Þjóðviljinn - 25.11.1959, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 25.11.1959, Blaðsíða 2
2) — ÞJÖÐIVILJINN — Miðvikudagur 25. nóvember 1959 25. nóv. — 329. dagur árs- ins — Katrínarmessa — Tungl í hásuðri kl. 7.52 — Ardegisháflæði kl. 0.30 — Siðdeg sháflæðl kl. 13.03. Slökkvistöðin: — Sími 11100. Lögreglustöðin: — Sími 11166. Næturvarzla vikuna 21.—27. nóvember er í Vesturbæjarapóteki, — sími 2-22-90. Slysavarðstofan í Heilsuverndarstöðinni er op- in allan sólarhringinn. Lækna- vörður L.R. (fyrir vitjanir) er á sama stað frá kl. 18—8. — Sími 15-0-30. Lðgreglustöðin: — Sími 11166. Blðkkvistöðin: — Sími 11100. ar, Sauðárkróks, Vestmanna- eyja ðg Þingeyrar. Á morgun er áætlað að fljúga til Akur- eyrar, Húsavíkur, ísafjarðar og Vestmannaeyja. Skipadeild SÍS: Hvassafell fer í dag frá Ham- borg til Rostock, Stettin og Málmeyjar. Arnarfell fer í dag frá Akureyri til Dalvíkur, Húsavíkur, Hólmavíkur og Skagastrandar. Jökulfell er væntanlegt til Rvíkur 27. þ.m. frá N.Y. Disarfell fór 18. þ.m. frá Norðfirði áleiðis til Finn- lands. Litlafell er á leið til R- víkur frá 'Eyjaf jarðarhöfnum. Helgafell er á Akureyri, Hamrafell fer frá Palermo 21. þ.m. áleiðis til Batúm. 12.50 Við vinnuna. 18.30 Útvarpssaga barnanna. 1S.55 Framburðarkennsla í ensku. 19.00 Þingfréttir. Tónleikar. 20.30 Daglegt mál (Árni Böðvarsson). 20.35 Með ungu fólki (Jónas Jónasson). 21.00 Samleikur á knéfiðlu og píanó: Erling Blöndal Bengtsson og Árni Krist- jánsson leika sónötu op. 102 nr. 2 eftir Beethoven. 21.20 FramhaMsleikrit'ð: Um- hverfis jörðina á 80 dögum; IV. kafli. — Leikstjóri og þýðandi: FIosi Ólafsson. 22.10 Erlndi: Frá Vejle — há- borg norrænna íþrótta (Sig. Sigurðsson). 22.30 Tónaregn: Svavar Gests kynnir ísl. dægurlög. 23.00 Dagskrárlok. Loftleiðir h.f.: Leigufiugvélin er væntanleg frá London og Glasgow kl. 19 í. dag. Fer til N.Y. kl. 20.30. Edda er væntanleg frá N. Y. k-1. 7.15 í fyrramálið. Fer til Oslóar, Gautaborgar og Kaup- mannahafnar kl. 8.45. Flugfélag íslands. Millilandaflug: Gullfaxi fór til Glasgow og K-hafnar kl. 8.30 í morgun. Flugvélin er væntan- leg til Rvíkur kl. 16.10 á morg- un. Innanlandsf’ug: 1 dag er áætl- að að fljúga til Akureyrar, Blönduoss, Egilsstaða, Flateyr- H.f. E'mshipafélag íslands Dettifoss fór frá Fáskrúðsfirði 20. þm. til Liverpool, Avon- mouth, Boulonge og Grimsby. Fjallfoss fór frá Vestmanna- eyjum 21. þ.m. til Antwerpen og Rotterdam. Goðafoss kom til Revkjavíkur 21. þ.m. frá New York. Gullfoss kom til Reykjavíkur 22. þ.m. frá Leith og Kaupmannahöfn. Lagarfoss fór frá Reykjávík '23. þ.m. til vestur- norður- bg austfjarða- hafna og Vestmannaeyja og þaðan til New York. Reykja- foss er í Rvík. Selfoss fór frá Flateyri í gær til ísafjarðar, Siglufjarðar og Akureyrar og þaðan til Lysekil, Kaupmanna- hafnar og Rostock. Tröllafoss fcr frá Reykjavík 13. þ.m. til New York. Tungufoss er í Reykjavík, Langjöku1! lestaði í Gdynia 23. þ.m. Ketty Daniel- sen lestar í Helsmgfors í dag. Skipaútgcrð ríkisins Hekla er í Reykjavík. E'sja var á Akureyri í gær á austurleið. Herðubreið er á Austfjörðum á norðurle:ð. Skjaldbreið er í Reykjavík. Þyrill var á Horna- firði í gær. Framreiðsla í kvöld: Bjarni Zóphóníasson. Föndumámskeiðið Föndurnámskeiðið hefst á föstudaginn kemur kl. 20.30. Þær stúlkur, sem hafa skráð sig til þitttöku eru beðnar að mæta stundvíslega í félags- heimilinu. — Nefndin. I gær var haldinn furdur í málfundahópnum og var þátt- taka mjög góð. Leiðbeinandi var Hendrik Ottósson. Athygli skal vakin á því, að sökum skemmtunar 1. desember verð- ur næsti málfundur á mánu- daginn í næstu viku. GAGMWýNS Austurbæjarbíó Saltstúlkan Marina (Mádchen und Mánner) Þýzk rnynd í litum. Marcello Mastroianni Isabelle Corey Leikst. Franz Cap. Eiginlega má segja að mynd- in komi þægilega á óvart í heild, því fyrstu áhrif mynd- arinnar spá ekki góðu, leik- stjóri er allt of óöruggur og hægur í byrjuninni og ekki gott að átta sig á hvaða stíl hann ætlar að leiða myndina út í. Að vísu er bæði leik- stjóri og aðrir kvikmynda- gerðarmenn myndarinnar, þjófóttir með afbrigðum, bæði hvað efnisupp:stöðu og ýmsar senur snertir og er t.d. ein senan þar sem Marcello Mast- roianni og Isabelle Corey dansa saman Cha-Cha-Cha, beinlínis tekin frá „Picnic" (Skógarferð), en þar dönsuðu William Holden og Kim Nov- ak saman, sem var ein áhrifa- mesta senan í myndinni. Það versta við þetta er að þstta er of áberandi gert, en þegar þetta er undanskilið þi er myndin furðu góð að ýmsu leyti, hún er yf:rleitt vel leik- in, og er Marcello Mastroi- anni þar einna beztur, en Trude Hesterberg stendur honum lítið að baki (hún leikur kvenvarg, og það ekki af betri tegundinni) því le;k- ur hennar er frekar góður og persónan bæði áhrifarík og sönn, en hana skortir ein- ungis næga tækni, og þá sér- staklega í orðavali. Isabelle Corey er óvenjulega aðlaðandi stúlka, en hætt er við að hún hafi séð nokkuð margar myndir með Kim Novak og Grace Kelly. Aðrar persónur myndarinn- ar eru yfirleitt sannfærandi og það er raunhæfur blær yfir henni, hún er skemmtileg, lif- andi og henni er nokkuð vel stjórnað í heild. Leikstjóri nær þessu þó ekki án bragða sem eru alltaf ódýr hjálpar- meðöl ur.dir slíkum kringum- stæðum sem þessum, en oft samt það einá sem hægt er að gera með slíkt efni, nema þá þeim mun betri kraftar séu fyrir hendi. En hann spáir góðu þessi leikstjóri, því hæfileikarnir eru auðsjáanlega fyrir hendi, og þótt mynd:n gæti verið betri (má víst oftast segja sem svo) þá er hún þó at- hyglisverð fyrir leikstjórn og leik. DAGSKRÁ ALÞINGIS miðvikudaginn 25. nóv. 1959, kl. 1.39 miðdegis Efri deikl: Kosning í fastanefndir sam- kvæmt 16. gr. þingskapa: Fjárhagsnefnd, samgöngumála- nefnd, landbúnaðarnefnd, sjáv- arútvegsnefnd, iðnaðarnefnd, heilbrigðis- og félagsmála- nefrd, menntamálanefnd, alls- herjarnefnd. Neðri delld: Kosning í fastanefndir sam- kvæmt 16. gr. þingskapa: Fjár- hagsnefnd, samgöngumála- nefnd, landbúnaðarnefnd, sjáv- arútvegsnefnd, iðnaðarnefnd, heilbrigðis- og féiagsmála- nefnd, menntamálanefnd, alls- herjarhefr.il. fer frá Reykjavík til Færeyja og Kaupmannahafnar þann 4. desember. fer frá Kaupmannahöfn 4. desember til Færeyja og Reykjavíkur. Frá Reykjavík fer skipið þann 12. desember til Færeyja og Kaupmanna- hafnar. is. Rinto fer frá Kaupmannahöfn 14. des. til Þórshafnar og Reykja- víkur. — Skipið fer frá Reykja- vík ca. 22. des. til Þórshafnar og Kaupmannahafnar. Skipaafgreiðsla Jes Zimsen Þórður vinnur í tvo daga að bráðabirgða viðgerð á skipinu, og þegar henni er lokið, hefur verðinu slotað og storminn lægt. Sér til mikillar undrunar sér hann þá i grárri morgunskímunni að skammt frá Sæfara liggur fullbúinn þrímöstrungur Hann kallar þegar i skipið, en enginn svarar. Á þilfari er enginn maður sýnilegur, enda þótt skipið breyti nú skyndilega um stefnu, svo að Þórður getur nú greint nafn þess: „Rósin frá Hellwick". Á næsta augnabliki er skipið horfið milli klettanna. Þetta er kynlegt... Hvernig stendur á þessu og hvers vegna svarar enginn? em sérstalmr kókallokkur — 'k — „Barnabækur ísafoldar" eru nú orðnar íimm Allar fimm eru samdar eða þýddar af kunnum íslenzk- um skólamönnum. Nefsdir skuiu skéla- stfórarnir Isak Jóns- son, Jón Á. Gissur- arson ©g Sigurður Gunnarsson. — Kár Tryggvason, rithöfundur og Sig- rún Guðjónsdótfir bókavörður. Þýddu bækurnar eru erlendar verðlaunabækur — t.d. fékk „Jan og stóðhesturinn" æðstu æskulýðs- bókaverðlaun í V- Þýzkalandi árið 1358. Jarsitóíur IsaíoWar4 eru: Dísa á Grænalæk eftir Kára Tryggvason. Verð kr. 38.— Jan og stéðhesturinn Jón Á. Gissurarson þýddi. Verð kr. 58.— Tataratelpan Sigurður Gunnarsson þýddi. Verð kr. 48.— Litla uglan henna? Maríu Sigrún Guðjónsdóttir þýddi. Verð kr. 55.— Bergnuminn í risahelli Isak Jónsson þýddi. Verð kr. 39.—

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.