Þjóðviljinn - 26.01.1960, Side 1

Þjóðviljinn - 26.01.1960, Side 1
ÁRSHÁTÍÐ Sósíalistafélags Kópavogs og Æskulýðsfylk- ingarinnar í Kópavogi verður lialdin í félagsheimilinu laug- ardaginn 30. janúar n.k. — Nánar auglýst síðar. A-LISTINN1369, B-LISTINN627 Stórsigur A-Hstans er alvarleg aSvörun verkamanna til stjórnar- valdanna um o5 framkvœma ekki kauplœkkunaráformin Úrslit Dagsbrúnar- kosninganna: Fimmti hver maður er kaus B-listann í fyrra yfirgaf hann nú A-listinn vann glæsilegan sigur í Dagsbrún, íékk 1369 atkvæði — bætti við sig 101 atkvæði. Þetta er mesta atkvæðamagn sem nokkur stjórn heíur iengið í Dagsbrún, hæst var áður 1331 atkvæði árið 1954. Rúmlega fimmti hver maður sem kaus B-listann í fyrra kneri við honum baki í þessum kosningum. Svar Ðagsbrúnarmanna er því ótvírætt. Stórsigur A- iistans og afhroð B-listamanna er alvarleg aðvörun til líkisstjórnarinnar um að framkvæma ekki kjaraskerð- ingaráform sín. A-listinn fékk nú 1369 at- kvæði en 1268 'í fyrra, bætti við sig 101. SamningaviS- ræSur í Moskvu Eins og skýrt var frá liér í blaðinu á sunnudag- inn lauk viðræðum um viðskipti íslands og Sovét- ríkjanna í Moskvu á laug- ardag með undirskrift bók- unar um svipuð viðskipti ríkjanna næstu þrjú ár. Þessi mynd var tekin með- an á samningaviðræðunum stóð. Til vinstri á mynd- inni eru . íslenzku samn- ingamennirnir, en til hægri hinir sovézku. Af íslend- . ingunum sjást (taldir frá vinstri); Dr. Oddur Guð- jónsson forstjóri Innflutn- ingsskrifstofunnar, Hendrik Sv. Björnsson ráðuneytis- stjóri, Pétur Thorsteinsson ambassador íslands í Sov- étríkjunum, formaður is- lenzku sámninganefndar- innar, Pétur Pétursson for- . st jóri Innkaupastofnunar ríkisins, Ilalldór Jakobs- son formaður útflutnings- nefndar sjávarafurða. Hreinn Pálsson, forstjóri Olíuverzlunar íslands h.f.. er innstur íslenzku samn- inganefndarmannanna. B-listinn fékk nú 627 at- 'kvæði en 793 í fyrra og hefur því tapað 166 atkvæðum, Hjá lionum er því um fylgishrun að ræða, meira en fimmti hver maður sem kaus hann í fyrra sneri nú við ironum baki. 68,5% móti 31,5%. Hlutfallslega skiptast at- kvæðin nú þannig, að A-listinri fékk 68,5% greiddra og gildra atkvæða en B-listinn 31,5%. í fyrra fékk A-listinn 61,5% en B-listinn 38,5%. Hefur hlut- deild A-listans í atkvæðatöl- unni hækkað um sjö hundraðs- hluta. ÍFylgishrun B-listans verður þeim mun eftirtektarverðara þegar þess er igætt að auð- stéttin lét ekkert til sparað við at'kvæðasmölun sína. Hafði menn á launum vikum saman við kosningaáróður, kosninga- vél íhaldsins var beitt til hins ítrasta 'í kosningunum, fjár- magni þess og bílakosti. En enn einu sinni varð þroski Dagsbrúnarmanna og cining það afl sem auðstéttin fær ekki við ráðið. Verkalýður um land allt hef- ur beðið í ofvæni eftir svari Dagsbrúnarmanna. Enn sem fyrr — og nú meir en nokkru sinni. er verkalýður landsins stoltur af Dagsbrún, og þakk- látur henni fyrir hina glæsi- legu frammistöðu. Með svari sínu nú í þessum Framhald á 2. síðu. Hannes Stephensen (t.li.) og Eðvarð Sigurðsson í skrifstofu Dagsbrúnar í gær. Hægra megia við þá sét.*i á seðlabunka A-Iistans frá stjórnarkjörinu. — (Ljósm. Sig Guðm.), Þegar kjörin eru í húfi sam einast Dagsbrúnarmenn Fréttamaður frá Þjóðviljanum átti í gaer tal við Hannes M. Stephensen, formann Dagsbrún- ar, og Eðvarð Sigurðsson, ritara félagsins, um úrslit stjórnar- kjörsins. — Hverjar teljið þið að séu aðalástæður fylgisaukningar A- listans og' taps B-listans? — Hér er ekki aðeins um aukningu að ræða hjá A-listan- um, segir Eðvarð, hún verður á kostnað hinna. Stór hópur manna sem áður hefur léð B- listanum fylgi hefur nú kosið A-listann. Æskilegt hefði verið að kosningaþátttakan hefði ver- ið meiri, ég er sannfærður um að þá hefði A-listinn sigrað með enn meiri yíirburðum. Nú er fjöldi manna staddur utanbæjar við störf á vertíðinni, bæði í Vestmannaeyjum og' suður með sjó. — Ástæðuna fyrir þessum hag- stæðu úrslitum fyrir A-listann, segir Hannes, m.vndi ég orða þannig, að mjög miklu hafi ráð ið að þegar Dagsbrúnarmönn- um finnst mikið lig'gja við, þá sameinast þeir. Við höfum allt- af sagt; og það hefur sannazt hvað eftir annað, að það gengur ekki vei að draga Dagsbrúnar- menn í pólitíska dilka. — Já, segir Eðvarð, þetta stjórnarkjör hefur ef til vill frekar en nokkuð annað borið keim af þeim anda sem ríkir þegar ákvarðanir eru teknab um sjáif kjörin, þegar enginn spyr um stjórnmálaskoðanir heldur bara afstöðuna til kjaramálanna. — Þetta er meginatriðið, á því er eng'inn vafi, segir Hannes. — Þetta er kannske mest á- berandi með Alþýðuflokksmenn, segir Eðvarð, ég er ekki að halda því fram að þeir séu að yfirgefa flokk sinn, en þeir eru áreiðanlega ekki ánægðir með stefnu flokksforustu sinnar. þá leið sem hún hefur nú lagt inná. Þeir láta því ekki stjórnast af pólitískum sjónarmiðum í verka- lýðsfélögunum. heldur af því hvað þeir ætla bezt fvrir lífs- kjör sín. Þetta á ekki síður yið um marga Sjálfstæðismenn, Framhald á 2. síðu.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.