Þjóðviljinn - 06.01.1960, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 06.01.1960, Blaðsíða 6
6) — ÞJÖÐVILJINN — Miðvikudagur 6. janúar 1960 þJÓÐyiLllNN Utgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. — Ritstjórar: Magnús Kjartansson (éb.K Magnús Torfi Ólafsson, Sigurður Guðmunds- 'son. — Fréttaritstjórar: ívar H. Jónsson, Jón Bjarnason. — Auglýsinga- stjóri: Guðgeir Magnússon. — Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prent- smiðja: Skólavörðustíg 19. — Sími 17-500 (5 línur). — Áskriftarverð kr. 30 á mánuði. — Lausasöluverð kr. 2.00. Prentsmiðja Þjóðviljans. L--------------------------------------------------------------------------------------' Vængjaþytur vesalmennskunnar i árunum þegar villimennska þýzku nazistanna var að komast í algleyming, ritaði einn áhrifa- manna Sjálfstæðisflokksins á þessa leið: „í einu landinu af öðru fæðist þjóðernisstefna, sem segir eyðingaröflum þessara tíma heilagt stríð á hendur. Eins og öldur bárust hingað til lands frá frelsis- og þjóðernishreyfingum 19. aldarinnar og frjógv- uðu anda Jóns Sigurðssonar, eins heyrir nú hin unga kynslóð íslands vængjaþyt nýrrar aldar utan úr heimi. S trú á giftu vors lands gengur hún fram til baráttu gegn Marxismanum og fylgikvillum hans.“ /\g ungir menn fylgdu kallinu. Sigurjón Sigurðs- son, Birgir Kjaran og kumpánar létu „vængja- þyt“ nazismans móta alla lífsskoðun sina og lífs- viðhorf, og ekkert bendir til að þeir hafi breytt um skoðun, þó þeir sigli nú undir merki Sjálfstæðis- flokksins og láti hann lyfta sér til metorða og valda. Þeir hafa lært að haga orðum sínum dálítið varlegar, en innrætið er hið sama. Þeir prédika ekki lengur opinberlega þýzku kynþáttakenning- arnar, það er ekki lengur verið að flíka þeim skiln- ingi að útburður barna, geldingar förumanna og tálmanir á hjúskap fátæks fólks hafi verið mikil- vægar ráðstafanir til viðhalds hreinleika íslenzka kynstofnsins, né haldið á lofti hinum grátbroslegu „kynþáttalíffræði“-skýringum á íslandssögu. En eft- ir standa vígorð Göbbels og Hitlers um „baráttuna gegn marxismanum," og undir því yfirskini er reynt að svíkjast að verkalýðshreyfingunni og lama hana, meðan verið er að ganga erinda innlendra og er- lendra auðburgeisa. fjví er á þetta minnt að þýzki nazisminn lyftir nú opinberlega kollinum á ný. í lýðræðisríki Aden- auers, Vestur-Þýzkalandi, blossar upp kynþáttahat- ur og kynþáttaofsóknir, viðbjóðsleg skrílsyrði Júl- íusar Streichers og annarra flokksbræðra hans eru á ný máluð á hús saklauss fólks. Og út um heim taka „flokksbræðurnir“ undir, hver af öðrum. Við- brögð Adenauerstjórnarinnar eru fádæma vesal- mannleg, og verður sjálfsagt ýmsum vonbrigði að slíkri herferð endurvakinnar nazistahreyfingar skuli mætt, af ábyrgri ríkisstjórn Vestur-Þýzkalands með svo barnalegum afsökunum að herferðin muni eiga upptök sín í Austur-Þýzkalandi! Um allan heim og einnig í Þýzkalandi er hætt við að sú afsökun minni óþyrmilega á ásökun Göbbels (og Morgunblaðsins!) að þýzkir kommúnistar hafi forðum kveikt í Ríkis- þinghöllinni í Berlín til að gefa merki um upp- reisn í landinu. í róðursherferð nazistanna hefur vakið heimsat- ^ hygli á þeirri staðreynd, hve valdakerfi Bonn- stjórnarinnar er gegnsýrt af gömlum og nýjum nazistum. Komið hefur fram, að þýzkir borgarar af gyðingaættum telja sig eiga litla von leiðréttingar mála sinna vegna þess hve mjög lögregla Vestur- Þýzkalands og dómstólar séu undir áhrifum naz- ista. Þannig verður áróðursherferðin til þess að svipta af Bonnstjórninni grímu og yfirskini lýð- ræðis sem hún hefur lagt allt kapp á að sýna umheiminum, jafnframt því að viðhalda stefnu og starfsaðferðum Hitlers á ýmsum sviðum, svo sem með banni Kommúnistaflokks Þýzkalands, og með því að raða nazistum í valdastöður og embætti þjóð- félagsins. Þeir hafa ekkert lært og engu gleymt, aðeins beðið síns tíma- Og mikið má vera ef „flokksbræðurnir“ hér heima, Birgir Kjaian, Sigur- jón Sigurðsson og kumpánar fara ekk* að '-finna „vængjaþytinn“ sunnan úr aðalstöðvunum. — s. Skemmtisaga um skilnaðarbörn Ragnheiður Jónsdóttir: — Kátla gerir uppreisn. — Teikningar gerði Sigrún Guðjónsdótt'r. —• Jsafold- arprentsmiðja, Reykjavik 1959. ★ Bækur Ragnheiðar eru margar og velþekktar, eink- um eru unglingasögur henn- ar vinsælar, má þar nefna Dóru-bækurnar og Glaðheima- bækurnar. Ragnheiði er vel- lagið að segja skemmtilega frá og ævinlega er eitthvað að gerast i sögum hennar, stundum verða þær jafnvel full reyfaralegar. I sögunni um uppreisn Kötlu tekur Ragnheiður til meðferðar mjög viðkyæmt vandamál, hjónáskilnaðar- börn. Þetta efni er ekki til að taka á með léttúð og skrifa um það skemmtisögu fyrir börn, enda mun það tæplega ásetningur höfundar, hins vegar liggur ekki ljóst við hvað vakir fyrir Ragn- heiði með þessari sögu. Aðalpersónur sögunnar eru þrjú stálpuð börn Katla, Svala og Bolli. Foreldrarnir eru giftir á misvíxl og bezt er að nota orð 11 ára sögu- persónu um flækjuna: „Eg veit, að pabbi þinn og mamma eru skilin, og pabbi þinn er giftur konu, sem var áður gift manni, sem mamma mín er gift núna“. Þetta er nokkuð flókið og minnir helzt á fyrst er spýta svo er spýta og svo er spýta í kross. Það gefur auga'eið, að þessi flækja leiðir af sér aðrar flækjur, og enginn liefur v't á að greiða úr þeim annar en auðvitað böm- in sjálf. Foreldrarnir eru vax í höndum þeirra og fara börn- in dyggilega á bak við ráða- menn sína. Móð'r Kötlu er sígrátandi, enda cgæfukonan í sögunni. Hún ster.dur uppi manniaus, þótt sumar aðrar hafi svo gott sem tvo menn, og hún segir við 11 ára dóttur sína: „Það er munur að eiga tvo menn eða engan“ (bls* 102). Hér sneiðir hún að mcður Svölu, sem er eina vinstúika Kötlu. Tæplega held ég að mæðúr lali svona við litlar dætur sínar. Móðir Kötlu er heidur fátæklega gerð per- sóna. Hún segir hvergi orð af viti og grætur, ef fram úr e'nhverju þarf að ráða. Faðir Kötlu hefur yfirgefið hana og fyrir aðra konu, sem er mikið glansnúmer, listakona fögur og indæl og góð, þótt hún hafi komið af stað tveimur hjónaskilnuðum er hún eina geðþekka kvenpersónan í sög- unni. Feðurna skortir allan myndugleika, þeir hafa líka heldur lítinn tíma til að sinna börnum sínum, þar sem þeir f’ækjast svona á milli kvenna. Vissulega eru þeir ekki sneyddir föðurlegum tilfinn- ingum og reyna að kaupa ást barna sinna og stjúp- barna með peningagjöfum bak við mæðurnar. Svala 11 ára segir: „Og pabbi gefur mér oft peninga án þess, að mamma v:ti.“ (bls. 43). Boili 13 ára ' segir: „Það eru svo margir sem gefa rnér peninga, báðir pabbarnir cg mamma og frændúmir og frænkurnar“. (bls. 49). Katla 11 ára fékk í laumi jó’akort frá pabba sínum og innan í var stór þeningaseð- 511, þau skilábóð fylgdu að það væri gott fyrir liana' að grípa til auranna. Það eru fleiri en fore’dr- arnir, sem hægt er að þlata. Ba.rnakennarinn er ginhtur til að veita Kötlu léýfi til ' að taka barnapróf upp úr 11 ára bekk, þótt móðir hennar sé því mótfallin og' telji .dóttur sina of unga til að fara í framhaldsskóla. En góði pabbi hjálpar til að p’.ata kennarann og fara á bak við mömmu. Próíinu ■ lýkur Katla svo með svindli, sem Svala hjálpar henni við. Þetta finnst mér vafasöm siðfræði í barnabók. Meginkjarni sögunnar . er um kröfu Kötlu til að fá. að umgangast föður sinn. Katla hefur sitt mál í gegn og sag- an endar vel. . Mamma er ste’nhætt að gráta og ætlar að fara í hópferð til íta’íu, en Katla (12 ára) á að fá að vera að mestu sjálfri sér ráðandi. Þessi lausn málsins finnst mér tæpast samboðin góðum höfundi, eins og Ragnheiður Jónsdóttir er. Að útliti er bókin sér’ega smekkleg og teikningar Sig- rúnar Guðjónsdóttur eru ný- tízkulegar og skemmtilegar. Letur er he’dur smátt. V. D. NorSmenn einir EvrópuþjóSct flyfja út meira af fiski en viS Islendingar Frá því á árinu 1948 til ársins 1958 jókst fiskaflinn, í heiminum um rúmlega þriðjung, en hafði hins vegar staðiö í stað, áratuginn á undan. Aðeins ein Evrópuþjóð, Norðmenn, flytja út meira af fiski en íslendingar. Frá þessu er sagt í nýrri af heimsaflanum í fyrra og þar skýrslu frá Matvælastofnun af voru Japanar hæstir með SÞ, FAO, en þar eru birtar tölur um fiskaflann á árunum 1953—1958. Aukning um rúmlega þriðjung Árið 1958 jókst fiskaflinn um 3,5 mil’jónir lesta frá árinu áður, og varð hann 33,7 millj. lesta. Það er um 13 milljónum lesta meira en árið 1948, og hefur heildaraflinn því aukizt um rúmlega þriðjung. Hann var hins vegar svipaður á ár- unum 1938 og 1948. Sovétríkin settu enn nýtt aflamet á s.l. ári með því að draga úr sjó fiskafla, sem nam 2,6 milljón smálestum. 17,2%. Evrópumenn höfðu 22% og Norður-Ameríkumenn 10% af heildarafla heimsins. Sovétrík'n veiddu um 5% af heildaraf'a heimsins og er það talsvert meira magn en árið áður. Japanir tveimur árum á uudan áætlun Átta þjóðir veiddu me'ra en eina milljón lestir af fiski árið sem leið og nemur samanlagð- ur afli þessara átta þjóða 60% af heildaraflanum. Bandaríkin, Meginland-Kína og Sovétríkin öfluðu 2-3 millj. ust yfir eina milljón. lesta. Kórea, sem var með fremstu f’skveiðiþjóðum fyrir síðustu heimsstyrjöld (aflaði 1,8 millj. lesta 1938), aflaði í fyrra áð- eins 500.000 lesta. Síld og sardínur efstar á lista Síld, sarilínur og fiskur : af líkum stofni er efst á lista fiskveiðiskýrslna hvað magn snertir og nam samtals 20% af heildaraflanum. Vatnafiskur nemur um 16% af heildaraflanum í he’minum og er það helmingi meira magn en veiddist í vötnum fýrir stríð. Þorskfiskur (þorskur, upsi, ýsa langa og keila) nam 13% af heildarafla heimsins i fyrra. Það aflaðist meira af öllum fisktegundum árið sem leið í heiminum að laxi og silungi undanskildum, segir í Fiskveiði- Framhald á 11. síðu. íuþjóðir aflahæstar Asinbióðir fiskuðu um 50% ur lesta 1958, en Kanada, Noreg- ■RrwHanrl nú TnHlar»H linm-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.