Þjóðviljinn - 08.12.1959, Blaðsíða 10
10) — ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 8. desember 1959
Má Menningarsjóður gefa út...
Framh. af 7. síðu
verkum sínum. Og hann bætir
við: . . hlýtur fyrrnefndur
verknaður að heyra undir
þær greinar hegningarlag-
anna, sem fjalla um viðurlög
fyrir misnotkun eignarréttar-
ins.“
Lægra van nú ekki reitt til
höggsins: Menntamálaráði
hiklaust borið á brýn stórlega
refsivert athæfi. Þess eru
forn dæmi, að heimspekigrufl
hefur stundum leikið iðk-
endur sína. grátt. Er helzt að
sjá, að svo geti borið
enn.
Rökin fyrir þessari furðu-
legu staðhæfingu ,,fílósófus-
ar“ eiga að vera þau, að
Menntamálaráð hefur í aug-
lýsingum sínum um fyrr-
greind tvenn verðlaun áskil-
ið Bókaútgáfu Menningar-
sjóðs rétt til að gefa verð-
launaritin út án þess að sér-
sta'kt gjald komi til. Hér er
vitanlega um að ræða bæði
verðlaun og .ritlaun fyrir
fyrstu útgáfu ygrkanna. Til
greina gat komið, að tvískipta
hvorri upphæð, telja hluta
hennar verðlaun og afgang-
inn ritlaun. En Menntamála-
ráði þótti það þarflaus leik-
ur með orð og tölur. Þess
vegna var að því ráði horfið,
að auglýsa á þann þátt, sem
gert var. Auðvitað skilur
hver meðalsnotur maður, sem
skilja vill, að hér er fyrst
og fremst um að ræða rit-
laun fyrir það verk, sem
til. launin hlýtur og til útgáfu
verður tekið. Sú venja hefur
hins vegar myndazt, þegar
laun fyrir verk eru auglýst
fyrirfram með þeim hætti,
sem hér var á hafður, að
nota orðið verðlaun í stað
hins algenga orðs, ritlauna.
Enginn, sem auglýsingar þess-
ar les og sendir handrit 'í
slíka keppni, fer í neinar
grafgötur um þau skilyrði,
sem þar eru sett. Hann tek-
Mannlýsingar
eftir Einar H. Kvaran.
Bók mánaðarins hjá Almenna hókafélaginu
1 tilefni af hundraá ára afmæli Einars H. Kvarns
gefur Almenna bókafélagið út ritgerðasafn eftir
hann. Ber safn þetta heitið Mannlýsingar og er úr-
val úr ritgerðun; þeim, sem E. H. K. skrifaði um
nokkra af samtíðarmönnum s'ínum o. fl. Tómas
Guðmundsson skáld hefur annazt va’ið og ritar
jafnframt ýtarlegan inngang um rithöfundinn, þar
sem hann gerir grein fyrir ævistarfi hans og
bókmenntastörfum. Verða Mannlýsingar fyrri bók
mánaðarins í desember hjáí AB, en félagið gefur út
tvær mánaðarbækur að þessu sinni.
Efni Mannlýsinga er sem hér segir:
Um Gest Pálsson
Ólafur Davíðsson
Matthías Jochumsson
Indriði Indriðason
Björn Jónsson
Þorsteinn Erlíngsson
Síra Priðrik J. Bergmann
Stefanía Guðmundsdóttir
Gearg Brandes og íslendingar
Hannes Hafstein á stúdentsárunum
Skapstórail 'konur
Fyrir fjörutíu árum i lærða skólanum
Afstaða m'ín til bókmenntanna
1 nokkrum formálsorðumj fyrir bókinni farast Tóm-
asi Guðmundssyni orð á þessa leið: ,Öðru efni úr
ræðum og ritgerðum Einars H. Kvarans verður
væntanlega gerð nokkur skil innan tíðar, í sams
konar bindi og þessu, og mun þá um leið verða
vikið að blaðamennsku hans og skiptum af al-
mennuiry málum“.
Mannlýsingar eru 246 bls. að stærð. Verður bókin
send til umboðsmanna út um land næstu daga, en
send til umboðsmanna út/ um land næstu daga, en
í Reykjavík verður hún til afgreiðslu fyrir félags-
menn síðari hluta þessarar viku.
ur því aðeins þátt í keppn-
inni, að hann fallist á skil-
yrðin. Aðilar hafa því gert
með sér eins konar samning,
þar sem gilda fastar reglur,
Menntamálaráð með því að
auglýsa 'keppnina og þátttak-
endur með því að senda hand-
rit og taka þátt í henni.
Eg fæ því ekki annað séð
en það sé fleipur eitt, að
Menntamálaráð hafi með
þessari tillögu gengið á rétt
nokkurs rithöfundar. Öllu
heldur má segja, að með þv'í j
að bjóða 75 þúsund krónur
fyrir rétt til 1. útgáfu með-
alstórrar skáldsögu, leggi
Menntamálaráð áherzlu á, að
rithöfundi beri sómasamleg
greiðsla fyrir gott verk.
Naumast ætti það að vera
fleinn í holdi Islenzkra rit-
höfunda, enda hef ég ekki
heyrt að þeir ha.fi gagnrýnt
þá tilhögun, sem hér hefur
verið höfð.
Hið eina, sem ég hef heyrt
rithöfunda fetta fingur út :
af tilefni bókmennaverðlauna
þeirra, sem Menntamálaráð
hefur auglýst, er það, að
gerður sé óeðlilega mikill
munur á launum fyrir skáld-
sögu og leikrit. Þeir, sem.
svo mæla, hafa mikið til
síns máls. Það er vafalaust
sízt auðveldara að semja gott
leikrit en góða skáldsögu. Hitt
má þó nefna, að væntanlega
hefði höfundur verðlaunaleik-
rits nokkrar tekjur af sýn-
ingum þess á íslenzku leik-
sviði. Þær 30 þús. kr., sem
Menntamálaráð heitir, fær
höfundur fyrir útgáfuréttinn
einan. Og1 allmiklu hærri upp-
hæð mun það vera en íslenzk-
ir rithöfundar hafa fengið
fram til þessa fyrir fyrstu
útgáfu á leikriti.
5. desember 1959.
Gils Guðimindsson
N Ý B Ó K :
PENNASIÓÐIR
Rit kvenna
Ritstjóri Halldóra B.
Björnsson.
11 sögur ef'iir 11 höfunda.
Við beinum athygli yðar að þessari bók, sem á
margan hátt er nýstárleg og mun koma lesendutn
á óvart m.a. vegna hins fjölbreytta og á ýmsan
hátt óvænta efnisval höfundanna.
Meðal höfunda eru konur, sem þegar eru þjóðkunnar
fyrir ritverk sín, en aðrar eru nýjar í hópi rithöf-
unda og flestum ókunnar.
Höíundar:
Arnfríður Jóna'Iansdóttir
Guðfinna Þorsteinsdóttir (Erla)
Halldóra B. Björnsson
Líney Jóhannesdóttir
Oddný Guðmundsdc'ttir
Bósa B. Blöndals
Sigríður Einarsdóttir frá Munaðarnesi
Steingerður Guðmundsdóttir
S'icinunn Eyjólfsdóttir
Valborg Bentsdóttir
Vilbor.g Dagbjartsdót»íir
Þessi bók sýnir að íslenzkar konur kunna að se ftja
SKEMMTILEGA SÖGU SVO SEM VERIÐ HEFIR
FYRR OG SÍÐjAR HÉR Á LANDI
Gísli Sveinsson
ur, Guðríður gift Finni Guð-
mundssjmi dr. rer. nat. í
Reykjavík, Sigríður, nudd-
kona á Landsspítalanum,
Guðlaug gift og búsett í Eng-
landi og Sveinn, flugmaður,
búsettur í Hollandi.
Öll þau ár, er Gísli var
sýslumaður okkar Skaftfell-
inga, naut hann þar óskor-
aðra vinsælda. Við fráfall
hans munu Skaftfellingar
senda fjölskyldu hans hug-
heilar kveðjur.
Ásmundur Sigurðsson.
SKIPAUTGCRÐ
RIKISINS
Herðubreið
austur um land til Þórshafnar
hinn 12. þ.m. Tekið á móti
flutningi í dag til Hornafjarð-
ar, Djúpavogs, Breiðdalsvíkur,
Stöðvarfjarðar, Borgarfjarðar,
Vopnafjarðar, Bakkafjarðar
og Þórshafnar. Farseðlar seldir
á föstudag.
ATH. Þetta er síðasta ferð
skipsins fyrir jól.
FERÐAFÓLK — FERÐAFÓLK
Vcrzlunin GNOÐ
Verzlunin Gnoð er fyrsta verzlunin sem þér sjáið
þegar þið komið yfir Elliðaár á leiðinni í bæinn.
Verzlunin Gnoð selur snyrtivörur, vefnaðarvörur,
smávörur, jólavörur og margt fleira. —
Næg bílastæði.
VERZLUNIN GNOB — Sími 3-53-82
íþróttir
Framh. af 9. síðu
Reynir skorað úr vinstra horni
teigsins, eftir góða línusend-
ingu Karls. Ólafur Ragnarsson
skoraði síðasta mark leiksins
fyrir Fram, og lauk leiknum
þvi með 10:7. I liði KR var
langbeztur Karl Jóhannsson,
hann skoraði tvö markanna
mjög glæsilega og átti mjög
góðar sendingar inn á línuna,
auk þess sem hann byggði
mikið spil upp. Að öðru leyti
var liðið mjög jafnt.
Framliðið var sömuleiðis
mjög jafngott; þó var Guðjón
frískastur. Mörkin skoruðu:
KR: Stefán og Reynir 3, Karl
2, Bergur og Hörður 1. Fram:
Hilmar 2, Karl Ben., Rúnar,
Ágúst, Guðjón og Ólafur 1
hver. Sigur KR-liðsins í mótinu
er sanngjarn.
Mót:nu var elitið af for-
manni TBR Gísla Halldórssyni
og afhenti hann sigurvegurum
verðlaunagripi, en sigurvegar-
ar í einstökum flokkum voru
þessir:
Meistaraf'. kvenna: KR
2. fl. kvenna Valur
Mc'starafl. karla KR
1. fl. karla Þróttur
2. fl. karla óútkljáð
3. fl. kar:a Fram
—hip—
HAPPDRÆTTI HÁSiCOLA ÍSLANDS
I dag er nœstsíBasfi söludagur
Vinningar í 12. flokki 3.645.000 krónur