Þjóðviljinn - 06.01.1960, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 06.01.1960, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 6. janúar 1960 — ÞJÓÐVILJINN — (5 Einu sögulegasta. — og dýrasta —■ skilnaðarmáli sem. um getur er lokið í Bretlandi, og liefur úrskurður dóm- arans, að hjónunum skyldi ekki veittur skilnaöur, vakið furð'u og jafnframt orðiö til bess að ýta undir kröfuna um íiö brezku hjúskaparlöggjöfinni veröi breytt. Einn af tignustu aðalsmönn- um Bretlands, hinn hálffimm- tugi greifi af Shrewsbury — tign hans má marka af fullu nafni hans: John George Cliarl- es Henry Alton Alexander Chetwynd Chetwynd-Talbot — hafði krafizt skilnaðar frá konu sinni á þeirri einu for- sendu sem brezk lög taka. gilda sem skilnaðarástæðu, að hún hefði verið sér ótrú. En greifafrúin, 46 ára göm- ul, hafðj svarað í sömu mynt, og krafizt s’kilnaðar frá manni sínum á sömu forsendu. Hé!*i við heimiliskennarann. Greifinn hélt þv'í fram, að árið 1955, þegar hann lá rúm- fastur í mænusótt hefði frúin verið sér ótrú með heimilis- kennara þeirra hjóna, ungum manni, Lowther að nafni, ný- komnum frá prófborðinu. I 17 daga hlýddi hinn hái réttur á upplestur úr bréfum þar sem talað var um ,,nætur fullar á- stríðu og unaðssemda“, fram- burð tveggja þjóna, einkarit- ara og barnfóstra um faðmlög frúarinnar og kennarans. Sann anirnar voru ótvíræðar, en samt sem áður úrskurðaði dóm- arinn, sir Charles Collingwood í lok réttarhaldanna, sem kostað höfðu 2.000 sterlings- pund, að greifinn og frú hans fengju ekki skilnað. Hafðj sjálfur hjákonu. Ástæðan var sú að frúin gat sannað að greifinn hafði sjálfur verið henni ótrúr. Hann ját- aði í réttinum að eiga hjákonu, Mortlock að nafni, sem hann hafði lagt til um 800 sterlings- pund á ári og hafði einnig gef- ið 5.000 sterlingspunda hús. Hann sagðist ætla að ganga að eigá hana þegar hann hefði fengið skilnað. En þessi játning hans kom í veg fyrir að honum yrði veitt- ur skilnaður, í brezkum lögum er nefnilega kveðið svo á að því aðeins megj rifta hjúskap ef annar makinn hefur verið hinum ótrúr, en ekki ef báðir eru undir sömu sökina seldir. Mínus ulús mírnis er sama sem plús. Þessi furðulegi úrskurður, enda þótt hann sé í samræmi við ákvæði laganna, að halda iífi í hjónabandi sem svo ger- samlega er farið út um þúfur, •hefur orðið brezkum blöðum nýtt tilefni til að krefjast breytinga á hinni úreltu hjú- I skaparlöggjöf. Niðurstaða Evening Standard var: ,,Þegar lögin leggja saman tvo mínusa verður úr því plús, og tvö- faldur hórdómur getur orðið til að halda lifi í hjónabandi sem er með öllu orðið tilgangslaust." •Aðallega aðalsmenn. Enda þótt þetta mál hafi vakið sérstaka athygli, eru skilnaðarmál ekkert einsdæmi ’í Bretlandi, og þau eru sérstak- lega tíð hjá aðlinum. Sjö af 25 brezkum hertogum, sem ekki eru konungbornir, hafa lent í skilnaðarmáli, þrír þeirra oft- ar en einu sinni. í síðustu viku var önnur hertogafrúin af Bed- ford að reyna að losna við mann sinn, Argyll hertogi var Á myndunum sjást greifa- hjónin af Slirewsbury, til vinstri greifinn með hjá- konu sína, '11 hægri greifa- frúin með elskhuga sinn. að reyna að sleppa úr ldónum á þriðju frú sinni, en hálfum mánuði áður hafði eiginmaður systur hertogans af Bedford iosnað við sína frú á þeirri for- sendu að hún hefði haldið við bókhaldara hans. Allt þetta óstand hefur feng- ið svo mjög á erkibiskupinn af 1 gær var hafinn brott- flutningur þr:ggja bandarískra flugsveita frá Frakklandi til flugstöðva í Bretlandi. Ástæð- an er sú að franska stjórnin hefur ekki viljað leyfa banda- ríska flughernum að koma sér upp birgðum kjarnavopna í Frakkiandi. Kantaraborg að hann lagði til fyrir skömmu að hjúskaparbrot skyldu varða fangelsisvist. Eft- ir öllu að dæma myndi þá verða þröngt í brezkum tu'kthúsum. Walfla @nn áfram ai berjast Tveir japanskir liermenn, Hiroo Onoda og Kinsehichi Kotsuka, hafa enn ekki iagt niður vopn. Þeir hafast við í frumskógum Filipseyja og hafa enga hugmynd um að heims- styrjöldinni er lokið. Þe'r hafa orðið tíu bændum að bana. Japanska sendiráðið í Manila gerði út menn á dögunum til að reyna að sannfæra stríðs- hetjurnar um að friður hefði verið saminn, en á móti þeim var tekið með skothríð. Ætl- unin er nú að senda her'.ið til að ráða niðurlögum eftirlegu- kirdanna. IIImg111 i11m11111II111E!111i11111111111111111111EIi£ 11III111111111111í]111111E|(I!1111111111111E11111111111!11111!Ili!EEMI11M11111111111 íISi1111111111! 1111111111!11111[EIEI! 111SIillS:S!E1111i l!li:imi!!mi!lili!limm!!!l!!!iu:t!.l. samtals í sólarhring, þar til ljóst var að hún myndi ekki geta leyst það af hendi með svo skömmum fyrirvara. Góð ráð voru dýr, því að gífurlegt fé hefur verið lagt í söngleikinn og allir mið- ar seldir næsta mánuðinn. Leitað var til hverrar leik- konunnar af annaná, en engin tiltækileg. Loks tókst að fá óperettuleikkonuna Gerdu Gilboe til að taka að sér hlutverkið. Tryggingafé- lagið Lloyd’s í London fær allþungan skell, því að for- stöðumenn leikhússins höfðu fryggt sig gegn óhöppum sem þessu. Julie Andrews sem fyrstlék EIizu í My Fair Lady. My Fair Lady fékk taugaáfall. Söhgleikurinn My Fair Lady eftir Pygmalionleikriti Shaw var frumsýndur í Kaup- mannahöfn annan í nýári. Hafði það ekki gengið há- vaðalaust fyrir sig. Upphaf- lega hafði frumsýningin átt að vera á annan í jólum, en eftir generalprufuna fékk Ingeborg Brams sem fór með lilutverk Elizu tauga- áfall, og varð að leggjast í sjúkrahús. Reynt var að fá aðra leikkonu, Jeanne Dar- vil’e, til að hlaupa í skarð- ið og æfði hún hlutverkið Gilboe sem Eliza Bandaríska tímaritið Play- boy sem töluvert mun selj- ast af hér á landi (og það þótt það sé á svipuðu stigi og TOP-HAT sem ástæða þótti til að gera upptækt) birti í desemberhefti sínu myndir af frægum frönsk- um leikkonum í Evuklæðum. Þar má sjá yndisfagra lík- ama þeirra Isabelle Corey, Mylene Demongeot, Pascale Audret, Agnes Laurent og — að sjálfsögðu — Brigitte Bardot og Annette Vadim. En nú liefur a.m.k. ein hinna fögru kvenna höfðað mál gegn ritinu, — hún kannast ekki við að brjóst- in á myndinni af henni séu hennar eigin, segist reyndar ekki vera vön því að hafa þau frammi. Svipuðu máli mun gegna um flestar hinna mvndanna, þó ekki þær af Annette Vadim. Talið er að þær séu frá upptöku kvik- myndarinnar Les lsaisons dangereuses, en í henni koma fyrir nokkrar nektar- senur. —■ Ljósmyrdaranum höfðu verið gefin ströng fyrirmæli um að eyðheggja ailar þær myndir af Ann- ette sem ekki voru notaðar í kvikmyndinni, en hann virðist ekki hafa hlýtt þeim. Ástarævintýri Margrétar Englandsprinsessu og Town- send ofursta er nú endan- lega lokið. Hann sem er 45 ára og fráskilinn gekk fyrir jólin að eiga 21 árs gamla belgíska milljónaraiióttur. Dóttir Krústjoffs og tengdasonur, Adsjúbei, ritsójóri Is- vestiu, eru stödd í París, þar sem hann situr blaðamanna- þing. Þau eru liér að kvikmynda París. Embættismaðar í hollenzka zi fjármálaráðuneytinu hefur L: játað að hann hafi falsað L skjöl sem gerðu járnarusla- 2 sölum kleyft að fá greiddar 5 uppbætur hjá kola- og stál- “ samsteypu Vestur-Evrcpu. ~ Svikin hafa staðið yfr i 3 5 ár og samsteypan hefur á ~ þcim tíma borgao svilca- 2 hröppunum stórfé í verð- ~ uppbætur á 260.000 lestir af 2 járnarusli. 5 SOVÉZKUR ' KAFBÁTUR, | 650 lestir, hefur að sögn að ~ undanförnu verið í haf’nu 2 umhverfis Færeyjar. Með ~ bátnum eru fiskifræðingar s sem eru að kynna sér síld- s argöngur á þessiuu slóðum. 2 Eitt af móðurukipunum með 2 sovézka síidveiðiflotanum 2 þar hefur fengið þyrlu íil hjálpar við síldarleitina. H Gunnel Broström Leikkonan Gunnel Broström sem lék Sölku Völku í kvik- myndinni hefur verið sæmd helztu leiklistarverðlaunum Svía, Gösta Ekman-verð- laununum. Hún starfar nú við Vasaleikhúsið í Stokk- hólmi. lunsimiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiHiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiumiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiDiiiiiiiimimiiiimiimiMiiiiiiiimiiiiiiimiiiHiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniíf

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.