Þjóðviljinn - 06.01.1960, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 06.01.1960, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 6. janúar 1960 — ÞJÓÐVILJINN — (9 ■'' :':''Y: \fYVyyi&st>‘yri RITSTJÖRI Breldian við Skíðaskálann í Hveradölum upplýst að kvöldlagi. Eins og frá var sagt liér lofuðu, þegar þeir ákváðu að sem skíðaíþróttina iðka, bæði fyrir jólin, efndu hinir nýju efna til þessarar „jólavöku“. Á gestgjafar til sérstakrar „Jóla- vöku“ um hátíðirnar, og lauk lienni á sunnudagskvöld. Var „vakan“ vel sótt og dvöldu þar að jafnaði um 30—40 manns í góðum fagnaði, bæði úti og inni. Var skíðafæri yf- irleitt afbragðsgott þennan tíma, og notaðist tíminn vel því að lyftan var í gangi, og á kvöldin var skíðabrekkan lj'st með rafljósum. Flestallir skíðamenn bæjar- ins notuðu sér tækifærið og komu þar og sumir hafa idval- izt þar dögum saman, svo og margir aðrir. Ásgeir Eyjólfsson, hinn kunni skíðakappi, var uppfrá meðan á ,,vökunni“ stóð og veitti hann tilsögn og kennslu í skíðaíþróttinni og setti það sinn svip á starfsemina og not- uðu sér þetta margir. Iþróttasíðan snéri sér til hins ágæta skíðamanns, Guðna Sigfússonar úr ÍR, og bað hann að segja svolítið frá því sem gerðist, en hann var tíður gest- ur uppfrá meðan á „jólavök- unni“ stóð. Guðni kvaðst vera mjög á- nægður með dvölina og komur sínar uppeftir. Veðrið hefði verið svo gott, að svona jóla- veður hefði ékki komið hjá skíðamönnum í fjöldamörg ár. Þetta var ákaflega skemmti- legt, sagði Guðni, ekki sízt fyr- ir það að þarna voru flestallir beztu skíðamenn úr Reykjavík samankomnir, og margir þeirra sem giftir eru, voru með kon- ur sínar og börn uppfrá og gátu börnin verið úti alla daga vegna veðui’blíðunnar, enda var veður kyrrara en maður á að venjast. Áuk þeirra sem voru þarna allan tímann eða flestalla dag- ana kom oft fjöldi manns í eftirmiðdagana, þegar þeir gátu losnað frá vinnu, og not- uðu lýsta brekkuna langt fram á kvöld, og var stundum mannfjöldi sem um helgi væri á góðviðrisdegi. Allur viðurgerningur af hálfu gestgjafanna var með miklum ágætum, iog stóðu þeir sannarlega við það sem þeir kvöldin voru oft kvikmynda- sýningar og voru þá að sjálf- sögðu skíðakvikmyndir sem helzt var leitazt við að isýna. Og þeir gleymdu ekki börnun- um, sagði Guðni. Þau fengu sínar barnasýningar með Gög og Gokke, Skipper Skræk og á- líka „kunningjum". Sagði Guðni að lokum, að þetta hefði ábyggilega haft mjög góð áhrif fyrir alla þá E;ftir öllum þeim fréttum um róstur og læti á Kýpur munu margir álíta að það sé i hvorki næði né tími til mikilla I íþróttaæfinga, eða samskipta við önnur lönd á slíkum stað. Það virðist þó sem frjálsar í- þróttir séu iðkaðar þar nokkuð því að í lok nóvember sendu Kýpurbúar landslið í frjálsum íþróttum til Israel til lands- keppni og fór keppnin fram í Tel-Aviv. Israelsmenn unnu all- ar greinarnar nema stangar- stökk og 110 m grindarhlaup. Israel vann þá með miklum yfirburðum eða 125 stig gegn 71. — Úrslit í keppninni urðu annars þessi: 100 m hlaup: Kanen I. 10,7 Rosis K. 11,2 200 m hlaup: Kanen I 22,2 Angelides K. 23,3 400 m hlaup: Grojinowski I. 50,9 LÖGFRÆÐI- STÖRF endurskoðun og fasteignasala Ragnar Ölafsson hæstaréttarlögmaður og löggiltur endurskoðandi Sími 2-22-93. keppnismennina sem þangað komu og líka hina sem kynnt- ust útiverunni og snjónum í góðu veðri á fjöllum uppi, og kvaðst hann gera ráð fyrir að margir mundu nota tækifærið að fara uppeftir á þriðjudög- um og föstudögum til að stunda æfingar í upplýstri brekkunni, og hafa til afnota lyftuna sem eykur ótrúlega „afköstin" og um leið ánægj- una. Sillaris K. 53,1 800 m hlaup: Pantilet I. 2,01,2 Anastasio K. 2,03,2 1500 m hlaup: Pantilet I. 4.07.9 Anastasio K. 4.14.7 5000 m hlaup: Sadek I. 15.46.0 Leonido K. 15.55.6 10 000 m lilaup: J. Zabri I. 33.57.8 Piskopianos K. 35.57.8 110 m grindahlaup: Simbukis K. 16.5 Halperin I. 17,6 Hástökk: Engel I. 1.80 Liodotis K. 1.75 Stangarstökk: Luka K. 3.50 Levi I. 3,35 Langstökk: Kuschnir I. 6.89 Rosis K. 6.69 Iíúluvarp: Sohar I. 15.97 Jakobio K. 12.59 Kringlukast: Ariel I. 41,61 Alexandro K. 34,10 Spjótkast: Feinberg I. 60.26 Kjonstandino K. 60.13 4x100 m boðhlaup: Israel 43.6 Kýpur 44.2 4x400 m boðhlaup: ísrael 3.29.4 Kýpur 3.35.7 * Áhorfenldur að keppni þess- ari voru um 2000 manns. --------------------S Þróun simdkennslu á íslandi Byrjað að efna ti! sundnámsjkeiða 182! — árið 1892 veitti llþiiisgi fyrst styrk tii * sundkeimslii — Sundlaugas ceu hú 9S Eftirfarandi grein er tekin úr Skólaíþróttum og segir þar í stórum dráttum frá þróun sundkennslunnar í landinu síð- an 1821, og • er fróðlegt að fylgjast með því. Höfundur greinarinnar mun vera Þor- steinn Einársson íþróttafull- trúi. — Þann 22. júní 1959 staðfesti menntamálaráðherra reglugerð um sundnám. Er reglugerðin birt í B-deild stjórnartíðinda 1959. Þróun sundnámsins er í höf- uðdráttum þessi: Árið 1821 efna áhugamenn til sundnám- skeiða. Bessastaðasveinar iðka sund, 1836 gefa Fjölnismenn út leiðbeiningar um sundkennslu. 1891 gera stiftsyfirvöldin nem- endum Latínuskólans í Reykja- vík skylt að læra sund að vor- inu. Alþingi veitir 1892 í fyrsta skipti fé til sundkennslu. Alla 19. öldina fer þeim stöð- um fjölgandi, þar sem gengizt er fyrir sunidnámskeiðum — (sund kennt á 18 stöðum á tímabilinu 1821—1891). Stofnun íþrótta og ung- mennafélaganna hleypir auknu fjöri í iðkun sunds. 1925 eru samþykkt lög um heimild til sveitarfélaga að koma á sund- skyldu. Þrjú sveitafélög notuðu heimildarlög þessi. Með Hór- aðsskólalögunum 1929 er sund gert að námsgrein á við bók- legar greinar. Héraðsskólar og einn barnaskóli fá til afnota sundlaugar um 1930. Sundhöll Reykjavíkur tekin í notkun 1937 og um það leyti eru í landinu um 50 sundlaugar. íþróttafélög samþykkt 1940, og sund gert að skyldunáms- grein í öllum skólum. Samkvæmt ákvæðum þeirra laga er samin fyrsta reglugerð- in um sundnám í skólum og gefin út 1943. Aðaláherzlan er þar sem í lögunum lögð á lúkningu hæfnisprófa fyrir lox vissra prófa í skólum. Framkvæmd sundskyldunrar hefur orðið auðveldari með hverju ári, sem liðið hefur, vegna nýrra sundlauga, við urkenningu almennings á gildi sunds og starfi skólanna. Sundlaugarnar eru að verða 95. Af þeim árgangi, sem lauk barnaprófi 1956, er vitað að 92% hafa lokið tilskyldum surdprófum. Afköst við sundkennsluna hafa verið mikil. Það sýnir ár- angurinn. Plraðinn og eftir- reksturinn, naumur tími nem- enda, námsannir eða vorannir, slæm lega sundstaða við skóla og of fáar laugar í Reykjavík hefur um of takmarkað sund- iðkanir eða réttara hindrað það, að nemendur fengju notið sundnáms. Vegna þessara etað- reynda hafa kennarar óskað eftir því að ákvæði reglugerð- arinnar mörkuðust ekki ein- vörðungu af hæfnisprófum, lieldur veittist nemendum rétt- ur til lágmarks sundtímaf jölda. Með rýmri tíma til sundæf- inga undir hæfnispróf gefst kennurum færi á að ná meiri ró á framkvæmd sundnámsins. svo að nemendur fái not’ð sundsins betur og geri sund- iðkanir frekar síðar meir að hollri venju í hinu daglega lífi. Eitt er það, sem kennurum hefur gefizt lítill tími til, en það er að ræða varúðarreg’ur varðandi sundiðkanir í köldum. sjó eða vatni, og hvers skpl gæta, ef varpa þarf sér til sunds til björgunar öðrum, eða þá bjarga sjálfum sér frí drukknun. Treysti ég því, að við séum á réttri leið með sundmálefni þjóðarinnar. SKRIFSTOFUSTÚLKA Óskum eítir að ráða stúlku til vélritunar- staría. Umsóknir, er greini aldur, mennt- un og íyrri störf, sendist í pósthólf 1297 fyrir 10. þ.m. Snorrabraut 54 Trésmíðafélag Reykjavíkur Meistarafélag Msasmiða > ’■ Jólatrésskemmtun félaganna verður haldin föstu- daginn 8. jan. 1960 í Sjálfstæðishúsinu. Barna- skemmtun hefst kl. 3 e.h. en skemmtun fullorðinna kl. 9. Sala aðgöngumiða hefst miðvikud. 6. janúar á skrifstofu trésmiðafélagsins, Laufásvegi 8, Skemmtmefiidirnar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.