir því magni í rammasamningi þeim sem gerður hafði verið til þriggja ára fyrir frumkvæði Lúðvíks Jósepssonar. Ráðamenn Sölu- miðstöðvarinnar kváðust hins vegar á s.l. hausti ekki hafa á- huga á að selja meira en 20 þús. tonn — það sem aflaðist fram yfir það magn myndi verða áuðvelt að selja annar- staðar; einkanlegfv í Bandaríkj- unum. Lúðvik Jósepsson þáver- andi viðskiptamálaráðherra taldi þetta hins vegar skamm- 'sýna og'.hættulega stefnu og iagði fast að útfiytjendum að semja við Sovétríkin um sölu á méira magni. Tókst að lokum með harðfylgi að knýja þá til þess; að semja um sölu á 26.000 tonnum — OiOOO tonnum minna en liægt hefði verið að semja ¥*að kom mjög fljótlega í ijós áð ráðamenn Sölumiðstöðv- arinnar höfðu farið viliur veg- ar. rHinií- „frjólsu markaðir“ reyri'dust mikiu lakari en þeir höfðu talið sér trú um, og brátt fóru ■ óseidar birgðir að hrúg- ast öþþ og; skemmast í Banda- ríkjirhum.. Og á s.l. sumri var. svo komið að ráðamenn Sölu- miðstöðvarinnar sáu þann kost vænstah að viðurkenna skamm- sýni sína að fuilu. Þeir leituðu til Sovétríkjanna og fóru fram á að þau keyptu til viðbótar þau 6.000 tonn sem S.H. hafði með engu móti viljað selja hálfu ári áður! Sovétrikin voru þá að sjálfsögðu búin að gera aðrar ráðstafanir t.il að afla sér þess fisks sem ekki fékkst hér, en engu að síður keyptu þau enn 2.800 tonn og sýndu okkur með því vinarhug og greiða- 'C'n salan til Sovétríkjanna hef- ur sem sagt orðið 3.200 tonnum minni en hún hefði get- að orðið, og það veldur þeim erfiðleikum sem útfiytjendur eiga nú við að glíma. Augljóst er að afstaða ráðamanna S.H. samrýmist ekki þjóðarhag, þar hiirta einhver annarieg sjónar- mið að koma til greina. Og þau annarlegu sjónarmið eru einn- ig á allra vitorði. Það' hefur verið rakið hér í blaðinu, að ráðamenn Sölumiðstöðvarinnar leyfa sér að ráðstafa á hæpn- asta hátt gjaldeyri þeim sem fæst á hinum ..frjálsu mörkuð- um“: beir hafa notað miklar fjárfúlgur til þess að koma upp dýru dreifingarkerfi, verk- smiðium og smásöluverzlunum í Bandarikiunum og sumum löndum Vestur-Evrópu; gjald- eyrisskil frá þeim hafa komið seint og einatt þótt furðulega rýr í samanburði við hliðstæð ■viðskipti Fiskiðjuvers ríkisins á sínum tíma. Þess hefur verið krafizt að ráðamenn Sölumið- stöðvarinnar gerðu ODÍnbera grein fyrir þessum máium, en beir hafa þagað sem fastast. Þess hefur einig verið krafizt að gjaldevriseftirlit Seðlabank- ans skýrði frá því hvernig háttað væri gjaldeyrisskilum Sölumiðstöðvarinnar. en gjald- pvriseftirlit.ið hefur ekkert sagt heldur. Þarna er sem sé um stórfelit feimnismál að ræða. IT’n hvað sem allri feimni líður er það þjóðarnauðsyn að þegar verði bundinn endir á þetta spillta kerfi. Það má ekki lengur viðgangast að auðmenn hafi annarlegan hag af því að afrækja beztu og öruggustu markaði okkar- og láta í stað- inn óseldar fiskbirgðir hrúgast upp á hæpnum kreppumörkuð- um. Afurðasaia íslendinga má ekki vera ■ auðgunartæki og brasktilefni skammsýnna og misviturra milljónara, því öll velmegun íslendinga er undir því komin að við höfum trausta og örugga markaði og að allt andvirði útflutningsins komi örugglega til skila jafnóðum. Halldór Halldórsson, arkitekt: Framlag ríkisvaldsins til byggingarmála á Islandi Árlega fjölgar þjóðinni um 2%. Þar sem hér búa nú um 170 þúsund manns, ætti þjóð- inni að fjÖlga á þessu ári um 3.400 manns, á næsta áratug um ca. 37.000 og fram að næstu aldamótum um rúmlega 200 þús. Nýbygging íbúða getur af ýmsum ástæðum orðið misjöfn frá ári til árs. Á lengri tíma verður þó að samsvara þörf- inni vegna mannfjölgunarinnar. Auk þess fellur fjöldi íbúða úr notkun árlega og verður ný- byggingin að sjálfsögðu að fylla þau skörð. Árleg fjölgun íbúða þyrfti sennilega að nema ca. 3% íbúðafjöldans, sem fyrir er á hverjum tíma, 2% vegna fjölgunar þjóðarinnar og 1% vegna þeirra íbúða, er á hverju ári fara úr notkun. íbúðafjöld- inn í landinu nú, mun vera yf- ir 40.000. Samkvæmt framan- greindu þyrfti að byggja ca. 1300 íbúðir á þessu ári og sú tala þyrfti að hækka um ca. 40 árlega á næstunni. Láta mun nærri að meðal- stærð íbúða hér á landi sé um 350 m3 og einingarverð þeirra um 1000/kr/m“. í Reykjavík mun byggingar- kostnaðurinn þó eitthvað hærri, en úti á landi nokkru lægri. Árleg fjárfesting til þess að fullnægja eðlilegri byggingaþörf, mundi vera 1300x350 þúsund eða rúmlega 400 milljónir. Nú orðið er það viðurkennt að húsnæðismál verða ekki leyst á viðunandi hátt nema með öflugum stuðningi ríkis- valdsins. Á Norðurlöndum nema byggingalánin að jafn- aði 75—90% byggingakostn- aðar, en framlag einstakling- anna aðeins 10—25%.Ibygg- ingakostnaði þar er kostnað- ur af byggingu gatnakerfisins meðtalinn og jafnan þarf þar að kaupa lóðir undir bygg- ingar. Hjá okkur er skilgrein- ing byggingakostnaðar ein- ungis bundinn við sjálfa hús- bygginguna. Þannig munu byggingalán á Norðurlöndum að jafnaði verulega hrökkva fyr'r kcstnaði af sjálfri hús- byggingunni. Lánakjörin, þ.e. árlegar afborganir og vextir, eru í Noregi og Svíþjóð um eða innan við 4%. I Dan- mörku munu lánavextir' nokkru hærri en á hinum Norðurlör.dunum, en aftur á móti hafa niðurgreiðslur á húsnæðiskostnaði efnalítiis fjölskyldufólks verið auknar Halldór Hallflórsson verulega. Væru lánakjör þau er tíðkast á Norðurlöndum heimfærð á aðstöðuna hér á íslandi, mundu byggingalánin nema um eða yfir 300 þúsund kr. út á eina meðal íbúð og árlegar greiðslur lánanna mundu nema um 12.000.00 kr. Þjóðartekjur Islendinga munu hlutfallslega ekki miklu lægri en þjóðartekjur hinna Norðurlandanna. En hvernig er hér búið að nýbyggingu íbúðarhúsnæðis af hálfu rík- isvaldsins ? Hér eru þrjár stofnanir, sérstakiega helgaðar þessum málum. Búnaðarbankinn gegnir því hlutverki að lána til íbúðar- bygginga í sveitum. Byggingarsjóðum verka- manna á að lána hinum efna- minni íbúum bæjanna. Byggingarsjóður ríkisins hefur svo það blutverk að lána öðrum íbúum bæjanna, sem ekki njóta lánakjara Byggingarsjóðs verkamanna. Loks má svo telja það fé, sem á fjárlögum rík:sins er æt’að til þess að byggja 'í- búðir svo hægt sé að útrýma heilsuspillandi húsnæði, en á móti framlagi ríkissjóðs kem- ur jafn mikið framlag við- komandi bæjarfélaga. Enn er ótalin fyrirgreiðsia ríkisvaldsins með lögum um ríkisábyrgð sku’dabréfa, sem byggingarsamvinnufélög e:ga aðgang að. Tafla I sýnir útlán áður- greindra stofnana ásamt skuldabréfasölu á árinu 1958, svo og lánakjör þeirra. Hér að framan hefur verið greint frá aðstoð þeirri, er löggjöfin leggur byggingu íbúðarhúsa. Hún nær vart til meira en % þess íbúðaf jölda, sem ár’ega er byggður. En hér er aðeins hálfsögð saga. Eftir er að greina frá þe5m kvöðum, sem löggjöfin leggur á byggingaframkvæmd irnar í mynd innflutningstolla á byggingaefni og söluskatts á efni og vinnu. Hagstofa íslands reiknar út byggingarvísitöluna. Út- reikningurinn byggist á mjög nákvæmlega færðum bygg- ingarreikningum húss, sem fyrir nokkrum árum var reist í Reykjavík. Húsið er af al- gengri gerð í Reykjavík. £ því eru 4 íbúðir, tvær fjögra her- bergja íbúðir, sín á hvorri að- alhæð, ein fjögra herbergja íbúð í rishæð og ein tveggja herbergja íbúð. í kjallara. Grunnflötur hússins er 110 m2. Undirritaður hefur gert sundurliðun á reikningum vísitöluhússins miðað við verð lag eins og það var í októ- ber 1958. Sundurliðunin grein- ir frá gjaldeyriskostnaði, innflutningstollum á bygging- arefni, söluskatti á efni og vinnu, vinnulaunum og ýms- um öðrum kostnaði. Notaðir voru verðlagsútreikningar, eins og þeir eru lagðir fyrir verðlagseftirlitið til stað- festingar á útsöluverði í verzl- unum. Upplýsingar voru Framhald á 10. síðu. c -03 -cá 00 ÍO 05 . • £ HO CÖ ’r-> -03 hJ S !m -cd ui P -cö CD 5h bO Sh a c3 tí c3 ►“5 a P a bD Sh o rO á X tu > m ÍH bJD JO 1 Q* P C zn 3 Ö w -03 -5 A Byggingarsjóður A-lán ríkisins B-lán 18,3 18,3 25 15 X X 7,0 5,5 ) ) ) = 10,6 ) 70-100 Vísitölub Lán til útrýming- Framlag ríkisins 3,3 50 X 4,0 4,6 ) ar heilsuspillandi Framlag húsnæðis bæjarfélaga 3,3 50 X 4,0 4,6) = 100 Búnaðarbankinn byggingarsjóður 9,3 25-T x 3,5 6,1 42-St. X 3,5 4,6 75- Byg^i ngars j óður 7,4 42 X 3,5 4,6 130- verkamanna 160 ' Ríkisstryggð Affallalaus ) ca 15- X 7,0 13,7 skuldabréf sala ) 30,0 35 55% ) ef lánstími söluverð 15 X 21,0 er 15 ar 89,9 C/ . ;

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.