Þjóðviljinn - 05.01.1960, Side 3
Þriðjudagur 5. janúar 1960 — ÞJÓÐVILJINN —
Ljóðakvöld ungra tónlist-
armanna í Melaskólanum
Annað kvöld, þrettándadagskvöld, efna fjórir ungir
tónlistarmenn til ,,ljóöakvölds“ í sal Melaskólans.
„Stórglæsileg” myndabók frá
Islandi gefin út í Sviss
„Stórfengleg myndabók með litmyndum frá íslandi'**1
or komin út í Sviss, segir danska blaðið Börsen.
Listamennirnir eru Sigurveig
Hjaltested, Snæbjörg Snæ-
björnsdóttir, Sigurður Björns-
son. Syngur Snæbjörg tvö lög
eftir Richard Strauss og tvö
eftir Brahms, Sigurveig syng-
ur lagaflokkinn „Barna-
herbergið“ eftir Moussórsky,
sem aldrei hefur verið fluttur
hér áður, og Sigurður syngui
lagaflokkinn „Ástir skáldsins“
eftir Schumann. Ragnar leikur
undir sönginn á píanó.
Ljóðakvöldið hefst kl. 9
annað kvöld í sal Melaskólans
sem fyrr segir. Er ætlun lista-
fólksins að haga flutningi
þannig, að það komizt í sem
nánast samband við áheyrend-
ur, t.d. verður listafólkið í
miðjum sal, þegar tónverkin
er.u flutt, en áheyrendasætum
raðað í hálfhring umhverfis.
Salurinn er tiltö’.u'ega lítill,
rúmar um 150 í sæti.
Þess skal getið, að söngvar-
arn:r halda allir þrír utan til
framha’dsnáms rlaginn eftir
AfSasf vel á
miðunum vi5
Nýfundnaland
Fáir íslenzkir togarar hafa
verið að veiðum á Nýfundna-
land&miðum að undanförnu, en
þar hefur afli verið góður. Tog-
arinn Röðuil er nú á heimleið
þaðan ineð fullfermi, sem veidd-
ist á tveim sólarhringum.
Mjólk flntt
flugleiðis
til F.vjii
Vestmannaeyjum í gær. Frá
fréttaritara.
Sl. laugardag, 2. janúar, var
mjólk flutt hingað til Eyja
flugleiðis og í dag var einnig
æ'dunin að halda þessum mjólk-
urflutningum með flugvéluin
áfram, en flugveður hamlaði.
Herjólfur kom hingað með
mjólk á Þorláksmessu, en næsfi
komudagur skipsins var 29.
des. Hefði því orðið mjólkur-
laust í Eyjum í tvo daga, ef
þá hefði ekki frétzt að Detti-
foss yrði þar í höfn þriðja
i jóium og reynzt unnt, fyrir
lipurð 1. stýrimanns, að fá
mjóik flutta með skipinu.
Herjólfur siglir milli lands
og Eyja eftir föstum áætlun-
arferðum, og það gerði mjólk-
urbáturinn reyndar l'íka, en
hann fór oft aukaferðir, ef
með þurfti, vegna sérstakrar
lipuðar skipstjóra.
Herjólfur þyrfti að fara fyrr
frá Reykjavík en hann gerir
nú svo að mjólkin, sem flutt
er með „honum komist í verzl-
anir árla morguns. Gengur
skipið ekki meira en svo, að
það er stundum ekki komið
hingað fyrren kl. 11 árdegis.
tónleikana. Þær Snæbjörg
Snæbjörnsdóttir og Sigurveig
Iljaltested fara til Salzburg,
en Sigurður Björnsson heldur
til Múnchen, þar sem hann hef-
Sigurður Björnssoii
ur að undanförnu stundað
söngnám hjá hinum heims-
fræga söngvara Gerhard Húss.
Brúcknei'-Rúggeberg, þýzki
hljcmsveitarstjórinn sem hing-
að he.'ur komið nokkrum sinn-
um og stjórnað Sinfóníuhljóm-
sveitinni, hefur boðið Sigurði
að fara með eitt einsöngshlut-
verkanna, þegar Requiem
Mozarts verður flutt í Ham-
borg í byrjun marzmánaðar
n.k.
Veðurstofa ís-
lands 40 ára
Um áramótin voru liðin 40 ár
síðan Veðurstofa íslands tók til
starfa.
Fyrsti forstöðumaður Veður-
stofunnar var Þorkell Þorkels-
son og' gegndi hann því starfi til
ársins 1946, er Teresía Guð-
mundsson, núverandi veður-
stofustjóri, tók við því. Starfs-
menn Veðurstofunnar voru í
upphafi 3, en eru nú 60 talsins.
Saga Kaupfélags
Héraðsbúa
Fimmtíu ára starfssaga Kaup-
félags Héraðsbúa á Reyðarfirði
er rakin í nýútkominni bók eftir
Benedikt Gísiason frá Hofteigi.
í upphafi bókarinnar rekur
höfundur verzlunarsögu Aust-
firðinga á fyrri tímum og ger-
ir grein fyrir landkostum og at-
vinnuháttum á Fljótsdalshéraði.
Síðan skýrir hann frá aðdrag-
anda að myndun kaupfélagsins
og verzlunarsamtökum sem á
undan því fóru. Loks er svo
meginefni bókarinnar saga kaup-
félagsins, rituð samkvæmt skjöl-
um þess frá fyrstu tíð fram á
síðustu ár. í bókinni eru margar
myndir. Útgefandi er Norðri.
kirkju Borgnesinga.
Klukkur þéssar eru tvær, sú
stærri tæplega 600 kíló, en hin
minni 340 kg. Þær eru steyptar
í Vestur-Þýzkalandi af Engel-
bert Gebhard, sem viðurkenndur
er einn fremsti klukkusmiður
Evrópu. Var Gebhard á' ferð hér
á landi á sl. sumri og heimsótti
þá m.a. hina nýju Borgarnes-
kirkju og kynnti sér allar að-
stæður. Hringingartæki eru
einnig vestur-þýzk, en umboðs-
maður beggja fyrirtækja hér á
landi er Ásgeir Long í Hafnar-
firði og hefur vinnustofa hans
annazt útvegun og frágang
klukkna og hringingartækja.
Litlu munaði að ekki hefðist
að koma klukkunum upp í Borg-
arneskirkju fyrir hátíðar. Voru
klukkurnar hið fyrsta sem skip-
að var upp úr Dettifossi að
morgni 17. des.. en að kvöldi
sama dags voru þær komnar
inn á kirkjugólf, ásamt grindum
sem halda þeim uppi, en þær
eru smíðaðar í vinnustofu Ás-
geirs Long og vega hátt í eina
lest.
„Islendingar liefðu ekki get-
að óskað sér betri bókar til
12261 prnicl fyr-
ir 167 lestir
Togarinn Ingólfur Arnarson
seldi afla sinn í Grimsby í gær-
morgun, 167 lestir fyrir 12261
sterlingspund. í dag munu tveir
íslenzkir togarar selja í Bret-
landi.
Klukkur Kristskirkju á Landa-
kotshæð munu af kirkjuklukk-
um landsins einar vera stærri
en þessar klukkur í Borgarnes-
kirkju, en svipaðar að stærð eru
stærsta klukkan í Skálholti og
stærri klukkan í kirkju Óháða
safnaðarins. Verðmæti gjafar
Kaupfélags Borgfirðinga mun
vera rösklega 60 þús. kr.
að laða ferðamenn til lands**
ins“, segir blaðið.
Bókin heitir Island og út-»
gefandi er landfræðibókafor—
lagið Kúmmerly & Fry í Bern„.
Laxness og Sigurður
Formála fyrir bókinni skrif—
ar Halldór Kiljan Laxness, en
dr. Sigurður Þórarinsson skrif-
ar um náttúru íslands og sögu.
Halldór segir í formálanum,
að náttúra Islands, hafi verið
kölluð hetjuleg. Sá sem fædd-
ur sé og uppalinn á Islandi eigi
erfitt með að venjast landslagi
og andrúmsíofti á meginlandi
Evrópu.
„Með þessari bók hefur stór-
fengleg náttúra Islands eign-
azt erindreka, sem mun koma
mörgum til að óska sér til
lands hinnar hetju’egu nátt—•
úru“, segir Börsen.
Samkvæmt upplýsingum sem
Þjóðviljinn fékk í gær hjá skrif-
stofu vegamálastjóra er færð ,nú
allgóð á helztu vegum út úr
Framhald á 10. síðu.
Efnt til sveitakeppni í skák
milli fyririækja og stofnana
Um möjan mánuðinn veröur hleypt af stokkunum
sveitakeppni í skák á milli ýmissa fyrirtækja og stofn- (
ana 1 Reykjavík. Hefur Skáksamband íslands haft for-
göngu um málið.
Hver sveit í keppni þessari tími. Skal tefla fyrstu 40 leik-
skal skipuð 4 aðalmönnum og ina á þrem klukkustundum og
1—3 varamönnum og mega 'ljúka síðan skákinni á einni
fyrirtækin senda fleiri en eina klukkustund. Vinningur yfir
>sveit hvert. Sveitunum verður sveit gefur 1 stig og jafntefli
skipt niður í riðla, sennilega Vz stig. Sarv.nlagður, vinninga-
6 sveitum í hvern og á keppn- fjöldj á öllum borðum kemur
innj að vera lokið fyrir marz-. því aðeins til greina, að tvær
lok. Sveitirnar innan hvers rið- eða fleiri sveitir verði jafnar
ils semja sjálfar um stað og að stigum.
stund fyrir keppnina. Þær sveit-1 Þátttökugjald fyrir hverja
ir, sem efstar eru 'í hverjum sveit er kr. 150. Skákstjóri er
riðli mynda A-flokk á næsta Gísli ísleifsson, en með hon-
ári, þær, sem verða nr. 2 um verða 4 menn í yfirstjórn
B-flokk o.s frv. Keppt verður keppninnar. Þátttöku ber að
um verðlaunagripi í hverjum tilkynna skákstjóra fyrir n.k.
flokki, ! föstudagskvöld. Voru þátttöku-
Fyn’r hverja skák er ætlað- tilkynningar þegar farnar að
við fjögurra stunda hámarks- berast í gær.
Nægja þeim
ekki vellystingar ?
Á gamlárskvöld hafði Ólaf-
ur' Thorg þau tíðindi að segja
að verkafólk hefði á undan-
förnum árum iifað ,.í vellyst-
ingum praktuglega", og' nú
væri tími til kominn að tak-
marka vellystingarnar og
draga úr praktinni. Ef þetta
tungutak hæfir um verkafólk,
hvaða orð á þá að nota til að
lýsa liferni Ólafs Thors og
ættmenna hans eða afkomu
Emils Jónssonar sem á síð-
asta ári1 borgaði í eina saman
skatta tvöföld verkamanna-
laun þrátt fyrir ívilnanir? Á
tungan ef til vill engin orð
til að lýsa lifnaðarháttum
siíks fólks, fyrst Ólafur þarf
að elta uppi tungutak for-
feðra sinna til að gefa hus-
mynd um bílífi óbreyttra
launþega?
Og mundi það ekki næg.ia
Ólafi Thors, Emil Jónssvni og
öðrum slíkum að iifa í vel-
lystingum praktuglega; hafa
menn nokkuð að gera við
meira sæliífi? Þá gæti ólafur
gefið lærdómsríkt fordæmi
með því að birta daglegar
lýsingar á því í Morgun-
blaðinu hverjar vellystingar
hann veitti sér og fjölskyldu
sinni í mat og drykk fyrir
kaup Dagsbrúnarverkamanna.
En Emil Jónsson gæti birt
um það greinar. skrýddar Al-
þýðublaðsmyndum, hversu
praktugleg föt; pelsa og
skartgripi hann gæfi sínu
fólki fyrir taxta Iðjuverka-
fólks. Slík breyting á lifnað-
arháttum auðmanna myndi
spara þjóðinni svo mikið fé
að öll efnahagsvandamál
hyrfu sem dögg fyrir sólu,
og enginn getur kallað það
óbilgirni þótt farið sé fram
á að Ólafur Thors og' aðrir
slíkir séu svo lítillátir og
hógværir að láta sér nægja
að lifa í vellystingum prakt-
ug'lega.
Byrja
þeir ekki líka?
Nazistarnir í Vesturþýzka-
landi telja nú tímabært að
koma fram í dagsljósið eftir
að þeir hafa hreiðrað um sig
í æðstu stöðum lands síns.
Þeir vekja lið sitt á gamal-
kunnan hátt, með því að
blása að glóðum gyðingahat-
urs og svivirða þá fáu sem
þar lifa eftir af þeim kyn-
stofni sem fyrir skömmu
horfði á eftir milljónum fé-
laga sinna inn í gasofnana.
Og ekki létu nazistar Vestur-
þýzkalands fvrr til sín heyra
en undirtektir bárust frá
flestum öðrum löndum Atl-
anzhafsbandalagsins; ungu
mennirnir með hreinu hugs-
anirnar, sem Morgunblaðið
nefndi svo, hafa haldið hrein-
leika sínum óskertum.
Hvað um Sigurjón Sigurðs-
son lögreglust.ióra og félaga
hans sem skrifuðu gyðinga-
hatursgreinar af mikilli á-
striðu fyrir rúmum tveimur
óratHgiþa Á og . nafngreindu
ýmsa Islenáinga í þvi sárft-
bandi? Fara þeir ekki líka
að mála svívirðingar á hús?
Austri.
Eaupíélag Borgíirðinga gaí nýju kirkjunni
Um hátiöainar var í fyrsta skipti hringt nýjum klukk-
um, sem Xaupfélag Borgfiröinga hefur gefiö hinni nýju