Þjóðviljinn - 05.01.1960, Qupperneq 4
4) — ÞJÓÐVTLJINN
"y
Þriðjudagur 5. janúar 1960
JÓHANNES ÚR KÖTLUM:
0g enn er það klámið
Þann þrítugasta desember
' birtist í Þjóðviljanum grein
eftir Björn Franzson, gamlan
vin vorn og félaga, sem hann
nefnir Blöð á batavegi. Grein
þessi er í upphafinu einskon-
ar þakkaróður til póstmeist-
" arans og dagblaðanna í
Reykjavík fyrir rétt viðbrögð
gagnvart sorpriti einu sænsku
sem kvað hafa borizt hing-
að til lands ekki alis fyrir
iöngu. En brátt snýst grein-
in til upprifjunar á öðru al-
varlegra máli, nefnilega
skáldskap Agnars Mykle
hins norska og þeim kyn-
legu umsvifuni sem hann
hefur valdið í íslenzku
mennir.garlífi á undanförnum
árum.
Björn Franzson hafði áður
skrifað eina eða tvær grein-
ar í blaðið um sama efni og
tók ég þær frá til geymslu
á sínum tíma, en hef ein-
hvernveginn gloprað þeim
aiiður og finn þær ekki fram-
ar. En það man ég að ég
taldi mig ekki þurfa að svara
þeim greinum fremur en gert
er óbeinlísis í ritlingi mínum
um Roðasteininn og ritfrels-
ið, sem ég þykist vita að
vinur vor hafi kynnt sér
rækilega. Hinsvegar langaí
mig til að víkja nokkrum
orðum að þessari nýju grein,
með því þar er pikkað í mig
allhvössum goggi, enda þótt
nafn mitt sé hvergi nefnt.
— ★ —
Eg er Birni Franzsyni
öldungis sammála um það að
hafi verið ástæða til að
sporna við útkomu Roða-
steinsins, þá hafi hið sama
ekki 'síður gilt um Frú
Lúnu í snörunni. Björn á-
fellist dómsvaldið — og það
með réttu miðað við þess
fyrri afstöðu — fyrir að hafa
ekki hreyft „legg eða lið“
gagnvart Frú Lúnu. Bætir
síðan harmþrunginn við: —
„Og frá Kristjáni rithöfundi
Albertssyni hefur ekki heyrzt
aukatekið orð um, að nokkuð
hafi verið athugavert við hið
síðarnefnda sorprit....“ —
Ja mikið er að héyra! En
mætti ég þá fyrir hönd okkar
Kristjáns beggja spyrja sem
svo: Nú er liðið á annað ár
síðan bókin kom út — og
hvað hefur Björn Franzson
verið að hugsa allan þann
tíma ? Hversvegna kærði hann
ekki til dómsvaldsins þegar
i stað ? Hvað bagar manninn
að vera á annan tug mánaða
að skoða Frúna og láta sér
síðan nægja. umkomulausa
biaðagrein? Sé honum aJvara
með að hvítþvo fokkur elskuðu
þjóð af bókmenntálegu
„klámi", þá tjóar ekki að
sofna hjá ósómanum og
f hrópa svo kristján! kristján!
þegar loksins er rumskað.
Það er eftirtektarvert að
Björn Franzsón lætur hin
eiginlegu sorprit í himnesk-
um friði, enda þótt þau blasi
við honum í hverri sjopnti —
og hann talar um „blöð á
bat.avegi“, enda þótt sutn
þeirra séu farin áð eyða
heilum síðum eða opnum í
forheimskandi og afsiðandi
kjaftakerlingaþvaður. — En
fyrst það er nú einu sinni
hans árátta að umhverfa al-
varlegum bókmenntum í
„klám“, þá get ég ekki látið
vera — svo sem til nýrrar
sönnunar djöfulsins vélabrögð
um—að benda honum á nýlega
útkomna skáldsögu, ramm-
íslenzka, sjötíu þúsur.id króna
verðlaúnasögu, sera búið mun
vera að selja í hálfu tugþús-
undi eintaka eða meira. Bið
ég vorn góða siðameistara
að fletta þar upp á blaðsíðu
Agnar Mykle
215, ívið neðan við miðju, og
íhuga vandlega hvort hann
og Kristján og dómsvaldið
eiga þangað ekki erindi.
Nei — Björn Franzson
ætti að vera löngu búinn að
sjá að tilhlaup íslenzkra
stjórnarvalda í sambandi við
Roðasteininn var ekkert ann-
að en „sljó eftiröpun“ sem
óðara hjaðnaði niður þegar
stóri frændi gafst upp. Og
ekki hef ég trú á að nektar-
hatur þeirra Kristjáns Al-
bertssonar gagnvart listum
leiði af sér bætta siðu, held-
ur í hæsta lagi fáránlega
hafmeyjarsprengingu úti í
tjörn.
— ★ —
I síðari Tduta greinar sinn-
ar sakar Björn Franzson mig
beinlínis um að hafa gerzt
forkólfur þess sem hann kall-
ar „pútnahúsastílinn í bók-
menntum" og unnið með
þeim hætti ,,skemmdarverk“
gagnvart mennmgarhugsjón
sósíalismans á Islandi. Það
er í rauninni ekki mitt að
dæma um svo alvarlega á-
kæru. Þó vil ég leyfa mér
að telja það nokkuð hæpna
forseridu að leggja pólitískan
mælikvarða á velsæmisviðhorf
manna. Eða eru þeir Björn
Franzson og Kristján Albert-
son í sama stjórnmálaflokki ?
Eg hef hér fyrir framan
mig tvo ritdóma um Frú
Lúnu í snörunni, sem hníga
til mjög svipaðrar niðurstöðu
og munu þó höfundar þeirra
ekki eiga samleið í þjóðmál-
um.
— ★ —
Sigurður A. Magnússon
segir í Morgunblaðinu 1.
nóvember 1958:
„Sagan er falleg i hrein-
skilni sinni, nærfærni, grimmd
og viðkvæmni, en hún er ó-
víða væmin. Ef frásögnin af
æskureynslu Asks Burlefots
er ekki sönn, ja þá ber ég
lítið skynbragð á mannlífið“.
Og síðar: „Hvað þá um
ástalýsingarnar sem hafa
fleytt Mykle upp í virðing-
arsess metsöluhöfundarins og
gert nafn hans að orðtaki
háðfuglanna? Þær eru ekki
margar, en nákvæmar eru
þær bg bersöglar. Klúrar eru
þær aftur á móti hvergi né
klámfengnar".
Halldór Stefánsson segir í
3. h. Tímarits Máls og menn-
ingar 1958:
„Því verður ekki á móti
mælt að þetta er mikil skáld-
saga og kunnáttusamlega
samin“. Síðar lýsir ritdómar-
inn því hvérnig hinn mælski
og kryfjandi stíll lýti söguna,
en segir svo: „Og nú upp-
götvar maður allt í einu
hversvegna lýsingarnar á
samförum kvennanna og pilts-
ins eru svona ýtarlegar. Þær
eru blátt áfram í samræmi
við istíl bókarinnar. Það er
engin ástæða til að ætla að
þær komi til af því að höf-
undurinn sé að velta sér í
kynórum eða æsa lesendur
sina eða hneyksla að óþörfu,
né að það sé kaupsýslubragð
til að selja bók“.
Þannig hafa siðmenntaðir
menn yfirleitt brugðizt við
skáldverki Agnars Mykle,
enda þótt þeir hafi sumir
haft ærið út á það að setja
—* ég veit ekki til að aðrir
hafi kallað það sorprit en
þeir sem telja mannlega nátt-
úru „andstyggilegan ó-
þverraskap“ og látast ganga
með stork eða englahár milli
fótanna.
Björn Franzson segir:
„Það er tími til kominn, að
íslenzkir sósíalistar geri
hreint fyrir sínum dyrum í
þessu efni“. Á hann þar við
„pútnahúsastílinn". Gott og
vel. Sízt skal ég hafa á móti
því. Eg þykist hafa mótað
mína afstöðu á fullskýran
hátt í bæklingnum um Roða-
steininn og ritfrelsið. En
telji íslenzkir sósíalistar það
henta sinni menningarhug-
sjón að draga rannsóknir bg
skilgreiningar vísinda og lista
á annarri meginhvöt manns-
ins niður í sorpið og krefjast
banns eða brennu á sjálfs-
krufningu mannsandans, þá
þeir um það. Eg er þá reiðu-
búinn að sitja einn eftir í
,,kláminu“.
— ★ —
Minn gamli vinur mælir
svo á einum stað: „Það er
eins og menn þurfi ekki ann-
að en vera nægilega ósvífnir
til að komast upp með hver
þau lcgbrot, er vera skal, í
þessu c.Cai".
Ja liótt er: Klám- Ósvííni!
Lögbrot!
Fáa menn hef ég þekkt
grahdvarari í sínu inni en ein-
mitt Björn Franzson. Séu
þessi ummæli stíluð á mig, þá
skora ég á hann í nafni heið-
arleikans að kæra lögbrot
mín fyrir hlutaðeigandi yfir-
völdum og færa sönnur á
sín stóru orð á réttum vett-
Framhald á 11. síðu.
Guðrún Egilson sjötug
í dag á frúd
Guðrún Egilsson í
sjötugsafmæli. —- 1
Hún er fædd á 1
Bíldudal dóttir f
þeirra nafnkunnu 1
hjóna, Ásthildar !
og Péturs Thor- |
steinsson. — Guð-
rún giftist ung að
aldri Gunnari Eg-
ilsson ritstjóra
Ingólfs og síðar
fulltrúa íslenzku
ríkisstjórnarinn-
ar erlendis eftir
að þjóðin fékk
fullveldi 1918. —
Bæði voru hjónin
þeim kostum búin
andlega og líkam-
lega er gerði þau
að glæsilegum
fulltrúum íslenzku
þjóðarinnar út á
við og má minn-
ast þess hér að
sjötuga afmælisbarnið fékk
þann yndisþokka í vöggugjöf
sem fáum konum hlotnast.
Heimili þeirra hjóna fyrst
í Bandaríkjunum, síðan á
Spáni og ítalíu var athvarf
þeirra íslendinga sem áttu
‘leið um þessi lönd á þeim ár-
um og gegndi Guðrún um
langt skeið hlutverki hlið-
stæðu víð það sem konur ís-
lenzkra sendiherra gegna nú.
Þrjátíu og sjö ára gömul
varð Guðrún fyrir þeirri
þungu raun að missa mann
isinn frá stórum barnahóp,
fluttist hún þá frá Spáni til
Reykjavíkur og hefur búið
Guðrún Egilson
hér síðan. Guðrún er listræn
og hög í höndum bg eftir að
hún fluttist heim lagði hún
gjörva hönd á margt til að
létta undir afkomu heimilis-
ins og síðustu 18 árin hefur
hún unnið á lestrarsal Alþing-
is og lét af þeim starfa fyr-
ir nokkru.
Guðrún á þvi láni að fagna
að öll börn hennar sjö að tölu
eru gift og búsett í Reykja-
vík; eru barnabörnin 16 og
tvö barnabarnabörn. í dag
idvelur hún að Urðartúni við
Laugarásveg á heimili Ást-
hildar dóttur sinnar og Hauks
Þorleifssonar aðalbókara.
/------------ --------------------------------
A sjötugsafmæli Guðrmiar
„Á jœtur, börn!“ — Sem þoku þyrli frá
er þungu rökkurtjaldi lyft, og sjá:
lilju er ber af lilju og rós af rós
rísa úr mjöll og nótt í daggargljá.
„Því morgunelding skín! við Ijóssins lag
er löngu mál að yngja gamlan brag
um fegurð, œsku, ást og gullna veig
til yndis lieani sem er fœdd i dag“.
Og sjá, þœr flykkjast, bregða krans við krans
í kvikum dansi á torgi regnbogans —
að sólarlogans brunni, og bikar sinn
á barma fyllir hver af víni hans•
Og e:n úr miðri hvirfing, geisla og glaums
þar gengur fram við skál hins tœra flaums,
sem bliki stjarna morgunhvít og hljóð
frá heiðri vök i rofum svefns og draums.
ÞORSTFINN VALDIMARSSON
V_______________________________________________)
BÆJÁRPOSTURINN
J.
® Strákarnir og lög-
reglan
Hér í Reykjavík var óvenju
friðsamt um áramótin, segir
lögreglan. Sáralítið bar á ó-
látum unglinga í miðbænum
og við brennurnar, sem komið
hafði verið upp víðs vegar ur.i
bæinn fór allt fram með friði
og spekt. Fyrir nokkrum ár-
um var komið svo, að á gaml-
árskvöld var næstum l'ífs-
hættulegt að fara um mið-
bæinn, vegna óspekta og skrils
láta unglinga, enda safnað-
ist þá allur strákalýður bæj-
arins á þann eina stað og
gekk þar berserksgang. Lög-
reglan réði ekki neitt við neitt
og aðgerðir hennar urðu oft
fremur til þess að æsa strák-
ana til óknytta en að hindra
þá í þeim. Eftir að lögregl-
unni datt hins vegar í bug
Framhald á 10. síðu.