Þjóðviljinn - 06.01.1960, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 06.01.1960, Blaðsíða 10
30) — ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 6. janúar 1960 Tillacpa Framhald af 4. síðu bandi við sveitastörfin. Ríkis- stjórnin þarf þess nú með framar öllu öðru, að hafa sem ráðunaut einhvern, sem er þekktur að því, að vera trúr þjónn útá meðal fólks- ins. Eg get' ekki látið hjá l’íða að geta þess hér, að mér kom mjög á óvart þetta hjartans þakklæti í sambandi við jóla- kveðjuna. Ef það er runnið undan hjartansrótum meiri- hluta sóknarbarna er mér grunur á, að orsökin sé sú, að allmargar kjarnyrtar setning- ar af vörum sóknarprestsins hafi farið fyrir ofan garð og ueðan hjá þeim. Hér skal einnar slíkrar setningar getið. Þá er menntamenn efndu til umræðufundar, veturinn 1955—’56 um kristindóm og kommúnisma, kom Pétur þar inn fyrir dyr í miðjum kliðum og kvaddj sér hljóðs. Hann hafði þan boðskap að flytja, að sérhverjum einstakling væri vorkunnarlaust að bjarg- ast með „kraftana í eigin kögglum" Þeir 'klerkar, sem í þessum anda leggja sig niður við þáð, að koma sönnum samvinnu- anda fyrir kattarnef, þyrftu sjálfir að komast í þá raun, að standa úti fyrir lokuðum vinnustað, þar sem vörurnar hafa hlaðist upp vegna of- framleiðslu, eða vegna þess, að kaupmáttur fólksins hefur lamazt svo, að nærri liggur kyrrstöðu í verzlunarháttum. En hvað sem kaupmættinum líður, ætti hugsunarháttur jafnt hinna r’íku sem fátæku að snúast í þá áttina, að sómi þyki að því, að fara hyggilega og vel með alla hluti og láta góðan fatnað endast sem lengst. Allar kon- ur, eldri sem yngri þurfa að fara ofanaf því, að láta tízku- kóngana spila á hégómagirni sína í þeim tilgangi einum, að veita sér og verzlunar- stéttinni atvinnu. Konurnar og klerkarnir verða að mætast í þeim stað- fasta ásetningi, að þo’ka hin- um óspillta samvinnuanda inn í allt atvinnu- og við- skiftal’íf og það er eins víst og nótt fylgir degi, að vald- hafar allir, sem ekki fara inná þær brautir, þeir grafa sjálfir undan sínum valdastólum. Eg skora á landsmenn alla, hvar í flokki sem þeir standa, að knýja valdhafa sína inná heilbrigðar brautir viðskipta og atvinnulífs, því að ella draga þeir þá og föðurlandið niður í spillingarfen hinnar forhertu frjálsu samkeppni. Ef fólkið innbyrðis vinnur í anda eindrægninnar, geta valdhafarnir ekki annað, en komið til móts við það. Sveitakona. Jýlíus Sesar Framhald af 7. síðu. brigðum eins og raunar öll túlkun hans. Þrátt fyrir ein- beitni sína og íhugun tekst Jóni ekki að láta sundurleita eiginleika Kassíusar njóta sin til fulls, né skapa þann áhuga fyrir honum sem sæmir djúp- stæðri og hugtækri mannlýs- ingu skáldsins. Ég hefði hiklaust falið Har- aldi Björnssyni hlutverk Ses- ars, en hann skilur það ann- arlegum skilningi að minum dómi. Hann gerir Sesar of elli- legan, úttaugaðan og lasburða. ýkir sjúkleika hans. smásmygli og hjátrú; þessi alyaldur Róm- ar virðist með annan fótinn í gröfinni, og er þá knýjandi þörf að ryðja honum úr vegi? Sá Sesar sem Shakespeare lýs- ir er mikilmenni í upplausn, einvaldur drottnari með mik- inn frægðarferil að baki, en orðinn b.óflausri sjálfsdýrkun. hégómagirnd og tortryggni að bráð, hættulegur maður. Skáld- ið sýnir hann á válegum tímamótum og frá verstu hlið- um, en dregur þó enga dul á stórmennsku hans. Það er ekki aðeins Anton sem dáist að yf- irburðum hans og snilli; Brút- us viðurkennir einnig verð- leika hans og ósigrandi mátt: „Júlíus Sesar, vald þitt varir enn!“ Haraldur Björnsson er ekki sá fyrsti sem litillækkar Sesar, skoðun hans á sér marga formælendur, og innan takmarka sinna er leikur hans þrauthugsaður og heilsteyptur. Hann er fremur lágmæltur, en þungi og þróttur i tilsvörum; hin frægu orð Sesars um dauð- ----------------------- OTVARPS- VIÐGERÐIR og viðtæKj asala Trúlofunarhringir, Stein- hringir, Hálsmen, 14 og 18 kt. gull. Síminn er 12 - 4 - 91. Smíða húsgögn og eldhúsinnröitingar. 12 - 4 - 91. Guðntundur Ólaísson. ann mælir hann fram af mik- ilii list. Markús Anton er alger and- stæða Brútusar, samvizkulaus tækifærissinni, slægvitur og hraustur, öðrum mönnum mál- snjallari á lýðfundum og allt í senn; stjórnmálamaður og hers- höfðingi, íþróttakappi og nautnaseggur. Það sópar all- mikið að Helga Skúlasyni í hinu fræga hlutverki, hann er snarlegur maður og ísmeygi- legur, túlkar sorg og reiði Ant- ons yfir líki Sesars af innileik og stríðu skapi og ilytur hina margsnjöllu iíkræðu á látlaus- an og furðulega þroskaðan hátt — þar er hugsun og einiægni að baki, ieikarinn lætur ekki freistast af hinum léttkeyptari ráðum. Ég hef löngum treyst Heiga Skúlasyni til stórræða, og í þessari miklu raun bregzt hinn ungi ieikari engra vonum. Benedikt Árnason er Oktaví- us, ungur og vasklegur og suð- rænn ásýndum; vel máli far- inn, en meiri sannfæringar- kraftur mætti felast að baki orða hans. Róbert Arnfinnsson dregur upp minnisverða mjmd af samsærisrtiánninum Kösku, kaldranalegur og meinhæðinn í orðum og lítt árennilegur; við skiljum ijóslega að einmitt hann skuli til þess kjörinn að vega fyrstur að harðstjóran- um. Af öðrum samsærismönn- um kveður mest aði Sinnu, það er Baldvin Halldórssyni, ein- beittum og áköfum manni. Þeim Val Gísiasyni og' Ævari Kvaran verður undarlega lítið úr þríeinum hlutverkum sínum. það er eins og þessa þraut- reyndu leikara skorti áhuga og alla leikgleði. Kvenhlutverkin bæði eru í góðum höndum. Herdís Þor- valdsdóttir er Portía, hin göf- uglynda og skilningsríka kona Brútusar; Guðbjörg Þorbjarn- ardóttir er Kalpúrnía kona Sesars. Báðar lýsa ágæta vel ótta og umhyggju þessara ó- líku kvenna fyrir velferð manna sinna, og meðferð þeirra á ljóðlínum skáldsins er til fyrirmyndar. Mikið má gera úr ýmsum hinna minnstu hlutverka, en hér eru oft nýliðár og leiknem- ar að verki. Af þjónunum ber heizt að geta Jóhanns Páls- sonar sem er einlægur og eðli- legur Lúsíus; Valur Gústafs- son er búinn ágætu gerfi sem hinn ungi þræll Kassíusar. Shakespeare-þýðingar Helga Hálfdánarsonar hafa fyrir löngu hlotið almannalof vegna skáldlegrar fegurðar, mikillar nákvæmni og næms skilnings á eðli leikritanna og þörfum sviðsins, og þar er „Júlíus Sesar“ engin undantekning. Á. Hj. Afgreiðslutími okkar 1 er frá klukkan 3 til 6 síðdegis alla virka daga nema laugardaga. í Raftækjavinnustofa HEKLU Laugavegi 170 — Sími 17295. U p p b o ð Opinbert uppboð verður haldið í Sundhöllinni hér í bænum föstudaginn 8. jan. n.k. kl. 1.30 síðdegis. Seldir verða alls konar óskilamunir úr Sundhöll og 1 þvottahúsi. Greiðsla fari fram við hamarshögg. r p Borgarfógetinn ,í Reykjavík. JARÐÝTA D—7 eða álíka stór vél aí annarri gerð óskast til kaups. — Einnig 300 til 500 lítra síldar- krabbi eða krabbi sem má breyta í síldar- krabba. Upplýsingar á skriístofu bæjarverkfræðings í Hafnarfirði. Tilkynning frá félagsmálaráðuneytinu um skyldusparnað. Samkvæmt ákvæðum gildandi laga og reglugerðar nm skyldusparnað skal skyldusparifé, sem nemur 6% af atvinnutekjum einstaklinga á aldrinum 16 til 25 ára, lagt fyrir á þann hátt, að kaupgreiðandi afhendi launþega sparimerki hvert skipti, sem út- borgun vinnulauna fer fram. Sparifé vegna sambæri- legra atvinnutekna við laun skal hlutaðeigandi sjálfur leggja til hliðar með því að kaupa sparimerki mán- aðarlega. Þó eigi síðar en síðasta dag febrúar n.k. vegna slíkra tekna á árinu 1959. Sama gildir ef kaup er greitt með fæði, húsnæði eða öðrum hlunnindum þó skattfrjáls séu. Verðgildi sl'íkra hlunninda skal miðað við mat skattanefndar til tekna við síðustu ákvörðun tekjuskatts. Ef í ljós kemur að sparimerkjakaup hafa verið van- rækt, skal skattayfirvald úrskurða gjald á hendur þeim sem vanrækja sparimerkjakaup, er nema má allt að þrefaldri þeirri upphæð, sem vanrækt hefur verið að kaupa sparimerki fyrir. Athygli er vakin á því, að samkv. 2. mgr. 7. gr. reglu- gerðar um skyldusparnað nr. 116/1959, skal jafnan tæma soarimerkjabækur um hver áramót, og þó eigi síðar en 10. janúar ár hvert. Félagsmálaráðuneytið, 12. desember 1959. I kvöld kl. 8 Álfadans og brenna að Varmá við Hlégarð í Mosfellssveit. — Alfa- drottning verður Gerður Lárusdóttir — Álfakóngur verður Ólafur Magnússon frá Mosfelli, ásamt fylgdarliði — hirðmeyjar og sveinar — riddaralið — púkar og allskonar lýöur geit — hrútur og naut. — Flugeldar — tunnuskot og eldflaugar. Hljómsveitin byrjar að leika kl. 7.30. Forsala aðgöngumiöa úr bifreið við Útvegsbankahornið frá klukkan 1 til 6 í dag. Ferðir frá B.S.Í. frá klukkan 7. Athugið að allir gestir fá heita Boulongesúpu á staðnum. — Dansað 1 Hlégarði til klukkan 1. » • - Af tiirelding

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.