Þjóðviljinn - 25.11.1959, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 25.11.1959, Blaðsíða 9
— Miðvikudagur 25. nóvember 1959 — ÞJÓÐVILJINN — (9 Úr skýrslu síjórnar sambandsins Skýrsla sú sem stjórn FRÍ lagði fram á þinginu var á margan hátt merkileg og kom víða við. Bar hún 'þess merki að vel hefur verið unnið að málum sambandsins. Sérstak- lega hefur verið undirbúin framt'íðin hvað snertir sam- skipti við útlönd. Hinar föstu nefndir hafa líka tekið vissa þætti starfsins innan stjórnar- innar. 1 byrjun skýrslunnar er get- ið þeirra aðila sem að FRÍ standa og getur þar að þeir séu 25 að tölu, og virðast öll starfandi nema Ungmenna- og íþróttasamband Vestur-'Barða- strendinga, sem ekki hefur haldið aðalfund í langan tíma. Til þingsins komu fulltrúar frá 8 aðilum svo varla máttu þeir vera færri eða fulltrúar frá tæplega einum þriðja samband- anna. I skýrslunni kemur fram að mikil vanhöld eru á skýrslum frá aðilum er það raunar það algenga í íþróttahreyfingunni, og til mikils baga og tafa. Um það segir m.a. í s'kýrsl- unni og á það erindi til allra sem um skýrslugerðir fjalla í hvaða grein sem er. Tregar heimtur á skýrslum: Undanfarin ár hefur jafnan verið kvartað undan því, í þessum lið ársskýrslunnar, að sambandið við aðila F.R.I. hafi ekki verið nægilega greitt. Enda þótt engan veginn sé úr þessu bætt að fullu, hefur sambandið við aðilana þó verið sízt verra nú en undanfarin ár og heldur betra að ýmsu leyti. Þó eru enn nokkur hér- aðssambönd, sem sýna full- komið tómlæti og hirðuleysi og svara engu þeim bréfum, sem ' FRÍ ritar þeim og senda held- ur ekki lögboðnar skýrslur. Virðist svo sem vænta verði betri tíma i þessu efni, er ný- ir menn taka smátt og smátt við störfum þeim og trúnaðar- stöðum í héraðssamböndun- um þar sem nú húka félagslega steindofnir menn, sem dagað hefur þar uppi. Það hlýtur að koma að því, að þeir menn, sem ekki hafa vilja eða bol- magna til að rækja sæmilega þau félagsstörf, sem þeir hafa tekið að sér, annað hvort sjái sóma sinn S að víkja fyrir dug- meiri og árvakrari mönnum, ellegar samtökin sjálf taki um- boð af slíkum mönnum og fái þau í hendur öðrum, sem ekki bregðast. Það er oft kvartað undan því, að skýrslugerð hjá í- þróttahreyfingunni sé svo vandasöm og fjölþætt, að ekki sé nema von að nokkur van- höld verði á skilum. Hér er um að ræða alrangt mál. Að vísu er því ekki að neita, að eyðublöðin eru nokkuð mörg, en mjög fljótlegt að fylla þau flest út. Það verður heldur ekki fram hjá því farið, að þeir menn, sem taka að sér forystu 'í héraðssamböndum, ganga ekki að því gruflandi, hver böggull fylgir skammrifi og þeir taka þá um leið þá skyldu á herðar að sjá um, að lög- boðnar skýrslur séu sendar og erindum svarað: Stjórn FRl heitir því á hér- aðssamböndin að bregðast nú vel við á komandi ári og senda skýrslur og svara bréfum sam- bandsins svo fljótt og unnt er. Með því styrkja þau ekki að- eins Frjálsíþróttasambandið heldur einnig íþróttastarfsem- ina í sínu eigin byggðarlagi. Frjáls'íþróttasmabandið vill vinna að eflingu íþróttagrein- ar sinnar um allt land, en til þess verður að hafa samvinnu við héraðssamböndin og sú samvinna verður ekki mikils virði, ef sambandið talar þar fyrir daufum eyrum. Þeim héraðssamböndum, sem vel og greiðlega hafa staðið- í skilum, þakkar sambandið vel unnin störf. Samskipti við útlönd. I skýrslunni er langur kafli um samskiptin við útlönd, og er hinn fróðlegasti, og skýrir nokkuð það mikla starf sem á bak við það liggur: Á síðasta ársþingi FRÍ var samþykkt tillaga um að sk'ora á stjórn sambandsins að reyna eftir fremsta megni að koma á landskeppni hér heima árið 1959. Sambandsstjórn tók mál þetta þegar til athugunar og var leitað hófanna við þrjár þjóðir. a) Danmörk: Er formaður FRl sat fund forystumanna frjálsíþróttasambands Norður- landa í Kaupmannahöfn, 10.-12. nóv. 1958 ræddi hann þessi mál rækilega við forystumenn Framhald á 11. síðu. Speimandi leikir í rneist- ioiao m tm »■ Víkirigúr sigraði Árm-ann, en Valur og ÍR gerðu jaínteíli Nú um heigina fóru. fram Péikfr 'í meistaraflokkum kv'enna og karia. Fléstir leikj- ániia voru skemmtiiegir' og sþénnandi á að horfa; Ármann vann Þrótt 10:5. Þegar í upphafi mátti sjá að hverju stefndi, þ.e. örugg- um sigri Ármanns. I hálfleik hafði Ármann skorað 5 mörk gegn einu marki Þróttar. I síðari hálfleik stóðu Þróttar- stúlkurnar sig miklum mun betur en í þeim fyrri, en Ár- mann sigraði þó með 10:5, þar af skoraði sama stúlkan, Sig- ríður Lúthersdóttir, 7 mark- anna. 1 liði Ármanns voru langbeztar sem svo oft áður þær Sigríður og Ruth í mark- inu. 1 liði Þróttar bar af Kat- rín Gústafsdóttir. Valur Vílángur 5:3. Fyrirfram var búizt við jöfn- um leik milli þessara ungu liða, sem undanfarið hafa sýnt mjög góða og lofandi leiki. — Valur náði þxegar í upphafi 2ja marka mun, og það var einnig KnaHspyrnufélag Akraness ntinnisf 35 óra afmœlis Á næsta ári Æfa fyrir allslierjarmótið ráðgera tékkóslóvaskir íþróttamenn að efna til allsherjarmóts mikils, 2. spartakíöðunnar. Eru íþróttamennimir fyrir löngu farnir að nndirbúa mótið; einkum æfa fimleikamennirnir af miklu kappi. Hér sést hópur stúlkna að fimleikaæfingum með keilur. Sl. laugardagskvöld hélt Knattspyrnufélag Akraness ((KA) hátíðlegt 35 ára afmæli sitt að Hótel Akranesi. Þar voru mættir á annað hundrað manns, meðal þeirra flestir knattspyrnukappar Akraness, t.d. Ríkarður Jónsson, sem ný- kominn er heim aftur frá Eng- landi. Óli Örn Ólafsson setti sam- komuna og bauð félagsmenn og gesti velkomna til hófsins. Jón B. Ásmundsson stjórnaði hófinu. Ólafur Fr. Sigurðsson talaði fyrir minni félagsins. Hann rakti sögu félagsins í stórum dráttum og kom víða við, en Ólafur hefur lengi ver- ið formaður félagsins. KA var stofnað 9. marz 1924 og hefur alltaf lagt aðal- áherzluna á knattspyrnu, þó að nú iðki félagsmenn jafnframt fimleika og handknattleik. Þá tók til máls Benedikt G Waage, forseti ISÍ, þakkaði boðið og flutti kveðjur og þakkir frá tSÍ fyrir frábært starf félagsins 1 þágu íþrótt- anna, sérstaklega knattspyrn- unnar síðastliðin 35 ár. Hann rakti nokkuð sögu knattspyrn- unnar á Islandi frá því fyrsta, og gat sérstaklega um knatt- spyrnumenn Akraness og þátt þeirra í hinum fræga kappleik við Dani 18. ágúst s.l., þar sem þeir komu svo mjög við sögu, eins og kunnugt er. Að lokum afhenti hann KA odd- fána ÍSÍ, með áletrun, og lítinn silfurbikar, sem stjórn félags- ins átti að ráðstafa. Formaður KA, Jakob Sig- urðsson, tók á móti gjöfunum og þakkaði. Því næst afhenti formaður ÍBA, Guðmundur Sveinbjörnsson, KA verðlauna- bikar, er félagið hafði unnið s.l. sumar, en KA og Kári keppa árlega um þennan far- andbikar í knattspyrnu, og hafa oft unnið hann til skiptis. Einnig afhenti hann hverjum leikmanni verðlaunapening. Þá hófust skemmtiatriðin. Valdimar Indriðason stjórnaði skemmtHegum spurn'ingaþætti, sem tíu manns tóku þátt í. Gamanvísnasöngvarinn Ómar Ragnarsson söng nokkrar gam- anvísur með undirleik Einars Loga, við mikinn fögnuð á- heyrenda. Að skammtiatriðum loknum var stiginn dans fram eftir nóttu. Afmælishófið fór hið bezta fram, var fjölmennt og skemmtu menn sér ágætlega. Starfsemi KA er með miklum blóma og eru nú um 300 nwnns í félaginu. Samstarf KA og Kára hefur alltaf verið með ágætum, Á 25 ára afmæli KA gaf hað út myndarlegt afmælis- blað, og þeim sem viija kvnnest betur sögu félags- ins, ska! hent á að lesa það. sá hinn sami nrsmunur, som færði Val sigurinn að þessu sinni, en þær sigruðu með 5:3.. Beztan leik hjá Val sýndi Sigr ríður Sigurðardóttir, en hjá Víking. Rannveig Laxdal. Mfl.'barla: Víldngur sigraði • Arinann öilum á óvænt. Víkingar náðu frumkvæðmú, en Armann jafnaði! Víkingar komust því næst tvö mörk yfir 3:1 og Sigurður Þorsteinsson minnkar biiið í 3:2, og Ár- menningar linna ekki látunum fyrr en þeir eru komnir yfir 4:3, þá fá Víkingar vítakast, sem þeir skora úr 4:4. — Skömmu fyrir leikshlé skorar Kristinn svo fyrir Ánnann með mjög glæsilegu skoti í gegnum Víkingsvörnina; leik- ar standa því 5:4fyrirÁrmann í hálfleik. Fyrsta verk Víkinga í seinni hálfleik er að jafna, 5:5. Ármann nær aftur for- ystunni eftir að Sigurður skor- ar, en Víkingar kvitta ja^n- harðan, og nú er það að Vík- inngar taka frumkvæðið af Ár- manni, og Sigurður skorar með föstu og góðu skoti, 8:7. Vík- ingur skorar einnig tvö næstu mörk, og er þar í bæði skipti sami maður (Pétur) að verki í bæði skiptin með lágskoti. Úr víti skora Ármenningar 10:8. og sama gera Víkingar úr víti, sem þeir fá sér dæmt s'kömmu síðar, 11:9 náðispenn- ingurinn algjöru hámarki, ov eftir að Ármann skoraði s:it síðasta mark 11:10, var leikið maður-gegn-manni. — Víkingar voru mjög heppnir í leik þess- um, en mega engu síður ve’-a hreyknir af að hafa sigrað h:ð ágæta lið Ármanns. Bæði l:ð:n ’sýndu allsæmilega. leiki og oft sáust góð tiiþríf á báða bnva. Eeztu menn Víkinvs voru P:f- ur og Sigurður Jónsson. I lið: Ármanns var beztur Sigurðvr Þorsteinsson. sem skoraði f’est af mörkum þeirra. Frani vonn Þrótt eftir tví- c-ýnan le.ik. Fvrstu c'ókn'r' bsrro*iq færðn rnörk, Guðión skoroM furír Fram. en Þórhallur fvrir T”’ótt, með nóðu skofi. Kprl.sonn náði frnmkvæð5”'’ fvrir Þrótt Tveð falleau skof:, 'R’rpmprar iöfnnðu nm h<«1. ViVfor skorar þó pf línu fvr'r Þrótt. 3:2, en Hilmor ipfrpr enn fvrir Fram, 3:3. Viktor Framhald á 10 síðu. Verðlag landtónaSarvara Framhald af 1. síðu. nefndinni. Einnig var í nefndinni mikill ágreiningur um verðbætur útfluttra búvara, og sögðu full- trúar neytenda sig úr henni, er verðlag var hækkað á búvörum innanlands til að standa undir verðbótum útfluttra búvara. Það er augljóst mál, að ís- lenzkir neytendur geta ekki sætt sig- við, að verðuppbótum á útflutning sé bætt beint of- an á verðlag innanlands. fs- lenzkar búvörur, sem út eru fluttar verður að verðbæta á annan hátt. Þá er einnig ljóst að semja ber um nýjan verðlagsgrund- völl búvara sem bæði fram- leiðendur og neytendur geta sætt sig við og sá grundvöllur á að ákveða verðið til bænd- anna, það sem þeir fá í hend- ur fyrir framleiðsluvörur sín- ar, en verðlagsyfirvöld ákveði síðan útsöluverðið til neytend- ánna. — h

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.