Þjóðviljinn - 04.03.1960, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 04.03.1960, Blaðsíða 6
ö) — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 4. marz 1960 • i« w mi ihUiM Mm rtmrniurnwn: frtifd J3Í Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sösfalistaflokkurinn. — Ritstjórar: Magnús Kjartansson (áb.), Magnús Torfi Ólafsson, Big- urður Guðmundsson. — Fréttaritstjórar: ívar H. Jónsson. Jón BJarnason. — Auglýsingastjóri: Guðgeir Magnússon. — Ritstjórn, afgreiðsla auglýsín§:ar, prentsmiðja: Skólavörðustíg 19. — Simi 17-500 (5 línur). — Askriftarverð kr. 35 á mán. — Lausasöluv. kr. 2. Prcntsmiðja Þjóðviljans. r.tz Meentunarhafor |7in er sú afleiðing viðreinsnarinnar sem vak- ið hefur sérstakan fögnuð Alþýðublaðsins; það hælist um yfir því dag eftir dag að nú verði fjöimargt námsfólk að hætta námi sínu fyrir fátæktar sakir og fara að stunda eríiðis- vinnu. j3irti blaðið fyrst mynd af tveimur menntaskólastúlkum sem þannig var ástatt um og sagðist sannarlega ekki „vorkenna“ þeim það. Því næst birti blaðið mikla svivirðingar- grein um verkfræðinga og sagði að þeir væru hinir óbörfustu menn og auk þess illa innrætt- ir og komst í smekkvísi sinni einhvernveginn þannig að orði að þeir sleiktu upp fyrir sig og hræktu niður fyrir sig. Og í gær nær þessi her- ferð hámarki er blaðið birtir skrípateikningu af námsfólki; er á myndinni sýnd námskona ak- feit í ballkjól og með skinn um hálsinn og námsmaður í'jafngóðum holdum í kjólfötum með pípuhatt og heiðursmerki; báðir eru þessir fulltrúar námsfólksins skreyttir hamri og sigð. lyessi einkennilegi hatursáróðúr gegn námsfólki hefur verið lítið rökstuddur í Alþýðublað- inu, þó sagði það í fyrradag um afstöðu sína: „Það telur enga stúlku íslenzka of „fína“ til að vinna við framieiðsluna — undanskilur ekki eina einustu, jafnvel þótt hún sé í menntaskóla“. Þetta skringilega viðhorf, hvað sé „fínt“ og hvað ekki, er raunar táknrænt fyrir þetta ómerkilega snobbablað, sem telur það megin- verkefni sitt að lepja upp slúðursögur um fína iðjuleysingja erlendis, kóngadót og sjöunda flokks leikkonur. I»að er ekkert „fínt“ að mennta sig, og megin- þorri íslenzkra námsmanna hefur ekkert slíkt viðhorf (kannski að undanteknum einhverjum afkvæmum ríkisbubbanna sem standa að nú- verandi stiórn). Nám er nytsamlegt og alvar- legt og erfitt starf, og ílestir íslenzkir náms- menn hafa unnið verk sín af mikilli prýði. Rétt- urinn til náms, mennta og þroska, er einhver mikilvægasti réttur hvers þjóðfélags, og þeim mun betra er þjóðfélagið sem fleiri geta hag- nýtt sér bennan rétt, þannig að það verði hæfi- lei'karnir sem beina námsfólki braut en ekki pen- •ihgaráðin. Aldrei hefur þessi réttur verið mik- ilvægari en einmitt nú, þegar þekkingu mann- kynsins fleygir örar fram en nokkru sinni fyrr, og hvert þjóðfélag verður að kappkosta að fylgjast sem bezt með og hagnýta sér nýung- ar. Augljóst er að í þjóðfélagi framtíðarinnar mun hver einasti þegn menntast og verða sér- fræðingur á sínu sviði. jPngum er það nauðsynlegra en smáþjóð eins og íslendingum að einstaklingarnir geti tryggt sér sem mesta og bezta menntun. En á því sviði tzv txzz p xrz Xttt ua JW ■3? höfum við verið að dragast afturúr á undan- s£ förnum árum; almenn skólaganga hér er nú t.d. «•* rzv. styttri og veitir mun lakari menntun, sérstak- ítjjj lega í náttúruvísindum, en skólakerfið í sósíal- .('2 istísku löndunum. Ekkert var okkur því brýnna en að kepoa að því að auka almenna menntun ru'j hér á landi og gefa æ fleiri tækifæri til sér- 3£ menntunar. En í staðinn höfum við fengið yfir Jjft: okkur ríkisstjórn sem hælist um yfir því að m hrekja ungt fólk frá námi og virðist telja mennt- czz i5I un eitthvert iðjuleysisdund handa fínum pen- ingamönnum. Sú stefna getur haft mjög alvar- legar afleiðingar, ekki aðeins fyrir námsfólkið sem nú verður fyrir henni, heldur fyrir alla framtíð þjóðarinnar. — m. wt[>i mm Hér á landi er til nœgur leir til að framleiða ekki aðeins allar leir- og postulínsvörur sem landsmenn þurfa sjáífír að nota heldur og til útflutn- ings. Samt miðast leirbrennsla ís- lendinga einungis við listiðnað, að- allega minjagripi til sölu innanlands og útlendinaum er hingað slæðast. En síðan á dögum nýsköpunarstjórn- arinnar hefur stofn að leirbrennsiu- verksmiðju til stórframleiðslu verið tugthúsaður í hermannabragga suður í Fossvogi, og á þeim 13 árum er síð- an eru liðin hefur aldrei fengizt leyíi j til að fullgera verksmiðjuna! Það skyldi þó aldrei vera að þeir sem taka umboðslaun fyrir að.flytia. inn og selja íslendingum erlend búsá- höld, bvggingar- og aðrar iðnaoar- vörur úr leir gætu gefið einhv.erja skýringu á slíku? I fyrri liluta þessa viðtals við Guðmund Einarsson frá Miðdal var frá þvi sagt livernig leirbrennsla hófst hér á landi, leit að leir og rannsóknum til að ganga úr skugga um hvort nægilegt hráefni væri til í landinu. Það var sagt frá þvi hvern:g leirbrermslan margfaldaðist, svo brennslutækin voru notuð til hins ýtrasta og tækifæri höfðu boðizt til útflutnings á leirmunum — og að þá var hafizt handa um innflutn'ng véla t;l stórframleiðslu. Hér segir nánar söguna af þvi. ■JT' Fyrstu vélarnar í verksmiðju — Hvernig gekk J>ér svo Guðmundur, að flytja inn verksmiðjuvélar ? — Meirihluti Nýbyggingar- ráðs tók þeirri málaleitun vel, og við fengum fyrstu vélarn- ar í leirbrenns’uverksmiðju innfluttar, t.d. stórvirka ofna, og vélar til að hreinsa leir og búa til glerung og pressa le:rmuni, og svo var ráð fyr- ir gert að v:ð fengjum seinna það sem við enn þörfnuðumst mest til að reisa fullkomna leirbrennsluverksmiðju. Til þess að koma verk- smiðju af stað þurfti að byggja hús er nægði henni. Við gátum þá feng’ð grunn fyrir slíkt hús, en á Skóla- vörðustíg 43 var hugsað að hafa sölum’ðstöð til að bvrja með. Sex nei á fimm árum ■— En þið reistuð aldrei verksmið juna ? — Nei. Þegar búið var að ganga frá undirbúningi og þessum atriðum öllum var viðhorfið breytt, í stað ný- byggingarráðs var komið f jár- hagsráð, — og nú þurfti að sækja um fjárfestingarleyfi til þess. Er þar skemmst frá að segja að við sóttum um leyfi til þess í 5 ár að fá að byrja á þessum byggingum og á þessum 5 árum fengnm við 6 sinnum neitun! Tugthúsuð í herbragga — Þetta var því bagalegra sem mér hafði þá tekizt að fá fjársterka ménn til að leggja fé í verksnvðjuna á samvinnugrvmdvelli, en þeir gátu vitanlega ekki beðið leyfis endalaust — og lögðu fé s:tt í annað. Og þá gafst ég alveg upp a þeim grurjJ- velli. — En hvað um vélarnar? — Eg hafði ekkert húsnæði fyrir þær nema herbragga í Fossvogi, sem átti að vera bráðabirgðageymsla, þar eru geýmdar vélar þær sem Ný- byggingarráð leyfði okkur að flytja inn. En þar sem ekki var dvalið þar að staðaldri var- stol'ð þar öllu lauslegu — jafnvel flestum koparhlut- um er tilheyrðu vélunurn! Ihin á frumstigi '— Á ■ þer-sum árum höfðu nokkrir rrienn lært leir- brenns’u og þegar þetta var hafð' ég 11 manns í vinnu — i von um að geta aukið fram- leiðsluna. en þegár þetta fór svona var ekkert að gera. ann- að en að segja starfsfólkinu un.þ vinnunni. Og þeir ungu menn sem höfðu lært hjá mér urðu að stofna sín eig'n leir- brennsluverkstæði, og um tíma voru starfandi 5 leir- brennsluverkstæði í bænum, sem öll urðu að starfa við mjög ófullkcm n skilyrði. Enn er það svo að þau verkstæði sem starfa, en þau munu vera 3 talsins vinna á sama stigi og var í upphafi þessa listiðn- aðar, þ.e. framleiða aðeins handunna muni. Búsáhöld úr leir og postulíni — Við flytjum árlega inn leirvörur fyrir töluvert fé — te’ur þú hægt að framleiða þær hér heima? — Já, svarar Guðmundur ákveðinn, það er liægt að framleiða hér öll búsáhöld úr stein’e'r og pcstulini, allan slíkan varning til heimilis- ]>arfa —- og undirbúningi til þess að slíkt sé . hægt er að f-ullu lokið. — Er hægt að framleiða hér postulín? -— Já, svarar Guðmundur, og brosir að fáfræði m'nni. Eg get sýnt þér úrvals postu- lín — íslenzkt. Vinnurðu mikið úr postu- líni? — Nei, ég hef gert nokkra muni — ti’ að sanna að það sé hægt, en geri annars ekk- ert að því — það er ekki hægt að byrja á postulíns- framleiðslu í smáum stíl. Byggingar- og rafiuagnsiðnaður — En það er fleira notað úr leir en búsáhöld? — Já, það er t.d. mikil framleiðsla fyr'r • byggingar- iðnaðinn, t.d. veggfiísar, harðbrenndur leir til -að klæða hús, svo- og þakskifur. Þá er einnig mikið notað af le'rvyi- um við rafmagnsiðnað og garðyrkju. Það er svo mikið magn notað af öllu þessu hér að um stór'.ðju yrði að ræða. — Hafið þið framleitt eitt- livað af slíku? — Já, rafmagnseft'rlit rík- isins hefur rannsakað til- raunaframleiðslu okkar fvrir imimniimmiiiimiiiiiiHmmimnimin = ' iiiiiinii ii iiiii i iii ii iii ii ii— Þjóðviljanum hefur bor- izt eftirfarandi athuga- semd frá Bergsteini Bergsteinssyni fiskmats, = stjóra: = Þann.17. febrúar sl. birtist = í nokkrum dagblöðum Reykja- E víkur greinargerð þeirra 2 Kristjáns Einarssonar og Jóns = Axels Péturssonar, vegna E ferðar er þeir fóru á vegum E S.l.F. til þess að athuga E 'kvartanir kaupenda á Jamaica 5 vegna gæða á íslenzkum salt- = fiski er þangað hafði verið 2 seldur, 2 Aðal-niðurstaða þessarar = greinargerðar virtist- vera að = fiskur frá einum framleið- = anda á . íslandj hefði • verið = skemmdur og hann síðan = skemmt útfrá sér annan fisk. = Flest dagblöð, og-tvö viku- Fiskski

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.