Þjóðviljinn - 12.01.1960, Side 6

Þjóðviljinn - 12.01.1960, Side 6
6) — ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 12. janúar 1960 IÓÐVIUINN V. Útgeíandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. — Ritstjórar: Magnús Kjartansson (áb.), Maenús Torfi Ólafsson, Sigurður Quðmunds- son. — Fréttaritstjórar: ívar H. Jónsson, Jón Bjarnason. — Auglýsinga- st.ióri: Guðgeir Magnússon. - Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prent- 8miÖJa: Skólavörðustíg 19. — Sími 17-500 (5 línur). — Áskriftarverð kr. 30 á mánuði. — Lausasöluverð kr. 2.00. Prentsmlðja ÞjóðvilJans. Árásin yfirvofandi egar menn ræða sín á milli hvað afturhaldsstjórn Sjálfstæðisflokksins og Alþýðuflokksins muni gera nú um mánaðamótin, er flestum orðið ljóst hvað það er sem stjórnarflokkarnir vildu gera. Rúmt ár er liðið síðan Sjálfstæðisflokkurinn lýsti yfir opinberlega eftir hvaða leiðum sá flokkur ætl- aði að fara til „viðreisnar"1. Fyrsta skrefið í þeirri áætlun var framkvæmt með kauplækkunarlögunum l, febrúar 1959. Sjálfstæðisflokknum þótti þá henta að beita fyrir sig ríkisstjórn Alþýðuflokksins enda tvennar kosningar framundan. Nú þykist íhaldið hins vegar hafa nægilegt tóm til hvers konar árása á lífskjör fólksins, að kosningum loknum tókst að ná naumum meirihluta á Alþingi til stjórnarmynd- unar, heilt kjörtímabil framundan, og eftir því er rekið að þessu færi verði ekki sleppt til að að efla svo auðvaldsskipulagið á íslandi að um muni. A nnað atriði í hinni yfirlýstu stefnu Sjálfstæðis- flokksins, þeirri er birt var í Morgunblaðinu 19. des. 1958, er þannig: „Stefnt verði að því að af- nema uppbótarkerfið svo fljótt sem unnt er, með því að skrá eitt gengi á erlendum gjaldeyri og gera útflutningsatvinnuvegunum kleift að standa á eigin fótum án styrkja“- Þar er boðuð stórkostleg gengislækkun, og forystumenn Sjálfstæðisflokks- ins hafa einnig lýst yfir opinberlega að gengis- lækkun væri „tilgangslaus og jafnvel skaðleg ef hún er jafnóðum gerð gagnslaus með samsvarandi hækkun á kaupgjaldi og verðlagi“. Það er þannig stefna Sjálfstæðisflokksins að leggja til stórfelldr- ar gengislækkunar er hlyti að stórauka dýrtíð í landinu og binda um leið -kaupgjald. Yfirlýsingar Sjálfstæðisflokksins um þriðja skref- ið er þannig: „Jafnframt verði lagður grund- völlur að frelsi í atvinnurekstri og viðskiptum, svo að hægt sé að afnema þau höft, sem nú eru á við- skiptum og framkvæmdum“. Þarna er mótuð kraf- an um „frjáls“ viðskipti með útflutning íslendinga og innflutning, krafan sem blöð beggja stjórnar- flokkanna hafa verið að ala á um eyðileggingu austurviðskiptanna, eyðileggingu þeirra möguleika sem stjórnarvöld íslands hafa haft á því undanfar- in ár að haga utanríkisverzluninni með tilliti til þess að mikil og vaxandi atvinna yrði við fram- leiðslustörf íslendinga, meiri verðmæti framleidd. Samhengi sívaxandi vinnu og framleiðslu og hinna miklu markaða austurviðskiptanna er Íslendingum ljós. Því atvinnuöryggi á nú að varpa fyrir borð ef Sjálfstæðisflokkurinn og liðsauki hans Alþýðu- flokkurinn fá að ráða. f»að er þessi áætlun afturhaldsins í landinu sem Einar Olgeirsson hefur með réttu nefnt „þrjú spor ajtur á bak til kauplœkkunar,' atvinnuleysis og fátœktar jyrir verkalýð íslands og alla aðra launþega.“ Og þetta er það sem afturhaldið og rík- isstjórn þess uitl að gert verði. Það er að verða á allra vitorði, en hitt eru merin ekki eins vissir um, hvort ríkisstjórn þeirra Ólafs Thórs og Emils Jónssonar þorir að leggja til allsherjarárásar á lífs- kjör fólksins. Eins og flestir sem hyggja á ill verk er ríkisstjórnin kvíðin. Hún óttast að alþýða lands- ins til sjávar og sveita snúist sem einn maður til varnar, og hún veit að til átaka við það afl er hverri ríkisstjórn afls vant. Það er þessi ótti sem veldur drættinum á framkvæmd fyrirætlana afturhaldsins, og ráðamenn stjórnarflokkanna vildu m. a. reyna að treysta aðstöðu sína í kosningum verkalýðsfélaganna áður en þeir sýndu lit. En það er rekið eftir, af erlendum húsbændum íslenzka afturhaldsins og innlendum auðburgeisum. Alþýð- an verður án tafar að þétta raðir sínar og vera við öllu búin. Meira að segja gæti eindiegin áminning til stjórnarflokkanna nú í kosningunum næstu vik- uh haft drjúg áhrif á það sem gerist eða gerist ekki um mánaðamótin. — s. ViSfal viö Vilhjálm frá Skáholfi um íifiS og — Já, hann Villi á heima hérna. Drengnum er þetta mælir hefur skotið upp einhverstað- ar í ganginum. Hann fer á undan mér eftir endilöngum ganginum fram hjá ótal hurð- um með stuttu millibili og upp stiga í hinum endanum. Á næstu hæð fyrir ofan tekur við samskon- ar gangur. Hús skáldsins Hurð' eftir h u r ð til beggja handa. Þetta er þó ekki Sing Sing. Þetta hús er í Vesturbænum. Fínasta hverfi Vesturbæjarins. Það á enginn þetta hús. Því skolaði á land með erlendum her í byrjun heimsstyrjaldarinnar. Hér sátu þá menn nætur sem daga með málmgjarðir um höfuð við sí- tifandi og ritandi vélar, hlust- uðu, skrifuðu eða hömruðu á takka undarlegra véla. Hér var tekið við •miklurn tíðindum. Héðan gengu boð er réðu margra örlögum. Svo þegar flóðalda stríðsins fjaraði út varð húsið eftir eins og rekið brak. Það gleymdist og átti það enginn. Og húsnæðisleys- ingjar komu og hreiðruðu um sig á báðum hæðum þess; ör- snautt fólk, bjargálna fólk, hreinlíft fólk, gjálíft fólk, — gleðikonur og lögregluþjónar og allt þar á milli. Hér er enn lifað og leikið, elskað og hatað, notið og þjáðst. Barna- fjöldinn í þessum tvílyfta bragga er ótrúlegur. — Hér á hann Villi heima! segir drengurinn og bendir á hurð. En hurðin er lokuð, Villi er ekki heima, svo ég rölti út og lengra niður í hverfið og eftir bréiðgötunni þar sem stein- runnar milljónirnar rísa til annarrar handar en hafið and- varpar til hinnar. Held svo aftur að húsinu sem gleymd- ist. Enn er Villi ekki kominn. Það er hundslappadrífa fyrir utan svo ég staldra við inni. Hópur drengja hefur iagt und- ir sig ganginn. Þeir hafa tré- sverð á lofti, mikil sverð og breið, stutt sverð og veigalítil. Hér skiptast menn í virðingar- stiga eftir breidd sverðanna og afli beitandans. Lítill drengur og stúlka taka þó engan þátt í leiknum heldur virða fyrir sér hinn undarlega gest er sit- ur á stigahandriðinu. — Hvað heitir þú? — Ómar, svarar drengurinn; brosir ekki. — En þú? — Ólöf. — Hvað ertu gömul? — Níu ára. — Þá ertu í skóla — Mela- skólanum? — Já. — Er gaman þar eðá leiðin- iegt? — Það er gaman í skólanum, segir hún og brosir, svipurinn opinskár og hýr. Það hefur orðið veinan í sverðsmanna- hópnum og kona kemur og hrifur drenginn og telpuna á brott með sér, — en þau höfðu raunar engum mein gert. Og í því kemur Villi upp stigann. Herbergið hans er ekki stórt, en sérlega notalegt í að koma. Það sér naumast vegg fyrir málverkum og bókum. Það eru myndir eftir Kjarval, Jó- Málverk — Bækur hannes C-sir, J ó n Engil- berts. J ó n Þorleiíssón, Sigfús Hall- dórsson. Inni við gafíinn skrif- borð; auðséS að eigandinn hef- ur frið með það, en á því eru gul ný blóm í vasa. íslenzkur valur þar til annarrar haniar,. rskkja Villa til hinnar,- Við fótagafl hennar hjartalaga við- tæki þýzkt, frá því áður en Þýzkarar hófu síðustu heims- styrjöld, — enn í fullu ghdi.. Á borði þar er líka kaffikanna, ásamt katli maka sínum. Af bókahillu á gaflinum horfir út- troðinn vizkufuglinn gulum' augum á leyndustu athafnir Villa. — Hvar skaut þér annars upp í heiminn, Villi, áður en við hittumst hér á götunum i sumarsólinni forðum tið, þesar þjóðfélagið hafði ekki efni á að þegnar þess ynnu fyrir kaupi?' — Það var í Skáholti bak: við Brekkuhús bak við Elaeyj- ar-Hjalta sem ég sá dagsins. Ijós 28. des. 1907. — Var Guðmundur í Ská- holti einhver mektarbubbi % þeirra tima? — Nei. Við vorum 8 syst- kinin; ég var yngstur. Pabbi var einn áf stofnend- um Dagsbrúnar. Hann var ekki ríkisbubbi, en enginn veifi- skati. Ég skal segja þér dæmi. um það. Það var á þeim ár- um s e m' verkalýðs- Úr því þú vilt hreyfingin á. ekki mitt blað íslandi átti erfitt upp- dráttar, víst fyrsta árið sem 111111111111111111 m r. 11111 m 1111111 ■ 1111111111111111111111111111111 m 1111 i 1111 ? 111111111111111111 i 111111111 u 111111 m i 11! 111111 m u m i iv 11 f Um öryggi við byggingar Nú á síðustu tímum eru að vísu hærri og meiri bygg- ingar hér í Reykjavík en áður hefur þe'kkzt. Eg hef orðið þess var að nokkuð er rætt um það meðal byggingamanna hvort ekki eigi að'nota vinnu- palla meira en gert er við byggingar hárra húsa, meðan þau eru í smíðum, enda ekki ástæðulaust með öllu. Eg hef séð smiði reisa mót á mjög háum húsum án nokkurra vinnupalla að utan. Eg hef séð verkamenn rífa mót hangandi á efstu brún ihússins, út um glugga eða í kláfum sem hanga í köðlum og í öllum þessum tilfellum sem hér eru nefnd geta mennirnir ekki neytt sín sem skyldi vegna aðstöðunnar. Oft þegar borð losnar snögglega og maðurinn heldur sér með annari hendi í það sem hendi er næst, er undir hælinn lagt hvort hann heldur festu eða jafnvægi. Fyrir nokkru síðan var mér sagt að smiðir við eina stór- byggingu hér 'í bæ hefðu gert ofur saklausa fýrirspurn um þáð til Öryggiseftirlits rík- isins hvort ekkj ættu að vera vinnupallar við bygginguna. Eftirlitið hafði síðan kynnt sér aðstæður og sagt að svo þyrfti að vera, en eitthvað mun hafa tafið framkvæmd þess að þeir yrðu settir upp og höfðu forráðamenn bygg- ingarinnar orðið ókvæða við, reiðst smiðunum, brugðið þeim um hræðslu og taugaveiklun þeir þyrftu læknisskoðunar við o.s.frv. Þeir væru tryggð- ir, svo ef slys bæri að hönd- um væri það tryggingin en ekki fyrirtækið sem blæddi fyrir það!- — Svo mörg eru þau orð. Eftir þessu að dæma skipt- ir minnstu máli þó að menn drepist af slysum. Það er sem sagt hægt að baéta allt með peningum. Hvort vegur hér meira heimska og illgirni, eða stund- arreiði, nema allt sé jafnt, v. j ..................................

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.