Þjóðviljinn - 01.12.1959, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 01.12.1959, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 1. desember 1959 — ÞJÓÐVILJINN — (5 Stjörimfræðingur gagnrýndur fyrir rangar kenningar Þrír vísindamenn mótmæla kenningu Kosj- reíís um að tíminn geti framleitt orku Þrír sovézkir vísindamenn hafa gagnrýnt einn af þekkt- ustu stjörnufræöingum Sovétríkjanna fyrir að hafa sett fram „rangar kenningar“ og birt þær sem staðreyndir. Greinin með gagnrýninni birtist í „Pravda“, og eru blöð- in almennt gagnrýnd fyrir æsingafréttir um vísindafram- farir í Sovétríkjunum, en slíkt sé vísindunum til óþurftar. reglulega lögun, t.d, sé jörð- in perulaga, og mestur hluti jarðarþungans vera á norður- hvelinu. Á grundvelli þessara og ann- arra kenninga setti Kosjreff fram kenninguna um samband- ið milli tíma og orku. í Pravda greininni er fullyrt að kenning- ar hans sé u rangar, og er það látið fylgja að þær hafi verið afsannaðar í Pulkovo-stjörnu- athuganastöðinni við Lenin- grad. Æsingafréttir um vísindi Þá er í Pravdagreininni hörð gagnrýni á þá æsifréttablaða- mennsku, sem tíðkast þegar rit- að er ’í blöð og bækur um vís- indi. „Váð álítum“, segir 'í greininni, ,,að það sé rangt að gefa ólærðum mönnum og kunnáttulausum rúm í blöðum og bókum fyrir tilraunir til að gera vísindavandamál alþýðleg í formi æsingafrétta“. Krústjoff, forsa'lisráðherra Sovétríkjanna, fór til K:na í lolc septembermánaðar sl. til að samfagna Kínverjum á 10. afmælis- de.gi Kínverzka alþýðulýðveldisins. Myndin er af Krústjoff og Mao Tse-tung í fjörugum samræðum í Peking meðan á þjóð- hátiðinni stóð. Gerir karlinn í tunglinu árás? Þegar afvopnunartillögur Krústjoffs voru á dagskrá stjórnmálanefndar allsherjar- þin,gs SÞ fyrir nokkru, voru nær allir ræðumenn á einu máli um að vinna bæri að algerri afvopnun. Aðeins einn ræðu- Jörðin dregur hala á eftir sér Myndast úr súrefnis- og köfnunarefnis- atómum Á braut sinni umhverfis sólina dregur jörðin hala, myndaöan úr lofttegundum, á eftir sér. Loftagnirnar sem rnynda halami eru úr andnimslofti jaröar og stöðugt þeytist hluti af andrúmsloftinu á þennan hátt út í geim- inn. Pravdagreinin er skrifuð af nobelsverðlaunahafanum Igor Tamm og tveim öðrum með- limum Vísindaakademíu Sovét- ríkjanna, Artsimovitsj og Kap- itsa. Gagnrýninni er einkum beint gegn Nikolaj Kosjreff prófessor, sem nýlega vakti at- hygli, er hann sagðist hafa komizt að stórmerkilegum fyr- irbærum í sambandi við eldgos á tunglinu. Þessi fullyrðing Kosjreffs er þó ekki ástæðan fyrir þeirri gagnrýni sem hann fær, heldur er það bók, sem hann gaf út á síðasta ári, er mest fer í taugamar á þremenningunum. í bókinni staðhæfir Kosjreff að „tíminn geti framleitt orku“, en þessi lcenning hefur vakið hina mestu furðu hjá vísinda- mönnum á vesturlöndum og hefur mikið verið um hana rit- að. Þremenningarnir segja í grein sinni, að þeir geti ekki fallizt á þessa kenningu. „Við getum alls ekki skilið skýringu hans á því, að tíminn geti framleitt orku. í bók sinni segir Kosjreff einnig að allar plánetur hafi ó- I beinu framlialdi af mynd af ítalskri baðfata- tízku, sem birtizt hér á síðunni á sunnudaginn, birtum við hér það nýj- asta á strandfa'tatízkunni Dámar mildaðir í Júgósiafíu I dag er þjóðhátíðardagur Júgóslafíu og eru vegleg há- tíðahöld undirbúin í landinu í þessu tilefni. Stjórn Júgóslafíu hefur á- kveðið að náða um 300 manns, sem sitja í fangelsum, og milda dóma um 4000 fanga. Sá sem uppgötvaði þennan i hala jarðarinnar, er sovézki' stjörnufræðingurinn Fensen- koff. Ungverski vísindamaður- inn, Hedevari, skýrir frá þessu 'í blaðagrein, sem hann birti nýlega í Bandaríkjunum, I þeirri grein segir m.a.: ,Jarðarhalinn er um 100.000 kílómetra langur. Loftmagnið sem halinn tekur til sín á degi hverjum úr andrúmslofti jarð- ar, er talið nema 11000 lestum. Bóla og svarti- daoði herja enn Bóla og svartí dauði eru sjúk- dómar, sem flestir munu telja að séu með öllu úr sögunni. En því miður er ekki því láni að fagna. Samkvæmt nýútkomnum skýrslum Alþjóðaheilbrigðis- stofnunarinnar (WHO) létust ekki færri en 247,000 manns úr bólu í heiminum órið 1958. 88% af þessum dauðsföllum urðu í Indlandi og í Pakistan. Auk þess barst kúabóla til 11 landa frá öðrum löndum á þessu sama ári. 11 smitberanna komu með skipum en tveir með flug- •vélum. Svarti dauði er sífellt í rén- un í heiminum, en þó voru skráð um 100 sjúkdómstilfelli árið 1958. Samkvæmt sömu skýrslum dóu 41,000 manns úr kóleru árið sem leið. iBorið saman við heildar- þunga andrúmsioftsins, sem er 5,2 milljarðar lesta, er það loft, sem tapast á þennan hátt ekki mikið. Hedevari segir að ekki þurfi að óttast „andleysi“ á jörðinni af þeim sökum !“ Andrúmsloftið fylgir að sjálfsögðu jörðinni á ferð henn. ar kringum sólu. Köfnunarefn- is- og súrefnisatómin í þeim loftstraum mynda svo mik- inn hraða á þeirri ferð, að þau dragast út úr aðdráttarsviði jarðar og mynda ,,hala“ jarð- ar. Halinn sjálfur hefur enga ákveðna lögun, heldur sveifl- ast og breytist vegna geislun- aráhrifa sólarinnar, lfkt og reykur í vindli á svipaðan hátt og hali halastjörnu. Hedevari segist búast við nánari fræðslu um jarðarhal- ann frá rannsóknarstöðvum, sem reistar verða á tunglinu 'í framtíðinni. Kínverjar hafa komið sér upp afkastamiklum hif- reiðaiðnaði á síðustu ár- um. Auk fólks- og vöru- bifreiða framleiða þeir einnig margar tegundir af Iandbúnaðarvélom og þungnm traktorum. — Myndin er tekin í hif- reiðaverksmiðju í Sjan.g- kun í norðaustanverðu Kína, en þar eru fram- leiddir vörubílar af öllum stærðum. maður var algerlega á annari skoðun. Það var portúgalski fulltrú- inn Vaseo. Hann benti á þá alvarlegu hættu, sem yfir jarð- arbúum vofði, ef tillögur Krústjoffs næðu fram að ganga. „Hnötturinn okkar, jörðin, myndi þá vera vesald- arlega búin undir árás frá öðr- um hnöttum. Slík árás er hreint ekki óhngsandi, ef litið er á hina öru tækniþróun. Það má vel búazt við skyndilegri árás frá öðrum bnöttum áður en langt líður, og þá verður her styrkur jarðarinnar, Rauði her- inn meðtalinn, hlægilegur, ef við höfum aðeins yfir að ráða hnífum og baunabyssum ok'kur til varnar". Aðrir fulltrúar í hinni virðu- legu stjórntmálanefnd hlýddu með diplómatiskri kurteisi á tölu Portúgalans. Enginn brosti einu sinni í kampinn við hugs- unina um það að Marzbúar eða ef til vill karlinn í tungl- inu gerðu árás á jörðina. Ekki datt formanni nefndarinnar í hug að tilkynna Vasco, að hann skyldi lialda sér saman ef hann hefði ekkert skynsam- legt til málanna að leggja. Eftir ummælum fulltrúa eftir fundinn að dæma,, mun flest- um hafa þótt Portúgalinn hafa gengið út yfir öll skyn- samleg takmörk 'í leit sinni að átyllu tij að berjast gegn af- vopnun. Broflzt inn í SíSd fisk Á sunnudagsnóttina •’"’ brotizt inn í verziunina Siid og fisk á Bergstaðastræti og stofð fjórum svínslærum og hryggjum úr geymslu. Fólk, sem átti leið um götuna í )eigu bifreið varð vart við ferðir bjófsins og veitti honum ect;r- för inn í húsasund og var haun þar þá á ferðinni með svíns- lærin. Fór fólkið með manninn. á lögœglustöðina og við leit í geymsiuskúr sem hann átti fundust hryggirn'r fjcrir. Stolið frá norskri stúlku 1800 kr. Á sunnudagskvöldið kærði norsk stúlka, sem búsett er hér í bænum. til lögreglunn- ar yfir þvi, að stolið hefði verið frá sér 1800 til 1900 krónum í pendngum. Hún hafði verið úti að skemmta sér með fleira fólki nóttina áður, þar á meðal tveini karlmönnum, og taldi hún, að annar þeirra væri vald- ur að stuldinum. Maðurinn hefur nú verið settur í gæzluvarðhald, en málið var ekki að fullu upplýst í gær. Mioningargjöf um Friðrik Brekkan Blindravinafélagi íslands hefur borizt 10.000 króna gjöf í Minn- ingarsjóð Friðriks Ásmundsson- ar Brekkans, sem stofnaður var af jafnhárri gjöf 1. desember í fyrt-a. Gefendur vilja nú eins og þá ekki láta nafns síns getið. a .. r IPAUKilRB RIKISlhiSi HEKLA austur um land í hringferð hinn 5. þ.m. — Tekið á móti flutn- ingi árdegis í dag og á morg- un til Fáskrúðsfjarðar, Reyð- arf jarðar, Eskif jarðar, Norð- fjarðar, Seyðisfjarðar, Þórs- hafnar, Raufarhafnar, Ivópa- skers, Húsavíkur og Akureyr- ar. — Farseðlar seldir á föstu- dag. vestur um land til Akureyrar hinn 5. þ.m. — Tekið á móli flutningi árdegis í dag og á morgun til Tálknafjarðar, áætl- unarhafna við Húnaflóa og Skagafjörð og til Ólafsfjarð- ar. — Farseðlar seldir á föstu- dag.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.