Þjóðviljinn - 05.01.1960, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 05.01.1960, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 5. janúar 1960 •— ÞJÓÐVILJINN •— (9 i UITSTJORÍ' Ssleraklr skíðamenn heaSdcs í austur- og vesturveg Um þessar mundir er mikil hreyfing á skiðamönnum okkar, þeirra er beztir eru. Leggja þeir leið sína til vesturs og austurs, og gista meginlöndin þar. Eru þar á ferli fyrst og fremst þeir sem tilnefndir hafa verið til Ólympíufarar, og enn aðrir hafa íarið svipaðar slóðir. Þrem skíðámönnum boðið til Aspen í Bandaríkjunum Þremur íslenzkum skíðamönn- um hefur verið boðið að dvelja í hinum kunna skíðaæfingastað í Bandaríkjunum, Aspen, sem er í Coloradofylki. Menn þessir eru: Skarphéðinn Guðmundsson stökkmaður frá Siglufirði og Jó- hann Vilbergsson svigmaður, einnig frá Siglufirði, en þriðji maðurinn er Leifur Gíslason jfrá Reykjavík. Fóru þeir vestur á laugardag- í þessi 6 ár hefur sambandið haft samvinnu við 300 forustu- konur hreyfingar þessarar í 96 löndum um allan heim og þar á meðal við konur í Moskva. Kona sú^ sem átti frumkvæðið að boði íslendinganna til Aspen, var hér á ferðaiagi i sumar, og heitir Allison Raymond. Gazt henni svo vel að landi og þjóð að hún vildi á einhvern hátt sýna þakklæti sitt í verki, og mun hún hafa fleira á prjónun- um í því efni. Þess má að lokum geta að eft- ir dvöl þeirra Skarphéðins og Jóhanns fara þeir til Squaw Valley til Vetrarólympíuleikanna á vegum Ólympíunefndar ís- lands og koma þar til móts við þá Eystein Þórðarson og Kristin Benediktsson, sem eru um þess- ar mundir í Alpalöndunum, en fararstjóri á leikjunum verður Hermann Stefánsson, formað- ur SKÍ. Jóhann Vilbergsson Næsta ár koma svo hingað jafnmargir Þjóðverjar og verða hér á vegum Skíðadeildar KR. Er mikill fengur að svona sam- skiptum milli íþróttamanna, og ekki sízt þegar þetta er á jafn- réttisgrundvelli. SAMÚÐAR- KORT ■ Skarpliéðinn Guðinundsson stekkur. inn var. Flugu þeir til New York en fóru í bílum til Aspen sem er yfir 1000 mílna leið. Verða þeir við æfingar um mánaðartíma en þar eru beztu skilyrði, bæði fvrir svigmenn og stökkvara. Menn þessir hafa frítt uppihald þar þennan tíma og fríar lyftur. Verða þeir gestir Aspen ski-club, en þátttakendur Bandaríkjanna æfa einmitt á þessum stað, svo að ekki er að efa að þeir njóti beztu kennslu og aðbúnaðar. Þeir munu einnig taka þátt í mótum sem efnt verður til fyrir væntanlega keppendur á O.L. sem þarna munu dvelja við æfingar. Er þetta í fyrsta skipti sem ís- lenzkir skíðamenn fara til æf- inga og keppni í Bandaríkjun- um. Þess má geta hér, að alpa- greinar Heimsmeistarakeppninn- ar á skíðum fóru fram í Aspen. Bak við boð það sem þessir þrír skíðamenn nutu, standa samtök í Bandaríkjunum, sem ejngöngu eru skipuð konum. Bera samtök þessi heitið Comm- ittee of Correspondence", og hafa þau það markmið að vinna að betri sambúð manna og þjóða í milli. Voru þau stofnuð í New York og stóðu að þeirri stofnun 15 konur frá samböndum kvenna sem unnu að ýmsum málefn- um. Fjórir KR-ingar fara til Austur-Þýzkalands. Skíðadeild KR hefur náð sam- vinnu við skíðamenn í Austur- Þýzkalandi um gagnkvæm skipti á skíðamönnum. Hófust þau með því að um þessi áramót fóru 4 KR-ingar til Austur-Þýzkalands til skíðaæfinga þar og verða þar í 1—2 mánuði. Þeir sem fóru eru Marteinn Guðjónsson, sem er fararstjóri, Davíð Guðmundsson, Hinrik Hermannsson og Úifar Guð- mundsson. Eru þetta allt ungir og efnilegir skíðamenn. Slysavarnafélags íslands kaupa flestir. Fást hjá slysa- varnadeildum um land allt. í Reykjavík í hannyrðaverzl- uninni Bankastræti 6. Verzl- un Gunnþórunnar Halldórs- dottur, Bókaverzluninni Sögu, Langholtvegi og í skrifstofu félagsins, Grófin 1. Afgreidd í síma 1-48-97. Heitið á Slysavarnavélagið. Til liggur leiðin. Trúlofunarhringir, Stein- hringir, Hálsmen, 14 og 18 kt. gull. KR-ingarnir, sem æfa í Austur-Þýzkalandi. Frá vinstri: Davíð Guðmundsson, Hinrili Hermannsson, Marteinn Guðjónsson, far- arstjóri, og Úlíar Guðmundsson. Loksins snjór í Squaw Vallcy Það er alllangt si'ðan menn vestur í Squaw Valley fóru að búast við því að ..Ólympíu- snjórinn“ færi að sýna sig, en hann lét lengi á • sér standa og var farið að gæta svartsýnis þar að snjóleysi mundi trufla OL. Nú rétt' fyrir jólin tók að snjóa svolítið og andar fram- kvæmdanefndin nú heldur létt- ara. Veðurfræðingarnir spá því, áð það verði erfitt með snjó í Squaw Valley í vetur, en því er þó fagnað sem komið er og vonir standa til að við það bæt- ist. Annars er það útbreidd skoðun að þegar halda á Ól- ympíuleiki einhversstaðar þá verði snjóleysisár, þótt snjóað hafi mikið næstu 50 árin á undan! ★ Væntanlegir keppendur í Squaw Valley æfa af kappi miklu um þessar mundir víðs- vegar um vetrar-íþróttalönd, og hætt er við að ekki komist all- ir til Ieikjanna, sem hæfni hafa, vegna meiðsla. Svo verður það a.m.k. með hinn snjalla Banda- ríska brunkappa, Bud Werner, sem er einn af beztu brunmönn- urn veraldar. Hann hefur undasi- farið stundað æfingar í Aspen í Bandaríkjunum, en á æfihgu nýlega meiddist hann svo illa að hanu verður að liggja í gipsi í tvo mánuði á sjúkrahúsi og hj v honum verður ekki um þátítöku í leikjunum að ræða í þctta sinn. ★ Tékkar gera ráð fyrir að senda 35 manna flokk til Squav/ Valley í vetur. Flest eru þnð ísknattleiksmenn, en þar eiga Tékkar gott lið. Þeir senda einnig 8 skíðamenn og 3 skauta- menn, auk leiðtoga. ★ Belgía hefur ákveðið að senda enga keppendur til vetrarol- ympíuleikanna að þessu sinni. Belgar hafa oft átt góða kepp- endur í listhlaupi á skautum, en þeir telja sig ekki eiga neiha sem séu frambærilegir í hina hörðu keppni. Aftur á móti éetla þeir að senda 120—130 manna hóp til Rómar í sumar. Gyðiegaofsóknir Framhald af 1. síðu. hneykslaða vegna frétta um van- helgun menningarstaða og bygg- inga í Vestur-Þýzkalandi. Þá segist stjórnin vilja sannfæra allan heiminn um það, að hvergi sé meiri hneykslan yfir gyðinga- hatrinu eins og einmitt í Vest- ur-Þýzkalandi þar sem haturs- herferðin átti upptök sín og langmest hefur borið á henni. Kveður stjórnin lögreglu sína vera önnum kafna við að rann- saka málið. Þá segir í yfirlýs- ingunni að miklar líkur liggi fyrir um það, að hér sé um skipulagða herferð að ræða, sem sé ætluð til þess að koma óorði á Sambandslýðveldið Þýzkaland í augum heimsins. Má skilja þetta síðasta atriði sem endurtúlkun þess áróðurs Bonn-stjórnarinnar, sem hún hefur mjög hamrað á undanfar- ið, nefnilega að nefnd herferð sé skipulögð af kommúnistum í Austur-Þýzkalandi og gerð í blóra við nazista í Vestur-Þýzka- landi. Öll vesturþýzku blöðin nema „General Anzeiger“ í Bonn, mál- gagn Adenauers, mótmæla þess- um örvæntingaráróðri stjórnar- innar. Blöðin ljúka upp einum munni um það, að orsak- anna fyrir fjandskaparherferð- inni sé ekki að leita utan Vestur- Þýzkalands. Langflest þýzku blöðin krefj- ast þess að hið opinbera geri róttækar ráðstafanir til að vernda gyðinga. Blaðið „Súd- deutsche Zeitung“ krefst þess t. d. að gengið verði rnilli bols og höfuðs á hatursiiðinu. Það eru þó mikil vandkvæði á því að slíkt verði gert, segir blaðið, þar sem fyrrverandi stormsveitar- foringjar eru fjölmennir í æðstu stöðum lögreglunnar og í dóm- stólunum. Blöð í ísrael túlka þá skoðun, að Bonn-stjórnin megi ekki skjóta sér á bak við þá afsökun, að aðeins fámennur hópur manna skipuleggi ódæðisverkin. Upphaflega hafi það ekki verið stór hópur sem í upphafi stóð fyrir gyðingaofsóknunum, sem náðu hámarki sínu í valdatíð Hitlers. 11 SS-menn lögreglu- reglustjórar Vesturþýzka stjórnin hefur skipað nefnd lögreglumanna, sem á að rannsaka hinar nýju of- sóknir. Fréttamenn benda á að einnig var skipuð sérstök rann- sóknarnefnd þegar kirkjugarður gyðinga í Dússeldorf var van- helgaður í fyrra, en sú nefnd hefur aldrei látið til sín heyra. Brezka blaðið „Daily Express“ hefur sent sérstakan fréttamann til þess að kanna ástandið í Vestur-Þýzkalandi, og hafa frétt- ir hans vakið mikla eftirtekt. Hann skýrir m.a. frá því að lögreglustjórar í 11 vesturþýzk- um borgum hafi verið foririgj- ar í stormsveitum Hitlers. 30% þeirra vesturþjóðverja, sem hann átti tal við vildu verja öll c- dæðisverk nazista. Þá segir fréttamaðurinn að slík ógrynni af nazistaáróðursritum séu ó- hindrað á markaði í Vestur- Þýzkalandi, að sérhverjum hugs- andi manni hljóti að blöskra. Þá er einnig frá því skýrt, cð gyðingar séu mjög uggandi um sinn hag vegna þess hve gamlir nazistar vaða uppi í valdastöð- um í landinu. Margir gyðingar þora t.d. ekki að fara til sumra lækna, og sumir læknar vísa gyðingum á dyr og neita að veita þeim læknishjálp. i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.