Þjóðviljinn - 01.12.1959, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 01.12.1959, Blaðsíða 12
dollara efnahagsaðstoð NY Times segir Sovétrikin sýna meS jbW hverjir eigi sök á fáfœkf SuSur-Ameriku lOÐVILJINN Þriðjudagur desember 1959 — 24. árgangur 264. tbl. Fréttir hafa borizt af því frá Mexíkóborg að Anastas Mikojan, varaforsætisráðherra Sovétríkjanna, sem kom hér við á dögunum á leið sinni þangaö vestur, hafi boöiö Mexíkóstjórn 100 milljón dollara efnahagsaöstoö. New York Times skýrir frá þessu og einnig því að nú sé stödd 'í Moskvu verzlunar- sendinefnd frá Brasilíu og eigi hún að semja um sölu á kaffi af offramleiðslubirgðum Bras- ilíumanna í s'kiptum fyrir sov- ézka olíu og vélar. Þetta hefur orðið blaðinu til- efhi til þess að vara ritstjórn- argrein við vaxandi áhrifum Kovéríkjanna vestan hafs. Það kemst svo að orði: „Við megum ekki gera þá skyssu að þelja okkur trú um að hið sovézka boð sé aðeins éróður. Það liggur 'í augum hppi að Rússar gætu látið það af hendi rakna sem þeir bjóða, ef þeir kærðu sig um, og það er einnig augljóst að þeir gætu tekið við öllum þeim hráefnum frá Suður-Ameríku sem þeim sýndist. Það mun reynast æ örðugra að loka þessari heimsálfu fyr- ir efnahagslegum og því póli- tískum áhrifum Sovétríkjanna. En við getum dkki einskorðað •okkur við það mál eitt, vegna þess að tækifæri þau sem Sov- étríkunum bjóðast í Suður- Ameríku eru einungis vitnis- burður um að okkur hefur láðst að láta löndin fyrir sunn- an okkur njóta auðæfa okkar. Menn hafa gjarnan sagt og segja reyndar enn, að það sé ekki okkar sök að Suður-Am- er'í'ka sé fátæk og afturúr. En Sovétríkin sanna nú að svo er.“ M 1 jr I ES iólasveinsins á íslandi11 Sex brezk börn, 8—12 ára gömul, eru væntanleg hing- aö til Reykjavíkur 17. þ.m. og er erindi þedrra aö ganga á fund jólasveinsins á íslandi. þess sem þau hitta .jjólasvein- Það er hið kunna brezka fyr- irtæki Nestle’s sem ráðist hefur í að senda börnin hingað og haft um það samráð við Flugfélag íslands. Munu börnin dveljast hér í þrjá daga og á þeim tíma munu þau fá tækifæri til að kynnast íslenzkum bQrnum og fræðast um land og þjóð, auk Líftryggingadeild Sjóvátrygg- ingafélagsins 25 ára í dag Þann 1. des. 1934 tók til starfa líftryggingadeild Sjóvá- tryggingafélags íslands. Líftryggingadeild Sjóvá er fyrsta innlenda líftryggingafélagiö og var þaö stórt spor í þá átt aö flytja tryggingastarfsemina inn í landiö. Helztu áhugamenn um stofnun iíftryggingafélags voru þeir Jón Þorláksson, þáverandi borgarstj., Guðmundur Ásbjörnsson, bæjar- fulltr., Jón Ásbjörnsson hrl., Halldór Hansen dr. med., Ólafur Sóttu norræna húsnæðismála- ráðstefnu í Osló Þrír íslendingar sátu sjöttu norrænu húsnæðismálaráðstefn- una, sem haldin var í Osló dagana 23.—25. fyrra mánaðar, þeir Halldór Halldórsson fram- kvæmdastjóri húsnæðismála- stofnunarinnar, Guðmundur Vig- ífússon og Ragnar Lárusson. Er þetta í annafl sinn sem fulltrúar frá íslandi sækja ráðstefnu þessa. Ákveðið var að næsta ráðstefna verði haldin í Stokk- hólmi árið 1961. Þrjú skip seldu afla sinn í gær Guðmundur Péturs, frá Bol- ungavík, einn af 250 lesta tog- urunum, seldi 70 lestir í Grims- by í gær fyrir 4788 sterlings- pnd. Fylkir seidi í Cuxhaven 115 iestir fyrir 107 þús. mörk og Ágúst seldi í Bremerhaven 141 iest fyrir 128 þús. og 300 mörk. Dan Daníelsson dr. phil. og Brynjólfur Stefánssoin trygginga- fræðingur. Hófu þeir undirbún- ing að stofnun líftryggingafé- lags seinni hluta árs 1933 og var Brynjólfi Stefánssyni falið að athuga möguleika á endurtrygg- ingum erlendis. 25. júní 1934 var endanlega samþykkt af stjórn Sjóvá að efna til þess- Framhald á 11. síðu. Nestle’s-fyrirtækið, sem m.a. framleiðir hverskonar sælgæti, hj'ggst koma fréttum af ferð barnanna á framfæri svo sem að líkum lætur og sl. fimmtu- dag birtist þannig löng og ýtar- leg grein um ísland og fyrir- hug'að ferðalag barnanna í hinu víðlesna blaði News Chronicle. Með börnunum koma hingað m.a. hjúkrunarkona, sem sér um börnin á ferðalaginu, fararstjóri og Ijósmyndari, en fyrirhugað er að myndum og frásögn af ferð- inni verði útvarpað og sjónvarp- að í Bretlandi. Hún var að kaupa miða í liappdrætti Þjóðviljans, þegar ljósmyndarann bar að á sunnudaginn og „smellti af“. Sölustaður: aðalvinningur liappdrsetóisins, glæsilegur Volkswagen-bílj, sem staðið hefur að undanförnu við fjölfarnar götur í miðbænum og vakið athygli vegfar- enda á sjálfum sér og happdrættinu. Við viljum jafn- fraint minna lesendur á að draga ekki á lan.ginn uppgjör fyrir selda miða; ýimanleg skil eru mikils virði. Vetrarhjálpin í Reykjavík er að taka til starfa í fyrravetur var úthlutað matvælum fyrir rúml. 200 þús. kr. til 698 einstaklinga Eins og aö undanförnu mun Vetrarhjálpin í Reykja- vík safna fé meðal bæjarbúa til þess aö úthluta glaöningi til bágstaddra fyrir jólin. Ásgeir Sigurðsson forseti F.F.SJ. í fyrra bárust Vetrarhjálpinni 698 beiðnir. Þá var úthlutað matvælum fyrir 136 þúsund kr„ Konur í Ólafsyík rifja upp sjálfstæðisbaráttuna Ólafsvík í gær. Kvenfélag Ólafsvíkur minntist 1. desember með samkomu á laugardagskvöldið, þar sem fjallað var um sjálfstæðismál þjóð- arinnar fyrr og s'íðar. Kristjana Þórðardóttir setti samkomuna og gat þess að Kven- félag Ólafsvíkur hefði ætíð minnzt 1. des 1918 frá því fé- lagið var stofnað, í þeim til- gangi að halda á loft minningu um sjálfstæðisbaráttu þjóðarinn- ar. Bragi Sigurðsson sveitarstjóri flutti snjallt ávarp; og ræddi um baráttu þá sem þjóðin ætti nú í við að nýta frjáls auðlindir hafsins kringum landið. Minnti hann í því sambandi á ummæli Ólafs Thors er hann viðhafði fyrir nokkrum árum, er hann var forsætisráðherra, um bandalags- þjóðir okkar í Atlanzhafsbanda- laginu og sagði að auðivelt myndi að lcysa landhelgismálið mcð Breta sem bandalagsþjóð. Taldi ■Bragi að nauðsyn væri að minn- ast þessa nú, þegar Bretar meina íslendingum með hervaldi að nýta auðlindir sínar og reyna að koma í veg fyrir að íslendingar séu sjálfstæð og fullvalda þjóðt Þá var flutt samfelld dagskrá um sjálfstæðisbaráttu þjóðarinn- ar fyrr ag síðar; dagskrána fluttu konurnar Herdís Hervins- dóttir, Ingveldur Karlsdóttir og Sigrún Sigurðardóttir. Tvöfaldur kvartett söng und- ir stjórn Sigurðar Seheving. und- irleikari var Kristjana Sigþórs- dóttir. Síðan var dansað. Gerð- ur var góður rómur að skemmt- un þessari og var hún Kveni'é- lagi Ólafsvíkur tii sóma. mjólk fyrir um 21 þús. og fatn- aði sem keyptur var í verzlun- um fyrir um 50 þús. Einnig barst mikið af fatnaði gefins og var því úthlutað í samvinnu við mæðrastyrksnefnd. Verður sami háttur á hafður nú. Fer sú út- hlutun fram að Túngötu 2 og þar verður einnig tekið á móti fatnaðargjöfum. í fyrra safnaðist af skátum tæpar 69 þús. kr. og aðrar gjaf- ir námu 67 þúsundum króna. Einnig lagði bærinn fram fé til Vetrarhjálparinnar, en kostnað- ur við störf hennar er allmikill. Gjöfum Vetrarhjálparinnar er einkum varið til jólaglaðnings bágstöddum einstaklingum og fjölskyldum og taldi stjórn henn- ar í gær, að nú væru horfur á, að umsóknir yrðu mun fleiri en i fyrra. Vetrarhjálpin í Reykjavík tek- ur til starfa einhvern næstu daga. Verður hún eins og und- anfarin ár til húsa í skrifstoíu Rauða krossins í Thorvaidsens- stræti 6, sími 10785. Verður þar veitt móttaka gjöfuip, til söfnun- arinnar og eins hjálparbeiðnum. Um miðjan mánuðinn munu skátar og fara um bæinn og safna fé og eru menn beðnir að bregðast vel við. J Nítjánda þingi Farmanna og fiskimannasambands íslands lauk sl. sunnudagskvöid. Margar á- lyktanir og samþykktir varðandi sjávarútvegsmál, hagsmuna- og skólamál sjómanna voru gerðar á þinginu. Forseti sambandsins var ein- róma kjörinn Ásgeir Sigurðsson skipstjóri, en hann hefur verið forseti FFSÍ frá upphafi eða í 23 ár. Meðstjórnendur voru kjörn- ir Sigurjón Einarsson, Jónas Guðmundsson, Guðmundur H. Oddsson, Egill Hjörvar. Bjarni Bjarnason og Henry Hálfdanar- son. Hvíti hrafninn er dauður Óiafsvík í gær. Hvíti hrafninn, sem frægur varð á s.l. vori, en ungur maður handsam- aði hann þá sem unga hér í nágrenninu, lauk ævi sinni s.l. laugardag. Eigandinn hefur haft hann í búri heima við hús sitt, en þegar hann var að þrífa búrið s.l. laugardagsmorgun slapp krummi út og náði eigand- inn honum ekki aftur. Fór svo að hann skaut krumma, og' mun væntanlega láta stoppa af honum haminn.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.