Þjóðviljinn - 25.11.1959, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 25.11.1959, Blaðsíða 12
Frumvarp til fjárlaga fyrir árið 1960 lagt fram Rikisst|érniii felllr niður 190 mllljéii kréna greíöslu til Dtflutningssjéðs Frumvarp til fjárlaga fyrir árið 1960 var lagt fyrir Alþingi í gær. Niðurstööutölur þess á rekstraryfirliti eru 975 713 000 kr., með 92 898 213 kr. rekstrarafgangi, og á sjóðsyfirliti 976 313 000 kr., með 2 508 166 kr„ sem greiðslujöfnuð. Ljóst verður af frumvarpinu að eytt hefur verið því fé sem vinstri stjórnin skildi eftir og athygli vekur að stjórnin fellir niður rösklega 100 milljón kr. greiðslu til Útflutningssjóðs, og stendur sú tekjuþörf opin og ófyllt_ í greinargerð segir m.a.: ^ „Að því er bezt verður séð, inunu tekjur ríkissjóðs á árinu 1959 fara talsvert fram úr áætl- un fjárlaga. Er það einkum tekju- og eignaskatturinn, stimp- ilgjöld og tekjur ríkisstofnana, sem virðast ætla að gefa betri raUn en ráð hafði verið fyrir gert. Þrátt fyrir tilraunir rikis- stjórnarinnar til að draga úr um- framgreiðslum, munu útgjöld binsvegar fara nokkuð fram úr áætlun. Er þvi ekki hægt að bú- ast við greiðsluafgangi hjá rík- issjóði, en aftur á móti ekki á- stæða til að óttast greiðsluhalla á yfirstandandi ári. Fjárlagafrumvarp það, sem hér Jiggur fyrir, er miðað við það verðlag og kaupgjald, sem nú er og hefur staðið óbreytt síðan snemma á árinu 1959. Þrátt fyrir þetta er ekki hægt að gera ráð iyrir jafnhagstæðri afkomu rikis- s'jóðs á árinu 1960 eins og verða mun á árinu 1959. Til þess liggja þrjár orsakir. í fyrsta lagi var í íekjuáætlun fjárlaga fyrir árið 1959 gert ráð fyrir tolla- og skattagreiðslum Sogsvirkjunar- innar, að upphæð 30 m. kr„ og notkun greiðslua.fgangs frá árinu 1958, að upphæð 25 m. kr. Þessir tekjustofnar falla nú að sjálf- sögðu burt. í öðru lagi er ekki hægt að gera ráð fyrir að tekjur rikissjóðs af verðtolli og sölu- skatti verði eins miklar árið 1960 og þær munu reynast á árinu 1959. Hinn mikli innflutningur ársins 1959 hefur að nokkru byggzt á notkun erlends láns- fjár, sem gera verður ráð fyrir að minnki á árinu 1960. Erfið gjaldeyrisaðstaða í frjálsum gjaldeyri og sívaxandi greiðslu- byrði af erlendum lánum tak- marka einnig möguleikana á jafn- miklum innflutningi og verið hef- ur. Af þessumi sökum eru tekjur þessa frumvarps ekki áætlaðar hærrl en tekjur fjárlaga ársins 1959, enda þótt vitað sé, að tekj- ur þess árs muni reynast all- miklu hærri en fjálögin gerðu ráð fyrir. f þriðja lagi aukast út- gjöld í þessu frumvarpi um 43 m. kr. frá fjárlögum 1959, ef ekki er tekið tillit til greiðslna til Út- flutningssjóðs. Hækkanirnar stafa yfirleitt af óhjákvæmilegri aukningu til kennslumála (16,0 m. kr.), félagsmála (10,5 m. kr.) og til dómgæzlu og lögreglu- stjórnar /5,5 m. kr.). „Afleiðing þeirra breytinga, sem hér hafa verið nefndar, er sú, að ríkissjóður getur ekki að óbreyttum tekjum innt af hendi jafnmiklar greiðslur til útflutn- ingssjóðs og hann hefur gert á árinu 1959. í stað 152,1 m. kr. greiðslu til útflutningssjóðs í nú- gildandi fjárlögum, er því aðeins gert ráð fyrir 50 m. kr. greiðslu í því frumvarpi, sem hér liggur fyrir. Það hlýtur að verða verk- efni nýrrar ríkisstjórnar að gera | tillögur um lausn þess fjárhags- vandamáls útflutningssjóðs, sem með þessu skapast.“ ÞlÖDVILJINN Miðvikudagur 25. nóvember 1959 — 24. árgangur — 259. tbl. r sKrao a Ríkið bótaskylt vegna slyss í vistheimilinu í Breiðuvík Hæstiréttur hefur fellt skaöabótaskyldu á ríkissjóð vegna slyss, sem varð að vistheimilinu í Breiðuvík á Barðaströnd fyrir 4 árum, er ör, sem einn drengjanna á heimilinu skaut af boga, lenti í auga annars drengs og skaddaði það mjög. Faðir drengsins, sem fyrir skotinu varð, höfðaði mál gegn fjármálaráðherra og mennta- málaráðherra f.h, rikissjóðs til greiðslu skaðahóta vegna slyss- ins og var ríkissjóður dæmdur til greiðslu 115.800 kr. í hér- aði, auk máls'kostnaðar. I Hæstarétti var þessi niðui*- staða staðfest, og verður vikið nánar að forsendum dómsins síðar. Mál þetta var hið fyrsta prófmál tveggja héraðsdóms- lögmanna fyrir Hæstarétti: Hauks Jónssonar sem flutti málið fyrir ríkissjóð, og Sig- urðar Baldurssnar, sem flutti málið fyrir föður drengsins. „Landhelgisbók”, tekin saman aí Gunnari M. Magnúss, kemur út í dag Landhelgisbókin kemur út í dag, mikið rit, sem Gunn- ar M. Magnúss rithöfundur hefur tekið saman og fjall- ar um landhelgsmál íslendinga og fiskveiðar hér við land allt frá árinu 1400 fram á þennan dag_ Bókin er rúmar 200 blað- M. Magnúss m.a.: „Efni það síður í vænu broti, prentuð á sem bók þessi fjallar um er í mjög vandaðan pappír, enda rauninni einn af höfuðþáttum eru í henni 160 myndir efn- inu til skýringar. Útgefandi er Setberg. --------------*SS3? Sögulegt yf'irlit í 550 ár Landhelgisbókin er í tveim hlutum, nær yfir 550 ára tíma- bil. í fyrri hlutanum eru rakt- ar sögulegar staðreyndir um landhelgina, allt frá árinu 1400 til 1958. Hefst frásögnin, þegar hinir fyrstu erlendu menn koma hingað til fiskveiða, en þeir fóru síðan oft með yfir- gangi og ofríki á hendur lands- mönnum. Síðari hlutinn hefst, þegar varðskipafloti íslendinga leggur úr höfn aðfaranótt hins sögulega dags 1. sept. 1958 og lýkur 1. sept. 1959. Þá er í bókinni annáll, er greinir frá 200 sögulegum atburðum í hálfa sjöttu öld. I „Nokkrum orðum um bók- ina“ segir höfundur, Gunnar Gunnar M. Magnúss sjálfstæðis þjóðarinnar. í sambandi við það koma fram þau meginviðfangsefni, sem kynslóðirnar í landinu hafa Framhald á 3. síðu. „Vorið er komið" „Vorið er komið“ nefnist kvikmynd, sem Osvald Knud- sen hefur nýlega lokið við að gera og verður liún frum- sýnd n.k. föstudag á kvöld- vöku hjá Ferðafélagi íslands. 35 mínútur tekur að sýna myndina og fjallar hún um lífið í sveitinni á vorin, um sauðburðinn, fráfærur, fugla- lífið og m. fl. Verður nánar sagt frá henni í blaðinu síðar. Kvöldfagnaðui Islenzk-ameríska félagið efn- 5r til kvöldfagnaðar í Lídó n.k. föstudag, á þakkargjörðardegi Bandaríkjamanna. Þar flytja sex bandarískir stúdentar, sem stunda hér nám í íslenzkum fræðum, stutt ávörp, einnig verður danssýning o.fl. Fær Haukur Hvannberg að fara eður ei? lEinn angi olíumálsins mikla — réttarfarslegur að vísu — er nú kominn fyrir Hæstarétt. Var úr- skurði rannsóknardómar- anna um að Hauki Hvannberg, fyrrv. for- stjóra Olíufélagsins h.f„ væri óheimilt að hverfa af landi brott meðan rannsókn málsins stæði yfir skotið til Hæstarétt- ar með kæru. Er líklegt að fullnaðarúrskurður gangi einhvern daginn. Kjör logarasjómann a versnað um 12-15 þús króna á árinu Farmenn hafa veriö samningslausir um árs skeiS - St)6rnark)ör hafiS í S.R. Á togaraflotanum hafa kjörin versnaö svo á þessu manna, taka fram eftirfaramdi: ári, sumpart vegna aögeröa ríkisvaldsins og sumpart vegna minni afla, aö nemur um 12—15 þús. kr. á árinu . . . Viö borö liggur aö ekki fáist nokkur maður út á skipin meöan þetta ástand helzt óbreytt. Þannig er m.a. komizt að orði í yfirlýsingu, sem Þjóð- viljanum hefur borizt frá B- listanum, lista starfandi sjó- manna í Sjómannafélagi Reykjavíkur, en stjórnarkjör hefst í félaginu í dag og mun standa yfir þar til aðalfundur verður haldinn, líklega í síðari hluta janúar. 1 kjöri eru tveir listar, A-listi, listi stjórnar og trúnaðarráðs, og B-listi, sem fyrr var getið. Árshátíð Alþýðubandalagsins í Suð- urlandskjördæmi haldin á Selfossi Árshátíð Alþýðubandalagsins í Suðurlandskjördæmi verður haldin í Tryggvaskála á Selfossi, föstudaginn 27. nóvember kl. 21. Ræður og ávörp flytja alþingismennirnir Karl Guð- jónsson, Hannibal Valdimarsson og Einar O'.geirsson og Gunnar Benediktsson, rithöfundur. Gestur Þorgrímsson og Haraldur Adolfsson skeinmta. Að lokum leikur hljómsveit Óskars Guðmundssonar. Allir stuðningsmenn G-listans í Suðurlandskjördæmi vel'komnir meðan húsrúm leyfir. Aðgöngumiða sé vitjað til Þórmundar Guðmundssonar, Magnúsar Aðalbjarnarsonar, Skúla Guðnasonar á Sel- fossi og Björgvins Sigurðssonar á Stokkseyri. G-LISTINN. Jón Tímótheusson formannsefni B-listans Forsendur stéttarlegs eðlis Yfirlýsing B-Iistans fer í heild hér á eftir: „Vegna blaðaskrifa um stjórnarkjör í Sjómannafélagi Reykjavíkur vil ég fyrir hönd B-listans, lista starfandi sjó- Það er mikill misskilningur, sem fram kemur í áðurnefnd- um blaðagreinum, að listi þessi sé borinn fram af einhverjum pólitískum flokkum. Forsend- urnar fyrir að starfandi sjó- menn hafa enn einu sinni stillt upp gegn núverandi stjórn Sjó- mannafélags Reykjavíkur eru fyrst og fremst stéttarlegs eðl- is, svo sem hér skal frá greint, enda þótt við hefðum frekar kosið að þurfa ekki að fara með slík mál í dagblöðin. Farmenn hafa nú um eins árs skeið verið samningslausir og ekki er vitað að stjórn S.R. hafi þar hreyft sig á því tíma- bili til þess að ná nýjum samn- ingum. Á togaraflotanum hafa kjörin versnað svo á þessu ári, sumpart vegna aðgérða ríkis- Framhald á 3. síðu KÓPAVOGUR SÓSÍALISTAFÉLAG KÓPAVOGS Aðalfundur félagsins verður haldinn föstudaginn 27. þm. kl. 8.30 í barna- skólanum við Digranesveg. Fundarefni: 1. Venjuleg Aðalfundarstörf. 2. Sigurður Guðnason frv. alþm. segir frá för sinni til Kína.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.