Þjóðviljinn - 26.11.1959, Page 11

Þjóðviljinn - 26.11.1959, Page 11
— Fimmtudagur 26. nóvember 1959 — ÞJÓÐVlLJINN — (11 7 H. E. BATES: • * - .......... .......... ■' / RAUÐA • í/ SLÉTTAN I „Hábölvað“ sagði hann. „Minnir mann á þegar maurarnir voru farnir að éta Warwickvélarnar," sagði Brown. Munið þér eftir því?“ „Já“. Hann mundi að í byrjun ársins höfðu stórir flokk- ar maura í raun og veru byrjað að éta innanúr War- wickflutningaflugvélunum. „Mér er ráðgáta hvernig þeir gátu haft lyst á þeim.“ „Engin framtíð í þeim,“ sagði Brown. „Ég vildi fremur ferðast með strætisvagni". Forrester gekk af stað en mundi svo eftir dálitlu. „Reynið að gera þessi skrapatól flughæf eins fljótt og hægt er“, sagði hann. „Við erum í vandræðum án þeirra“. Brown stóð kyrr, brosandi, hristi höfuðið. „Ekki ég, foringi“. „Hví í fjandanum ekki?“ „Timinn útrunninn, foringi," sagði Brown. Hann brosti enn breiðar. „Laus frá næsta fimmtudegi. Við Clarke. Förum heim saman“. „Clarke?“ sagði hann. „Hver er Clarke?“ „Nobby,“ sagði Brown. „Vélvirkinn". „Hamingjan góða“. Hann stóð hvumsa yfir þeirri fregn að Brown of Clarke, færustu mennirnir hans, yrðu nú teknir af honum tím- ans vegna. Hann velti því fyrir sér sem snöggvast hvort eiphver djöfulleg öfl hefðu vísvitandi valdið þessum óskunda. Carrington var ekki fyrr kominn en Ander- son og Watson voru hrifnir burt; Anderson og Watson voru ekki fyrr horfnir en Brown og Clarke voru sendir heim. Hann hafði enga betri menn en Clarke og Brown; þrátt fvrir önuglvndi hita og ryks bar hann fyllsta traust til þeirra. Þeir höfðu læknað öll mein í flugvél- inni hans með öryggi og leikni, létu erfiðleikana aldrei buga sig. Þeir höfðu verði heilbrigðustu mennirnir í hálf- brjáluðum heimi vegna hita og ryks og maura sem gæddu^ sér á flugvélum. Og nú voru beir að fara — og honum leið eins og manni á sjúkrahúsi sem uppgötvar að beztu læknarnir eru að hverfa þaðan. „Verið saman frá því fyrsta, foringi," var Brown að segja. „Út um allt“. Forrester hlustaði ekki á hann. Hann lagði af stað yfir brautina, þar sem reykurinn var farinn að þynnast örlítið og hleypa í gegnum sig sólargeislunum. Á leiðinni heyrði hann að Brown kallaði eitthvað á eftir honum en hann greindi ekki orðaskil og það var ekki fyrr en andartaki síðar að honum varð ljóst að trukkur, sem indverskur piltur ók háfði ekið alveg við hann of nærri og of hratt og Brown hafði verið að hrópa til hans aðvörun og skamma niltinn um leið. Hann sneri sér við andartak bæði til að snúa sér und- an rvkinu frá trukknum og til að horfa á Brown. Brown horfði á hann undarlegu augnaráði, pírði aftur augun í sólinni og rykinu. Hann virtist hafa áhyggjur af ein- hverju. Reyndar sá hann nokkuð sem Forrester sá ekki: að trukkurinn hafði næstum ekið á hann, aðeins vegna þess að Forester gekk eins og í blindni, viðutan og mark- laust. „Svona verða þeir í lokin.“ hugsaði Brown. „Rugl- ast í ríminu. Verða hálfvitlausir. Hamingjan góða hvað ég er feginn að vera að fara heim.“ Forrester hélt áfram vfir brautina án bess að vita hvert hann var að fara. Þessi atburðaflækja gerði hann ri’nglaðan; það þurftí að skrifa bréf til aðstandenda hinna látnu: tími Clarkes og Browns var útrunninn; fjór- ar af sex flugvélum óflughæfar — og hann vissi varla að hann var að hugsa eða ganga. Hann hugsaði með sér að svona væri þetta alltaf: allt færi úr skorðum sam- tímis, öðru hveriu snerist allt öfugt og manns eigin þáttur í öllu fyrirtækinu yrði tilganvslaus og einskis virði. Flugvélar sem hann hafði beðið eftir mánuðum honum með þykkan rykmökk á eftir sér. í þetta sinn tók hann eftir honum og vék til hliðar. Þegar hann ók fi'amhjá sá hann liðsforingja hanga utaní honum en að Öðru leyti veitti hann honum litla athygli. Það var ekki fyrr en liðsforinginn hoppaði niður af bílnum og kom til móts við hann gegnum rykið, að hann áttaði sig á hver þetta var. Hann snarstanzaði þegar Harris kom á móti honum og veifaði hendinni. Og honum brá þegar hann gerði sér ljóst að þetta var í annað skipti á fimm mínútum sem hann hafði næstum gengið framhjá manni sem hann þekkti. Búlduleitt andlit læknisins sótugt eftir eldinn, virt- ist óhugnanlega ánægjulegt á svip. En svo sá hann að þrátt fyrir það var Harris mjög áhyggjufullur. Hann hljóp við fót og það var sársaukablandinn fögnuður í svipn- um. Hann teygði fram hendurnar _og þreif um axlirnar á Forrester. „í guðs bænum, maður. í guðs bænum!“ „Hvað er á seyði? Hvað er að?“ sagði Fori’ester. ,,Þú!“ sagði læknirinn. „Þú! Þeir sögðu það værir þú!“ Læknirinn fór að hlæja vandræðalega, sleikti rykið af. vörunum og benti á eftir sjúkrabílnum. „Ég hélt að það værir þú í bílnum“; sagði hann. Forrester stóð þögull. Upp úr þeirri staðreynd að hann langaði ekki lengur til að deyja, birtist önnur staðreynd, skýrari og ógnþrungnari en hin fyrri. Það yar sú stað- reynd að hann hefði getað dáið. Og hún fylíti hann hryllingi þar sem hann stóð og horfði á eftir sjúkrabíln- um sem hafði að geyma lík manns, sem hefði getað verið hann sjálfur. Og með honum vöknuðu gleymdar kenndir. Þessar kenndir náðu valdi á honum óg fýlltú hann lífslöngun í fyrsta sinn eftir hina hræðilegu stund, þegar eiginkona hans hafði verið hrifin úr fangi hans. Þessari kennd fylgdi bæði sársauki og unaður. Og einnig vottur af ótta. Og allt í einu vissi hann að allt líf hans sem flugmanns síðan sprengjan féll hafði verið einskis virði fram að þessu, vegna þess að hann hafði verið neikvæður og eigingjarn og sérgóður, hvert sem hahn fór og hvað sem hann gerði. Allt sem hann hafði gert í háloftunum var dautt og tómt vegna þess að hann hafði aldrei fundið til ótta meðan hann gerði það. En hér eftir yrði hann hræddur. Hann var hræddur nú þegar, meðan hann horfði á eftir sjúkrabílnum sem hafði að geyma líkið sem hann hafði séð engjast og brenna í rykinu og samfara óttanum fann hann til gleði. „Djöfull stimplar hann vel þsssi“ Æskulýðssíðan Framhald aí 4. síðu. dægrastyttingar í löngum landlegum, en að fara á ball- skröll eða í bíóhús. Allir vita hve aðgerðarleysið getur haft drepandi 'sálræn áhrif — við fundum það bezt í Vest- mannaeyjum í fyrra. Aðkomu- fólk verður að hafa eitthvert athvarf í tómstundum, þarf að hafa einhverja stofu með bókum og útvarpi og ein- hverjum borðsnilum Ef at- vinnurekendur sjá ekki sóma sinn í að sjá fyrir slíku og finna, að þeim er hagur í að fólk mæti vel upplagt til vinnu eftir frístundir sínar, verður að koma þessu inn í vinnusamningana. Og það er rétt að roinna á, að það er e'kki bara í Vestmannaeyjum, sem þarf að gera þessar úr- báetur, heldur, í ö’lum ver- stöðvnm sunnan’ands. Þar er ástandið sízt betra í þessum efnum hefi ég heyrt. — Jæja, ferðu kannski á vertíð núna líka ? — Þpð er ekki gott að segja. Myndun nýju ríkis- stjórnarinnar spáir ekki góðu. Ef þeir seilast djúpt í vas- ann, tæmist hann fyrr en var- ir — þá er ekki annað að gera en fara aftur á vertið. II. B. Til sölu Allar tegundir BÚVÉLA. Mikið úrval af öllum teg- undum BIFREIÐA. Bíla- og Búvélasalan Baldursgötu 8. Sími 23136. Framhald aí 12. síðu. Einar frænda sinn. Hann er líka með tvær gerðir á boðstólum og þau kosta kr. 2 og 50 stykkið. En hann verst allra frétta, þegar hann sér að það á að fara að skrifa niður eftir honum og spyr hálf tortrygginn: Af hverju ertu að skrifa þetta niður, maður? Alls munu hafa verið gefnar út 10 eða 12 gerðir af umslögum fyrir þetta tækifæri og einhver segir, að þau fallegustu fáist í frímerkjasölunni í Lækjargöt- unni, þau séu silkiprentuð og kosti 3 krónur. — Og það stend- ur heima, þegar blaðamaðurinn gengur þar við í heimleiðinni er salan þar í fullum gangi og upp- lagið á þrotum. Útgefandi þeirra er Jónas Hallgrímsson. ★ ★ ★ Inni í afgreiðslusalnum er þröng á þingi. Þrír menn kepp- ast við að afgreiða merkin og hafa þó hvergi nærri við. Þar sem afgreiðslumennirnir eru svo önnum kafnir, að ekki r.eynist unnt að ná tali af þeim til þess að spyrjast fyrir um söluna, læt- ur blaðamaðurinn sér nægja, að staldra við um stund og fylgjast með því sem fram fer. f biðröð- ínni er fólk á öllum aldri, bæði konur og karlar. Og eins og vant er í biðröðum láta konurnar ekki að sér hæða. Ein þeirra gripur drengsnáða glóðvolgan, þar sem hann ætlar að rétta afgreiðslu- manninum umsiögin sín og segir hátt og sköruglega: Ég var á undan þessum, hann var langt á eftir mér. Margir eru með þykka bunka af umslögum, sem þeir frímerkja og fá svo stimpluð. En það er ekki sama hvernig það er gert.: Úngur piltur réttir afgreiðsiu-. manninum umslögin sín, sem hann er búinn að irímerkja og j segir: Aukastimpil, þar sem hægt er. Síðan fylgist hann spenntur með stimpluninni. — Djöfull stimplar hann vel þessi, segir hann hrifinn. En það eru ekki allir jafn snjallir að stimpla. Annar pilt- ur, sem er að skoða umslögin sin segir gramur við iélaga. sinn: — Sjáðu. hvað þetta er ljótt. Þetta er allt loðið hjá helvítis karlinum! Vonandi haía ekki margir farið svo illa út úr viðskiptunum. svf Allar tegundir trygginga. Höfum hús og íbúðir til sölu víðsvegar um baeinn. Höfum kaupendur að íbúðum. Austurstræti 10, 5. hæð. Sími 13428. Eftir kl. 7, sími 33983. Leiðir allra sem ætla að kaupa eða selja BÍL " Iiggja til okkar. BÍLASALAN Klapparstíg 37. Sími 1-90-32. BARNAROM Húsgagnabúðin hf Þórsgötu 1. * saman og komust alla leið eftir hættulegum leiðum, yfir hálfan heiminn, óendanlega dýrmæta.r, fórust eða brunnu á andartaki fvrir kærulevsi eða slvs eða undarleg for- lög einhvers hlutar sem þurfti ekki að vera stærri en skrúfa. Hann var næstum kominn að birgðatialdinu við enda fíugbrautarinnar, þegar sjúkraþíllinn ók aftur framhjá MUNIÐ Kaffisöluna Hafnarstræti 16.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.