Þjóðviljinn - 01.12.1959, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 01.12.1959, Blaðsíða 6
r IOÐVIUINN Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu - Sósíalistaflokkurinn. - Ritstjórar: Magnús Kjartansson (áb.), Magnús Torfi Ólafsson, Sigurður Guðmunds- son. - Fréttaritstjórar: ívar H. Jónsson, Jón Bjarnason. — Auglýsinga- stjóri: Guðgeir Magnússon. - Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prent- smiðja: Skólavörðustíg 19. - Sími 17-500 (5 línur). - Áskriftarverð kr. 30 á mánuði. — Lausasöluverð kr. 2.00. Prentsmiðja Þjóðviljans. 1. desember ¥ dag minnist þjóðin sjálfstæðisbaráttu sinnar, hinn- A ar langvinnu, þrautseigu og erfiðu sóknar til full- veldis, og þakkar forfeðrunum sem leiddu þessa bar- áttu til sigurs. Þeir menn áttu sér hugsjónir og drauma um ísland framtíðarinnar; þær vonir eru nú í okkar hcndum; verkefni þeirra sem nú lifa er að láta hugsjónirnar birtast í veruleika. Og skyldu þá forfeðurnir telja myndina sem þeir sáu í hill- ingum samrímast Islandi í dag, ef þeir gætu borið saman? Ætli það hafi verið liður í hugsjón þeirra að ísland værj hersetið land? Skyldi þá hafa dreymt um að siá þjóð sína í hernaðarbandalagi við ríki sem beitti hana freklegasta ofbeldi? íjað kann oft að vera erfitt að samríma draum og veruleika, en engum var það mikilvægara en ís- lendingum að missa aldrei sjónar á þeirri hugsjón um alfrjálst ísland, hlutlaust og vopnlaust, sem gaf forfeðrum okkar þrótt til að standast harðar raun- ir. Engum var og er það nauðsynlegra en Islend- ingum að varðveita sjálfstæðisvitund sína, gegn- sýrða tilfinningum og viðkvæmni, þótt öðrum þjóð- um kunni að þykja slíkt þarflaus og hlálegur eigin- leiki. Eigi örlítil þjóð eins og Islendingar að stand- ast þurfa þeir að eiga vilja til sjálfstæðis, við- kvæman og stoltan, og láta hann aldrei slævast í önn hins rúmhelga dags. En það er einmitt þessi tilfinning, innst í hugskotinu, sem áhrifaríkir menn hafa reynt að deyfa á undanförnum árum, og þeim hefur orðið mikið ágengt. Þeir hafa leitt yfir okk- ur eina smánina annarri verri og reynt að láta sífelld hneykslismál sarga tilfinningar út taugum manna, þar til niðurlægingin var orðin hversdagsleg. 17in aðferðin birtist glöggt á minningadögum sjálfstæðisbaráttunnar. Það er nú mikill siður að lýsa sókninni til fullveldis aðeins sem sögu, for- tíð sem ekki hafi nein tengsl við vandamál okk- ar í dag. Reynt er að gefa hugsjónum og draumum forfeðra okkar takmarkað og tímabundið gildi, stefna þeirra hafi aðeins átt við meðan háð var sjálfstæðisbarátta við Dani, en hún feli ekki í sér nein jákvæð markmið fyrir athafnir okkar sem nú liíum. Því er það oft svo að þeir sem liggja flatast- ir fyrir könum eru manna harðastir gegn dönum í hátíðaræðum 1. desember og 17. júní. Og nú er svo komið, 41 ári eftir fullveldisyfirlýsinguna, að stúd- entum þykir tímabært að taka sjálfstæðisbaráttuna út af dagskrá og láta einn af sérfræðingum ríkis- stjórnarinnar f staðinn flytja kenningar sínar um efnahagsmál. infernámssinnar þykjast vera vissir í sinni sök og þeir telja sér flestar leiðir færar. En þeir gleyma því að það voru ekki æðstu embættismenn íslend-- inga og valdamenn, sem tryggðu okkur fullveldi og sjálfstæði í baráttunni við Dani; heldur var það alþýðan sjálf og embættislausir menntamenn sem leiddu sóknina til sigurs þrátt fyrir leynda og ljósa andstöðu hinna voldugu. Þjóðin hefur að vísu látið það viðgangast um skeið að traðkað væri á hugsjón- um þeim sem henni eru lífsnauðsyn ef hún á að standast, en enginn sem trúir á framtíð íslendinga efar að þær hugsjónir munu rísa á ný, bjartari en nokkru sinni fyrr. — m NIÐURLÆGING ÞINGVALLA Ejtir JÓN LEIFS Allir íslendingar munu vera á einu máli um að frá hendi Guðs hljóti Þingvellir að teljast mikið listaverk og meistaraverk, en rnenn átta sig ekki eins almennt á því, að gæta þarf mjög vel allra listaverka, ef þau eiga að fá að njóta sín og forðast alls- konar spillingu. Nú er listgildi Þingvalla í augum fslendinga einmitt ekki eingöngu fólgið í ham- förum þeim, er skópu stað- inn, heldur einnig í þeim sál- rænu atburðum, sem þar hafa skeð og skilið eftir minjar. Augljóst er að minjum þess- um þarf að halda við hrein- um og óbreyttum frá hinni upphaflegu sköpun, og hreins- unin á að vera í því fólgin að láta staðinn endurfæðast í sína upphaflegu og sögu- frægu mynd. Til þess þarf aðstoð sérfræðinga fornleifa- fræðinga t:d. Þjóðminjavarð- ar, — eins og eingöngu sér- fræðingum er treystandi til að halda við listaverkum ó- skemmdum og hreinsa þau. Takmarkið hlýtur að verða að ákveða hve langt skuli farið í endurreisn þessari og hvaða reglur skuli settar þar um. Eðlilegt virðist að af- marka og afgirða sérstakt svæði hinnar fornu þmghelgi frá Þingvallavatni og norð- ur fyrir Öxarárfoss og frá vesturbrún A’mannagjár austur fyrir Nikulásargjá. Lítt sæmandi helgi staðar- ins virðist að nota vellina sem kúabeit eða slægjur eins og nú er gert. Þarna vrr t'I forna íþróttasvæði, en síðar gáfu hér mjög fagrar og miklar reiðgötur til kynna hvernig menn komu áður fylktu liði ríðandi til Þing- valla. Hér mætti enn iðka í- þróttir án þess að vellirnir spilltust, en áhorfendur gætu staðið eða setið vestur í brekkunum. Augljóst er að hlynna þarf að minjum innan þinghe’g- innar. Ella er hætta á að þær sökkvi í jörð og hverfi með tímanum. Þingvallanefnd ræð- ur öllu varðandi slíkar lag- færingar og endurbætur. Gæta þarf hér hinnar mestu ur og aðsókn og kröfur auk- ast. Þjóðgarðsvarðarstaðan mundi þá minna á ' embætti lögreglustjóra eða bæjar- stjóra, en mjög eðli’egt væri að lögfesta þá venju að a^tíð skuli þjcðgarðsvörður vera þjóðlegur menntamaður, t.d. fornle:facræðingúr, sögufræð- ingur, skáld, myndlistarmað- ur eða tónskáld, sem teldi það hlutverk sitt að lofsyngia staðinn og landið og þjóð- menningu þess í verkum sín- um og fengi um le:ð að nota til þess vetrarnæðið og fengi einnig fullan stuðning skiln- ingsgóðra manna ekki ein- göngu að vetrbtil heldur all- an ársins hring. Þingvalla- bærinn er ennþá eini staður- inn á þessu larih,. þar- sem andlega skapandi manni eru búin skilyrði til að láta verða til mikil verk. Bær þessi aétti að verða þjóðmenntasetur. Menn spyrja, eftir allt sem fyrir hefur kom:ð á seinustu tyeim og þrem áratugum, hvert vér í.slendingar stefn- um sem þjóð, til hvers vér höfum barizt fyrir frelsi viðhald Þingvalla sem líkast því, er þeir voru til forna, en einmitt sá frumkraftur, sem streymir frá staðnum í brjóst hvers íslendings, er um leið þjóðlegt sameining- artákn þeirra. En þar sem hér munu hrær- ast lifardi veru.r vorra tíma, stundum í mjög stórum lióp- um, þá er óhjákvæmilegt að skipuleggja staðinn og um- liverfi hans. ííin forna þinghelgi Samkvæmt ályktun Alþing- is er nú tekið að breyta vega- kerfinu við Almannagjá, og er svo ráð fyrir gert að öll umferð bifreiða um gjána hætti. Þannig mun stigið fyrsta skrefið til að endurreisa hina fornu þinghelgi, er setti regl- ur um hegðun manna innan landsvæðis búðanna, Lög- bergs og Lögréttu. Það verð- ur hlutverk þingvallanefndar varúðar. Vísindamenn og smekkmenn þurfa að vera til aðstoðar. Um leið og vegakerfið á Þingvöllum breytist skapast éhjákvæmilega ný athafna- svæði, sem ættu að vera ut- an við þinghelgina. Innan þinghelginnar mundu menn eingöngu ferðast gangandi eða ríðandi eða ef til vill ein- hverjir í litlum hestkerrum. Gæzlustörfin Þcgar fram líða stundir hljóta gæzlustöríin á Þing- völlum að a'ukast, einkum á Súmrin. Óhjákvæmilegt vérð- ur sennilega þá' að fá aðstoð bæði tækni!egrar götuhreins- tmar frá Reykjavík. og sér- fróðra jarðræktarmanna sem og annarra sérfræðinga. Rík- islögreglan hefur að jafnaði verið til aðstoðar við löggæzl- una þar og mun vafalaust verða það meir er tíminn líð- voru, til hvers vér tölum ís- lenzku og til hvers vér erum að halda við frelsinu, — ef vér viljum ekki einhverju of- urlitlu fórna til að varðveita þann sköpunarmátt, sem ger- ir oss að sjálfstæðri þjóð, auka þessa listsköpun að gæðum og vöxtum og reisa sem hæst það hugtákn, sem oss er helgast og hjart.fólgn- ast sem sérstök þjóð, tákn, sem á að minna oss á að gleyma ekki uppruna vorum og takmarki sem frjálsri þjóð Menn eru stundum dæmdlr til dauða fyrir líkamlegt morð, en til þess virðist ætl- ast að mótmælalaust þolist þau sálarmorð, sem daglega eru farmin á þeim skapend- um andlegra verðmæta, sem -— eins og til forna — tryggja tilverurétt þjóðar vorrar. Verst fer þó er stjórnmála- menn taka sér vald í þessum Framhald á 11. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.