Þjóðviljinn - 06.01.1960, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 6. janúar 1960 — ÞJÓÐVILJINN — (11
H. E. BATES:
RAIjÐA
SLÉTTAN
Jörðin fyrir neðan hann virtist fljúga upp á móti
honum með ótölulegan grúa hindrana. Langi, dauði og
vatnslausi dalurinn blikaði hvítur í sólinni. Það var eins
og snjóflóð hefði sópað hann að öllu lífi. Milli klettanna
og runnaþyrpinganna skimaði hann kvíðandi eftir brún
af auðum sandi.
Hann lenti eins og í loftárás. Úr öllum áttum flykktust
að honum svartir steinar. Það var eins og þeir spryttu
upp úr hvítum sandinum. Milli þeirra sá hann stóran
stein, næstum mannhæðarháan, koma til móts við
vélina með flughraða og andartaki síðar fann hann
hvernig hjólið snerti hann og vélin hallaðist svo mikið
að hann missti stjórn á henni og hún brunaði nú burt
fiá stóigrýtinu og í, áttina að frumskógarjaðrinum með
hjólið brotið og logandi vænginn upp í loftið og allt í
einu teygðu logarnir sig að flugvélarskr.okknum.
Rétt áður en loginn náði til hans, leit hann á Carr-
mgton. Hann var að kalla neyðarskeyti inn í senditækið,
óskiljanlega rólegur. Hann sat þarna eins og stytta, dá-
leiddur af skerandi birtunni frá loganum, sólinni og
sandinum. Forrester fannst helzt sem hann mundi aldrei
framar hreyfa sig og þegar flugvélin stöðvaðist með braki
og gný mundi hann eftir því að hann hafði gripið ofsalega
í skyrtuna hans og dregið hann upp hrópandi.
Einhversstaðar fyrir aftan þá heyrðist öskur og ragn
frá Blore yfir hvininn í logunum.
Forrester velti sér marga hringi í hvítum, heitum
sandinum eins og fimleikamaður í fjölleikahúsi. Um leið
og hann reis á fætur sá hann Blore. Það var kynleg sjón.
Hann stóð uppréttur með allar sínar tilfæringar utan á
sér. Hann minnti helzt á þéttvafinn pinkil. Eitthvað í út-
búnaðinum virtist hafa varið hann meiðslum og nú stóð
hann þarna eins og farangur sem skilað hafði verið á
öruggan en óblíðan hátt.
Næstum samtímis sá Forrester það sem eftir var af
Carrington. Hann var eins og skelfileg endurspeglun
einhvers sem áður hafði gerzt. Hann hljóp eins og logandi
blys og veinaði eins og ungbarn. Forrester tók undir sig.í
stökk og hljóp til hans, en pilturinn féll niður logandi
áður en hann náði til hans. Um leið og hann féll, fleygði
Forrester sér niður, gróf hendurnar ofsalega niður í rykið
og sópaði sandi yfir líkamann sem var nú alelda frá mitti
og niðurúi- Hann sópaði og sópaði án afláts. í hvert skipti
sem sandhrúgan lenti á logandi líkamanum, kafnaði log-
inn og reykur gaus upp, unz engir logar voru eftir, að-
eins fætur piltsins, sviðnir undir hvítum sandhaugnum.
Hann stóð kyrr andartak, agndofa og lamaður. Einhvers-
staðar bakvið hann var vélin að brenna til ösku. Hann
kraup þarna við hliðina á Carrington. Hann lá þarna
með fullri meðvitund og starði upp fyrir sig. Logatunga
hafði sleikt andlit hans, sviðið brúnirnar og hárið að
framan, en hörundið var óskaddað og sömuleiðis augun og
munnurinn. Þegar hann sá Forrester, revndi hann að
segja eitthvað, , en hann gat aðeins opnað munninn án
þess að mynda hljóð.
Blore kom hlaupandi, þyngslalega og vaggandi. Pilturinn
fór.að engjast undir sandinum og sneri höfðinu til og frá.
lím leið fann Forrestey til sólarhitans. Brennandi geisl-
arnii virtust safnast • saman í þröngum dalnum og stéyp-
ast yfir hann með skelfilegu afli.
„Blore“, sagði hann. „Bl0re!“ Hann starði á hann og
brölti á fætur, riðandi og hálfblindaður. Allt í einu
úíj Föðursystir mín
dagbjört jónasdóttir
verður jarðsungin frá þjóðkirkjunni ’i Hafnarfirði,
jA föstudaginn 8. janúar, klukkan 2 e.h.
Emelía Jónasdóttir.
fannst honum þessi klyfjaði náungi, spaugilegur og alltof
feitur, dásamleg mannvera. Forrester snart axlir hans,
gladdist yfir snertingunni við holdugan upphandlegg-
inn. Blore sagði furðulega rólegur: „Ert þú ómeiddur? Við
þurfum að færa piltinn í einhvern skugga.“
„Já,“ sagði hann.
„Þangað yfir. Skuggi þar.“
Forrester tók undir axlirnar á piltinum og dró hann
mjúklega undan sandhrúgunni. Carrington var enn með
nokkurri m«ðvitund og bandaði höndunum máttleysis-
lega í mótmælaskyni. Fæturnir voru svartir eftir brun-
ann og skelfilegir á að líta í sólskininu- Forrester fór að
færa sig úr skyrtunni, hugsaði um það eitt að breiða yfir
piltinn. En þá heyrði hann að Blore sagði: „Nei. Óþarfi.“
Hann var fáorður og furðulega rólegur og orðaval Blores
varð til að róa Forrester: „Vertu í skyrtunni,“ sagði Blore
og hann brosti meira að segja.
Andartaki síðar fór hann að losa sig við byrðarnar, gas-
grímuna og pokana sem hann hafði yfir axlirnar. Það
féll allt í hrúgu í sandinn. Hann stóð eftir í kryppluð-
um jakkanum og sýndist feitari en nokkru sinni fyrr.
Hann var eins og persónugerð rósemi. Df unn úr hliðar-
tösku tók hann handklæði. Það var stórt o" á litinn eins
og jakkinn sem hann var í og ekki ólíkt heldur runna-
gróðrinum sem óx utanvert í gilinu. Harm lagði það
mjúklega undir og yfir fæturna á Ca^rinqton og lyfti
honum. „Jæja,“ sagði hann og leit upp til Forresters. „Nú
getum við borið hann.“
Þeir báru hann á milli sín þangað sem lági skógurinn
náði niðurundir uppþornaða árfarveginn. Forrester var
búinn að týna hjálminum. Og á leiðinni fann hann hvern-
ig sólin gróf sig inn í hnakka hans, eins og bor. Iiann
fann ekki til þyngdar Carringtons. Hann fann aðeins sól-
skinið, stingandi og nístandi. Blore gekk út á hlið eins og
krabbi og öðru hverju steig hann inn í runnaþykkni, þak-
in hvítgráum laufum og þyrnum, en þung skógarstígvél
hans tróðu kjarrið niður og hann hélt áfram án þess að
hrasa, rólegur og öruggur. Hann kallaði einu sinni til
Forresters eitthvað um að nema staðar, en Forrester
hristi höfuðið og þannig þokuðust þeir áfram með skað-
brenndan líkamann á milli sín, yfir skorninga sem regn-
flaumar missiravindanna höfðu grafið niður í sand og
stein og loks komust þeir inn í skuggann af lágu trjánum
sem fjærst voru logandi bálinu.
Nýja háriízkan
Stúlkan hér á myndir
sýnir nýjar línur í hí
g'reiðslum vetrarins. En nú er vitað' aö' óþarfi er að ta
annað úr tízkunni, ,en það sem fer manni vel, en þe:
látlausa tízka fær sjálfsagt marga áhangendur, ekki s:
meðal hinna ungu. Hárið er burstað frain í toþþnum
er heldur síöara en við eigum að venjast.
Framhald af 6. síðu
árbók FAO.
Um helmingur heimsaflans
árið 1958 var seldur nýr eða
frystur. Um fjórði hluti aflans
var þurrkaður, reyktur, eða
saltaður, 14% aflans fór til
fiskimjölsframleiðslu. 9% var
soðið niður.
Heimsaflinn rúmlega 1000
milljón dollara virði
Fiskveiðiárbók FAO birtir
einnig skýrslur um verðmæti
fiskaflans í heiminum árið sem
leið og telur það hafa numið
samtals um 1000 milljón doll-
urum.
IJtflutningur á frystum og
nýjum fiski jókst um 150.000
smálestir á fjórum árum eftir
1953. Meiri hluti frysta fisks-
ins eru flöþ. Verðmæti freð-
fisks jókst á þessu tímabili ná-
lega 50% eða úr samtals 170
milljón dollurum í 232 milljón-
ir dollara.
Helzíu fiskútflutningslönd
í heimi
Fremstu útflhtningslönd í
heimi niiðað við verðmæti út-
flutningsins voru árið 1958:
Noregur, sem flutti út fisk
fyrir 164 milljónir dollara
og var mesta fiskútflutnings-
land í Evrópu. Næst kom Is-
land með 55 milljónir doll-
ara. Þá Danir með 43,
Portúgalar með 37 og IIoI-
lendingar með 32.
Meðal Asíuþjóða voru Jap-
anar langsamlega mesta fisk-
útflutningsþjóðin, 145 milljónir
dollara. Næst kom Thailand,
sem flutti út fisk fyrir 33
milljónir doUara 1958.
í Norður-Ameríku voru
Kanadamenn hæstir með fisk-
útflutning, sem nam 136 millj.
dollurum að verðroæti. Banda-
ríkin fluttu út fisk fyrir 32
milljónir dollara, en innflutn-
ingur fisks nam 270 milljón-
um til landsins á sama tíma.
í Afríku var Suður-Afríku
Sambandsríkið hæsti fiskút-
flytjandum með 37 milljónir
dollara útflutning.
Isla"'’ hæstu þorsk-
veiðiþUð'sm
ísland er talið með fimm
stærstu þorskveiðiþjóðunr
heimsins. H:nar eru Kanada,
Frakkland, Danmörk (Færeyj-
arl og Noregur.
Saúfiskframleiðsla og salt-
fiskútf u-tningur hefur aukizt
til rnuna, eða um 40,%' síðan.
1948. Ke’ztu kaupendur salt-
fisks eru Kúba, Jama'ea, Pu-
erto Rico, Brasilía, Grikkland,
•Italía, Portúgal og Spánn.
Austur-Evrópuþjóðir . ,eru
helztu síldarneytendurnjr, en.
.síldarútflyti'endur eru eftirfar-
andi þjóðir taldar vera þær
helztu:
Kanada, ísland, Holland,
Noregur, Svíþjóð og Bretland.
Niðursoðinn fiskur fyr'r
265 miilj. dollara
Útflutningsverðmæti niður-
soðins fiskjar í heiminum nanx
árið 1958 samtals 265 millj.
dollurum. Um 20% af þessarr
upphæið var greitt fyrir lax frá.
Kyrrahafi, um 40%. var fyrir
niðursoðna síld og saidínur,
20% var fyrir túnfisk og 10%
fyrir rækjur, humar og. annan.
skelfisk og 10% sitt af livoru
tagi annarra fiskafurða.