Þjóðviljinn - 01.12.1959, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 01.12.1959, Blaðsíða 7
Jón Krabbe Jcn Krabbe: Frá Hafnar- síjórn til lýðveldis. — Minningar frá löngum embættisferli. —Almenna bókafélagið. Það má furðu gegna, hve snauðar íslenzkar bókmenntir eru að sjálfsævisögum og end- urminningum. manna. Einkum gætir bessa um endurminning- ar stjórnmálamanna. f næstu grannlöndum okkar þykir það nærri borgaraleg skylda að stjórnmálámenn haldi d'agbæk- ur og semji .endurminningar svo að sagrifræðingar hafi úr fleiru að moða en þurrum skýrslum, en á íslandi er varla til póli- tísk sjálfsævisaga. Stjórnmála- menn okkar virðast hafa litla þörf á að túlka sjálfa sig og samtíð sína og móta þannig það mat, sem seinni tímar leggja á þá. Það horfir því til gam- ans og fróðleiks, að Almenna þókaíélagið hefur um stund 'hætt við að kynna okkur rússn- ■eskar bókmenntir og snúið sér að bví, sem nærtækara er, end- urminningum Jóns Krabbe, Frá Hafnarstjórn íil lýðveldis. Jón Krabbe er í karllegg 'kominn af gamalli danskri að- als- og embættismannaætt, en íslendingur í móðurkyn, dóttur- :sonur Jóns Guðmundssonar rit- stjóra Þjóðólfs. Afi hans og Jón Sigurðsson forseti héldu svein- inum undir skírn og hann er heitinn í höfuð beggja. Jón Krabbe er kominn hátt á ní- ræðisaldur og í kyrrð ellinnar hefuf hann skráð endurminn- :ingar sínar frá meira en hálfr- ar aldar embættisferli, en eng- :in eþimörk eru á þessari bók, ungur maður gæti fyrir há sök hafa tkrifað hana, en hún ber aðalsmerki broska og íhygli, sem unnizt hefur á langri og arinaríkri ævi. Þó . skiptir hitt rnestu máli, að endurminningar þessar eru ákaflega merkilegt JieimiMarrit um eitthvert af- drlfaríkasta tímabil sögu okkar og bregður upp ljósi á margt, sem ekki var áður vitað. Per- sónulegar endurminningar um sögu sjálfstæðisbaráttu okkar á 20. öld eru fáar færðar á bók — ég minnist ekki í svip- inn annarra en sjálfsævisögu- þátta Ara Arnaids sýslumanns — og því er sérstakur fengur að þessu riti úr penna manns. sem liíði jhfn fast með þessari sögu og Jón Krabbe. Jón Krabbe mun sjálfur ekki. telja sig stjórnmálamann í þess. orðs venjulegri merkingu. en langleið ævi sinnár hefur hann starfað undir handarjaðri stjórnmálamanna og átt þess: kost að fylgjast með ferli ís- lenzkra stjórnmála innan að frá. í ráðuneytisstofum skrifstofu- veldisins, oft ekki annað en þjónn, sem framkvæmir á- kvarðanir hærri húsbænda og vann verk sitt ,,án þess að mögla. en ekki ávallt án þe.ss að undrast“. eins og hann kemst sjálfur að orði. Því að hinn ungi lögfræðingur er valdi sér lífsstöðu sem undirtylla í ís- lenzku stjórnardeildinni órið 1899 var ekki meiningalaus skriftarþræll, heldur vakandi maður, sem hafði mjög ákveðn- ar skoðanir á málefnum þess lands, sem hann var tengdur í móðurætt, og honum tókst oft- ar en einu sinni að koma þess- um skoðunum á framfæri í hinu metorðabundna myrkviði skrifstofuveldisins. Jón Krabbe gekk í þjónustu íslands á dögum landshöfðingja, varð forstjóri íslenzku stjórnar- skrifstofunnar í Kaupmanna- höfn undir heimastjórn. trúnað- armaður fslands í danska utan- ríkisráðuneytinu e'ftir sam- bandslagasáttmálann 1918 og gegndi samtímis aðstoðarmanns- stöðu í íslenzka sendiráðinu í Kaupmannahööfn og var for- stöðumaður þess á dögum heimsstyrjaldar og hernáms og sótti loks um lausn frá störfum árið 1953. Minningarnar skip- ast eðlilega niður eftir þátta- skiptunum í sögu íslands á þessum árurn, breytingunum sem verða á afstöðu landsins til umheimsins. En í þessari skipt- ingu efnisins þykir mér kafl- inn um heimastjórnartímabilið verða um of útundan hvað rúm- ið snertir, sá kafli hefði mátt verða lengri og ýtarlegri, ekki sízt vegna þess, að Jón Krabbe á í fórum sínum merkilegt heimildasafn, sem ekki er ann- ars staðar að finna um þetta tímabil: bréf frá íslenzkum embættismönnum og stjórn- málamönnum. Ég get 'í þessu sambandi ekki stillt mi? um að stinga því að utanríkisráðuneyt- inu, hvort ekki væri ráð að fara þess á leit við Jón Krabbe, að hann eftirláti Þjóðskjajasafninu hið íslenzka bréfasaín sitt svo að síðari fræðimönnum hérlend- um gefist kostur á að kanna þessar merkilegu heimildir að pólitískri sögu íslands á 20. öld. Vera má að kaflinn um heimastjórnartímabilið hafi orð- ið styttri vegna þess, að Jón Krabbe skrifar endurminningar sínar ekki sízt fvrir Dani siálfa. Mér virðist af allri gerð bókarinnar, að hann hafi ætlað sér að fræða hina dönsku landa sína um pólitískan málstað ís- lands og evða þeim misskiln- ingi, fáfræði og grillum, sem enn ríkja í huga okkar fvrrver- andi herra- og sambandsþióðar. Jón Krabbe hóf snemma þessa fræðslustarfsemi meðal máls- metandi landa sinna. Þegar Danir höfðu skipnð menn í samninganefndina 1918 varpaði Jón Krabbe af sér klafa emb- ættisins og ræddi bæði við Zahle forsætisráðherra, I. C. Christensen og Haee verzlunar- málaráðherra og lagði fast að þeim að fallast algerlega á kröfur íslenzku þjóðarinnar og Kristján X jafnvel „láta þeim meira í té en þeir fara fram á“. Krabbe sendi Jóni Magnússyni ráðherra greinargerð um þesar viðræður og er hún prentuð í bók hans á bls. 54—59. Þessi greinargerð er eitt fegursta dæmi um póli- tíska skarpskyggni hans og .víð- sýni og ég tel engan vafa á að hún hefur átt mikinn bátt í að marka afstöðu hihna dönsku samningamanna er þeir ræddu við íslendinga 1918. En bað féll einnig í hlut Jóns Krabbe að túlka og' verja málstað íslands á stærra og erfiðara vettvangi, er sambands- slitin urðu 1944 og ísland var gert lýðveldi. Hann var þá for- stöðumaður íslenzka sendiráðs- ins í Kaupmanahöfn og varð að lægja öldur afvegaleidds al- menningsálits í Danmörku í af- stöðunni til sambandsslitanna og lýðveldisstofnunarinnar. Greinargerð sú, er Krabbe sendi blöðunum 13. marz 1944, en ekki var birt vegna býzkrar rit- skoðunar, er meistaralega sam- in vörn hins íslenzka málstaðar. En þessi málstaður var og er énn affluttur í Danmörku, jafn- vel í vísindaritum eins og í hinni miklu sögu danska ríkis- þingsins, bar sem einn kafli er helgaður viðskiptum Danmerk- ur og fslands, og sýnir Krahba fram á þetta í minningum sín- um. Svo sem kunnu?t er tóku Danir mjög upp þykkjuna fyr- ir konung sinn, er fslendingar gerðust svo djarfir að stofna með sér lýðveldi. Þeim fannst það og finnst það enn lúalegt, að Kristján X. skyldi sviotur konungdómi í öðru ríkja sinna á þeirri stundu, er hann var sjálfur hálfgerður fangi í her- numndu landi. Fram að síðari heimsstyrjöld hafði konungur ekki verið ýkja vinsæll með þjóð sinni. En á hernámsárun- um varð hann einingartákn þjóðarinnar og veg'ur hans óx um allan helming. Það þarf ekki lítið hugrekki til að gagn- rýna þennan ást.sæla konung í Danmörku. En Jón Krabbe hef- ur þetta husrekki til að bera. Hann berst ekki mikið á í orð- um, en gagnrýnin er bittin og veigamikil. og gefur konungi þennan vitni.sbnrð: ,.En skiln- ingur hans á íslandi og áhugi hans á b.ag íslendinga var hvorttveagia af miög skornum skanimti. n« hua°rhlý.ia hans beindist emhliða að Danmörku“. (bls. 120). Og enn segir hann: „Það lá ekki aðeins i augum Framhald á 10. síðu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.