Þjóðviljinn - 26.11.1959, Side 12

Þjóðviljinn - 26.11.1959, Side 12
 þlÓÐVILIINH ■ - - - -■■■■. -• Pimmtudagur 26. nóvember 1959 ■—- 24. árgangur — 260. tbl. „Djöfull stimplar hann vel þessi!“ Dalvíkingar í hvalskurði Rétt vika er nú liðin síðan grindhvalavaða mikil var rekin á land í Dalvíkurhöfn og unnin þar, svo sem greint hefur verið frá í fréttum. Myndirnar tók Níels Kristins- son á fimmtudaginn í síðustu viku. þegar fyrrgreindir at- burðir gerðust. Á stærri myndinni sést, þegar Daivík- ingar unnu að hvalskurðinum á hafnaruppfyllingunni; minni myndin var tekin, þegar hvalavaðan var orðin land- föst. Músagildran í 15. siim Leikfélag Kópavogs hefur nú sýnt hinn snjalla saka- málaleik „Músagildruna“ eftir Agötu Christie 14 sinnum og jafnan við mikla aðsókn. Fimmtánda leiksýningin verð- ur í kvöld í Kópavogsbíói, en sýningum fer nú að fækka. — Myndin er af einu atriði úr ,,Músagiidrunni“: Sigurður Grétar Guðmundsson og Arn- heiður Jónsdóttir í hlutverk- um. Þrír alþingismenn, Jóhann Hafstein, Benedikt Gröndal og Þórarinn Þórarinsson, sátu ár- legan fund þingmannasam- bar.ids Atlanzhafsríkjanna, er fram fór í Washington í síð- ustu viku. 19. þing Farmaima- og fiski- mannasamhandsins sett í gær Nítjánda þing Farmanna- og fiskimannasambands ís- lands var sett í gær hér í Reykjavík. Mættir eru um 30 fulltrúar víðsvegar af landinu. Forseti sambandsins, Ásgeir Sigurðsson skipstjóri, setti þingið með ræðu. Þingforseti var kjörinn Þorsteinn Árna- son vélstjóri og ritari Guð- Aðalfundur NF annað kvöld Norræna félagið heldur að- alfund í Þjóðleikhússkjallaran- um annað kvöld. — Auk venjulegra aðalfundarstarfa verður rætt um breytingar á skipuiagi félagsins og laga- breytingar. Að aðalfundi lokn- um verður efnt til kvöldvöku og flytja þá leikararnir Valur Gíslason og Klemenz Jónsson skemmtiþátt, en einnig verður dansað. kTpavogur SÓSÍALISTAFÉLAG KÓPAVOGS Aðalfundur félagsins verður haldinn föstudaginn 27. þm. kl. 8.30 í barna- skólanum við Digranesveg. Fundarefni: 1. Venjuleg Aðalfundarstörf. 2. Sigurður Guðnason frv. alþm. segir frá för sinni til Kína. mundur Jensson loftskeyta- maður. I gær var kosið í nefndir og byrjað að ræða dagskrármál, en helztu þeirra eru: Hafnar- og vitamál, skipabyggingar, réttindamál sjómanna, sam- eining á vélfræðikennslu við Stýrimannaskólann, veðurat- huganir, hagnýting og með- ferð fiskjar, ásamt ýmsum öðrum málum. Búizt er við að þinginu ljúki á laugardag. o o • •••••••••••••< f gær var mikill hátíðisdagur hjá frímerkjasöfnurum, því að þá komu á markaðinn hvorki meira né minna en fjögur ný frí- merki: 90 aura merki, 'svart og brúnt, með mynd af æðarkollu, 2ja krónu merki, svart og grænt, líka með mynd af æðarkollu, 25 aura merki, blátt, með mynd af laxi og 5 króna merki, grænt, með mynd af laxi. Eins og nærri má geta var heldur en ekki handagangur í öskjunni á frí- merkjamark- aðinum. Eftir hádegið brá fréttamaður frá Þjóðviljanum sér niður í Pósthús til þess að sjá hverju fram færi og þar gaf sannarlega á að líta. Fyrir utan dyrnar og í gang- P1 y inum stóðu nokkrir piltar með umslög í höndum og hrópuðu hver í kapp við annan: Útgáfu- dagsumslög, 2 krónur stykkið! Blaðamaðurinn vék sér að einum piltinum og spurði hann hvernig salan gengi. — Vel, ég er búinn að selja 700. — Hvenær byrjaðirðu að selja? — Klukkan 9 í morgun. Árshátíá Alþýðubandalagsins í Suð- urlandskjördæmi haldin á Selfossi Árshátíð Alþýðubandalagsins í Suðurlandskjördæmi verður haldin í Tryggvaskála á Selfossi, föstudaginn 27. nóvember kl. 21. Ræður og ávörp flytja alþingismennirnir Karl Guð- jónsson, Hannibal Valdimarsson og Einar Ol.geirsson og Gunnar Benediktsson, rithöfundur. Gestur Þorgrímsson og Haraldur Adolfsson skemmta. Að lokum leikur hljómsveit Óskars Guðmundssonar. Allir stuðningsmenn G-listans í Suðurlandskjördæmi vel'komnir meðan húsrúm leyfir. Aðgöngumiða sé vitjað til Þórmundar Guðmundssonar, Magnúsar Aðalbjarnarsonar, Skúia Guðnasonar á Sel- fossi og Björgvins Sigurðssonar á Stokkseyri. G-LISTINN. Bandalag kvenna skorar á þing og sf járn að leita annarra ráða en gengislœkkunar I ályktun um dýrtíðarmál, sem samþykkt var á aðalfundi Bandalags kvenna í Reykjavík fyrir fáum dögum, var skor- að á þing og stjórn að „leita annarra ráða til viðréttingar íslenzku efnahagslífi heldur en að lækka skrásett gengi ís- ienzku krónunnar.“. Ennfrem- ur: „að Iækka toiia og önnur aðflutningsgjöld á nauðsynja- vörum, svo sem matvörum, fatnaði, vefnaðarvörum og heimilistækjum, afnema sölu- skatt af vörum og þjónustu, koma á fót fullkomnu eftirliti með húsaleiguokri og hiutast til um að Iánastofnanir veiti þeim, sem þurfa á láni að lialda til að byggja íbúðarhús til eigin afnota Ián með Iægri vöxtum og til lengri tíma en nú tíðkast.“ Fundurinn skoraði á ríkis- stjórn að herða á eftirliti með því, að íbúðarhúsnæði sé ekki tekið til annarra afnota svo sem fyrir verzlun eða iðnað. >••••••••••••••< — Og fyrir hvern ertu að selja þessi umsiög? — Jón Agnars. Þetta eru tvær gerðir og kosta 2 krónur stykk-. ið. Þarna eru tveir aðrir piltar að selja umslög fyrir Jón Agnars og segjast báðir vera búnir að selja nokkur hundruð, enda ganga við- skiptin greitt meðan blaðamaður- inn sér til. En það eru fleiri en Jón Agn- ars, sem hafa gefið út úgáfu- dagsumslög. Þarna er líka ungur snáði að selja umslög fyrir hann Framhald á 11. síðu. IIús skemmist af eldi I fyrrinótt kl. 1,35 var slökkviliðið kvatt að húsinu nr. 77 í Herskólakampi. Er það stórt timburhús, lítil íbúð í norðurendanum en húsgagna- verkstæði og geymsla í suður- endanum. Þegar slökkviliðið kom á vettvang var eldur laus í geymslu í norðurhorni húss- ins og breiddist hann allmikið út. Tók á annan klukkutíma að ráða niðurlögum hans. Tals- vert miklar skemmdir urðu af völdum eldsins, bæði í íbúð- inni og á verkstæðinu. Eigandi hússins er Dagur Óskarsson. Ármann Kr. EinarSson Flogið yfir flœðarmáli 7. Árnabók Ármanns Kr. Einarssonar- Ármann Kr. Einarsson hef- ur sent frá sér 7. Árnabók sína, og nefnist hún Flogið yf- ir flæðarmáli. Hefur sagna- flokkur þessi sem kunnugt er orðið mjög vinsæll hjá ungling- um og börnum, einnig erlendis; í Noregi er fjórða Árnabókin nú að koma út og tvær þeirra eiga að koma út í Danmörku á næsta ári. Flogið yfir flæðarmáli er 192 síður og skreytt 10 teikn- ingum eftir Halldór Pétursson. Útgefandi er bókaforlag Odds Björnssonar og bókin er prent- uð í prentsmiðju þess.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.