Þjóðviljinn - 26.11.1959, Side 4

Þjóðviljinn - 26.11.1959, Side 4
4) — ÞJÓÐIVILJINN — Fimmtudagur 26. nóvember 1959 — L Ý Ð S 5' Ahugi nógur samtök vantar r -----\ Rœtt vi3 ungan Dalvaking um félagsleg verkefni í Dalvik og Vestmannaeyjum v______________________________________y Dalv'ík hefur verið mikið í fréttum að undanförnu. Við þóttumst því heppnir, að ná tali af ungum Dalvíking fyr- ir Æskulýðssíðuna. Hann heitir Rafn Sigurðsson og stúderar í bænum í vetur. -— Þótti þér ekki leitt að ienda ekki í marsvínavöðunni heima hjá þér? -—- Ekki get ég sagt, að mér þyki sérsta'klega leitt, að fá ekki að þjóna kirkju Krists með marsv’ínadrápi. — Það virðist vera mikill trúaráhugi þarna fyrir norð- ^ an. | — Ekki hef ég nú orðið var við hann — varla meiri en hérna fyrir sunnan. Að vísu var kirkja staðarins orðin gömul, og hún er illa stað- sett og illa sótt. Eg geri ekki ráð fyrir að það verði mikil breyting þar á, þótt við fá- um nýja kirkju. Fólk sækir yfirleitt ekki andlegt viður- væri sitt í kirkjur nú á dög- um. —, Þér finnst kannski að það hefði mátt verja arðinum af hvalrekanum öðruvísi ? — Já, ég held, að það hefði verið meiri þörf að hlynna að ándlegri velferð Dalvík- inga, með því að láta arðinn renna til félagsheimilis. Fé- lagslíf á "staðnum ,er harla lítið, enda ekki 'í annað hús að yenda með það, en í gamlan kofa, sem ungmenna- félagið á. Það hefur lengi ver- ið á döfinni að bæta úr þessu en framkvæmdir aðeins í orði.: Þarna er samtakaleysi um iað kenna. Það vantar ekki "á'huga hjá unga fólkinu — margir væru fúsir til að leggja fram sjálfboðavinnu ef rétt væri á málinu haldið. — Þið eruð að byggja kirkjii já. Hafa verið nokkrar aðrar merkilegar framkvæmd- ir í bænum? síldveiðunum í sumar og á vafalaust eftir að bæta at- vinnuástandið 'í bænum. — Er erfitt með atvinnu? — Það ,er eins og víðast hvar í sjávarplássum fyrir norðan, nóg atvinna á sumrin en lítil á veturna. Það er nú svo oft búið að tala um þörf- ina á að dreifa atvinnutækj- unum út um land. Vinstri stjórnin vann þar gott verk eins og allir vita. En nú er Rafn Sigurðsson komin ný afturhaldsstjórn og hver veit hvað það á eftir að þýða fyrir dreifbýlið? — Ungt fólk verður þá yf- irleitt að flýja að heiman í atvinnuíéit á veturna? — Já, það er venjan. Eg hef t.d. verið fjóra undan- farna vetur á vertíð í Vest- mannaeyjum. — Hvað viltu segja síðunni um það? — Mér eru nú efst 'í huga þau félagslegu vandamál, sem óleyst eru hjá aðkomufólki í verstöðvum. Eg hef lengst af unnið hjá Fiskiðjunni í Vest- mannaeyjum, sem er mjög snyrtilegur og fullkominn vinnustaður, íbúðir og mat- Gata á Dalvýk — Það er nýbúið að byggja skóla, ágætt 'hús, en íþrótta- líúsið vmntar ennþá. Það er verið að stækka frystihús kaupfélagsins. Svo er ný- komið austurþýzkt togskip, 'eign hreppsins og einstak- linga. Það aflaði ágætlega á salur í sömu byggingu og vinnustaðurinn. En það er bara ekki nóg. í fyrra lentum við í því t.d., að ekki var róið fyrsta mánuð vertíðar- tímans. Þá var okkur gert að greiða 45 kr. á dag í uppi- hald en fengum 200 kr. á Ritstjóri: Franz A. Gíslason viku fyrirfram, engin vinna og engin trygging. Slíkt á- stand er ekki bara óþolandi heldur bókstaflega ókleift. Vertíðarfólk í landi verður að hafa kauptryggingu eins og sjómenn, eða a.m.k. fá ókeyp- is fæði og húsnæði meðan eng- in vinna er. Það var gerð krafa um þetta í Vestmanna- eyjum í fyrra. Það skrifuðu allir undir á mínum vinnu- stað, en okkur var bara ekki svarað. Þarna var samtaka- leysi um að kenna, vert'íðar- fólkið þarf að mynda með sér félög, til að gera aðstöðu sína bærilega og njóta þar aðstoð- ar verkalýðsfélaganna á staðnum. Og það er fleira, sem þarf að gera fyrir vertíðarfólk. Það er t.d. háborin hneysa að menn skuli ekki hafa í annað hús að venda sér til Framhald á 11. síðu. ® Viðtal við unat skáld „Með ungu fólki“ nefnist þáttur, sem Ríkisútvarpið hef- ur tekið upp í vetur og flutt- ur er á miðvikudögum. í þætt- inum í sl. viku átti stjórn- andi hans viðtal við eitt af yngstu skáldum o!kkar, Ara Jósefsson. Eg lilýddi á þátt- inri mér til mikillar ánægju. Unga skáldið svaraði þeim spurningum, sem fyrir það voru lagðar, skýrt og skorin- ort og fór hvergi dult með á- lit sitt á málum. Og það sem ánægjulegast var, skoðanir þessa unga manns virtust yf- irleitt heilbrigðar og hann setti þær einarðlega og öfga- laust fram en ekki með því hóflausa steigurlæti sem mörgum hættir til á þessum aldri. • Ekki fyrir „börn og unglinga" En þetta viðtal virðist ekki hafa fallið öllum jafn vel í geð. Eg sé, að höfundur Rvíkurbréfs Morgunblaðs- ins sl. sunnudag hefur einnig hlustað og orðið heldur betur felmt við það, sem ungi mað- urinn sagði. tlann heyrði það nefnilega fljótt af glögg- skyggni sinni, að ,,ekki leynd- ist, að ungmennið var komm- únisti og hélt þv'í m.a. fram til ágætis þeirri stefnu, (þó að hún væri ékki berum orð- um nefnd) að hún tryggði því og öðrum, er hana aðhylltust, að þeir mættu tala eða skrifa eins og þeir vildu.“ — Já, það er ljótt, ef satt er, og ekki nema von, að höfundi Reykjavikurbréfsins brigði í brún að heyra jafn hættuleg- an boðskap í sjálfu Ríkisút- varpinu, sem á þó að vera „dauðhreinsað“ af öllum kommúnistabakteríum. Og það ÆSKULYBSFYLKINGIN HELDUR FULLVELDIS- FAGNAÐ 1. DES. ; ■ivi Fjölbreytt og vönduð skemmtiatriði Á fullveldisdaginn, 1. desember gengst ÆFR fyrir: fullveldisfagnaði fyrir félaga sína og aðra velunnara. Verður hann haldinn í Framsóknarhúsinu að kvöldi 1. des. og hefst klukan 9. Þetta er fyrsta skemmtun ÆFR á þessum vetri og verð- ur vel til hennar vandað, ef að líkum lætur. Þeir sem sóttu skemmtanir félagsins í fyrravetur minnast þess, að þær þóttu sérlega vel heppn- aðar að öllu leyti. Fullveldisfagnaðurinn n. k. þriðjudag verður settur með ávarpi, sem Ari Jósefsson flytur. Því næst verða flutt fjölbreytt skemmtiatriði. Árni Jónsson óperusöngvari syng- ur einsöng, Tómas Einarsson leikur einleik á gítar. Flutt- ur verður leikþátturinn: „Hver á barnið“ af félögum í leikáhugahópi ÆFR. Síðasta atriði á dagskránni verður söngur og eftirhermur — Ragnar Lárusson. Kynnir verður Helgi Haraldsson. Að loknum skemmtiatriðum verð- ur svo að sjálfsögðu stiginn dans. Félagar ÆFR eru hvattir til að sækja þessa fyrstu skemmtun félagsins í vetur og taka með sér gesti. Eldri sósíalistum og öðrum velunn- urum skal einnig bent á, að hér gefst gott tækifæri til að eiga glaða stund með lífs- glöðu æskufólki, sém er sam- taka að skemmta sér á prúð- an og siðmenntaðan hátt. Komið og takið miða á skrifstofu ÆFR að Tjarnar- götu 20, þar sem þeir verða afhentir næstu daga. hörmulegasta er þó ónefnt enn. Viðtalið var flutt í þætti, sem „börn og unglingar munu einkum hlusta á.“ ® Huggun harmi gegn Höfundur Reykjavíkurbréfs- ins reynir vafalaust að gera sitt til þess að koma í veg fyrir, að jafn þjóðhættulegur kommúnistaáróður verði öðru sinni fluttur „börnum og unglingum“ í þessum þætti hins ,,hlutlausa“ Ríkisútvarps. En sem betur fór fyrir hrædda og hneykslaða mann- inn fann hann þegar í stað huggun harmi gegn. Mitt í raunum sínum minntist hann annars ungskálds, sem bet- ur hefði kveðið við hans hæfi. Og í feginleik s'ínum prentaði hann upp heilt kvæði úr ný- útkominni Ijóðabók þess til þess að sannfæra sjálfan sig og meðbræður sína í þjáning- unni vegna „kommúnista- hættunnar“ um, að allt væri í stakasta lagi, „kommúnism- inn“ kominn að fótum fram og við Islendingar svo lán- samir að eiga skáld með svo arnfráa innri sjón, að þau skynjuðu hrun hans gegnum járntjaldið. ® Huggunarljóðið Huggunarljóð unga skálds- ins nefnist „Kreml“ og er svo- hljóðandi: „Svo þetta mun skipið sem ætlar að sigla til álfu akranna þar sem drýpur hun- ang og sm'jör. 1917 það sigldi frá vör við sönglist og þlaktandi fána, en villtist. Og nú á dökkum, daunillum mar drafnar það niður eftir að vindarnir hættu að þenja fram seglin. Og fugl- arnir löngu farnir sem fylgdu bví spölkorn á leið. Á skipsins för ber ekki lengur birtu frá sól eða mána. Og þeir sem leita að álfu hun- angsins eigra um ónýtan farkost, vaxnir langri skör, rjála við hnífinn, horfa lymskir á granpann þvi hungrið er stöðugt og sárt: Þeir éta hver annan1.. ® Öbiamælavísur Þegar þess er gætt, að kvæðið mun nýlega ort' og sig- , ur kommúnismans í heimin- urn hefur aldrei verið nær því en nú að verða að veruleika, hlýtur að vakna sú spurning, hvort kvæðið muni ekki kveð- ið af meiri óskhyggju en raunsæi. Og ekki þætti mér með ólíkindum, þótt síðari t’ími skipaði því á bekk með kveðskap eins og t.d. vísunni alkunnu: „Fiskurinn hefur fögur hljóð,“ o.s.frv. Sá er að- eins rnunurinn, að öfugmæla- vísur fyrri alda voru kveðnar vitandi vits og til igamans fyrir alþýðu manna, þessi í blindni og fyrir sjúka menn að blekkja sjálfa sig með.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.